Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 2

Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 2
2 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ágreiningur um gildi reglugerðar er heimilar ökuleyfíssviptingu Svipting lögreglu til bráðabirgða dæmd ógild SVIPTING ökuleyfis til bráða- birgða, sem ökumanni var gert að sæta af hálfu lögreglunnar í Reykjavík í gærmorgun, var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í gær. Var niðurstaða dómsins að ágreiningur væri um gildi reglugerðar nr. 280/1998 að því er varðar heimild til sviptingar ökuréttar og ekki verði séð að reynt hafi á gildi hennar fyrir dómi. Málsatvik eru þau að lögreglu- menn mældu kl. 8.55 í gærmorgun hraða bíla sem óku suður Njarðar- götu að Sóleyjargötu. Hraði öku- tækis mældist 64 km/klst. en á þessum vegarkafla er hámarks- hraði 30 km/klst. Mælt var með radar í kyrrstæðum lögreglubíl. Ökumaður kvaðst ekki hafa ekið hraðar en 40 til 50 km en að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu var hon- um kynnt ákvörðun aðalvarðstjóra um bráðabirgðasviptingu ökuréttar í einn mánuð. Þessu undi ökumað- urinn ekki. Krafðist hann þess að sviptingin yrði felld úr gildi og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ökumaður sótti málið sjálfur ásamt Tómasi Jónssyni hrl. Kröf- Rimlar fyrir gluggum una um ógildingu sviptingarinnar byggja þeir á því að reglugerð frá því í maí, nr. 280/1998, hafi ekki lagastoð að því leyti sem hún mæli fyrir um sviptingu ökuréttar þegar hraði sé orðinn 30 km yfir leyfileg- um hámarkshraða. Vitnað er til 101. greinar umferðarlaga nr. 50/1987 þar sem segir að meginskil- yrði fyinr ökuleyfissviptingu sé að ökumaður hafi gerst sekur um mjög vítaverðan akstur eða ef telja verður með hliðsjón af eðli brotsins eða annars framferðis ökumanns að varhugavert sé að hann stjómi vél- knúnu ökutæki. Telja þeir að akst- ur á 64 km hraða niður Njarðar- götu á þurrum vegi í björtu veðri geti ekki talist vítaverður. Dómvenja um sviptingu við 50 km yfir hámarkshraða Sækjandi heldur því og fram að dómvenja hafi skapast fyrir því að ökumenn verði ekld sviptir ökurétt- indum fyrr en hraði þeirra nemi meira en 50 km yfir leyfðum há- markshraða. Reglugerð nr. 280/ 1998 feli í sér verulega breytingu frá gildandi réttarframkvæmd og verulega þyngingu refsinga við hraðakstursbrotum. Telur sækjandi varhugavert að svipta menn öku- réttindum meðan mál þeirra séu í rannsókn enda kveði dómstólar upp úr um sekt og ákvörðun viðurlaga. I niðurstöðu dómsins segir að ágreiningur sé uppi um það hversu hratt sækjandi hafi ekið. Einnig sé ágreiningur um gildi reglugerðar- innar nr. 280/1998. „Ljóst er að reglugerðin breytir dómvenju sem myndast hefur um það hvenær sviptingu ökuréttar er beitt þegar um of hraðan akstur er að ræða. Þá leikur vafi á að sóknaraðili teljist hafa gerst sekur um mjög vítaverð- an akstur sannist að hann hafi ekið á 64 km hraða.“ Guðjón Magnússon, lögfræðingur hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík, sem var talsmaður vamaraðila, tjáði Morgunblaðinu í gær að ekki lægi fyrir hvort þessum dómi yrði áfrýjað. Ekki væri heldur hægt að segja á þessari stundu hvort dómur- inn myndi breyta starfsaðferðum lögreglunnar. Sagði hann nauðsyn- legt að fá ákæru og efnisdóm sem reyna myndi á gildi nýju reglugerð- arinnar hvað varðaði sviptingu öku- réttar. UNA María og Hermann passa Mósa frá Múlakoti sem bróðir þeirra, Guðmundur Óskar Unn- arsson, hafði nýlokið við að keppa á á landsmóti hesta- manna á Melgerðismelum. Landsmótið er ekki aðeins fyrir Yfir sjö þús- und manns á landsmóti Morgunblaðið/Ásdís hestamenn heldur getur Qöl- skyldan notið góðrar skemmt- unar í heilnæmu umhverfí. Veð- ur fór kólnandi á Melgerðismel- um í gærkvöld. ■ Landsmótið/25/26 Dætur Sophiu og Halims eru nú á unglingsaldri. Dagbjört er 17 ára en Rúna er 15 ára og verður 16 ára í haust. Stúlkumar ganga í skóla strangtrúaðra múslima í Istanbúl og gengur vel, en að sögn Sigurðar fengu þær sérstök verðlaun í vor fyrir að hafa verið hæstar yfir skól- ann. Næsta vor útskrifast þær sem stúdentar frá skólanum. Sophia útskýrði fyrir Sigurði símleiðis í gær hvernig gæslu væri háttað í þorpinu, en hún er mjög ströng. Að hennar sögn vaka lög- regla, hermenn og óeinkennis- klæddir lögreglumenn yfir henni og dætnmum. Mæðgurnar hittast á heimili Halims, en að sögn Sophiu eru rimlar fyrir öllum gluggum á heimili hans. Nágrenni Divrigi og næsta stóra borg, Sivas, er eitt höf- uðvígi heittrúaðra múslima, en þeir hafa enga tilburði haft, að sögn Sig- urðar, til að ógna Sophiu. Aðspurður um hvað mæðgurnar hefðust að á fundum sínum sagði Sigurður að þær hefðu ákveðið að dvelja innan dyra, skoða myndir og ræða saman. Sophia og dætur hennar hittast síðan aftui- í dag á heimili Halims Al. ^ Morgunblaðið/Halldór Utsölurnar hafnar SUMARÚTSÖLUR eru hafnar í eða á bilinu 20-50% en dæmi eru flestum verslunum. Kaupmenn eru um allt að 90% afslátt. ánægðir og segja verslun mikla. ________________________- Afsláttur er svipaður og í fyrra ■ Sumarfatnaður/22 Sinnaskipti Halims A1 vekja undrun fjölmiðla SOPHIA Hansen hitti dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu, á heimili Halims Al, fóður þeirra, í fjalla- þorpinu Divrigi í Tyrklandi eftir hádegi í gær. Að sögn Sigurðar Péturs Harðarsonar stuðnings- manns hennar er Sophia ánægð með það sem hefur áunnist 1 henn- ar málum en hún hefur nú hitt dæt- ur sínar í einrámi þrjá daga í röð en svo lengi hafa þær ekki verið sam- vistum í mörg ár. Andrúmsloftið á milli þeirra Sophiu og Halims hefur ekki verið betra í annan tíma og hagar hann sér nú óaðfinnanlega, að sögn Sig- urðar. Hann segir umfjöllun fjöl- miðla í Tyrklandi nú einkennast af umfjöllun um sinnaskipti Halims A1 og spyrja menn sig hvað hafi gerst, að hans sögn. Veitingastaðir í Reykjavík Afgreiðslu- tíminn frjáls frá 21. júlí? AFGREIÐSLUTÍMI veit- ingastaða í Reykjavík verður gefinn frjáls, sennilega frá og með 21. júlí næstkomandi, verði tillögur nefndar sem fjallar um afgreiðslutíma veit- ingahúsa samþykktar. Samkvæmt núgildandi regl- um mega veitingastaðir hafa opið milli ldukkan sex á morgnana og til klukkan þrjú að nóttu. I undantekningartil- feUum getur borgarráð heim- ilað annan afgreiðslutíma. Vínveitingar áfram óheimilar eftir klukkan 03 Eftir sem áður verða vín- veitingar bannaðar eftir klukkan þrjú að nóttu, en að sögn Helga Hjörvar borgar- fulltráa er stefnt að því að það bann verði fellt úr gildi frá og með 1. september. Tvær umræður þurfa að fara fram um tillöguna í borg- arstjóm og jafnframt þarf hún að fá staðfestingu dóms- málaráðuneytis. 16SÍBUR ÁLAUGARDÖGUM Gulltár Zagallo, hins litríka þjálfara Brasilíu / B2 Grasið Stade de France- leikvanginn í París selt/B1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.