Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 4 < ( ( ( ( ( ( I ( i 1 ( i ( ( ( 1 i 4 i ( 4 : ( i (i ( 4 ( ( + Rósa Ingólfs- dóttir var fædd í Reykjavík 27. júní 1911. Hún lést á Landspítalanum 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingólfur Lár- usson skipstjóri í Reykjavík, f. 9. júlí 1874, d. 16. júní 1963, og Vigdís Ámadóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 8. janúar 1880, d. 21. október 1976. Systk- ini Rósu vom Árni, skipsijóri, f. 3. ágúst 1902, d. 22. mars 1992, Lárus, leikari og leikmyndateiknari, f. 22. júm' 1905, d. 21. september 1981, Öm, fulltrúi, f. 21. júní 1909, d. 16. júní 1970, og Gyða, húsfreyja í Reykjavík, f. 12. ágúst 1914. Eiginmaður Rósu var Guð- mundur I. Guðmundsson hrl., sýslumaður, síðar ráðherra og sendiherra, f. 17. júlí 1909 í Hafnarfírði, d. 19. desember 1987. Foreldrar hans voru Guð- mundur Magnússon skipstjóri í Hafnarfirði, f. 26. október 1879, d. 29. október 1960, og Margrét Guðmundsdóttir, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. mars 1878, d. 7 okt. 1959. Börn þeirra em: Rósa Ingólfsdóttir, tengdamóðir mín, lést hinn 27.júní sl á 87. afmælis- degi sínum. Þá voni liðin rúm tíu ár frá þvi eiginmaður hennar, Guð- mundur I. Guðmundsson, lést. Ég kynntist þessum heiðurshjón; um fyiár rúmum aldarfjórðungi. I fyrstu voru samskipti okkar bundin við frí og stuttar heimsóknir, þar sem þau störfuðu erlendis. Eftir að þau fluttust heim fyrir um nítján árum urðu samskiptin náin. Eftir heimkomuna varð heimili þeirra á Sólvallagötunni miðpunktur fjölskyldunnar, sannkallað höfðingja- setur enda voru þau ætíð höfðingjar heim að sækja. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og bókasafnið bar vott um menningarlegan metnað. Enginn í fjölskyldunni vildi missa af sunnudagskaffmu á Sóló. Ýmist var uppdekkað borð með kræsingum eða tevagninum var rúllað inn á stofugólf og ‘hver bjargaði sér. Rósa sá alltaf um að nóg væri til. Þá voru þjóðmálin rædd og að sjálfsögðu stjórnmál enda höfðum við sérfræðing í önd- vegi. Þeir sem tóku þátt í þessum samverustundum gleyma þeim ef- laust seint. Eftir að Guðmundur lést kom Rósa sér fyrir í draumaíbúð í Miðleiti 7, þar sem hún gat haft allt sitt í kring- um sig og þar vann hún úr minninga- bankanum sínum sem var henni svo dýrmætur og voru margar skemmti- legar sögur, sem hún sagði okkur úr viðburðaríku lífi. Rósa var einstaklega jákvæð kona, þrátt fyrir hjartakrankleika og syk- Guðmundur Ingólf- ur, f. 5. aprfl 1943 í Reykjavík, maki Rósa Steinunn Jóns- dóttir; Ingólfur Vignir, f. 17. nóv. 1944 í Rvík, d. 16. september 1961; Grétar, f. 11. maí 1946 í Reykjavík, maki Kathleen Anna Guðmunds- son; Örn, f. 17. febr- úar 1949 í Hafnar- firði, maki Kristín Guðfinnsdóttir; Æv- ar, f. 24 nóv. 1950 í Hafnarfirði, maki Guðrún Jó- hannesdóttir. Barnabörnin eru fjórtán og barnabarnabörnin sjö. Rósa ólst upp í Reykjavík og gekk þar í barnaskóla. Hún út- skrifaðist úr Verslunarskóla Is- lands 1929. Eftir það starfaði hún við skrifstofustörf, lengst af hjá Geysi sem aðalbókari. Síðar var hún húsfreyja í Reykjavík og Hafnarfirði. Þá var hún sendiherrafrú fyrst í London, síðar í Washington, Stokkhólmi og Brussel (1965-1979). Rósa verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ursýki siðustu árin horfði hún alltaf á björtu hliðar tilverunnar. Ræddi hún um það hversu heppin hún væri að geta farið á fætur á hverjum degi, búið heima og umgengist fólkið sitt. Bamabömin, og síðar barnabarna- börnin, löðuðust að henni, enda gaf hún hverju barni athygli sína og hvatti þau áfram í lífinu og hældi þeim. Rósa var miki]] sælkeri og frábær kokkur enda var hún vön að sjá um veislur í starfi sínu sem ráðherra- og sendiherrafrú. Því urðu það henni sár vonbrigði þegar sykursýkin gerði henni að halda sig frá svo mörgu sem henni þótti gott. Ég dáðist að sterk- um vilja hennar, sérstaklega þegar hún neitaði sér um margt sem okkur hinum þótti sjálfsagt. Hún „stalst" einstaka sinnum í eitthvað sætt. Þá brá fyrir glettni í augum hennar og hún naut augnabliksins, og varð jafn- vel að taka afleiðingunum seinna. Rósa hafði gaman af lestri góðra bóka og las hún mikið þegar tími gafst, einnig lágu tungumál vel fyrir henni og talaði hún fína ensku, þýsku, dönsku og sænsku. Á efri ár- um lærði hún einnig dálítið í frönsku og spænsku. Hún var sérstaklega gáfuð og skemmtileg. Alltaf var gott að líta inn til Rósu og spjalla og er þeirra stunda sárt saknað. Aðeins rúmri viku fyiir andlátið héit hún upp á útskrift sonardóttur sinnar úr lögfræði með allri fjöl- skyldunni. Hún hafði hlakkað til þessa dags og geislaði af gleði. En nú þegar sumarið er að ná há- MINNINGAR marki og gróðurinn blómstrar sem aldrei fyrr hefur rósin okkar fölnað, en í huga okkar lifir minningin um einstaka konu. Guðrún. Síðan afi og amma fluttu heim fyr- ir um tveimur áratugum hafa sunnu- dagaheimsóknirnar til þeirra verið fastur punktur í tilveru minni. Öll fjölskyldan hittist þar gjarnan og var þá jafnan mikið spjallað í stofunni hjá þeim á Sólvallagötunni. Þau tóku alltaf á móti fólkinu sínu opnum örm- um og dekruðu við mann á alla lund. Afi dó fyrir rúmum tíu árum og var hans sárt saknað af allri fjölskyld- unni. Nú er amma farin líka, hún dó á afmælisdaginn sinn þann 27. júní. Það er mikill missir að henni. Hún var einstaklega hlýleg kona og gott að koma til hennar. í hvert skipti sem ég kíkti inn hjá henni fann ég hvað ég var innilega velkomin. Hún átti svo gott með að ná til allra. Frá því ég man eftir mér hefur mér alltaf fundist svo gott og gaman að tala við hana. Hún hlustaði alltaf og tók mark á því sem maður hafði að segja, hversu gamall sem maður var, svo það var eftirsóknarvert að eyða tíma með henni. Eftir að ég fékk bflpróf fórum við oft í bæinn, settumst kannski inn á eitthvert kaffihúsið og létum eftir okkur að fá okkur eina „dísæta“ eins og hún kallaði það. Hún fékk sykursýki seint á ævinni svo hún þurfti að passa vel upp á allt sem hún lét ofan í sig. Það var alger synd þvi hún var svo mikill sælkeri, enda stóðst hún oft ekki mátið þegar einhverjar freistingar voru á boðstól- um. Þegar kvikmyndahús borgarinn- ar sýndu myndir sem okkur leist vel á skelltum við okkur í fimm- eða sjöbíó og fengum okkur eitthvað gott að borða í leiðinni. Við sátum líka oft í stofunni hjá henni á fallega heimilinu hennar. Ég fann ekki oft fyrir þvi að það væri margra áratuga aldursmunur á okk- ur því við gátum spjallað saman um lífið og tilveruna eins og vinkonur. Tíminn leið alltaf hratt enda vana- lega um nóg að spjalla. Hún fylgdist vel með því sem maður var að gera og var alltaf svo ánægð með það. Hún lagði líka alla tíð áherslu á það við okkur barnabörnin að við næðum okkur í menntun. Þá fannst henni að við myndum vera í góðum höndum. Við systkinin náðum öll fjögur áföng- um í námi okkar nú í vor og það var virkflega gaman að finna hvað hún var ánægð og stolt af okkur. Hún átti einstaklega gott með að hvetja okkur og kenna okkur að sjá björtu hliðarn- ar. Þó að eitthvað eitt gengi ekki sem skyldi var svo margt annað í svo góðu lagi. Mér leið alltaf vel eftir að hafa heimsótt hana. I þau skipti sem heilsan hjá henni var ekki nógu góð lagði hún ekki árar í bát. Það var alltaf eitthvað sem hægt var að hlakka til. Hún horfði björtum augum á tilveruna, hún naut þess að hitta fólk og fara út á meðal þess, svo það var alltaf full ástæða til að koma heilsunni í gott lag aftur. Ég á eftir að sakna hennar afskaplega mikið. Það verður svo tómlegt að geta ekki kíkt lengur inn hjá henni til að spjalla um lífið og tilveruna eða til RÓSA INGÓLFSDÓTTIR að kíkja aðeins út saman, eins og við gerðum svo oft. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni eins og ég gerði og fengið að þiggja allt það sem hún hafði að gefa. Eva Margrét Rósa Ingólfsdóttir er látin. Sá sem þetta ritar hitti Rósu í útskriftarmót- töku eins af bamabörnum hennar þjóðhátíðardaginn 17. júní sl. Þá var Rósa hress að vanda. Þótt við vissum öll að hún væri veik sást það ekki. Þannig var Rósa afltaf jákvæð, glað- lynd og skemmtileg. Líf Rósu var margbreytflegt. Hún var mamman sem hélt skemmtileg- ustu fjölskylduboðin og bestu barna- afmælin, þeim vildi maður ekki missa af. Hún var heimskona, gift áhrifa- miklum stjómmálamanni. Ég kynntist Rósu líklega nánast meðan ég dvaldi við nám í Stokk- hólmi. Þá þurfti hún að fara til Stokkhólms til flókinnar skurðað- gerðar á öxl. Þetta var á þeim tíma þegar slíkar aðgerðir var ekki hægt að gera á íslandi. Við Rósa hittumst oft meðan hún dvaldi í Stokkhólmi eftir aðgerðina. Ég man að ég kveið fyrir fyrstu heimsókn minni á sjúkrahúsið. Eftir það hlakkaði ég til hverrar heimsóknar. Ég kynntist nú mömmunni úr afmælunum sem lífs- reyndri konu sem hafði frá svo mörgu að segja. Hún gaf á sinn sér- staka hátt öðrum með sér af reynslu sinni og lífsspeki. Öllum þótti gott að umgangast Rósu, sérstaklega held ég að ungt fólk hafi sóst eftir nær- veru við hana. Þannig var það lika í útskrift barnabamsins hinn 17. júní sl. Hún var umsetin af ungu fólki. Rósa var glæsileg kona. Brosið hennar heillaði alla. Rósa giftist 19. september 1942 Guðmundi, bróður móður minnar. Foreldrar mínir og Rósa og Guðmundur höfðu þann vana að kalla hvert annað krakkana. Þau voru reyndar öll fullorðin, um eða yfir þrítugt, þegar þau gengu í hjónaband. Það var því oft skrítinn svipurinn á viðstöddum þegar „krakkarnir" kölluðust á. Nú hafa „krakkamir“ allir kvatt þennan heim nema mamma. Söknuð- ur hennar er því mikill og þakklæti fyrir allar samvemstundir með Rósu. Rósa lést á afmælisdegi sínum hinn 27. júní sl. Hún fékk fallegt og rólegt andlát að viðstöddum sínum nánustu. Þannig hefur Rósa vfljað hafa það. Síðasta afmælisboðið með reisn. Móðir mín þakkar mágkonu sinni allar góðar stundir og vináttu sem aldrei bar skugga á. Við Ella og stelpurnar þökkum fyrir þau forrétt- indi að hafa verið í fjölskyldu með Rósu. Guð blessi ykkur öll og minningu hennar. Davíð Á. Gunnarsson (Daddi). Á fyrstu ámm sjöunda áratugar- ins, en um það leyti hófst þátttaka mín í stjómmálastörfum á vegum ungra jafnaðarmanna, var Guðmund- ur I. Guðmundsson varaformaður Al- þýðuflokksins. Hann hafði gegnt því starfi frá árinu 1954 og jafnframt verið utanríkisráðherra frá árinu 1956 og raunar einnig fjármálaráð- herra í minnihlutastjóm Emils Jóns- sonar 1958-1959. Guðmundur I. Guðmundsson er einn af merkustu forystumönnum ís- v, lenskra jafnaðarmanna á þessari öld. Það kom í hans hlut að stýra utanrík- ismálum íslensku þjóðarinnar í tæp- an áratug þegar kalda stríðið stóð sem hæst og mikil átök vora í inn- lendum stjórnmálum um utanríkis- mál. Sú stefna, sem Guðmundur mót- aði á þessum áram, reyndist Islend- ingum farsæl. Guðmundur var ein- dreginn stuðningsmaður vestrænnar samvinnu, hann vildi aukna þátttöku íslendinga í málefnum umheimsins og mótaði öðram fremur þá utanrík- isstefnu, sem Islendingar hafa síðan ávallt fylgt og hvflir fyrst og fremst á •— þremur stoðum: Virkri þátttöku í norrænu samstarfi, í starfi Samein- uðu þjóðanna og í varnarbandalagi vestrænna ríkja. Guðmundur var maður fastur fyrir og ákveðinn. Ná- vígið í pólitíkinni var þá miklu meira og vegist harkalegar en nú gerist og persónulegar árásir með fúkyrða- flaumi og landráðabrigslum nær dag- legt brauð. Fór Guðmundur ekki var- hluta af því enda í forystu um einhver mestu átakamál samtímans, utanrík- ismálin. Kom þá vel að eiga gott heimili og góða og trausta eiginkonu, Rósu Ingólfsdóttur, sem var manni sínum mikil stoð og stytta. Leiðir okkar Guðmundar í. Guð- mundssonar lágu ekki lengi saman í^u- Alþýðuflokknum. Aðeins eitt flokks- þing sátum við saman, sem haldið var í húsnæði Slysavamafélags íslands við Grandagarð. Árið 1965 kvaddi hann hinn innlenda stjórnmálavett- vang og tók við sendiherrastarfi í London, síðar í Bandaríkjunum og loks í Stokkhólmi. Á þessum stöðum bjuggu þau Rósa sér heimili, sem var eins og heimili þeirra í Hafnarfirði, rausnarlegt heimili, myndarlegt og hlýlegt. Heim komu þau hjónin árið 1977 við starfslok. Guðmundur var hins vegar ekkert síður áhugasamur ^ um stjórnmál en á meðan hann var sjálfur virkur þátttakandi. Hann not- aði símann mikið og fylgdist vel með. Mörg slík samtöl áttum við eftir heimkomu hans. Guðmundur andað- ist árið 1987. Eiginkonur stjórnmálamanna á átakaáranum miklu í íslenskum stjórnmálum sinntu erfiðu hlutverki. Stormar og stríð þess tíma léku ekki bara um persónumar sjálfar, sem í fylkingarbrjósti vora, heldur einnig um heimili þeirra og fjölskyldur. Rósa Ingólfsdóttir var glæsileg kona, fríð, sviphrein og höfðingleg. Hún bjó fjölskyldu sinni gott heimili þar sem athvarf var og skjól fyrir næðings- sömum vindum. Manni sínum var ^ hún stoð og stytta og samverka- mönnum hans sýndi hún hlýhug og vináttu. Alþýðuflokkurinn á mikla þakkar- skuld að gjalda þeim hjónum, Guð- mundi í. Guðmundssyni og Rósu Ingólfsdóttur. Við útför hennai- senda flokkurinn og gamlir sam- verkamenn börnum þeirra hjóna, barnabörnum og öðram ástvinum einlægar samúðarkveðjur. Sighvatur Björgvinsson, form. Alþýðuflokksms - Jafnaðar- mannaflokks íslands. SVAVA ÓLAFSDÓTTIR + Svava Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1912. Hún lést á Droplaugarstöðum 20. júní si'ðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. júní. Sem slokkna öll mín litlu gleðiljós, og líf mitt fjarar sem við dauðans ós, og húmið stóra hylur mína brá: ó, herra Jesú, vertu hjá mér þá. (Þýð. M. Joch.) Nú er komið að kveðjustund við Svövu Ólafsdóttur heiðursfélaga Kvenfélags Árbæjarsóknar, með virðingu í hugum bæði okkar er vor- um stofnendur félagsins og einnig þein-a er seinna gengu til liðs við okkur sem fyrir vorum. Það er af mörgu að taka frá um 30 ára kynnum við Svövu. Frá stofnun Kvenfélags Árbæjarsóknar 1968 starfaði hún í félaginu, því til heilla og fai-sældar; fyrst í nefndum, svo í stjóm í fjögur ár og formaður þess í tvö ár. Undimtuð minnist þess er hún tók eftir Svövu í fyi-sta sinn á kvenfé- lagsfundi í anddyri Árbæjarskólans þar sem félagsfundir vora haldnir fyrstu starfsárin. Það geislaði af henni gleði, frjálsleg fi-amkoma og mýkt, hún kom með hnyttin innskot í um- ræður allar, var góður málamiðlari, ráðgjafi og hreinskiptinn málflytjandi á gleði- og alvörastundum, enda kon- an góðum gáfum gædd. Ég hugsaði um það þá og oft síðar hvað það hlyti að vera notalegt að hafa þessa hæfi- leika og svo þegar við bættist hag- mælska hennar þá náði aðdáunin há- marki á þessari elskulegu konu. Eins og oft vill verða vora ýmsir byrjunarörðugleikar í framkvæmda- málum og fleiru í svo ungu samstarfi en það var samstilltur kvennaskari í nýju og ört vaxandi íbúðarhverfi sem tók hlutina góðum tökum í sínum fjölbreytfleika, og oftar en ekki er talað um að í nýjum hverfum sé bara ungt fólk með börn, en sem betur fór var þetta ekki allskostar rétt hvað viðkom Árbæjarhverfinu. Þar var fyrir gott fólk á öllum aldri sem gat miðlað til unga fólksins, því það er svo ótal margt hægt að læra af þeim sem hafa verið lengi í lífsins skóla. Og það var svo sannarlega hægt að segja um Svövu okkar. Fátt létu fé- lagskonur sér óviðkomandi hvað varðaði framfarir og góð málefni inn- an hverfis og utan og létu gott af sér leiða á mörgum sviðum. Aðallega var þá það sem hafði forgang fjáröflun fyrir kirkjubyggingu í sókninni. Tæplega 200 konur sameinuðu krafta sína; saumuðu, prjónuðu, hekluðu og bökuðu fyrir stórglæsilega fóndur- og kökubasara, haldin vora spila- kvöld og árshátíðir, og allt þetta færði okkui’ nær markinu að reist yrði vegleg kirkja í Ái’bæjarsókn. í öllu þessu mikla starfi stóð Svava ávallt hvetjandi og jákvæð fyrir því sem til stóð hverju sinni. Hún gladd- ist mjög þegar aðstaða félagsins til fundarhalda batnaði til muna er safn- aðarheimilið í kjallara kirkjunnar var tekið í notkun; og þá var tekið til við að kaupa ýmislegt sem nauðsynlegt var, þó búið væri að fjárfesta í yfir 100 bollapörum og tilheyrandi áhöld- um fyrir fundahöld og fjölmennar kaffisölur. En þótt Svava flytti brott úr hverfinu nær miðborginni var hugul- og ræktai’semin við félagið til staðar eftir sem áður. Það er ekki bara samstarfið ljúft og glaðvært sem við minnumst heldur líka heimil- isbragurinn á fallegu heimili þeirra hjóna Svövu og Jökuls í Fagrabæn- um, þar sem húsbóndinn var inn- stilltur á allt bramboltið í kvenfólkinu og studdi dyggilega við bakið á okkur með ýmsum hætti, ekki síst með and- legri fæðu, því það vora margir bragirnir og vísurnar sem Jökull örti af sinni alkunnu snilld við ýmis tæki- færi er eitthvað stóð til í stóra sem smáu, og er það varðveitt sem dýr- gripur í sögu félagsins. Við erum nokkrar konur sem höfum stundum rifjað upp eina af mörgum heimferð- um af fundi í félaginu, fyrir alllöngu síðan, þar sem við vorum samferða í bfl. Áliðið var kvölds og hríðarbylur skollinn á, og þar sem við stönsuðum við heimilið í Fagi’abænum, opnuðust útidymar og Jökull stóð í dyranum. Þá varð einni okkar að orði: „Jæja, Svava mín, nú er hann orðinn hrædd- ur um sína.“ Þá brosti frúin bara og^— sagði þessa gullvægu setningu: „Elsku stelpur mínar, hvað eruð þið að tala um, þetta er aðalljósið á heim- ilinu.“ Og oft vai’ vitnað í þessi fal- legu orð, er vora lýsandi dæmi um kærleik þeirra hjóna. Við félagskonur eram þakklátar fyrir að hafa notið samstarfs og vin- áttu Svövu Ólafsdóttur og færi betur að sem flestir gætu tileinkað sér þann góða eiginleika; gera gott úr öllu og færa til betri vegar eins og kostur var. Ó, blessuð stund, er hátt í himnasölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman tölum sem eins og skuggi þá er liðinn hjá. (Þýð.M.Joch.) Við sendum sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Svövu Ólafs- dóttur. ; F.h. Kvenfélags Árbæjarsóknar. Halldóra V. Steinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.