Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 177. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐ JA MORGUNBLAÐSINS Fjórða tilraun Fossetts BANDARÍSKI ævintýramaðurinn Steve Fossett lagði aðfaranótt laugardags upp í fjórðu tilraun sína til að verða fyrstur til að fljúga í kringum jörð- ina í loftbelg, án milli- lendingar. í þetta sinn lagði Fossett af stað frá Argentínu, en í fyrri til- raunum hafði hann reynt að nýta sér þotuvinda að vetri til í háloftunum yfir norðurhveli jarðar. Um fimm tímum eftir að loftbelgur Fossetts, „Solo Spirit", sveif á loft frá íþróttaleikvangi í argentínska bænum Mendoza var hann kominn í 7.200 m hæð og barst í austur með 114 km hraða. Reiknað er með að eftir fjögurra daga flug yfir Atlantshafið liggi leiðin yfir Höfðaborg og þaðan áfram yfir Indlands- haf, Ástralíu, Nýja-Sjáland og loks Kyrra- hafið. 90% af leiðinni liggur yfir haf, en þótt það sé hættulegra bindur Fossett von- ir við að með því takist honum loks ætlun- arverkið. Erfitt reyndist í fyrri tilraunum að fá leyfi til að fljúga í gegnum lofthelgi einstaka ríkja. Umdeildur listviðburður AUSTURRÍSKI málarinn Hermann Nitsch hélt í gær ótrauður áfram umdeildum list- viðburði sem hann stendur fyrir, en aust- urrísk stjórnvöld ákváðu á fimmtudag að setja vissar skorður við. Viðburður þessi stendur í sex daga og er þar m.a. slátrað dýrum og blóðinu úr þeim slett á léreft með tilþrifum á sviði. Ekki var sett bann, þótt andmælendur viðburðarins, sem flestir eru úr hópi dýraverndunarsinna, hefðu krafizt þess. Norskir fangar í verkfall FANGAR í Trögstad-fangelsinu í Noregi lögðu niður störf á fimmtudag til þess að mótmæla sérgæsku yfirvalda við einn fanganna, Björn Jarle Röberg-Larsen, sem er félagi í Verkamannaflokknum. Röberg-Larsen er einn þeirra ungliða flokksins, sem hlutu dóm vegna falsana á fiokksskrám. Hann hafði kynnt sér reglu- gerðir um fangelsismál áður en hann hóf afplánun dómsins og sótti um að stunda sjálfsnám í spænsku innan fangelsismúr- anna. Það gerir hann nú en aðrir fangar mega puða á smíðaverkstæði fangelsisins. Fangarnir saka fangelsisyfirvöld um að fara í manngreinarálit. Þeim hafi aldrei verið kynntar reglur um sjálfsnám fanga og þá staðreynd að sækja verður um leyfí til náms áður en afplánun hefst. Fangarn- ir höfðu ýmislegt fleira að athuga við að- búnað f fangelsinu en sögðu sjálfsnám ungliðans hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Reuters Vingast Irak og Iran á ný? Bagdad. Reuters. SADDAM Hussein, forseti íraks, minnt- ist þess í gær, að áratugur er liðinn frá lokum hins langvinna stríðs Iraks við Ir- an, sem stóð 1980-1988. Hvatti hann íransstjórn til að breiða yfir fortíðina og opna fyrir nýtt tímabil í samskiptum þjóðanna. í ræðu sem Saddam hélt af þessu til- efni og útvarpað var og sjónvarpað beint, minntist hann þó ekki orði á hina hörðu deilu sem Iraksstjórn háir við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) um vopnaeftirlit í írak, eftir að slitnaði upp úr viðræðum Bagdad-stjórnarinnar við fulltrúa vopna- eftirlitsnefndar SÞ í vikunni. Þrátt fyrir að Irakar lýstu því yfir á miðvikudag að þeir slitu öllu samstarfi við vopnaeftir- litsmenn SÞ héldu þeir áfram daglegum störfum sínum á fimmtudag og fóstudag, eins og ekkert hefði í skorizt. Úrhelli og flóð í Suður-Kóreu SUÐUR-Kóreumaður gengur gætilega yf- ir tréplanka sem lagður hefur verið í stað brúar, sem flóð skolaði burt í Kyonggi- héraði, norður af höfuðborginni Seoul. Urhellisrigning steyptist í gær aftur yfir norðurhluta landsins, sem jók enn á vatnavexti liðinna daga, sem hafa nú kost- að 212 manns lífið svo vitað sé. Yfír 100 létust og 4.100 slösuðust í sprengjutilræðunum í A-Afríku Bandaríkjamenn hefja umfangsmikla rannsókn Nairóbí. Reuters. BANDARÍKJAMENN hófu í gær umfangs- mikla rannsókn á sprengjutilræðum við sendi- ráð Bandaríkjanna í Nairóbí, höfuðborg Kenýa, og Dar-es-Salaam, höíúðborg Tanzan- íu, sem banaði samkvæmt nýjustu tölum 108 manns á fóstudag og slasaði yfir 4.100. I Nairóbí stóð í gær enn sem hæst leit að fleiri fómarlömbum tilræðisins í rústum fimm hæða skrifstofubyggingar sem hrandi. Tugh’ bandarískra lækna og sérfræðinga í réttarlæknisfræði lentu í Nairóbí á meðan stjórnvöld í Washington settu í gang flýtirann- sókn á tildrögum sprengjutilræðanna, sem gerð voru með nokkurra mínútna millibili á föstudagsmorgun. Björgunarmenn í Nairóbí hömuðust með berum höndum við að reyna að ná til þeirra sem enn vora fastir í rústum hins hrunda húss sem næst stóð bandarísku sendiráðsbygging- unni í miðborginni. Einn maður dó um það leyti sem björgunarmenn náðu til hans, þar sem hann hafði legið í heilan sólarhring undir fleii-i tonnum af braki. Samkvæmt tölum sem stjómvöld í Nairóbí gáfu upp í gær létust um 100 í tilræðinu þar og yfir 4.000 slasaðir hafa fengið aðhlynningu. I Dar-es-Salaam létust átta og 70 slösuðust. Sérþjálfað björgunarlið frá Israel Að minnsta kosti átta starfsmenn banda- rísku sendiráðanna létust og fimm bandarískra ríkisborgara er enn saknað. Bill Clinton forseti hefur fordæmt tilræðin og heitið því að einskis yrði látið ófreistað til að draga þá sem ábyrgð bæru á hryðjuverkunum fyrir dóm. Sveitir bandarískra sjúkraliða lentu i her- flugvélum í gærmorgun í Nairóbí með ýmsan neyðar- og björgunarbúnað með sér. Israels- menn tilkynntu að á þeirra vegum væri á leið- inni lið manna sem er sérþjálfað í að bjarga fólki úr byggingum sem hrunið hafa í sprengjutilræðum. „Því miður höfum við reynslu af aðstæðum sem þessum,“ sagði tals- maður ísraelska sendiráðsins í Nairóbí. Alþjóðlegt arabískt dagblað, Al-Hayat, sagði frá því að seint á fóstudag hefði því borizt sím- hringing frá manni, sem lýsti tilræðinu á hend- ur óþekktum samtökum íslamskra öfgamanna. „Hópar úr samtökunum frömdu tilræðin hvor í sínu lagi samtímis,“ hafði blaðið eftir mannin- um. Engar meiri upplýsingar liggja fyrir um hver staðið gæti að baki tilræðunum. Hin bönnuðu Jihad-samtök í Egyptalandi lýstu því yfir í vikunni að þau myndu hefna þess sem þau sögðu vera hlutverk Bandaríkja- manna i því að albanskir múslimar hefðu orðið að flýja til Kaíró. Enginn friður ALLIR GETA VENT PIZZA MEISTA RINN Á GREIFANUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.