Morgunblaðið - 11.07.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 37
MINNINGAR
+ Ólafur Guðjóns-
son var fæddur í
Rifshalakoti í Ása-
hreppi 5. apríl 1918.
Hann lést á heimili
sínu í Vesturholtum
í Þykkvabæ 5. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðjón Einarsson,
f. 25. júní 1884, d.
16. júlí 1966, og
Margrét Guð-
mundsdóttir, f. 27.
september 1888, d.
25. janúar 1980.
Börn þeirra auk
Ólafs eru: Páll Óskar, f. 6. sept-
ember 1911, d. 11. september
1966, Guðrún, f. 4. ágúst 1912,
Guðmundur, f. 5. mars 1916, d.
15. september 1962, Guðríður,
f. 26. febrúar 1917, Ragnar, f.
27. febrúar 1920, d. 27. júní
1982, Þórður, f. 14. apríl 1921,
Skarphéðinn, f. 25. júní 1924,
Hermann, f. 22. nóvember 1927,
og Ágúst, f. 1. ágúst 1929.
Eftirlifandi eiginkona Ólafs
er Anna Markúsdóttir, frá
Dísukoti í Þykkvabæ, f. 2. nóv-
ember 1913. Þau giftu sig 12.
desember 1942. Börn þeirra
eru Sigrún, f. 18. júní 1940, gift
Sigurði Óskarssyni, Margrét, f.
5. júlí 1942, gift Gunnari Guð-
Nú er hann afí minn allur. Eg
get ekki með orðum lýst hve þyrmdi
yfir mig síðasta sunnudag, þegar
hún mamma sagði mér frá því.
Hann hafði hnigið niður fyrir fram-
an stólinn sinn þar sem hann sat svo
oft, var dáinn bara rétt sisona.
Áð hann afi væri dáinn, hann sem
vissi allt, hann sem gat allt, hann
sem var búinn að vera mér stoð og
styrkur allt mitt líf.
Mér fmnst það hafa verið mikil
forréttindi að hafa alist upp hjá afa
mínum og ömmu, í þessu yndislega,
kærleiksríka og heilbrigða um-
hverfí, umhverfi sem þau höfðu
skapað þar sem ég naut hverrar
stundar með þeim.
Ég var alltaf að koma með rút-
unni austur um helgar. Afí hafði
hvíslað að mér að ef ég ekki kæmist
með rútunni, myndi hann bara
koma að sækja mig í bæinn. Viti
menn, það gerðist. Rútan var farin
og ég ekki í henni, en það var allt í
lagi, ég hringdi bara í hann afa og
hann var kominn eftir slétta tvo
tíma að sækja piltinn til Reykjavík-
ur. Þá fannst litlum dreng hann
vera afa sínum mikils virði, eins og
svo oft áður. Auðvitað var spíttað í
nokkra snjóskafla á nýja Bronco-in-
um á leiðinni niður í Þykkvabæ.
Einu sinni langaði mig óskaplega
í vörubfl eins og allir hinir strákam-
ir áttu, bíl sem er dreginn í bandi.
Nú hvað haldið þið? Hann afí bara
smíðaði einn. Enginn vörubfll var
jafnflottur og minn.
Seinna eignaðist ég mótorhjól og
fór auðvitað með það beint í sveit-
ina. Það var nú reyndar alltaf hálf-
bilað, en það var allt í lagi, hann afí
bara lagaði það.
Ekki alls fyrir löngu fjárfesti ég í
vélarlausum bát. Aðstoðar var þörf
við að setja í hann vél, drif og til-
heyrandi. Nú voru góð ráð dýr, ég
kunni bara ekkert á þetta. Hver
haldið þið að hafi birst eftir stutt
símtal? Nú, auðvitað hann afi minn,
hann reddaði bara málinu í hvelli.
Báturinn var sjósettur tíu dögum
seinna. Ég átti að vísu ekki alveg
nógu margar krónur fyrir fram-
kvæmdunum, þá reddaði hann því
bara líka.
Þær stundir sem við áttum sam-
an fyrir fjórum árum, þegar ég fór
með honum afa mínum í netaveiðina
inn á afrétt, eru ómetanlegar fyrir
mig. Hann sagði oft að hann væri
orðinn svo gamall og mikill ræfill að
hann gæti ekkert orðið gert. En það
var nú öðru nær að mér fannst,
hann lagði netin, hann dró netin,
leysti hnútana og hnýtti þá, sem ég
persónulega hefði aldrei getað, svo
jóni Baldurssyni,
Óskar, f. 7. febrúar
1944 kvæntur Sig-
ríði Valdimarsdótt-
ur, Guðjóna, f. 28.
júli 1945, gift Har-
aldi Gunnarssyni,
Ármann, f. 13. októ-
ber 1948, kvæntur
Bjarnveigu Jóns-
dóttur, Svanhildur,
f. 22. júní 1951,
Anna ÓLöf, f. 16.
júní 1953, _ gift
Garðari Óskars-
syni, og Hulda
Katrín, f. 24. sept-
ember 1956. Fyrir átti Anna
soninn Sigmar Karl Óskarsson,
f. 1. júlí 1932 sem giftur er
Ingimundu Þorvaldsdóttur. Af-
komendur Ólafs og Önnu eru
nú 74.
Á unglingsárum stundaði
Ólafur hin ýmsu störf til sjós og
lands en árið 1941 gerðist hann
bóndi í Vesturholtum. Einstaka
ár stundaði Ólafur ýmis störf
meðfram búskap, m.a. sjó-
mennsku og smíðar. Ólafí voru
falin trúnaðarstörf fyrir sveit
sína og sat hann m.a. í hrepps-
nefnd Djúpárhrepps 1962-1986.
Útför Ólafs fer fram frá
Þykkvabæjarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
krókloppinn vai- ég orðinn á hönd-
unum. Áð lokum þvoði hann öll net-
in einsamall í jökulköldu vatninu.
Ég spurði hann aldi-ei að því, hvað
honum fyndist þá um mig, tæpum
fimmtíu árum yngri, ef honum fynd-
ist hann orðinn svona mikill ræfill.
Aldrei vantaði neitt uppá það að
hann afi hrósaði mér í hástert fyrir
vel unnin verk og aldrei skildum við
illir, hann sá um það.
Afi var einstaklega mikill barna-
karl. Börnin hændust að honum
hvar sem hann var. Þegar við kom-
um í heimsókn í Vesturholt, var
ekki liðin löng stund þar til börnin
mín voru byrjuð að nuðast á þeim
gamla, sitjandi í stólnum sínum, þá
leið honum vel.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að vera með þér, afi minn, þeg-
ar þú fékkst nýja bílinn á áttræðisaf-
mæli þínu. Þú varst hreinlega að
springa úr gleði og ánægju þegar við
tókum við lyklunum af umboðinu, og
sátum hljóðir um stund og virtum
fyrir okkur gripinn. Við renndum við
hjá mömmu til að sýna hann og gast
þú ekki beðið eftir að fara á honum
heim til að sýna henni ömmu og
strákunum þínum í sveitinni.
Á tveimur mánuðum keyrðir þú
fimm þúsund kílómetra en þar
stoppaði mælirinn. Nú er elsku
karlinn minn dáinn og eftir sitja
minningarnar óteljandi. En eins og
hann Helgi litli í sveitinni sagði:
„Nú er hann afi dáinn og nú skulum
við hugsa um hana ömmu, nú er hún
orðin ein.“
Og elsku afi minn, ég skal svo
sannarlega gera allt sem ég get til
þess að aðstoða hana ömmu mína.
Þremur dögum áður en afi dó
hitti ég hann hjá mömmu og minn-
ingin er ynaisleg þegar hún Elín
litla hljóp til hans, stökk upp um
hálsinn á honum og faðmaði hann
og kyssti. Við áttum stutt spjall
saman fyrir utan húsið og svo fór
hann af stað austur í síðasta skipti.
Ég sakna þín svo sárt, elsku afi
minn. Nú er komið að mér að gefa
mínum bömum það sem þú gafst
mér og ef mér tekst það þarf ég ekld
að kvíða neinu. Nú er komið að mér
að vera stóri sterki maðurinn í þeirra
augum eins og þú varst í mínum.
Með söknuði kveð ég þig, afi
minn, en minninguna ber ég ávallt í
brjósti mínu.
Þinn
Ólafur Pétursson
5. júlí var fagur dagur í Þykkvabæ.
Hekla, Þríhyrningur, Eyjafjallajök-
ull og Vestmannaeyjar skarta sínu
fegursta. Bóndinn er úti við og dytt-
ar að ýmsu sem betur má fara. Sest
undir vegg í blíðviðrinu með yngri
bóndanum, syni sínum, ræðir um
búskapinn, kjassar hundinn. Geng-
ur inn til konu sinnar til að fá sér
kaffisopa, fellur niður og er allur.
Þannig kvaddi Ólafur Guðjónsson
tengdafaðir minn í Vesturholtum
þetta lff, og þannig vildi hann helst
fara.
Það er erfitt að minnast Ólafs í
fáum orðum. Af mörgu er að taka.
Ólafur var sterkur persónuleiki,
duglegur, hagur vel á tré og járn,
og vélaviðgerðir léku í höndum
hans. Ólafur var ekki langskóla-
genginn maðm-, en vel lesinn og
fróður. Skóli lífsins var hans skóli
og þar stóðst hann öll próf með
sóma. Búskapur varð hans ævistarf,
en á yngri árum stundaði hann sjó-
mennsku og hafði alla tíð áhuga fyr-
ir þeirri starfsgrein. Hann gat sýnst
hrjúfur maður en inni fyrir sló gott
hjarta. Hann var með afbrigðum
barngóður, gat verið strangur, en
góður uppalandi, enda löðuðust
barnabörnin mjög að honum. Hann
fór vel með dýr, og kindur voru
hans yndi. Ólafur gerði ekki víðreist
um heiminn, en afréttirnar og há-
lendið þekkti hann vel. Þó fór hann
eina ferð með þeim er þetta ritar á
flutningaskipi til Færeyja, Eng-
lands og Norðurlanda, og hafði
gaman af. Ekki treysti Ólafur sér til
að fara í slíka ferð og vera verklaus.
Hann fékk því það embætti að ann-
ast 30 hesta sem með voru í ferð-
inni. Það starf annaðist hann af alúð
og dugnaði svo til var tekið, þá 76
ára. Skipið kynnti hann sér vel af
þeirri fróðleiksíysn sem honum var
í blóð borin. Á heimleiðinni þegar
vinir hans hestarnir voru ekki leng-
ur til staðar, tók hann til við að líta
eftir barni sem með var í ferðinni
heim. Eftir fárra stunda samveru
með barninu var það farið að kalla
hann afa.
Það var fastmælum bundið að við
hjónin færum með honum upp á há-
lendið næstu daga á nýja bflnum.
Sú ferð verður ekki farin með hon-
um því einn fór hann í ferðina
löngu, sem við öll munum fara að
lokum. Með þessum fátæklegu orð-
um vil ég kveðja Ólaf Guðjónsson
tengdafóður minn í Vesturholtum
og þakka honum samfylgdina hér á
jörð.
Gunnar Baldursson.
Síðastliðinn sunnudagur var um
margt fallegur dagur, sól og blíða
og allir heimavið í Vesturholtum. Á
slíkum dögum var ekki óalgengt að
afi færi í ferðalag og þá oftast inn á
fjöll. Því meiri ástæða var fyrir
hann en vanalega því glænýja
Toyotan hans bauð svo sannarlega
upp á slíkar ferðir. Það kom svo líka
á daginn að afi valdi þennan dag til
ferðalags en ekki inn á fjöll og ekki
á nýju Toyotunni heldur hélt hann á
vit feðra sinna öllum að óvörum.
Á slíkri stundu koma upp í hug
okkar bræðra margar góðar minn-
ingar og söknuðurinn er mikill.
Fyrst og fremst erum við þó þakk-
látir fyrir að hafa fengið að njóta
þeirra forréttinda að alast upp eins
og íslendingar ólust upp öldum
saman þar sem uppeldismynstrið
var stórfjölskyldan. Afi og amma
hafa svo sannarlega tekið þátt í
uppeldi okkar og höfum við eflaust
mótast vegna áhrifa frá þeim.
Afi var alveg einstaklega barn-
góður og lék sér við okkur á jafn-
réttisgrundvelli þar sem kynslóða-
bilið var víðs fjarri. Minnist t.d. elsti
bróðirinn Birkir þess þegar hann,
sem lítill strákur, hafði fest leik-
fangavörubílinn sinn í drullu og afi
kom á Subarubflnum sínum og dró
hann upp aftur og aftur. Einnig er
ógleymanlegt þegar hann dró okkur
á snjóþotunum á bílnum sínum eða
þegar hann fór með okkur í tívolí
o.s.fi’v. Þannig skjóta upp kollinum
minningar um frábæran afa sem
einnig var góður félagi.
Afi var einnig ákaflega liðlegur
og var stoltur af að geta gert manni
greiða ef svo bar undir. Keyrði
hann okkur eldri strákana oft upp á
Hellu á opin hús er við vorum í
skóla þar og svo einnig upp á Laug-
arvatn þar sem Guðjón og Jón hafa
stundað nám. Hann sýndi líka mik-
inn áhuga á því sem við vorum að
gera hvort sem um var að ræða
jarðarkaup, leiksýningar eða vinnu
okkar utan heimilis.
Afi var mikið náttúrubarn og
hafði því yndi af allri útiveru þar
sem hann var í tengslum við náttúr-
una. Hafði hann því m.a. mikinn
áhuga á veiðum og skipti þá ekki
máli hvort um var að ræða refa-,
minka-, sel-, fugla-, silungs-, lax-
eða jafnvel músaveiðar. Var afi ekki
lengi að koma okkur á bragðið og
eru margar minkaveiðiferðirnar
ógleymanlegar. Allt fram á síðustu
daga stundaði afi minkaveiðar með
okkur og kenndi okkur hvernig best
væri að bera sig að. Ferðirnar upp í
Tangavatn í silungsveiði eru eftir-
minnilegar sem og eggjatínsluferðir
og svona mætti lengi telja.
En lífið er ekki bara leikur og
stærstur hluti samverustunda okk-
ar með afa var þegar við vorum að
hjálpa honum við ýmis störf sem til
falla á venjulegum sveitabæ. Var
honum mikið í mun að verkin væri
unnin með réttum handtökum og
leti fannst honum gjörsamlega óþol-
andi. Urðum við að vera duglegir og
tileinka okkur þau vinnubrögð sem
honum líkaði. Það var ekki sama
hvort við negldum með „tútommu“
eða „fírtommu" svo dæmi sé tekið.
Vettlingar voru líka afar óvinsælir
vinnufélagar afa og urðum við fljót-
lega varir við þá skoðun hans. Þótt
afi hafi verið stífur á sínu þegar
kom að vinnu lærðum við fljótlega
að hans ráð og aðferðir dugðu oftast
betur enda var afi ákaflega laghent-
ur og úrræðagóður. Það þarf því
ekki að koma á óvart að í búskapar-
tíð sinni byggði hann allan sinn
húsakost sjálfur og gerði við sínar
vélar.
Áhugi hans á búskapnum var
mikill allt fram á síðasta dag og þá
sérstaklega á kindunum enda sá
hann um sauðburðinn nú í vor sem
endranær með góðri hjálp og þá
sérstaklega frá Svönu frænku sem
fylgdi honum í flest verk og var hún
afa mikil stoð.
Á síðustu árum höfum við eldri
bræðurnir gert meira af því að
skreppa yfir til ömmu og afa í þeim
tilgangi að spjalla, um heima og
geima. Það hafa verið frábærar
stundir að hlusta á sögur frá fyrri
tímum og heyra viðhorf þeirra til
lífsins. í því eins og öðru bættu þau
svo sannarlega hvort annað upp. Á
slíkum stundum opnaði afi sig og
sagði frá lífshlaupi sínu. Hann sagði
okkur frá þegar hann fór að heim-
an, aðeins 13 ára gamall, að Lindar-
bæ og síðar því þegar hann gerðist
vinnumaður í Pálsnýjabæ og kynnt-
ist ömmu. Hann sagði svo frá sjó-
mennsku sinni og þegar hann
stundaði smíðar hvað mest íýrir
aðra Þykkbæinga. Hann sagði
einnig frá því hvernig hann gerði
jörðina sína búsældarlegri og frá
því þegar hann og fleiri lögðu vatns-
veituna o.s.fi'v.
Oft hafði afi orð á því hvað honum
þætti það mikils virði fyrir menn að
fá að deyja heima hjá sér án þess að
þurfa að ganga í gegnum erfiða
sjúkdómslegu. Þannig fékk hann
svo sjálfur að fara enda var það svo
sannarlega í hans stíl. Síðustu mín-
útur okkar hér saman úti á túni í
Vesturholtum voru fallegar. Þar
ræddum við um daginn og veginn
og hann virtist sáttur við Guð og
menn.
Við kveðjum þig í dag, elsku afi,
þig sem við hændust svo snemma
að, þig sem okkur þótti svo ákaflega
vænt um. Elsku amma og Svana.
Guð styrki ykkur í sorginni því ykk-
ar missir er mestur.
Birkir, Guðjón, Jón Ólafur, Arn-
ar og Helgi Ármannssynir.
Elsku besti afi. í dag er komið að
kveðjustund hjá okkur. Þegar
hringingin barst okkur um skyndi-
legt fráfall þitt, þá setti okkur hljóð-
ar. Minningar um samverustundir .
okkar streyma fram í hugann og þá
finnst okkur sem tilfinningamar
ætli að bera okkur ofurliði. Þú, sem
ávallt varst svo fullur af hug, dugn-
aði og lífsorku, að stundum þótti
okkur sem það hálfa væri nóg. Það
má segja að þú hafir valið þér þinn
fráfallstíma. Þú hafðir sofið og vak-
að yfir sauðburðinum, hann var lið-
inn og þú varst búinn að koma
lömbunum þínum á fjall. Nú gekk í
hönd heyskapartíð, jörðin græn og
falleg og grasið fullsprottið til slátt-
ar.
Elsku áfi, við þökkum þér allar
ánægjustundirnar sem við höfum
átt saman með þér og ömmu heima
í Vestó. Það rifjast upp mörg
skemmtileg bernskubrek sem eru
ómetanleg i minningunni. Við vilum
þakka fyrir allar jólahátíðirnar sem
við áttum saman, við systumar og
mamma með þér, ömmu og Svönu.
Við vitum að þér líður vel og að
það verður tekið vel á móti þér á
nýjum íverustað.
Elsku amma og Svana, megi góð-
ur guð styrkja ykkur í sorginni og
blessa alla tíð.
Ilrafnhildur, Ilarpa Rós
og Jónína Kristbjörg.
+ Eiginmaður minn,
SIGURÐUR ARNALDS,
Kleppsvegi 4,
Reykjavík,
lést föstudaginn 10. júlí. Ásdís Arnalds.
Elskulega sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og langa-
langamma,
MARGRÉT HJÖRDÍS PÁLSDÓTTIR,
Fannafelli 4,
Reykjavík,
lést að heimili sínu fimmtudaginn 9. júlí.
Kveðjuathöfn verður frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 15. júlí kl. 10.30.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Guðlaugur Ch. Guðjónsson,
Alma Birgisdóttir,
Elíngunnur Birgisdóttir,
Runólfur Birgisson, Hólmfríður Alexandersdóttir,
Kristrún Gunnlaugsdóttir,
Björn Birgisson, Álfhiidur Þormóðsdóttir,
Filippus Hróðmar Birgisson,
Þorsteinn Birgisson, Ragnheiður Steinbjörnsdóttir,
Þormóður Birgisson, Eyrún Pétursdóttir
og barnabarnabarnabörn.
OLAFUR
GUÐJÓNSSON