Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 18

Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 18
18 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI finnur hitann frá Frakklandi á Fótboltavef mbl.is Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur þú allt um HM í Frakklandi. Nýjar og heitar fréttir daglega, leikirnir, leikmennirnir, staðan, riðlarnir, sagan og ótal margt fleira áhugavert. www.mbl.is/boltinn Erlendur skuldabréfa,- sjóður í ís- lenskum krónum STJÓRN Hávöxtunarfélagsins hf., dótturfyrirtækis Kaupþings, hefur breytt fjárfestingarstefnu Einingar- bréfa 5, sem er ein af sjóðsdeildum félagsins. Breytingarnar tóku gildi um mánaðamótin og felast, að sögn Páls Arnasonar hjá Kaupþingi, í því að sjóðurinn mun framvegis gera minni kröfur um lánshæfismat þeirra skuldabréfa sem hann fjárfestir í. Þarmeð eykst áhætta, en að sama skapi eru möguleikar á hærri ávöxt- un. Þá hafa lágmarkskaup í sjóðnum lækkað úr 10 milljónum króna í 200 þúsund krónur og sjóðurinn mun framvegis eiga fleiri flokka bréfa en áður. Eldri fjárfestingarstefna Eininga- bréfa 5 var svohijóðandi: „Eininga- bréf 5 eru alþjóðlegur skuldabréfa- sjóður sem fjárfestir á erlendum verðbréfamörkuðum. Lágmarkskaup í sjóðnum eru 10 milljónir. Sjóðurinn fjárfestir aðallega í mjög öruggum skuldabréfum með lánshæfi AAA, AA og A á verðbréfamörkuðum víðs veg- ar um heim (íslenska ríkið er með lánshæfi AA). Sjóðurinn á að jafnaði um 15-20 flokka bréfa. Fjárfest er í bréfum í ýmsum myntum en sjóður- inn er varinn fráviki („hedged") í verðgildi einstakra gjaldmiðla gagn- vart dollar með framvirkum samning- um („forward contracts") og vilnun- um („options"). Nýja fjárfestingarstefnan er þannig: „Sjóðurinn fjárfestir aðallega í skuldabréfum með lánshæfi BBB, BB og B á verðbréfamörkuðum víðs vegar um heim (íslenska ríkið er með lánshæfi á bilinu A-AA). Sjóðurinn á að jafnaði a.m.k. um 40 flokka bréfa. Fjárfest er í bréfum í ýmsum mynt- um en sjóðurinn er varinn fráviki í verðgildi einstakra gjaldmiðla gagn- vart íslensku krónunni með fram- virkum samningum og vilnunum. Þannig er skuldabréfasjóðurinn er- lendur skuldabréfasjóður í íslenskum krónum.“ Páll segir að reynslan sýni að áhætta varðandi greiðslufall á skulda- bréfum með lánshæfi BBB, BB og B sé lítil. „Þessi breyting er gerð til að mæta óskum fjárfesta, sem eru aðal- lega stofnanafjárfestar," segir hann. Fótboltavefur mbl Allt um HM og Islandsmótið í knattspyrnu. Tap breytist í hagnað hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi REKSTUR Fiskiðjunnar Skagfirð- ings hf. á Sauðárkróki skilaði lið- lega 61 milljónar kr. hagnaði fyrstu átta mánuði yfirstandandi rekstr- arárs sem hófst 1. september sl. Er það gjörbreytt afkoma frá því sem verið hefur því tæplega 39 milljóna króna tap var á rekstrinum síðustu átta mánuðina þar á undan. Fiskiðjan gerir út fimm togara og rekur bolfiskverkun á Sauðár- króki og rækju- og hörpudisk- vinnslu í Grundarfirði. Reksturinn hefur gengið erfiðlega síðustu ár og fyrir tveimur árum var starf- semin í landi á Sauðárkróki dregin mikið saman. Undanfarna mánuði hefur starfsemin aftur verið aukin. A Sauðárkóki sérhæfir fyrirtækið sig í frystingu þorskflaka sem sög- uð eru niður og sett í poka. Flökin eru seld til verslanakeðja í Þýska- landi og Belgíu. Jón Eðvald Frið- riksson framkvæmdastjóri segir að þessi framleiðsla gangi vel og fyrir liggi pantanir á allri framleiðslu til næstu áramóta. Hráefnið í fram- leiðsluna kemur af ísfisktogara fyr- irtækisins sem landar vikulega. Einnig er nokkuð unnið að sölt- un en sá fiskur er keyptur á fisk- mörkuðunum. Hækkað afurðaverð og minni útgerðarkostnaður Jón segir að afkoma vinnslunnar hafi gjörbreyst á stuttum tíma. Af- urðaverð hafi hækkað verulega. Nefnir Jón að dæmi séu um 20% hækkun verðs á ákveðnum afurð- um á einu ári. Hann segir að það hafi einnig mikil áhrif á afkomuna að miklu auðveldara sé að veiða þorskinn. Togararnir nái þorsk- skammtinum á tveimur til þremur dögum, í stað viku áður, og geti síð- an notað það sem eftir er vikunnar til að veiða aukategundir. Aukaafl- inn sé seldur á fiskmörkuðum og það skili áhöfninni og fyiártækinu góðum tekjum. Mikið hefur verið unnið að hag- ræðingu í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. eftir það sameiningarferli sem fyrirtækið gekk í gegnum. Hún felst meðal annars í því að vinnslan á Sauðárkróki hefur verið færð saman í eitt hús, frystihús Fiskiðj- unnar, en áður var hún á nokkrum stöðum. Þannig hefur saltfiskverk- unin verið færð þangað og nú er unnið að því að færa pökkunarstöð- ina úr frystihúsi Skjaldar yfir í Fiskiðjuhúsið og gera með því vinnsluferilinn einfaldari og eðli- legri. Jafnhliða hefur verið unnið að endurbótum á rekstri rækju- verksmiðju fyrirtækisins í Grund- arfirði. Þrjú skip á úthafskarfa Vinnsla verður stöðvuð á Sauð- árkróki í einn mánuð í sumar, lok- að er frá 10. júlí til jafnlengdar í ágúst. Fólkið tekur sér sumarfrí og á meðan er unnið að endurbótum og viðhaldi á húsnæði. Fiskiðjan Skagfirðingur gerir þrjú skip út á úthafskarfa, frysti- skipið Málmey og tvö ísfiskskip sem landa á fiskmarkaði, og að sögn Jóns lítur vel út með það að kvótinn náist. Fyrirtækið á 3.700 tonna úthafskarfa og er búið að veiða um 2.700 tonn af honum. Nýr hugbúnaður Heldur utan um hluta- bréfaeign HAFIN hefur verið dreifing á nýju tölvuforriti, „Safnið 1.0.“, sem ætl- að er að aðstoða einstaklinga við að halda utan um eign sína á hluta- bréfum. Forritið er hannað af hugbúnað- arfyrirtækinu Tölvumyndum í samstarfi við nokkur verðbréfafyr- irtæki. Að sögn Omars Arnar Jónsson- ar, starfsmanns sölu og markaðs- deildar Tölvumynda, er fonitið tengt fjármálatorginu sem gerir fólki mögulegt að fylgjast með gengi hlutabréfa sinna á hverjum tíma. Forritið má nálgast á heima- síðum Verðbréfadeildar Búnaðar- bankans, Fjárvangs og Lands- bréfa, án endurgjalds. Pharmaco semur við Búnaðar- bankann LYFSÖLUFYRIRTÆKIÐ Pharmaco hf. hefur gengið frá lánsfjármögnun við Búnaðar- banka Islands, samtals að fjárhæð 500 milljónir króna. Meðfylgjandi mynd er frá undirritun samninga. Frá vinstri: Árni Oddur Þórðar- son, forstöðumaður markaðsvið- skipta Búnaðarbankans, Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, Jón Adólf Guðjónsson bankastjóri og Árni M. Emilsson, útibússtjóri Búnaðarbankans f Garðabæ. Annars vegar er um að ræða 300 milljóna króna erlent lán til fimm ára og hins vegar 200 millj- óna skuldabréfaútboð. I tilkynn- ingu frá Búnaðarbankanum segir að við vaxtakjör erlenda lánsins sé tekið mið af íslensku myntkörf- Morgunblaðið/Golli unni og kjörin séu hagstæðari en Pharmaco hafi áður borist. Skuldabréfin eru seld til lífeyris- sjóða og annarra stofnanafjár- festa fyrir milligöngu bankans og eru þau til sex ára með 5,50% ávöxtunarkröfu eða um 0,70% yfir ávöxtun spariskírteina ríkissjóðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.