Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ JÓNA Sparey býr yfír ótrú- legri orku. Svo mikilli að vinum hennar og ættingj- um fellur allur ketill í eld og segja á hverju ári að hún verði veik eða drepi sig á vinnu og ferðalögum, dragi hún ekki í land. Jóna hefur nefnilega fyrir sið að skipuleggja allt árið fram í tímann og það er þegar hún sendir áætlunina út, sem þeim blöskrar atorkan. Hún mótælir því að venju fussandi og segist ekkert verða veik, hún megi nú aldeilis ekki vera að því. „Það er svo margt sem ég þarf að gera. Ég get verið dauð á morg- un, svo það er eins gott að láta hend- ur standa fram úr ermum í dag. Ég hef tilhneigingu til að gera allt sjálf. Ef maður ætlai- að gera eitthvað vel, verður maður að gera það alveg rétt. Ég fer til dæmis aldrei með ferðamenn þangað sem ég hef ekki komið áður og skoðað aðstæður. Það sem bjargar mér og gefur mér orku er að ég sef vel á nætumar," segir hún við blaðamann, sem hitti hana á Hótel Reykjavík á dögunum á milli þess sem hún sýndi breskum ferða- mönnum borgina. ,Á síðasta ári svaf ég bara 97 nætur í mínu eigin rúmi,“ heldur hún áfram. „Allan hinn tímann var ég á ferðalagi; í Skotlandi, Englandi og á Islandi. Á hverjum degi geri ég eitthvað sem tengist íslandi. Ég fæ mjög mikinn póst, ekki bara frá Bretlandi og íslandi, heldur frá fólki alls staðar að úr heiminum, sem hefur frétt af mér, íslenska útsauminum og ferðunum. Margir uppgötva Island í gegnum sýningar sem ég held á útsaumi. I fyrra setti ég upp 17 sýningar, en það er of mikið,“ segir hún. Jóna er líka með póstverslun þar sem hægt er að kaupa tilbúna út- saumspakka. Hún segist þurfa stöðugt meiri tíma til að útbúa pakk- ana, því salan aukist með hverju ár- inu. „Núna er ég til dæmis að bæta við pökkum með fléttusaumi og öðr- um með góbelíni," segir hún. Var á sumrin á íslandi Jóna fæddist á Bretlandi og hef- ur verið búsett þar alla tíð. „Ég giftist Breta og á þrjú böm með honum en við erum nú skilin. Vinir mínir gerðu grín að mér að sögðu að ég hefði bara gifst honum vegna þess að hann var silfursmiður og fæddur 17. júní,“ segir hún og hlær, en í ljós kemur að hún er mjög stolt af landi sínu og þjóð. „Svo á ég einn son með manni sem ég giftist ekki.“ Hún talar mjög góða íslensku, þótt hún hafí örlítinn hreim og vanti stöku sinnum orð. Á heimili hennar var þó aldrei töluð íslenska því móður hennar fannst dónaskap- ur að tala mál sem heimilisfaðirinn skildi ekki. Skýringin á hinni góðu íslensku er sú, að Jóna var hér í tíu sumur sem bam og unglingur og einn vetur. Auk þess hefur hún komið hingað einu sinni til tvisvar á ári með ferðamenn allt frá árinu 1985. Jóna rifjar upp, að samt hafí hún átt í basli með að tala íslensku við frænku sína, Hönnu Sveinsdótt- ur Zoéga, því henni fannst miklu flottara að tala ensku, svo að vinir hennar gætu öfundast út í hana! „Það var því svolítið erfítt íyrir mig að læra íslenskuna þá,“ segir Jóna. Sumt fólk er ofvirkt og ann sér aldrei hvíldar, aðri r eru skipulagðir og koma því miklu til leiðar. Jóna Sparey gæti flokkast undir hvort tveggja. Hún fæddist ó Bretlandi en kom oft til Islands. A hverju óri kennir hún um 1.000 Bretum íslenskan útsaum og undanfarinn óratug hefur hún órlega komið með hóp ferðamanna til Islands, þar sem hún les fyrir þó úr Njólu, fer með þó ó ball og nú síðast í gróður- setningu. Hún trúði Hildi Friðriksdóttur fyrir því að hún þyldi ekki fólk sem væri alltaf inni að taka til. Morgunblaðið/Golli JÓNA Sparey segist starfa við það sem henni þyki hvað skemmtileg- ast, það er að koma með breska ferðamenn til íslands og kenna þeim útsaum úti í Bretlandi. Morgunblaðið/Davíð EIGENDUR Efra-Hrepps höfðu undirbúið gróðursetninguna vel, sett upp borða til að klippa á og flaggað. Lengst til vinstri á myndinni er systir Jónu, Elisabeth ásamt dóttur sinni Christina og nokkrum ferðamönn- um úr hópnum. Hún kom fyrst til íslands um 10 ára gömul. Flaug frá London til Prestwick og varð að skipta þar um vél. Þegar móðursystir hennar Guðrún, eða Nanna eins og hún kallaði sig, giftist Þórarni Olgeirs- syni, skipstjóra og útgerðarmanni í Grimsby, sá móðir Jónu sér leik á borði að senda dótturina frekar með togara til íslands en með flugi. „Ég gerði allt um borð; hjálpaði kokkinum, braut ísblokkimar, skrúbbaði dekkin og það sem til féll. Ég hef alltaf elskað sjóinn og fer eins oft og ég get niður á bryggju til að finna lyktina.“ Þeir muna eftir mér, strákamir... Jóna er mörgum íslendingum vel kunn, ekki síst þeim sem starfa í ferðamannaþjónustu, en Ferða- skrifstofa Guðmundar Jónassonar sér um hennar mál hér á landi. Hún passar líka vel upp á samböndin, því árlega sendir hún þeim sem hún hefur haft samskipti við fréttabréf og kveðju um jólin. „Þeir muna líka vel eftir mér strákarnir á hvalabát- unum og í jöklaferðunum, vegna þess að ég kem alltaf með fullt af koníaki með mér. Já, veistu það er nauðsynlegt þegar maður hefur verið úti á sjó eða uppi á jökli,“ út- skýrir hún grafalvarleg á svip þeg- ar blaðamaður brosir að orðalaginu „fullt af“. „Þegar fólkið kemur til baka úr vélsleðaferð er það svo montið með sig. Þá höldum við upp á það með koníaksstaupi. Og á hvalabátunum býr skipstjórinn til heitt súkkulaði sem ég bæti koníaki út í. Ég passa líka alltaf upp á að eiga svolitla lögg eftir í flöskunum og bið strákana endilega að gera mér þann greiða að eiga restina," segir hún og bætir við að þeir svari þvi til að það geti þeir svo sem gert fyrir hana. Fyrstu árin kom Jóna einungis eina ferð til íslands en undanfarin ár hafa ferðimar orðið tvær og á síðasta ári bættist jóla- og áramóta- ferð við. „Við komum 27. desember, fórum á ball á Hótel Islandi, síðan til Akureyrar og inn í Þórsmörk, sem var algjör draumur. Á gamlárskvöld borðuðum við í Perlunni, dönsuðum og gátum síð- an horft á flugeldana þaðan. Árið 2000 ætla ég að gera eitthvað sér- stakt. Nú þegar hafa tíu manns borgað inn á áramótaferð hingað. Það er að vísu búið að panta veit- ingastaðinn í Perlunni fyrir einka- samkvæmi en þá verðum við bara að láta okkur duga neðri hæðina, því að þarna ætla ég að halda upp á áramótin," segir hún ákveðin. Utsaumur og ferðalög Upphafíð að Islandsferðum Jónu, Jóna’s Tours, má rekja til sauma- skóla hennar, Icelandic Tapestry School. Árlega læra mmlega 1.000 Bretar, konur og karlar, að sauma gömul mynstur með krosssaumi, augnsaumi og refilsaumi, svo nokk- uð sé nefnt. Ýmist kennir hún á helgamámskeiðum heima hjá sér eða keyrir á milli þorpa og heldur námskeið. „Ég elska að kenna og svo segi ég sögur frá Islandi og um ísland, sýni þeim myndir og enda alltaf á því að segja: „Ef þú ert nógu ríkur þá skaltu koma með mér til Is- lands." Á helgarnámskeiðunum er ég líka með íslenskan mat. - Hvem- ig þetta byrjaði? Þeir sem voru á námskeiðinu trúðu því varla að á Is- landi væri svona grænt og náttúran væri svona falleg. Þegar þeir spurðu hvort ég gæti ekki komið með þeim til Islands, sagði ég: „Jú, jú, ekkert mál.“ Þannig hófust nú ferðimar. Nokkrii- em að koma í þriðja sinn, svo þú sérð að það getur ekki verið leiðinlegt," segir hún. Þeim sem sýna Islandi áhuga sendir Jóna póstkort sem hún hef- ur sjálf útbúið með ýmsum mynd- um af landinu. „Áður en ferðin hefst hef ég boð heima hjá mér fyr- ir þá sem ætla í ferðirnar. Fólk kemur jafnvel fljúgandi frá Skotlandi til Suður-Englands bara til að komast í boðið. Þarna hristist hópurinn saman og ég segi frá öllu því sem búast má við eins og að að- eins einn koddi sé í hverju rúmi, hótelherbergin séu öll ofboðslega heit, að hægt sé að þurrka nærfötin á miðstöðvarofnunum, lambakjöt sé oft borið fram ljósrautt og svo framvegis. Áður en við leggjum af stað í dagsferðirnar segi ég frá því helsta sem er framundan og í lok dagsins gef ég út blað með öllu þvi sem ég hef sagt frá um daginn. Þá þarf fólk ekki að skrifa niður og missir þar af leiðandi ekki af því markverðasta. Blöðin eru merkt dagur 1, dagur 2, o.s.frv. og þannig geta þeir merkt myndirnar sínar samkvæmt þyí. Ég er líka með aðrar bækur um Island sem ég les upp úr. Ef fólk vill fá ljósrit af því getur það pantað það í lok ferðarinnar." Frekar koníak með sjómönnunum Jóna segist hafa búið til ferðir um Danmörku, sem hún kallaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.