Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 40

Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 40
' * 40 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON + Þórður Þórðar- son var fæddur í Keflavík 2. nóvem- ber 1943. Hann lést í Landspítalanum 27.júní síðastliðinn. Móðir hans var Sig- ríður Kristín Sumarliðadóttir, f. 8. maí 1916, d. 17. september 1997. Faðir hans var Þórður Arnfinns- son, f. 14. apríl 1914, d. 13. desem- ber 1966. Þórður ólst fyrstu árin upp hjá móðurbróður sínum, Einari Sumarliðasyni, bónda í Tungu- gröf í Strandasýslu, en eftir fermingu fluttist hann til móður sinnar í Reykjavík. Hann stund- aði ýmis störf, en fljótlega hóf hann nám við vél- skólann. Hann lauk námi í vélstjórn og var að mestu við þá grein, hin síðari ár á Guðmundi VE 29. Þórður eignaðist þijú börn. Þau eru: 1) Heiða Bergþóra, f. 2. febrúar 1969, maki Ari Jóhannes- son og eiga þau son- inn Ara Brynjar, f. 26. des. 1989. 2) Gissur Hans, f. 3. des. 1971, maki Inga Ósk Ólafsdótt- ir og eiga þau soninn Ólaf Ingva, f. 26. maí 1995. 3) Hanna Þrúður, f. 2. júm 1980. Utför Þórðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann Þórður vinur minn er lát- inn. Eiginlega var hann mér meira en vinur því um sama leyti og faðir minn dó kom Þórður inn í líf mitt og varð mér það sama og faðir minn var. Mamma sagði alltaf að við hefð- um ættleitt hvort annað en maður- inn minn talaði alltaf um „platónska ástarsambandið". Mér fínnst þetta lýsa Þórði best. Hann hafði allt að gefa, það var bara spurningin um hvað maður vildi þiggja. Engan mann hef ég hitt sem lagði sig jafn mikið fram um að bæta sjálfan sig. Þórður var full- kominn í mínum augum og hlaut bara alltaf að hafa verið það, en hann hafði aðra skoðun á þvi. Hann sagði mér t.a.m. hvernig hann náði jf tökum á skapi sínu. Hann sagðist hafa gengið með suðusúkkulaði á sér í tvö ár og stungið mola upp í sig hvenær sem þörf var á. Þar sat súkkulaðið límt við fölsku tennurn- ar í efri góm og því erfitt að æsa sig eitthvað frekar. Ég minnist hans maulandi súkkulaði en ég held að honum hafí bara þótt það gott nú síðustu árin. Undanfarin ár spáði hann mikið í hvað hann gæti gert til að rækta lík- ama og sál. Hann fór í læknisrann- sókn og þrátt fyrir óheilbrigt líferni fyrr á árum, reyndist hann í mjög góðu líkamlegu ástandi. Þetta var honum undrunarefni en við komumst að þeirri niðurstöðu að j líkaminn hefði haft gott af því að liggja í áfengisbaði um nokkurt skeið! Fyrir nokkrum vikum fékk hann sér göngutúr til mín einn morgun- inn og gekk um tíu km leið. Hann var hinn hressasti og bætti um bet- ur og fór á göngubrettið hjá mér. Síðan hafði hann þau orð að þegar „hylkið" eins og hann kallaði lík- amann væri með hærri tölu en skó- númerið væri kominn tími til að hugsa vel um það. Þórði voru andleg málefni hug- leikin og gátum við setið endalaust og rætt um allt þar að lútandi. Þá skynjaði ég svo sterkt virðingu hans fyrir öllu sem lifir. Það var sem allt _ ^sem hann sagði og gerði væri þrungið virðingu. Þegar móðir hans dó í september sl. var honum mjög umhugað að gera útför hennar sem fallegasta og velti fyrir sér hverjum þætti þar til hann var sáttur. Mér fínnst það því forréttindi að fá að taka þátt í skipulagningu útfarar Þórðar, fyrst svona fór, ásamt böm- um hans og hafa það að leiðarljósi að gera þetta í hans anda. Én nú er komið að leiðarlokum, leiðir skiljast um stund, og ég kveð minn kæra vin, Þórð Þórðarson, með djúpu þakklæti og virðingu. Að ■*, lokum sendi ég öllum þeim sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls þessa öðlings samúðarkveðjur mín- ar. Harpa Þorsteinsdóttir. Elsku Þórður, ég á svo erfítt með að trúa því að þú sért dáinn. Þú sem 'jt. varst svo heilsuhraustur undanfarið og talaðir meira að segja um að þér hefði aldrei liðið betur. Svo kom áfallið, ég var búin að að reyna að ná í þig símleiðis alla síðustu viku þegar þú varst á leið til lands í Eyj- um, þvi ekki var von á að við hitt- umst fyrr en í ágúst þegar þú kæm- ir til Reykjavíkur. En allt fór á ann- an veg, þú veiktist og varst fluttur í skyndi til Reykjavíkur á fóstudag og við Harpa systir máttum koma og heimsækja þig um kvöldið. Þú varst samur við þig og reyndir að gera gott úr öllu þótt fárveikur vær- ir. Nú finnst mér þessi stutti tími sem við áttum saman þá svo ómet- anlegur. Við vorum búin að þekkj- ast vel í rúm níu ár en urðum enn nánari þegar ég fékk að búa hjá þér um tíma í september síðastliðnum. Þá sátum við á hverju kvöldi og töl- uðum og hlógum saman langt fram eftir nóttu um alla skapaða hluti. Umræðan snerist þó oftar en ekki um andleg málefni. Við þig var hægt að tala um allt, sama hvað manni lá á hjarta, þú varst alltaf til- búinn að gefa manni góðar ráðlegg- ingar og svör. Elsku Þórður minn, það eina sem getur huggað mig á þessum erfiðum tímum er viðhorf þitt til dauðans. Þú hræddist hann ekki, heldur sagðir að þetta yrði einung- is flutningur á annan tilverustað og ég trúi því að við hittumst síðar á þeim stað. Með djúpri virðingu og ást kveð ég þig að sinni og þakka allar þær stundir sem við áttum saman. Sigríður Eva Rafnsdóttir. Þegar andlát starfsfélaga og góðs vinar ber að höndum með svipleg- um hætti er eins og erill dagsins nemi staðar um stund. Svo óvænt kemur kallið að við áttum okkur ekki á því alveg strax þar til okkur skilst að þannig er fallvaltleiki jarð- lífsins. Við fyllumst harmi og hug- leiðum samskipti okkar við hinn látna í einrúmi. Þannig varð okkur við, þegar við fréttum andlát góðs vinar og félaga, Þórðar Þórðarson- ar. Horfínn er nú góður vinur og fé- lagi. Við fyrrverandi skipsfélagar hans á Guðmundi munum hann ávallt sem traustan og hjálpsaman félaga. Þórður stundaði sjómennsku í Vestmannaeyjum í mörg ár sem vélstjóri. Ekki hlaut hann mikla menntun til þeirra starfa í vélskóla en fáir hefðu þó staðið honum á sporði. Hann var það sem í daglegu tali er kallað þúsund þjala smiður. Það verður mikill sjónarsviptir að honum í Eyjaflotanum. Aldrei minnumst við þess þegar eitthvað á bjátaði að honum hafí nokkurn tíma fallist hendur. Hann réðst á vanda- málið af þeim krafti sem honum var eðlislægur og málinu var kippt í lag hið snarasta. Sjálfur lýsti hann sér þannig að hann væri ofstopamaður í öllu sem hann tæki sér fýrir hend- ur. Hann vildi aldrei henda nokkrum sköpuðum hlut enda kom það fyrir oftar en ekki að hægt var að redda túr þegar Tóti fór inn á lagerinn sinn og gróf upp eitthvert gamalt nothæft stykki sem hægt var að nota. Nú á síðustu árum hellti hann sér út í frímerkjasöfnun og það var gert af sama kraftinum og allt annað. Atti hann orðið margar möppur af slíku. Þórður var sagnabrunnur hinn mesti enda vel lesinn og víðförull og þegar hann tók til við að segja sög- ur, setti alla hljóða af eftirvæntingu og komst þá ekki neitt annað að en að hlýða á þau gullkorn. Við vitum, að þér mun vegna vel í þeirri ferð sem nú er hafín og trúum að þú hafir verið burt kallaður til að taka að þér einhver mikilvæg verk- efni á æðri stöðum en við vitum deili á. Söknuður okkar sem eftir dvelj- um er sár. Okkur finnst að miklu lengur hefðir þú mátt lifa hér og starfa en Hann sem öllu er ofar veit betur. Við getum aðeins lotið höfði í auðmýkt fyrir vilja hans og ákvörð- unum. Að síðustu viljum við þakka þér samfylgdina. Megi algóður Guð vísa þér leiðina, hjálpa þér og styrkja. Blessuð sé minning um góðan dreng og félaga. Aðstandend- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Áhöfnin á Antares VE 18. Þórður Þórðarson eða Tóti vél- stjóri eins og við skipsfélagar og vinnufélagar kölluðum hann verður í dag kvaddur hinstu kveðju. Við komum að landi fímmtudaginn 25. júní fyrir einni viku. Á hádegi föstu- dags fann hann til fyrir brjósti og fór til skoðunar á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Þar fékk hann þann úr- skurð að hann væri með kransæða- stíflu og var sendur beint til Reykjavíkur þar sem hann lést á sjúkrahúsi morguninn eftir. Hreint ótrúlegt hvað þetta gerist hratt og við vinnufélagar hans og vinir sitj- um eftir hnípnir og eigum erfitt með að sætta okkur við það að Tóti skuli ekki vera á staðnum og stjórna því sem verið er að fram- kvæma. Hann hefur verið yfirvél- stjóri á Guðmundi VE síðastliðin 15 ár og engum datt annað í hug en þetta yi'ði hans starfsvettvangur áfram, því þetta skip átti hug hans og þarna hefur ekkert verið gert öðruvísi en hafa hann með í ráðum. Tóti var sérstaklega iðinn og út- sjónarsamur og var sífellt með hug- ann við skipið að velta fyrir sér því sem betur mætti fara og hvernig væri einfaldast að leysa verkin. Ég tel að starfsmenn eins og Tóti séu óborganlegir gullmolar hverri út- gerð. Tóti hefði orðið 55 ára í ár og ég veit að hann var einn af unglingun- um sem byrjuðu með Markúsi á Marsinum fyrir 1960 þannig að starfsævin á sjónum spannaði orðið 40 ár og er hann því búinn að taka þátt í að koma mörgum tittinum að landi. Við skipsfélagarnir vottum bömum hans og aðstandendum innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Snorri Gestsson skipstjóri. Síðasta föstudag barst sú fregn til starfsmanna Isfélagsins að Þórð- ur Þórðarson hefði verið fluttur al- varlega veikur suður með flugi á hjartadeild Landspítalans og á laugardagsmorgun var hann allur. Þórður hafði starfað^ sem yfirvél- stjóri á Guðmundi hjá ísfélagi Vest- mannaeyja hf. um 15 ára skeið. Þórður var góður félagi, mjög vinsæll meðal allra starfsmanna fyrirtækisins, léttur og skemmtileg- ur en jafnframt maður sem hægt var að treysta á. Hann annaðist þau verkefni sem honum var trúað fyrir af mikilli samviskusemi. Þórður var frábær vélstjóri. Hann hugsaði vel um skipið og vél- búnað þess. Aðalvél skipsins er elsta aðalvél í loðnuskipi á íslandi en vélin snerist vel hjá Þórði, m.a. vegna þess hvernig hann hugsaði um hana. Hann hafði áhuga á að hafa hlutina í lagi og láta gera við í tíma. Hann hafði líka skilning á því að allt yrði í lagi á jafn viðkvæmum veiðiskap og loðnuveiðum. Ef ekki er allt í lagi er hætt við að afli tapist ef bilar þegar verst stendur á. Þórður var þrifinn í sambandi við skipið og búnað þess og sá til þess að vel var gengið um skipið, þegar það var í viðgerðum. Það er mikill missir fyrir okkur Isfélagsmenn að hafa misst Þórð svo langt um aldur fram. Það er ljóst nú að hann hefur kennt sér meins töluverðan tíma áður en hann féll frá en það var líkt skapferli hans að tjá sig ekki um það heldur bíta á jaxlinn og láta sem ekkert væri þótt hann hafí í raun verið orð- inn fárveikur. Þórður var mjög virkur félagi í AA-samtökunum og aðstoðaði marga sem áttu við vandamál að stríða á þeim vettvangi. Að leiðarlokum vil ég senda að- standendum Þórðar innilegar sam- úðarkveðjur og bið þeim guðsbless- unar. Sigurður Einarsson. Góður vinur minn Þórður Þórðar- son er farinn á vit feðra sinna. Mjög ótímabært fráfall manns sem náði á svo yndislegan hátt - í svo mörg ár - að láta fortíðina vera skært leiðar- ljós inn í mjög gjöfula framtíð fyrir sjálfan sig og aðra sem hafa gengið sömu braut og svo að sjálfsögðu fyr- ir fjölskyldu og vini sem hann bar svo heilar tilfinningai- til og talaði svo vel um. Slys um borð í skipi hans leiddi til þess að veikt hjarta hans þoldi ekki álagið. Ég og vinir hans söknum hans mjög, en hans vegna og okkar og fyrir okkar æðri mátt heldur lífið áfram og við tökum þátt í því - æðrulaus en minnug þess að enginn ræður sínum næturstað. Ég þakka lærdómsríka samfylgd og bið Guð minn að taka kærleiks- ríkan vin í náðarfaðm sinn og leiða hann um sólskinslönd æðri heima. Ég votta börnum Þórðar og ást- vinum öllum innilega samúð. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Elísabet. HALLGRÍMUR MÁRUSSON Hallgrímur Elí- as Márusson fæddist á Minni- Reykjum í Fljótum í Skagafirði 6. nóv- ember 1913. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 24. júní siðastliðinn. For- eldrar hans voru Márus Símonarson, bóndi á Minni- Reykjum, og Sigur- björg Jónasdóttir, húsmóðir. Eftirlifandi eigin- kona Hallgríms er Hermína Sigur- björnsdóttir frá Okrum í Fljótum. Börn þeirra eru: Steinar, f. 1937, Dúa St., f. 1942, Jónas, f. 1945, Þrá- inn, f. 1948 og Pálmar, f. 1953. Útför Hallgríms verður gerð frá Kópavogkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Mikil sómamaður, vinur og frændi er hér kvaddur, duglegur og heiðai'- legur svo af bar. Fljótlega eftir að ég fór að muna eftir mér sem barn norður í Skagafírði kynntist ég Hall- grími. Árin liðu, kynnin urðu nánari sem leiddi til traustrar vináttu. Það sem vakti sérstaka athygli í fari Hallgríms var virðuleg og skemmti- leg framkoma. Aldrei var nein logn- molla í kringum hann, starfsorka í sál og líkama var með ólíkindum. Það sem öðrum óx í augum varð hon- um áskorun eða áhugavert viðfangs- efni að glíma við, og helst að sigrast á. Það er hægt að segja með góðri samvisku að oft hafi hann farið með sigur af hólmi og geti unnt sér hvíld- ar, því settu marki í þessu lífi er náð. Hallgrímur byrjaði búskap sinn á Siglufirði á sínum yngri árum ásamt eftirlifandi konu sinni Hermínu Sig- urbjömsdóttur. Þar stofnuðu þau hlýlegt heimili og bjuggu til ársins 1956, en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó þar í mörg ár, en síðar í Kópavogi. Á öllum fyrmefnd- um stöðum áttu þau afskaplega glæsilegt og snyrtilegt heimili og voru rómuð fyrir gestrisni og greiða- semi af öllum sem til þekktu. Margir höfðu orð á því að það væri sérstak- lega ánægjulegt að heimsækja þau hjónin og þau væru í orðsins bestu merkingu „sannir höfðingjar heim að sækja“. Hallgrímur og Hermína eignuðust fimm böm sem öll eru á lífi og eiga orðið marga afkomendur, sem allir hafa reynst traustir þjóðfélagsþegn- ar. Greinilegt er að börn þeirra hafa erft marga góða kosti foreldra sinna, enda öll mjög vel menntuð því ekk- ert var til sparað í þeim efnum. Hallgrímur átti mörg áhugamál sem væri hægt að skrifa margar blaðsíður um, en aðeins fátt verður nefnt hér, til dæmis ferðalög. Oft ferðuðumst við saman um Island og höfðum mjög gaman af þeim ferða- lögum. I þessum ferðum kom greini- lega fram hvað Hallgrímur og Hermína vildu þjóð sinni og fóstur- jörð vel og báru mikla virðingu fyrir landi og þjóð. Þau voru í orðsins fyllstu merkingu sannir náttúruvinir sem margir hefðu haft gott af að taka sér til fyrirmyndar. Hallgrímur hafði oft lent í erfiðum og löngum ferðalögum á lífsbraut- inni, bæði gangandi, ríðandi og ak- andi. Það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á frásagnir hans af mörgum þeim ferðum, sér- staklega hestaferðum frá yngri ár- um, en þá átti hann mjög marga og vel þjálfaða hesta, sem voru eftir- sóttir. Hallgrímur fór margar ferðir til útlanda. Fyrsta ferð hans á er- lenda grundu mun hafa verið árið 1937 en þá stundaði hann nám í Dan- mörku sem hann lauk 1938. Greinilegt var að Hallgrími líkaði betur að ferðast á Islandi. Hann vildi sjá glæsilegt ísland með vel mennt- uðum Islendingum. Það var ánægju- legt að heyra hvað honum þótti vænt um framfarii' og tækniþróun í ís- lensku menntakerfi, ásamt mörgum öðrum framförum í þjóðfélaginu. Hallgrími þótti mjög gaman að spila á spil. Oft var gripið í spil bæði heima hjá honum og annars staðar, þegar tími vannst til. Hann var mjög fylginn sér og útsjónarsamur við spilaborðið, enda var hann yfirleitt í efstu sætum hjá þeim bridsfélögum sem hann spilaði með. Ég kom síðast til Hallgríms hinn annan maí síðastliðinn. Ég sá að heilsu hans hafði hrakað mikið og líf- ið orðið honum erfitt, enda starfs- dagarnir orðnir margir og afköstin mikil. Andlátsfregnin kom mér ekki á óvart. Eftir að við höfðum heilsast í síðasta sinn sagði hann við mig: „Það var gaman að sjá þig.“ Er ég spurði hvemig honum liði svaraði hann fljótlega með ferskum, hreinum blæ: „Élli minn, þú sérð það, við skulum ekki tala um það, við skulum tala um eitthvað skemmtilegt." Stórbrotinn persónuleiki Hallgríms var enn virk- ur og þó hann vissi eflaust að hann ætti aðeins stutta dvöl eftir í þessu lífi, þú vildi hann hafa síðasta samtal- ið við mig skemmtilegt. Þessar línur eiga að senda frá mér örlítinn þakklætisvott. Fyrir hönd fjölskyldu minnar kveð ég þig með virðingu, eftirsjá og þakklæti. Við sendum Hermínu og börnum þeirra og ástvinum öllum samúðarkveðjur. Erlendur Björgvinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.