Morgunblaðið - 11.07.1998, Side 14

Morgunblaðið - 11.07.1998, Side 14
14 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hjónin á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd opnuðu Búgarð Húsdýra- og fjölskyldugarð- ur í sveitinni BÚGARÐUR sem Inga Árna- dóttir og Stefán Tryggvason, ábúendur á Þórisstöðum, opn- uðu fyrr í sumar nýtur mikilla vinsælda og hafa fjölmargir lagt þangað leið sína. Þar gefst kostur á að skoða kýr og hesta úti á túni, en heima við hefur verið komið upp húsdýragarði, þar sem eru fuglar; hænur, gæsir, endur og kalkúnar, kan- ínur, kálfar, kindur og kett- lingar. Þau Inga og Stefán eiga fjóra syni og dóttur sem flutt er að heiman. Elstu strák- amir, 14 og 16 ára, vinna við Búgarð en hinir eru yngri, 2ja og 6 ára. Mjaltabásinn til í haust í fyrrasumar hófu þau að byggja mjaltabás við fjósið og ákváðu í framhaldi af því að stækka byggingunaog bæta veitingastofu við. „Ég hugsa ýmislegt í fjósinu, þegar mað- ur er að spjalla við kýrnar dettur manni margt í hug,“ sagði Stefán um upphaf þess að farið var út í framkvæmdir. Þau Stefán og Inga bjuggu í tíu ár á Kjalamesi, fremur litlu búi, en fluttu til Akureyrar fyrir nokkmm árum og voru þá jafnframt að leita að hent- ugri jörð, nægilega stórri til að hægt væri að hafa af henni góðar tekjur. Eftir tveggja ára leit keyptu þau Þórisstaði á Svalbarðsströnd þar sem þau hafa búið síðustu ár. Mjalta- básinn sem þau byijuðu á í fyrra verður tilbúinn með haustinu. Með tilkomu hans gefst gestum Búgarðs kostur á að fylgjast með mjöltum í fjós- inu úr veitingastofunni, en hún tekur um 30 til 40 manns í sæti. Gestimir geta einnig tek- ið með sér sitt kaffi sjálfir og neytt þess í skjólgóðum reit. „Fyrst við vorum að fara út í byggingaframkvæmdir fannst okkur tilvalið að bæta veit- ingastofunni við,“ sagði Inga, en þegar þau bjuggu á Kjalar- nesi tóku þau gjarnan á móti skólabörnum af höfuðborgar- svæðinu sem vildu kynna sér lífið í sveitinni. „Það var mjög gaman að taka á móti bömun- um og við höfum haldið því áfram hér fyrir norðan," sagði Inga, en á rúmum tveimur vik- um í vor heimsóttu um 900 skólaböm staðinn. Margvíslegir möguleikar Framkvæmdir standa enn yfir, en m.a. er verið að útbúa gerði framan við veitingastof- una, gróðurtorg þar sem fólk getur setið í ró og eins er verið að útbúa gönguleiðir um skóg- arreit svo fólk geti notið hans betur. Þá er hugmyndin einnig að koma upp eins konar galler- u en húsbóndinn nýtir veturinn til að útbúa muni sem gerðir era úr birki úr skógarreitnum. „Möguleikarnir era margvís- legir og við ætlum að nýta okkur þá,“ sagði Stefán, en meðal hugmynda er að efna til sýninga í veitingastofunni, bjóða upp á tónlist eða nám- skeið svo eitthvað sé nefnt. Þá er fyrirhugað samstarf milli Búgarðs, Safnasafnsins og Laufáss undir merkjum al- þýðumenningar við Eyjafjörð og verður menningin, náttúran og sagan þar í brennidepli. Fram til þesáa hafa fá tækifæri gefíst fyrir ferðalanga að staldra við á þessum slóðum, en nú er ætlunin að vekja á þeim athygli. Morgunblaðið/Björn Gíslason STEFÁN Tryggvason og Inga Árnadóttir í veitingastofunni við Búgarð. HÆNURNAR vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar systkinin Vala og Teit- ur Guðmundarbörn komu þrammandi. REYNIR ÖRN og Védís Áslaug skoða kettlingana. INGÞÓR Björnsson, Árni Steinar Stefánsson og Gunnar Björn Jónsson að skoða nýfæddan kálf, en kýrin GuIIa bar eftir hádegið í gær. BRÚSI sem Stefán býr til úr birki. ÞAÐ er gott að fá sér ís eftir að hafa skoðað dýralífið á Búgarði, eins og þau gerðu Teitur og Vala sem heimsóttu garðinn f gær. Vegleg skilti með upplýs- ingum um Eyjafjarðarsveit Morgunblaðið/Bjöm Gíslason STEFÁN Árnason hjá Eyjafjarðarsveit og Halldór Jóhannsson lands- lagsarkitekt sem hannaði skiltið. Bæjarstjóri um álit Samkeppnisráðs Farið verður yfír stöðuna KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri segir að viðbrögð Akureyrarbæjar við áliti Sam- keppnisráðs vegna kvörtunar Stálsmiðjunnar um opinberan fjár- stuðning til Slippstöðvarinnar verði þau að rætt verði við for- svarsmenn Slippstöðvarinnar og síðan metið hvemig við verður brugðist. Samningur um leigu Slippstöðv- arinnar á upptökumannvirkjum Akureyrarbæjar gildir til ársins 2005 og sagði bæjarstjóri að ekki væri ástæða til að rifta við honum. Kristján vildi ekki tjá síg um álit Samkeppnisráðs, sagði að fyrir lægi niðurstaða þess í málinu og reynt yrði að vinna úr henni eins vel og unnt væri. Taldi Kristján að niðurstaða Samkeppnisráðs myndi kalla á ákveðna skoðun og breytingar á vinnubrögðum hjá öðmm skipa- smíðastöðvum, en víðar en á Akur- eyri væra ríkisstyrkt upptöku- mannvirki. „Ég held að forsvars- menn annarra slippstöðva þurfi að skoða stöðuna hjá sér, ég held að það verði óhjákvæmilegt“. í EYJAFJARÐARSVEIT hafa verið sett upp tvö vegleg skilti, annað við útsýnisstað við þjóð- veginn hjá Húsabrekku og hitt skammt frá bænum Hvammi við Eyjafjarðarbraut eystri. Halldór Jóhannsson, landslagsarkitekt hjá teiknistofunni Teikn á lofti, hannaði skiltin. Skiltin em tvískipt. Annars vegar er kort af Eyjafjarðarsveit þar sem getið er um öll lögbýli í sveitinni sem og eyðibýli, ár eru merktar inn á kortið og fjöll og getið um hæð þeirra auk þess sem sýnd er gönguleið um ós- hólma Eyjafjarðarár og reiðleið frá Akureyri að Melgerðismel- um. Einnig er þar af fínna ítar- legar upplýsingar um áhuga- verða staði í sveitinni, óshólm- ana, Leyningshóla og kirkjur og er texti bæði á íslensku og ensku. „Við vonumst til þess að þessar aðgengilegu upplýsingar örvi ferðamenn til að aka um þessa fögru sveit,“ sagði Halldór. Þjónustutafla Á hinu kortinu er þjónustu- tafla, þar sem m.a. er greint frá gisti- og veitingastöðum, við- gerðarþjónustu og öðru sliku sem er að finna í Eyjafjarðar- sveit. Þá er sagt frá helstu við- burðum í sveitinni á töflunni og nú má þar finna upplýsingar um Landsmót hestamanna á Mel- gerðismelum en að því loknu verða upplýsingar um sýninguna Handverk ‘98 hengdar upp. Allir þeir sem efna til ein- hverra viðburða í sveitinni geta fengið pláss á töflunni til að til- kynna um þá, m.a. um leiksýn- ingar, tónleika eða dansleiki svo eitthvað sé nefnt. Til stendur síðar að setja upp sérstök söguskilti á tveimur stöð- um í Eyjaíjarðarsveit, við kirkju- staðina á Saurbæ og Grund. Borgarbíó sýnir Armageddon Þrjár sýning- ar um helgina BORGARBÍÓ á Akureyri sýnir stór- myndina Armageddon á þremur sýningum daglega um helgina. „Við höfum verið að boða heimsendi alla vikuna og nú er komið að þessu,“ sagði Jóhann Norðfjörð fram- kvæmdastjóri Borgarbíós, en hann sagði að stemmningin fyrir sýningu myndarinnar væri afar góð. Myndin var frumsýnd í gær, föstu- dag, og sýnd þrisvar, en í dag, laug- ardag, og á morgun, sunnudag, verða sýningar kl. 17, 21, og 23.45. I næstu viku verða tvær sýningar á dag en ef viðtökur verða góðar sagði Jóhann að sýningum yrði fjölgað að nýju um aðra helgi. Gott bíósumar Borgarbíó hefur boðið gestum sín- um upp á íslandsfrumsýningar aðra hvora viku í allt sumar og hefur það mælst vel fyrir, að sögn Jóhanns. Nokkur deyfð virtist koma yfir bíófara eftir Titanic-æðið sem gekk yfir í upphafi árs. „Þá fengum við alla þá gesti sem að jafnaði koma einu sinni á ári í bíó, en ég geri ráð fyrir að marga af þeim fýsi að fara aftur nú sjá þessa risamynd," sagð Jóhann, en það sem af er sumri hefur aðsókn að kvikmyndahúsinu verið góð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.