Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
S AMGÖN GUB YLTIN G
HVALFJARÐARGÖNG verða opnuð almennri um-
ferð í dag. Akvegur milli Akraness og miðbæjar
Reykjavíkur styttist um 60 km. Verður álíka langur og
leiðin frá Reykjavík til Hveragerðis eða Reykjanesbæj-
ar, rúmir 40 km. Göngin tengja og landshluta betur
saman, stytta akveg vestur og norður um 42 km. Þau
styrkja og umferðaröryggi. Hvalfjörður er fögur
byggð, sem gleður augu allra sem um hann ferðast,
ekki sízt á björtum sumardögum, en þar geta leynzt
slysagildrur, einkum á vetrum.
Fátt ef nokkuð er nútíma þjóðarbúskap mikilvægara
en góðar samgöngur. Það á ekki sízt við um fámenna
eyþjóð í stóru og strjálbýlu landi. Góðvegir eru æðanet
samfélagsins. Þeir tengja saman landshluta, byggðir og
fólk, - atvinnulega, félagslega og menningarlega. Þeir
eru og á okkar tímum forsenda hagræðingar, samstarfs
og sameingar fyrirtækja og sveitarfélaga, sem talið er
æskilegt til að styrkja byggð og samkeppnisstöðu í
strjálbýli.
Enn lifir fólk sem man Island nánast vegalaust. A
morgni 20. aldarinnar, sem senn kveður, voru engir
vegir hér á landi, sem rísa undir því heiti í nútímaskiln-
ingi orðsins vegur. Á landi var hesturinn eina „sam-
göngutæki“ fólks bæja og byggða á milli, eins og verið
hafði frá landnámi. Hér voru heldur engar hafnir, utan
þær sem voru náttúrusmíð. Og flugið var framtíðar-
draumur. Á þessari öld, reyndar á tíma sem er litlu
lengri en meðalævi íslendings á seinni hluta 20. aldar,
hafa samgöngur, innanlands og við umheiminn, breytzt
svo mikið að tala má um samgöngubyltingu. Þróunin í
flug- og landsamgöngum á síðustu áratugum er ævin-
týri líkust. Islenzk kaupskip sigla um öll heimsins höf.
En eftirsjá er að farþegaskipum, sem voru flaggskip
flotans fyrr á tíð.
Eftir þúsund ára byggð í landinu við vegleysur var
farið að ryðja fyrir vegum á síðari hluta 19. aldar.
Skipuleg vegagerð hófst þó ekki fyrr en um aldamótin.
Fyrstu vegirnir voru afar frumstæðir, sem vonlegt var,
með þeirra tíma tækni. Á fjórða áratugnum var samt
sem áður akfært að kalla milli helztu héraða landsins.
Malarvegir þess tíma þættu þó vart boðlegir í dag.
Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðingur, sem mikið
hefur ritað um samgöngumál, segir í grein í Fjármála-
tíðindum 1984: „í lok styrjaldarinnar [heimsstyrjaldar-
innar síðari] rann hins vegar upp jarðýtuöld á Islandi,
og þá var farið að leggja hærri vegi en áður, eða „upp-
úr snjónum" sem kallað var, og bæta þannig skilyrðin
fyrir vetrarumferð.“ Hann segir ennfremur: „Lagning
bundins slitlags á þjóðvegi hér á landi á sér ekki langa
sögu og hefst raunar ekki að marki fyrr en með lagn-
ingu nýrrar Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og
Keflavíkur, sem steypt var á árunum 1962 til 1965.“
Síðan hefur íslenzkri vegagerð miðað hratt áfram. Hr-
ingvegurinn er að mestu leyti bundinn slitlagi sem og
flestir vegir í þéttbýli. Jarðgöng tengja byggðir og
stytta leiðir: Strákagöng, Oddskarðsgöng, Múlagöng,
Vestfjarðagöng og nú síðast göng undir sjávarbotn
Hvalfjarðar, sem opnuð verða almennri umferð í dag,
sem fyrr segir.
Bílum hefur fjölgað mjög mikið undanfarið, vegir
hafa batnað, leiðir stytzt. Þessar bættu samgöngur
hafa geysimikil áhrif, efnahagsleg og félagsleg. Byggð-
ir, sem áður voru aðskildar, renna saman í atvinnu- og
þjónustusvæði, styrkjast og eflast. Þær bæta og stöðu
ferðaþjónustu, sem verið hefur vaxtarbroddur í at-
vinnulífinu. Bættir vegir lengja og endingartíma bif-
reiða og draga úr eldsneytiskostnaði. Og síðast en ekki
sízt auka þær umferðaröryggi.
Nýjasta stórvirki í íslenzkri vegagerð, Hvalfjarðar-
göngin, eru íslendingum mikið fagnaðarefni. Ástæða er
til að óska öllum landsmönnum, og ekki sízt stjórnend-
um og starfsmönnum Spalar hf., til hamingju með af-
rekið. Hvalfjarðargöngin eru á hinn bóginn ekkert
lokaskref í samgöngubyltingu þjóðarinnar. Mörg brýn
verkefni bíða á vegferð hennar inn í nýja öld. Nefna má
tvöföldun Reykjanesbrautar, sem tengir höfuðborgar-
svæðið við Flughöfn Leifs Eiríkssonar, gangagerð við
Héðinsfjörð, sem tengja mun Siglufjörð og Eyjafjörð,
og gangagerð á Austfjörðum, sem styrkja mun byggð í
Austfirðingafjórðungi - á sama hátt og Vestfjarðagöng
hafa styrkt atvinnu-, félags- og menningarlíf á Vest-
fjörðum.
HM í KNATTSPYRNU
Á þeim
hvíla augu
heimsins
Búist er við að allt að fjórðungur mannkyns,
1,4 milljarðar, muni fylgjast með beinni
sjónvarpsútsendingu frá úrslitaleik Heims-
meistaramótsins í knattspyrnu milli Frakka
og Brasilíumanna annað kvöld. Er mótið til-
efni hugleiðinga Orra Páls Ormarssonar en
að leik loknum er ævintýrið úti. Jörðin
fer aftur að snúast!
Reuters
TÁKNRÆNAR myndir fyrir leikinn
annað kvöld. Reynsluleysið skín úr and-
liti Frakka sem leika nú í fyrsta sinn til
úrslita um heimsmeistaratitilinn i knatt-
spyrnu. Brasilíumenn hafa á hinn bóg-
inn marga fjöruna sopið, eru ferfaldir
heimsmeistarar og leika nú til úrslita í
sjötta sinn. En verður franski haninn,
tákn landsliðsins, jafn berskjaldaður í
leiknum á morgun og kjúklingur Brasil-
íumannsins eða munu heimamenn fagna
á Champs Elysees eins og þeir gerðu eft-
ir sigurinn á Króötum í undanúrslitum?
OSKAPLEGA stóðu Danir
sig vel,“ segir tengdamóðir
mín, sem ég hef ekki í ann-
an tíma heyrt tala um
knattspyrnu - hef raunar aldrei sett
hana í samhengi við knattspymu.
Heima hjá mágkonu minni koma
„Danirnir" saman til að horfa á Ieik-
inn. Vænir menn en ekki vissi ég að
þeir hefðu danskt blóð í æðum. í
vinnunni er þessu eins farið. Konan á
næsta borði spyr mig hvort mér hafi
þótt brottvísun Þjóðverjans Wörns
gegn Króatíu réttmætur dómur og
hvort ekki sé líklegt að taugar
Frakkanna bili í úrslitaleiknum.
Handan við þilið heyri ég síðan menn
dást að tilburðum Thurams hins
franska, Bergkamps frá Hollandi,
Króatans Sukers og Ronaldos hins
brasilíska. „Miklir kappar það.“ Það
er bara konan mín sem sýnir engin
merki um áhuga. Hún tilheyrir aftur
á móti fámennum minnihlutahópi
sem verður einfaldlega að kyngja því
að í rúmar fjórar vikur á fjögurra ára
fresti snýst lífið um knattspymu -
HM fer fram. Reyndar sýnir hún
málinu meiri skilning með hverri
keppninni sem líður og núorðið
ryksugar hún aðeins fyrir leik og eft-
ir eða í hléi. Lifandis ósköp virkar
lýðræðið vel þegar maður er í meiri-
hluta!
Svo til allir hafa skoðun á HM -
til sjós og lands. Dagskrá ólympíu-
leikanna í eðlisfræði var meira að
segja hliðrað til svo keppendur
gætu svalað knattþorsta sínum - og
klætt sig upp á í sæmræmi við til-
efnið. Og hver var fyrsta spurning
júgóslavnesku innflytjendanna við
komuna til landsins? „Hvar er sjón-
varpið?“ Manni skilst meira að
segja að lífríki sjávar sé óhult fyrir
mannlegri íhlutun meðan leikir
standa yfir. Sá sem ekki hefur skoð-
un á HM hlýtur að vera úti á hinni
víðáttumiklu þekju þar sem tveir
menn eða fleiri taka tal saman, hvað
þá í samkvæmum!
Það sem meira er allir
virðast fylgja ákveðnum
liðum að málum. En af
hverju stjómast val fólks á
„sínum mönnum“? Seint
verðum við íslendingar með lið í
lokakeppni HM, þannig að róa verð-
ur á önnur mið. Frændrækni okkar
eyjarskeggja er annáluð og þar sem
við eigum ekki sjálfir hlut að máli
leitum við jafnan fyrst að Dönum.
Gömlu kynnin gleymast ei! Eins og
gefur að skilja spillir gott gengi
aldrei fyrir og þar sem frammistaða
dönsku leikmannanna á þessu móti
var til mikils sóma voru þeir að
sönnu „strákamir okkar". Síðan em
Danir bara svo góðir menn, eins og
sagt var í minni sveit í gamla daga,
þegar annar hvor fjósamaður í Eyja-
firði var danskur. Það er önnur saga.
Niðurdrepandi Norðmenn
Aðrir frændur, Norðmenn, tefldu
líka fram liði í Frakklandi og vísast
hafa einhver íslensk hjörtu slegið örar
er þeir piltar geystust um gmndir.
Fæstir höfðu þó hátt um stuðning
sinn við þá enda hafa Norð-
menn ekki notið mikillar
hylli hér heima eftir að þeir
fóm að abbast upp á okkur
norður í Smugu. Þar fyrir
utan leikur norska liðið al-
veg dæmalaust leiðinlega knatt-
spymu.
Illa er ég svikinn ef allstór hópur
Islendinga hefur ekki verið á bandi
Englendinga í keppninni enda hefur
ensk knattspyma verið snar þáttur í
íþróttamenningu þjóðarinnar undan-
fama áratugi. Þökk sé sjónvarpinu.
Virðist þessi uppmnalega útgáfa
greinarinnar ætla að halda velli þótt
Bjami Fel sé nú, illu heiUi, fjarri góðu
gamni og Enska knattspyman heiti
orðið Enski boltinn í íslensku sjón-
varpi. Umgjörðin mun þó seint spUla
innihaldinu.
Enn aðrir velja sér lið alfarið á
fagurfræðilegum forsendum. Hjá
þeim voru Italir um tíma í miklum
metum enda var okkar afskekkta ey-
ríki í eina tíð talin trú um að þar í
landi væri tilþrifamesta knattspyrn-
an leikin. Annað kom á daginn þegar
beinar útsendingar hófust frá A-
deildinni um árið.
Þá snemst einhverjir á sveif með
Argentínumönnum eftir að Diego
Armando Maradona og Guð almátt-
ugur tóku höndum saman um að
Þ’yggja þein-i tilfinningaheitu knatt-
spyrnuþjóð heimsmeistaratitilinn í
Mexíkó árið 1986. Eftir að sama lið
drap nærri því knattspyrnuheiminn
úr leiðindum á Ítalíu fjómm ámm
síðar minnkuðu vinsældir Argent-
ínumanna veralega.
Brasilíumenn breyttir
Frændur þeirra, Brasilíumenn,
hafa lengi verið ofarlega á blaði hjá
fagurkerum. Kunnasti knattspyrnu-
kappi sögunnar, Pelé, er frá Brasih'u
og hver, sem kominn er til manns,
man ekki eftir Zico, Sókratesi, Eder
og félögum á HM á Spáni 1982? Þeir
Þjóðin vill sig-
ur, hvað sem
það kostar