Morgunblaðið - 30.07.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.07.1998, Qupperneq 36
386 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRMUNDSDÓTTIR frá Meltúni, Mosfellsbæ, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 28. júlí. Sigmar Pétursson, Þrúður J. Kristjánsdóttir, Svavar Sigurjónsson, Guðný Hallgrímsdóttir, Björn Haraldsson, Áslaug S. Svavarsdóttir, Geir Magnússon, Margrét Svavarsdóttir, Ingólfur Gissurarson, Eiríkur Svavarsson, Guðrún V. Eyjólfsdóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT JÓN GEIRSSON pípulagningameistari, Safamýri 21, sem lést föstudaginn 24. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjarta- vernd og Krabbameinsfélagið. Brynhildur Pálsdóttir, Sigríður Benediktsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir, Brynhildur Benediktsdóttir, Björgvin Friðríksson, Yngvi Wellsandt. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, GUNNARS JÓHANNS GUÐMUNDSSONAR frá Másstöðum, dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík. Margrét Gunnarsdóttir, Guðjón B. Gunnarsson, t Innilegar þakkir faerum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, INGÓLFS MARINÓS PÁLSSONAR, Straumfjarðartungu, Snæfellsnesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Hólmfríður Finnsdóttir, Valgeir Ingólfsson, Jóhanna Þ. Björnsdóttir, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Finnur Ingólfsson, Guðrfður Ebba Pálsdóttir, Páll Ingólfsson, Guðmunda Oliversdóttir, Þórður Ingólfsson, Haraldur Ingólfsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Helgi Valur Friðriksson, Baldur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabarn. LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. S S.HELGAS0N HF t 11STEINSMIÐJA 1 ■flk SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 SIGFUS ÞORIR STYRKÁRSSON + Sigfús Þórir Styrkársson fæddist í Miðdala- hreppi í Dalasýslu 13. apríl 1933. Hann lést á Borgarspítal- anum í Fossvogi 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Unnur Ingi- björg Sigfúsddttir, f. 3.12. 1901, d. 20.10. 1988, og Styrkár M. Guðjóns- son, f. 9.11. 1900, d. 12.9. 1987. Systkini Sigfúsar eru: Hjálmar, Guðjón, Klara, Arndís og Guðrún, sem lést 11.7. 1965. Sigfús ólst upp í Tungu í Hörðu- dal í Dalasýslu ásamt systkinum sínum, og fluttist til Reykjavík- ur með foreldrum sínum 1954. Sigfús stundaði barnaskólanám í farskóla í sveitinni eins og þá var venja, fór síðan í Héraðs- skólann í Reykholti í Borgar- firði 1949-1951, lauk síðan stúdentsprófi frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1978. Sigfús kvæntist 6. ágúst 1960 eftirlifandi konu sinni, Guðríði Þorvaldsdóttur, f. 21. nóvember 1931. Foreldrar hennar eru Lovísa Bjargmundardóttir, f. 28.8. 1898, ættuð frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd, nú búsett hjá Guð- ríði dóttur sinni, og Þorvaldur Egilsson, f. 3.6. 1895 á Bakka í Dýrafirði, d. 18.11. 1969. Systkini Guð- ríðar eru: Guðrún Eybjörg og Sigurð- ur Egill. Sigfús og Guðríður eignuðust tvær dætur: Lovísu, f. 19 ágúst 1963, sem er við söngnám, og Unni Ingibjörgu, f. 28 nóvember 1974, sem hefur nýlokið námi við Kennarahá- skóla fslands. Eftir komuna til Reykjavíkur fékkst Sigfús við ýmis störf en gerðist fljótlega starfsmaður Seðlabanka Islands og vann þar í 35 ár. Að loknum starfsferli hjá Seðlabanka íslands tók við starf hjá Borgarspítala-Landa- koti þar sem hann vann til ævi- loka. Sigfús verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. í hverju húsi er ákveðið samfélag og ræðst samfélagsgerðin af því hverjir í húsinu búa hverju sinni. Reglur eru oftast óskráðar, en samt hljómar einhver tónn sem gefur íbúum hvers húss til kynna hver samhljómurinn skuli vera og eftir honum er farið. Þegar ég festi kaup á íbúð í hús- inu Ægisíðu 50 íyrir rúmum sjö ár- um fylgdi því viss eftirvænting. Hvernig samfélag vorum við að flytja í og skyldi okkur aðkomufólk- inu takast að greina hinn rétta tón og ná samhljómi með þeim íbúum er fyrir voru? Seljandinn gat þess sérstaklega að húsbóndinn á fyrstu hæðinni væri einstakur öðlingur og ætti heiðurinn af flestu er til fram- fara og bóta teldist. Ég beindi sjón- um mínum að spjaldinu við útidym- ar, þar voru talin nöfn fjöguiTa kvenna, eina karlmannsnafnið var Sigfús Styrkársson. Það var ekkert oflof þegar selj- andinn kvað Sigfús vera sérstakan öðling, því kynntumst við fljótlega. Það var ekki einungis að Sigfús hefði ljúfa framkomu og góða nær- veru, hann var garðyrkjumaður hússins, gjörsamlega ólaunaður af hálfu okkar meðeigandanna. „Þið hafið hann Sigfús," sagði fólk um leið og það dáðist að vel hirtum garðinum við húsið okkar. Við viss- um líka mæta vel að þau hjón Sigfús og Guðríður áttu stærstan þátt hér í umhirðu allri. ÖIl verk Sigfúsar ein- kenndust af iðjusemi, vandvirkni, smekkvísi og einstakri hógværð. Laun Sigfúsar voru sú ánægja er hver maður finnur með sjálfum sér að loknu vel unnu verki, því það er ekkert verk leiðinlegt nema illa unnið verk. Hjá Sigfúsi voru engin verk leiðinleg. Þegar aðkomumenn dásama útsýnið hér og tína til aðra kosti Ægisíðunnar og vesturbæjar- ins hef ég oft nefnt að helsti kostur búsetunnar hér væri Sigfús, ná- granni minn á fyrstu hæðinni, og látið þess getið að slíkur maður fyndist ekki í hverri götu, þakka mætti fyrir ef einn jafnoki hans fyndist í hverjum bæjarhluta. Eftir ótímabæra fækkun í fjölskyldu minni fyrir rúmu ári hef ég stund- um hugleitt flutninga. Enn hafa þó þær hugrenningar ekki náð langt því leitun er að öðru eins sambýli og hér hefur verið. Nú er hljóðnaður enn einn tónn- inn úr samhljómi íbúanna. An nokk- urrar viðvörunar ákvað almættið að Sigfús Styrkársson skyldi flytja. Eftir brotthvarf hans er_ samfélag okkar langtum snauðara. Ibúamir á Ægisíðu 50 votta ekkju Sigfúsar, Guðríði Þorvaldsdóttur, dætrunum, Lovísu og Unni, og tengdamóður hans, Lovísu Bjargmundsdóttur, einlæga samúð, vitandi að góðar minningar munu lýsa þeim fram á veginn. Efst í huga okkar íbúanna er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast öðlingsmanninum Sigfúsi Styrkárssyni og fyrir þá ráðstöfun að hafa notið nágrennis við hann og fjölskyldu hans. Ásdís Einarsdóttir. Við systkinin sem ólumst upp á Hagamel 30 vorum barnung þegar Sigfús Þórir Styrkársson kvæntist Guðríði frænku okkar og varð þannig hluti af stórfjölskyldunni. I þá daga vorum við tíðir gestir hjá ömmu og afa á Brunnstígnum og þau eldri okkar muna vel eftir fyrstu heimsóknum Sigfúsar þang- að. I fyrstu var hann einkum áhuga- verður fyrir það hvað hann ók flott- um bflum og var duglegur að bjóða í bfltúr. En við lærðum einnig að meta aðra kosti þessa þægilega og skemmtilega vinar okkar. Sigfús og Gurrý eignuðust dætumar Lovísu og Unni Ingibjörgu og við ólumst upp í góðum félagsskap þeirra. Sig- fús var í meira lagi barngóður og ekki sjaldan sem hann tók yngri kynslóðina með sér út úr húsi þegar þau voru orðin full af orku eftir kök- urnar hennar ömmu og vantaði út- rás. Sigfús var vakandi fyrir öllu sem var að gerast, bæði í fjölskyldunni og þjóðfélaginu almennt. Af áhuga tók hann alltaf virkan þátt í umræð- um, hvort sem þær snerust um skólabækurnar hjá námsfólkinu, stjórnmál eða bara um daginn og veginn. Hann hafði mikinn áhuga á bókmenntum og honum nægði ekki lesturinn því hann batt sjálfur inn stóran hluta bóka sinna og eru þær mikil heimilisprýði. Garðrækt var einnig ofarlega í huga hans og gam- an að fylgjast með því sem þar var að gerast, gjarnan tilraunir með að koma einhverri jurt á legg. Eftir að Þorvaldur afi okkar dó flutti Lovísa amma okkar með Sig- fúsi og Gurrý á Ægisíðuna og þar var oft komið við til að heilsa upp á ömmu og aðra meðlimi heimilisins. A seinni árum var það oft að Sigfús og amma voru ein heima, Gurrý í vinnu og stelpurnar í skóla. Þá var auðséð hversu mikill félagi hann var ömmu. Við undrumst styrk hennar og dáumst að henni þar sem hún stendur og huggar. Munum við alltaf kunna Sigfúsi bestu þakkir fyrir það hversu vel hann reyndist henni og um leið okkur öllum. Fráfall Sigfúsar bar brátt að en hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. júlí. Það er aldrei auðvelt að sætta sig við að svo náinn vinur hveifi óvænt úr lífi manns, en ef að er gáð á maður alltaf minningarnar eftir. Þær eru margar og góðar og fyrir þær erum við þakklát. Elsku Guriý, Lovísa, Unnur og amma, þið eigið samúð okkar og þó að engin orð séu til að lýsa líðan okkar á þessari stundu vitum við að þið þekkið hug okkar. Við biðjum guð að blessa ykkur allar og vera með ykkur. Þorvaldur, Geir Helgi, Lovísa og Valgerður. Sigfús mágur minn er látinn. Ég fylgdi Sigfúsi á Borgarspítalann að- faranótt 23. júlí, hann lést þar nokkrum klukkustundum síðar. Frá þessúm síðustu samverustundum með Sigfúsi er mér minnisstæðast hæglátt bros hans er ég spurði hann hvernig honum liði? „Ekki sem verst, þetta er heldur betra.“ Hæglátt bros, hávaðalaus fram- koma og áreiðanleiki einkenndu þennan hávaxna myndarlega mann sem Guðríður systir mín kynnti fyr- ir fjölskyldu sinni á Brunnstíg 10 fyrir nær 40 árum síðan. Það fór vel á með föður mínum og Sigfúsi. I mörg ár ók Sigfús honum í blóð- rannsóknir vegna blóðþynníngar, fyrst vikulega og síðar a.m.k. mán- aðarlega. Hvað þeir ræddu um á leiðinni veit ég ekki en víst er að þessar stundir saman styrktu vin- áttu þeirra og virðingu hvor fyrir öðrum. Eftir andlát föður míns seldi móðir mín íbúð sína og lagði fram sinn skerf, þó e.t.v. litill væri, til kaupa á því heimili sem hún síðan hefur notið með Guðríði systur minni, Sigfúsi og dætrum þeirra í 28 ár. Það er ekki vandalaust að hafa tengdamóður á heimili sínu, en aldrei varð þeim sundurorða og hef- ur öll viðkynning við Sigfús verið eins sérstök og upphafið gaf vonir um. Þar eð móðir mín bjó á heimili Sigfúsar kom ég oftar á heimili hans en annars hefði verið og oftast fyr- irvaralítið eða var þar þegar hann kom heim úr vinnu. Aldrei fann ég að þetta væri honum til ama heldur fann mig ávallt velkominn. Sigfús var mikill fjölskyldumað- ur. Hjónaband Guðríðar og hans einkenndist af hlýju og virðingu. Dætrum sínum, Lovísu og Unni, var hann jafnan góður viðmælandi og hugulsamur faðir og þær end- urguldu það með væntumþykju sinni. Við höfum átt margar góðar sam- verustundir með Sigfúsi. Minnis- stæð er ferð sem við hjón fórum með Guðríði og Sigfúsi ásamt dótt- ur okkar og föður Jónu, um Banda- ríkin er ég var þar við nám 1968. Við ókum frá Minnesota yfir til Kaliforniu, gistum í nokkrum feg- urstu þjóðgörðum Bandaríkjanna, reistum fellihýsi okkar og elduðum kvöldverð úti og nutum skógarilms grenitrjáa. Ollum varð þessi ferð minnisstæð og mörg myndakvöldin urðu til að rifja þetta ferðalag upp og festa í minni. Eins og margur sem ekki hafði haft tækifæri til langrar skólagöngu á unglingsárum svalaði Sigfús fróð- leiksfysn sinni með miklum lestri og þegar tækifæri gafst innritaðist hann í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og lauk þaðan stúd- entsprófi. Sigfús hafði yndi af bókum og átti talsvert safn bóka, margar hafði hann bundið inn sjálfur af mikilli al- úð og vandvirkni, en bókband lærði hann sér til skemmtunar á yngri ár- um. Þegar talið barst að bókum hans kom fljótlega í ljós að þessar fallega innbundnu bækur voru ekki aðeins prýði, Sigfús hafði lesið þær allar, sumar oft og var ég jafnan þyggjandi í samræðum okkar á þessum vettvangi. Ég er þakklátur fyrir þær samverustundir sem ég átti með Sigfúsi, mér hefur hann verið sem sá stóri bróðir sem ég aldrei átti. Ég og fjölskylda mín kveðjum Sigfús með djúpum söknuði en er- um þakklát fyrir að hafa átt og þekkt þennan góða dreng. Við biðjum guð að styrkja Gurrý, Lovísu og Unni. Sigurður E. Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.