Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 56

Morgunblaðið - 11.07.1998, Page 56
MOUGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ(á>MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Árni Sæberg Vélarbilun í eins hreyfils flugvél Sveif til nauðlend- ingar LITIL eins hreyfiis flugvél sveif inn til nauðlendingar á flugvöllinn í Stykkishólmi eftir vélarbilun skömmu íyiTi' klukkan átta í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni var vélin stödd skammt frá flugvellinum þegar bilunin varð. Slökkvilið og sjúkrabíll voru kölluð út og voru í viðbragðsstöðu þegar flugvélin sveif inn til lendingar. Nauðlendingin tókst vel og engar skemmdh' urðu á flugvélinni umfi'am það sem þegar var orðið. Að sögn lögreglu hafði strokkur brotnað af mótornum og er hann talinn ónýtur. Ekki er vitað nánar um ástæður bil- unarinnar. ---------------- Brotist inn í fyrirtæki og sumarbústaði Stálu tölvum og ýmsum varningi ÞRJU ungmenni voru handtekin snemma í gærmorgun efth' að sást til grunsamlegra ferða þeirra við Hvolsvöll. Kom í Ijós að margs konar varningur var í bíl þeirra, tölvur og fleira, sem reyndist vera þýfi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sá glöggur vegfarandi til grunsam- legra ferða þriggja ungmenna við Hvolsvöll og lét lögreglu vita. Þau voru þá komin á flótta en náðust við Þjórsárbrú. Lögreglan á Selfossi kom einnig að rannsókn málsins sem telst nú upplýst. Farið var í þrjú fyrirtæki á Hvols- velli og stolið tölvum, einnig í nokkra sumarbústaði í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum og í Arnessýslu og stolið þaðan ýmsum varningi. Hvalfjarðargöngin verða opnuð við hátfðlega athöfn f dag Verktakinn fær 300 millj- óna króna flýtigreiðslu HVALFJARÐARGÖNG kosta 4,9 milljarða miðað við núgildandi engi og þegar allur kostnaður hef- r verið færður til núvirðis, að sögn Stefáns Reynis Kristinssonar fram- kvæmdastjóra Spalar hf. Hann seg- ir fjárhagsáætlun hafa staðist í öll- um meginatriðum. Göngunum er skilað átta mánuð- um fyrr en ætlað var og fær verk- takinn, Fossvirki sf., tæplega 300 milljóna króna flýtigreiðslu, en fjár- magnskostnaður á framkvæmda- tíma lækkar um svipaða fjárhæð. Hvalfjarðargöngin verða opnuð við hátíðlega athöfn sem hefst klukkan 14 í dag við suðurmunna .ganganna. Þau verða siðan opnuð fyrir almenna umferð kl. 19 í kvöld. Fasteignasalar á Akranesi segja að fasteignasala hafi tekið fjörkipp. Þeir þakka hana aukinni atvinnu og einnig bættum samgöngum með til- komu Hvalfjarðarganga. Þess munu dæmi að Skagamenn búsettir í Reykjavík séu fluttir aftur heim, Jjótt þeir ætli að halda áfram að sækja vinnu í höfuðborginni um Hvalfjarðargöng. Þá munu fleiri brottfluttir vera að spyrjast fyrir um fasteignir á Akranesi. Skiptar skoðanir um lærdóm af brunavarnaæfíngu Skoðanir eru skiptar um það hvaða lærdóm megi draga af bruna- vamaæfingu sem haldin var í göng- unum í fyrrinótt. Talsmenn slökkvi- liðanna í Reykjavík og á Akranesi telja þau vanbúin til að takast á við eldsvoða í göngunum. Á æfingunni roftiaði fjarskipta- samband milh slökkvihðanna tveggja þegar það sem kom norðan að keyrði ofan í göngin. Samband komst aftur á þegar Reykjavíkurliðið var einnig komið í göngin, en var þó slitrótt. Einnig komu upp erfiðleikar vegna þess að viftur skiptu sjálf- virkt um stefnu á miðnætti og tóku að blása frá suðri til norðurs. Reykjarkóf kom þá skyndilega í fang slökkviliðs Akraness og varð það þá frá að hverfa. Slökkviliðsmenn telja að til að þeir geti brugðist við eldsvoða í Hvalfjarðargöngunum þurfi betri reykköfunarbúnað, hitamyndavélar, betri þjálfun og stytta þurfi útkalls- tíma og auka útkallsstyrk. Bergsteinn Gizurarson bruna- málastjóri segir að ekkert hafi komið sér á óvart á æfingunni. Hann telur mikilvægast að komið verði upp viðvörunartækjum í göngunum sem geti staðsett elds- upptök, þannig að hægt verði að beina viftunum í rétta átt til að reyklosa. Stefán Reynir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Spalar, segir að gagnrýni á brunavarnir í göngun- um séu undarlegt upphlaup daginn fyrir opnun og segir hana hljóma eins og menn sé að sækjast eftir betri búnaði. Hann segir enga ástæðu til að fresta opnun gang- anna, enda séu brunavarnir veru- lega yfir stöðlum sem lög gera ráð fyrir. Hann segir að verið sé að kanna hvort setja eigi upp viðvör- unartæki sem gefi til kynna stað- setningu elds. Tveir menn handteknir vegna skemmdarverka Snemma í gærmorgun voru unnin skemmdarverk í Hvalfjarðargöng- unum á veggjum, merkingum, lok- unum fyrir göngin, ökutækjum og fleiri hlutum og voru meðal annars notaðar til þess stórvirkar vinnuvél- ar. Tveir menn hafa verið hand- teknir grunaðir um verknaðinn. Samkvæmt upplýsingum frá verk- tökum höfðu skemmdirnar að mestu verið lagfærðar í gær. Lög- reglan telur að tjónið nemi hund- ruðum þúsunda króna. Mörg slys í Hvalfirði í sérstökum blaðauka um göngin í blaðinu í dag kemur m.a. fram að ár- in 1991-1995 urðu 192 umferðarslys í Hvalfirði, þar af þrjú banaslys. ■ Opnun Hvalfjarðarganga ■ 4/6/28/29/D1-D4 Tekjur Flugleiða í vor eru undir rekstraráætlun Sveiflur í td gengi hluta- bréfanna TEKJUR Flugleiða af farmiða- sölu í millilandaflugi urðu minni í apríl og maí en rekstraráætlun gerði ráð fyrir. I apríl var frávik frá áætlun 2,5% og tölur fyrir maí benda til að frávikið verði tæplega 7%. Upplýsingar um erfiðan rekstur Flugleiða leiddu til þess að gengi hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði í gær, en þau hækkuðu aftur þegar leið á daginn. I gær urðu viðskipti með hluta- bréf í Flugleiðum fyrir 12,7 millj- ónir. Við lok viðskipta í fyrradag var gengið 3,11, en við opnun Verð- bréfaþingsins í gær lækkaði gengið niður í 3,03. Það hækkaði hins veg- ar þegar leið á daginn og lokageng- ið var 3,11. Sterk tilboð í Flugleiðabréf Nokkur sterk tilboð komu fram í Flugleiðabréf í gær, sem vörðuðu ^.viðskipti með umtalsvert magn af hlutabréfum. Sumir verðbréfamiðl- arar töldu tilboðin bera þess merki að verið væri að halda uppi verði á bréfunum, „verið væri að setja tappa í lækkunina," eins og einn verðbréfamiðlari orðaði það. Aðrir töldu að um eðlileg viðskipti væri að ræða. Stjórnendur Flugleiða hefðu ekki gefið miklar upplýsing- ar um afkomu fyrirtækisins og því ríkti mikil óvissa um rekstrarhorf- ur þess. Viðskiptin einkenndust af því að sumir veðjuðu á tap en aðrir á hagnað. ■ Tekjur af/11 Akraborgin kvödd með virktum AKURNESINGAR kvöddu Akra- borgina í gærkvöldi eftir dygga þjónustu í áratugi. Mikill mann- fjöldi tók á móti Akraborginni þegar hún lagði að bryggju eftir síðustu áætlunarferð sína. Skagaleikhópurinn flutti skemmtiatriði, ræður voru fluttar og leikið á harmóníku. Þegar Akraborgin kom í höfn lauk rúmlega aldar löngum kafla í reglulegum siglingum með varning og farþega um Faxaflóa. Þessi sögulega stund var blönduð hátíðleika, gleði og trega og heyra mátti á bæjar- búum að Akraborgarinnar yrði sárt saknað. ■ Við kveðjum þig/4 Skattskrár 31. júlí ÁLAGNINGARSKRÁR skattyfirvalda verða lagðar fram 31. júlí næstkomandi. Að sögn Garðars Valdi- marssonar ríkisskattstjóra munu skrárnar þá liggja frammi á skattstofum. Álagningarskrár lögaðila verða lagðar fram 30. október.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.