Morgunblaðið - 11.07.1998, Side 6

Morgunblaðið - 11.07.1998, Side 6
6 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson REYKJARSTRÓKUR stóð úr Hvalfjarðargöngunum meðan göngin voru reyklosuð á brunaæfingunni. Skiptar skoðanir um útkomu brunaæfínga í Hvalfjarðargöngrim Ekki er talin ástæða til að fresta opnun I fyrrinótt fór fram brunaæfing í Hval- -r _____ fjarðargöngum. Ymislegt fór úrskeiðis í þeirri æfíngu að sögn talsmanna slökkvi- liða sem segja liðin engan veginn í stakk búin til að takast á við bruna í göngunum. Brunamálastjóri er hins vegar mjög ánægður með æfínguna og telur fátt hafa komið á óvart. Sigríður B. Tómasdóttir ræddi við þá sem komu við sögu æfíngar- innar og Stefán Reyni Kristinsson fram- kvæmdastjóra Spalar. FJARSKIPTI milli slökkviliða var eitt af því sem brást á æfingunni. BRUNAÆFING hófst í Hvalfjarð- argöngum um hálftólfleytið í fyrra- kvöld. Þá hafði reykvélum verið komið fyrir í neðsta punkti gang- anna og voru þær settar af stað. Fimmtán mínútum síðar hringdi starfsmaður Hvalfjarðarganga, sem staðsettur er í skýli norðanmegin ganganna, í Neyðarlínuna sem kom upplýsingunum á framfæri til slökkviliðs Reykjavíkur og sjúkra- bfls, og slökkviliðs Akraness og sjúkrabflsins þar. Að sögn Jóns Viðars Matthías- sonar varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík tók för þeirra um 20 mín- útur þannig að þeir voru komnir á staðinn rúmlega tólf. A leiðinni að göngunum var slökkvilið Reykjavík- ur í fjarskiptasambandi við starfs- bræður sína frá Akranesi og var það samband með ágætum þar til kom að göngunum. „Slökkviliðið frá Akranesi var örlítið á undan okkur og um leið og þeir voru farnir niður í göngin rofnaði fjarskiptasamband- ið.“ Slökkvilið Akraness í reykjarkófí Slökkvilið Akraness ók niður að upptökum reyksins og þá gerðist það að viftumar í göngunum sem vanalega stýra blæstri frá norðri til suðurs breyttu um stefnu og tóku að blása frá suðri til norðurs. Sú breyting var sjálfvirk en ætlunin er að á föstudögum, þ.e.a.s. frá mið- nætti til miðnættis, verði loftræst- ing frá suðri til norðurs vegna þess að meiri umferð er í þá átt á föstu- dögum. „Vegna þess að jarðhiti er meiri sunnanmegin ganga er eðli- legt að hafa loftræstingu frá norðri til suðurs, á föstudögum er hins vegar það mikil umferð í hina áttina þannig að þá verður blásið með um- ferðinni og þannig reynt að þurrka göngin í leiðinni," segir Jón Viðar. Þessi breyting á blæstri viftanna kom slökkviliði Akraness hins vegar á óvart, segir slökkviliðsstjóri Akra- ness, Jóhann Engilbertsson. Slökkvilið Akraness fékk reykinn allan yfir sig og keyrðu þeir því aft- ur út úr göngunum. Slitrótt Qarskiptasamband Að sögn Jóns Viðars löguðust fjarskiptin örlítið um leið og liðið Reykjavíkurmegin var komið niður í göngin, en var þó nokkuð slitrótt. Hvorki Jón Viðar né Jóhann kunna skýringar á því hvers vegna sam- bandið datt algerlega út um tíma. „Þegar við vorum komnir niður í göngin skánaði sambandið, en það olli líka vandræðum að þegar vift- umar höfðu verið settar á fullan styrk var hávaðinn slíkur að það var mjög erfitt að heyra hvað var sagt í talstöðinni. Þetta mætti hins vegar leysa með því að tengja heymartól við talstöðvarnar." Viftumar vom settar á fullan styrk þegar Akranesliðið var komið út og segir Jón það hafa komið á óvart hve langan tíma það tók að fá hreyfingu á reykinn. „Þetta vom fimm til fimmtán mínútur sem liðu áður en nokkur árangur var sjáan- legur. Maður var búinn að heyra ýmislegt um þessar viftur en ég hefði trúað að þær ættu að virka betur.“ Jón segir ennfremur að reykur- inn hafi farið mun lægra en þeir áttu von á og gengið hægar að losa frá jörðu. „Við áttum von á að það væri hægt að athafna sig undir reyknum, en svo var ekki.“ Jón Við- ar segir að þar sem þetta hafi verið fyrsta æfing hafi aðilar e.tv. tekið því rólegra en ella. „Það má auðvit- að ekki mála ástandið of dökkum lit- um, en við þurfum greinilega að vinna í þessum málurn." Slökkviliðin illa búin í sambandi við leiðir til úrbóta segir Jón Viðar að það sé fyrst og fremst ljóst að þessari æfingu lok- inni að slökkiviliðin séu ákaflega illa í stakk búin til að sinna atburðum sem þessum. „Við þyrftum búnað til reykköfunar sem endist lengur en núverandi búnaður, sem endist um 20 mínútur. Það segir sig sjálft að við gerum lítið á tuttugu mínútum í svo stórum göngum. Við þyrftum einnig hitamyndavélar þannig að við sæjum til í göngunum, þetta eru allt aðrar aðstæður en í húsunum sem við reyklosum í bænum.“ Jón Viðar segir að mikið skorti á þjálfun slökkviliðsmanna í þessum efnum og ef vel ætti að vera þyrfti líka að stytta útkallstíma og auka útkalls- styrk. „Það er hins vegar stórpóli- tískt mál, því slíkt kostar sitt.“ Jóhann Engilbertsson tekur und- ir með Jóni Viðari um slakan búnað og þjálfun sinna manna. „Það má t.d. geta þess að við vorum með tal- stöðvar í láni frá Reykjavík, en við eigum ekki talstöðvar sem hafa rás Almannavama, en það er sú rás sem virkar í göngunum.“ Jóhann segir að komi eitthvað fyrir í göng- unum séu þeir í vondum málum. „Það hlýtur að vera aðalatriði að ökumenn sýni varúð í akstri. Þessi göng eru gott mannvirki í sjálfu sér og það er öruggara að aka þau en Hvalfjörðinn. Við stöndum hins veg- ar verr ef eitthvað kemur fyrir í göngunum en í firðinum.“ Ekkert sem kom á óvart Bergsteinn Gizurarson bruna- málastjóri segir ekkert hafa komið sér á óvart í æfingunni. „Þetta er fyrsta æfingin sem fer fram í göng- unum. Við stóðum fyrir þessari æf- ingu og lögðum mikla áherslu á að hún færi fram og ég get ekki sagt að neitt hafi komið mér á óvart í henni. Það var t.d. viðbúið að fjar- skiptatækin myndu valda vanda- málum eins og gerist með búnað sem hefur ekki verið prófaður áður. Æfingar eru til að læra af þeim og mér finnst við hafa lært mjög mikið af þessari æfingu. T.d. má benda á að eldur getur haft þau áhrif að breyta stefnu loftræstikerfisins, þannig að í rauninni var mjög gott að það gerðist á æfingunni." Bergsteinn bendir á að bruna- málastofnun hafi blandað sér í mál Hvalfjarðarganga að eigin frum- kvæði, Vegagerðin og samgöngu- málaráðuneyti hafi ekki talið það nauðsynlegt. „Það má kannski segja að æfingin hafi sannað mikilvægi þeirra afskipta." Að sögn Bergsteins leiddi æfingin fyrst og fremst í ljós mikilvægi við- vörunartækis í göngunum sem myndi staðsetja eldsupptök. „Það er lykilatriði ef eitthvað kemur upp á að vita í hvora áttina á að beina viftunum til að reyklosa." Þjónar ekki tilgangi að hræða fólk Bergsteinn segir engum tilgangi þjóna að hræða almenning, það sé engin bráðahætta á ferð. „Ef þetta hefði verið slys, hefði farið illa, en þetta var æfing sem við munum læra af. Það er litlar líkur á bruna í göngunum, auðvitað getur alltaf eitthvað komið fyrir, það á við í göngunum sem annars staðar." Bergsteinn segir göngin betur búin en þeir norsku staðlar sem miðað var við. „í Noregi eru 500 km af göngum og þar hefur ekkert al- varlegt slys orðið enn.“ Næsta skref að mati Bergsteins er að vinna úr gögnum í tengslum við æfinguna og halda svo námskeið fyrir slökkvilið- in. „Ég hef beitt mér fyrir að fengn- ir væru aðilar frá Noregi til að halda námskeið og mun þrýsta á það. Að því loknu væri eðlilegt að halda aðra æfingu.“ Bergsteinn bendir á að komi eitt- hvað fyrir í göngunum sé í fyrsta lagi mjög mikilvægt að hindra að einhver fari inn og í öðru lagi að þeir sem inni eru komi sér út. Til að hindra umferð um göngin sunnan- megin, þar sem enginn vaktmaður er, er kveikt á rauðum viðvörunar- ljósum og bóma lokar veginum öðr- um megin. „Það gerðist nú samt í gær [fyrradag] áður en æfingin hófst og verið var að prófa reyktæk- in að bíll kom að og bílstjórinn tók sig bara til og fór inn þrátt fyrir að göngin væru lokuð með bómum og ekki sé búið að opna þau formlega þannig að það er ýmislegt sem get- ur gerst.“ Undarlegt upphlaup Stefán Reynir Kristinsson fram- kvæmdastjóri Spalar sagði í samtali við Morgunblaðið eftir hádegi í gær að forsvarsmenn Spalar gætu ekki brugðist við æfingunni fyrr en þeir fengju eitthvað í hendumar um hvemig hún hefði gengið. „Mér finnst undarlega staðið að upplýs- ingadreifingu um æfinguna. Ég veit ekkert um hana nema það sem ég hef heyrt í fjölmiðlum og þykir þetta skrýtið upphlaup daginn fyrir opnun. Mér finnst þetta hljóma eins og menn séu að reyna ná sér í betri búnað.“ Stefán segir enga ástæðu til að fresta opnun ganganna og bætir því við að brunavarnir í göngunum séu vemlega yfir þeim stöðlum sem lög gera ráð fyrir. „Við erum með hand- slökkvitæki á 250 m fresti, neyðar- símar á 500 m fresti og 32 stórar viftur sem dæla út reyknum ef kem- ur til bmna. Það verður líka að taka með í reikninginn að líkurnar á að kvikni í bíl í göngunum em afar litl- ar og ef verið er að tala um að verja peningum í að auka öryggi akandi vegfarenda þá höfum við komist að því að þeim peningum væri marg- falt betur varið með því að breikka einbreiðar brýr.“ Að sögn Stefáns er verið að skoða mál eins og að setja upp viðvömnar- tæki í göngunum sem gefa upp stað- setningu elds. „Við emm að bíða eft- ir upplýsingum frá Noregi og víðar um þau mál. Það hefur brugðið við að slík tæki fari í gang án þess að um eld sé að ræða þannig að nauð- syrflegt er að skoða þau mál vel. Eft- ir því sem við vitum best er slíkur búnaður hvergi í notkun í Noregi, þó umferð sé þar margfalt meiri en um Hvalfj arðargöng." O O 0 I J '1 ■ öe ■1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.