Morgunblaðið - 11.07.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
SPU RT E R
m/F' 18 mHm 18 H m m w
Hvað er
pýrrhosar-
sigur?
MENNING - LISTIR
1. Þekktur franskur heimspeking-
ur sem oft hefur verið kenndur
við póstmódernisma lést nýlega.
Hvað hét hann?
2. Nýlega kom út bókin Hetjan og
höfundurinn - brot úr íslenskri
menningarsögu. Eftir hvem er
hún?
3. Frægur gamanþáttaleikari kom
til landsins og skemmti lands-
mönnum í vikúnni. Hvað heitir
hann?
SAGA
4. Indónesar innlimuðu Austur-
Tímor árið 1975, sama ár og
þjóðveldishreyfíngin Fretilin
lýsti yfir sjálfstæði nýlendunnar.
Hvaða tvær Evrópuþjóðir ríktu
áður á eyjunni í krafti nýlendu-
valds og hvor þeirra réð yfir
Austur-Tímor?
5. Hvar var gríski stærð- og eðlis-
fræðingurinn Arkimedes stadd-
ur þegar hann hrópaði upp yfir
sig „Evreka!“ og hvað merkir
orðið?
6. Hvenær var Milljónafélagið svo-
kallaða stofnað og hvað var við-
fangsefni þess?
LANDAFRÆÐI
7. Bærinn Roquefort í S-Frakk-
landi er þekktur fyrir vissa
landbúnaðarafurð. Hver er
hún?
8. Hvað heitir höfuðborg eyjunnar
Jamaíku og í hvaða hafi er hana
að finna?
9. Milli hvaða tveggja jökla liggur
Fjallabaksvegur syðri á Mæli-
fellssandi?
ÍÞRÓTTIR
10. Feðgar mættust í fyrsta skipti í
leik með úrvalsdeildarliðum í
20. ELDFJALLIÐ á myndinni er það nyrsta í heimi. Hvað heitir það og eyjan sem það stendur á?
knattspyrnu er KR vann Val í
bikarkeppni KSÍ. Hvað heita
þeir?
11. Hvaða tveir leikmenn Englands
misnotuðu vítaspyrnur sínar í
vítaspyrnukeppni við Argentínu
í HM, sem Argentínumenn unnu
4:3?
12. Danir komust í 8-liða úrslit HM.
Hverja lögðu þeir að velli?
ÝMISLEGT
13. Fjallkonan er eins og allir vita
tákn eða persónugervingur Is-
lands. í hvaða kvæði var hún
fyrst nefnd til sögunnar og hver
samdi það?
14. Hvað er pýrrhosarsigur?
15. Hvaða dýr er Auðhumla í nor-
rænni goðafræði og hvern
nærði hún?
16. Hvað kallast sú að iðja að standa
á sviði fyrir framan áhorfendur
og ryðja út úr sér bröndurum og
gamanmálum?
17. Hvað heitir eyjan sem höfuð-
staður Færeyja, Þórshöfn,
stendur á?
18. Um hvaða land rennur fljótið Pó
og hvaða sérstöðu hefur það?
19. Hvað er litanía?
■ueAeiAi uer je uelAs 6o 6jequejeeg jipsiq giney '02 'Jegeujes 6o sjssjd jiijtu ixia e ufiuns uæg '61. 'ni|e)j )ofi) e)s6ue| je 9d '81 'AoluAsj)s egs ‘Aeiunej)s '/j '„Apeujoo dn-pue)s“ j|
-jAj ‘pue)S|ddn '9) 'iuuis >119(10 g iuja uuiunjof igjæu unq 6o ujndojpujuq jn e6epje j |i) qjba uies ih\ je 'v '9) 'IQJSa njAp jo jn)dAe>| je uies jn6uejy p) uesuejejoiji eujefg s piojesj B|UJe6pg '£) ■uusiunus6iN zJ 'A))eg piAea 6o eou| ineg
■) j ussuiiolgno ueúis Jnea 6Ó joújv '0 J 'úgjou i s|rí>igfepoi 6o ugns i s’|n>|g[s|epjA|A| |j||UJ jn6&| uuunösA '6 'jeqeqije» 'U0)s6u|>j '8 >||o(ujegnes jn jn)son|6Auje|q js jnjsopojenboý •/ 'gjs6)n gw )s>|>(ej 6o usssusp jojji 6o !uAssu|S)SJoqi
T !J)Sd je /06) gué geujojs jba iai '9 '„gecj gipunj jjsq 63“ JigAej gigjo 60 igeq 1 jnppejs jba -y '9 '9/6J Q!J? jouun-v ?jj moj npujsujegjs J©d 'J!ie6npod 60 je6uipus||0H 'V 'Pisjuiss '8 'uose6|SH |JB>| uop z pjejoA-) sioóuejg-uesr ' J :joas
Hástemmdir draumar
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Mynd/Kristján Kristjánsson
DRAUMARNIR leita hátt þegar hugur fylgir máli.
Á HÁTÍÐIS- og tyllidögum verða
margir upphafnir í anda og þjóð-
legir í hjarta, stórar stundir í lífi
þjóðar gera mennina meyra og
miklir straumar vakna af lit fán-
ans og þjóðsöng. Hátimbraðar
hugsanir leita á og draumsýnir
birtast. Draumurinn um æðra sjálf
þjóðarinnar í frelsi og friði fer sem
leiftur um skynfærin og í þesum'
draumkennda veruleika verður
draumur draumsins virkur. Hátt
skal haldið í fjallasal fleygra orða
um hillingar fjarlægra heima til
fræðara draumsins. Draumarnir
stóru sem fleygja þjóðum fram á
braut sinni birtast oft á há-
stemmdum stundum. Þá koma til
vitundarinnar boð um merka
menn sem stíga munu á stall, um
uppgötvanir í vísindum, mikla tón-
list, listræna framvindu og læknis-
fræðilegar lausir. Einn slíkan
draum dreymdi mig iyrir
nokkrum árum sem var eitthvað á
þessa leið.
„Mér fannst ég hitta bróður
minn fullan og gekk hann framhjá
ryðgaðri vélasamstæðu með vín-
flösku og fullt vínglas af ljósu víni
(berjavíni) í hendi, þegar hann
gengur framhjá samstæðunni slett-
ist úr glasinu á hluta vélarinnar.
Ég stend álengdar og fylgist með
og sé að þar sem vínið slettist á vél-
arhlutann, gerðist nokkuð merki-
legt, hluturinn líkt og endumýjast,
ryðið hverfur og hluturinn verður
glampandi sem nýr.“ Fyrst eftir að
mig dreymdi drauminn, skildi ég
hann ekki og hugsaði því lítt um
hann lengi vel, en nú tel ég að í
honum geti falist lausn á ráðgát-
unni um vágestinn eyðni eða HIV-
veirana sem herjar á þjóðir jarðar
um þessar mundir. I draumnum sá
ég bróður minn sem tákn meðbróð-
ur, ryðguðu vélina sem gangverk
mannsins og vínið sem náttúrulega
lausn á miklum vanda.
Draumar „Sölku“
. I. Ég er stödd við göng niður í
jörðina, sem ég þarf að fara ofan í.
Göngin eru á einhvern hátt á veg-
um foreldra minna. Það er beygur
í mér en ég verð að fara í göngin
sem eru rökkvuð, skítug og ónota-
leg. Ég fer niður í þau í opinni
lyftu og á leiðinni kemur grár
köttur hvæsandi og ætlar að ráð-
ast á mig. Ég bregst skjótt við,
hasta á hann og banda til hans
höndunum. Hann gerir tvær til
þrjár tilraunir en kemst ekki að
mér. Þegar niður er komið kem ég
í sal eða geymslupláss sem ég
geng í gegnum, við enda hans er
brattur stigi og uppi yfir stiganum
er op út í dagsbirtuna og þar
stendur faðir minn (hann lést fýrir
5 árum). Ég fer upp til hans, glöð
að sjá hann en hann er frekar
daufur í bragði og alvarlegur. Hjá
honum stendur einhver sem hann
er að tala við en ég veit engin deili
á og ég fer. Næst kem ég hlaup-
andi inn í eitthvert herbergi ásamt
manneskju sem heldur á riffli okk-
ur til varnar. Við fleygjum okkur
upp í hjónarúm í öllum fótum,
dæsum af ánægju að vera komin í
öruggt skjól. Þá verður mér litið
út um gluggann og sé föður minn
koma gangandi. Ég sprett upp.
„Nú er pabbi kominn." Ég er glöð
að sjá hann, hann kemur inn, þá
sprettur manneskjan með riffilinn
upp og setur sig í viðbragðsstöðu.
Ég lít hálf hissa á hana og hugsa
„Hvað, þetta er bara pabbi.“ Ég
segi við pabba í spurnartón: „Þú
hefur komið við á hinum staðnum“
og var að vísa til opsins við lyftu-
göngin. Hann er áfram alvarlegur
og svarar: „Ég hitti þig þar.“
II. Ég er stödd á æskustöðvum
(í sveit) foður míns ásamt honum
og systursyni. Ekki veit ég hvað
við vorum að gera þarna en mér
leið afskaplega vel. Ég er alsæl og
ánægð að systursonur minn er
með. Hann var ánægður að sjá og
ég faðmaði hann, hélt utan um
hann miðjan og lagði höfuðið upp
að maganum á honum eins og lítil
böm gera (ég var greinilega líka
lítU). Næst er ég að segja systram
mínum frá þessu, ég var yfir mig
hrifin og þær hrifust með, en móð-
ir mín stóð álengdar með efasemd-
arsvip. Ég lagði mig fram um að
sannfæra þær og lýsti því að fóður-
amma mín hefði verið þarna og tvö
systkyni pabba.
III. Ég er með systur minni,
hún situr á stól og ég horfi á höf-
uðið á henni og sé að það er „grá-
lúsugt“. Reyndar var allt morandi
í litlum hvítum kúlum sem ég var
viss um að væri nit. Ég varð skelf-
ingu lostin, tók hárkamb og fór að
kemba hárið á henni. Eg náði
þessu úr. En ég var hrædd um að
þetta kæmi aftur og hafði því gæt-
ur á henni.
Ráðning
Draumarnir þrír era á sinn hátt
samtengdir og fjalla um þig, per-
sónu þína og tengsl við umhverfi,
vini og vandamenn.
Fyi-sti draumurinn lýsir ferð um
tímabil i lífi þínu. I draumnum
sækirðu aftur til fortíðar (göngin
niður í jörðina) og skoðar hug þinn
(geymsluplássið) varðandi sam-
skipti þín og þinna nánustu (faðir
þinn) í þessari fortíð. Draumurinn
talar um að þau samskipti hafi
byggst á hvössum aðgerðum
(maðurinn með riffilinn) eða eng-
um (faðir þinn var daufur og fálát-
ur). Þessi fyrram samskipti virð-
ast hamla þér í dag og nú hefur þú
með draumi þínum ákveðið að
komið sé nóg af því góða og tími til
kominn að gera upp hug sinn.
Seinni draumurinn lýsir þeim
ánægju sem þú upplifir við þessi
sinnaskipti (fyrsti draumur), þá
sátt og þann frið sem þú fínnur
koma til þín (ég var svo glöð og
faðmaði fóður minn, hélt utan um
hann miðjan og lagi höfuðið upp að
maganum á honum eins og lítil
börn gera). Þessi innri ánægja
vekur hjá þér þörf til að deila
henni með öðrum (systur), þeim til
góða en hjá sumum vekur það efa-
semdir (móðir) í staðinn, þrátt
fyrir góðan hug (fóðuramma og
systkini pabba þíns en nöfn þeirra
standa fyrir jafnlyndi í eifiðleik-
um) sem fylgir þér.
En í þriðja draumnum virðist þú
hafa haft erindi sem erfiði að
koma fyrrnefndum jákvæðum
skilaboðum til skila (nitin) og upp-
skerð ríkulega (systir þín var grá-
lúsug og lús er bráðsmitandi).
•Þe/r lesendur sem vilja fá drnuma
sína birta og ráðna sendi þá með
fullu nafni, fæðingardegi og ári
ásamt heimilisfangi og dulnefni til
birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavík