Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 11 Útsalan í lullum gangi Allt að 70% afsláttup SKálrillIririlJIJI REYKJAVlKURVEGI SO SÍMI 565 4275 • vinna gegn öldrunareinkennum • vinna á appelsínulmð og sliti • vinna á unglingabólum • viðhalda ferskleika húðarinnar la • Þœr eru ferskir vindar í umhirðu húðar • SÖLUSTAÐIR: WORLD CLASS - REYKJAVÍK OG AKUREYRI SIGURBOGINN - LAUGAVEGI CLARA - KRINGLUNNI SANDRA, SMÁRATORGI SNYRTIHÖLLIN - GARÐATORGI NEGLUR OG FEGURÐ - EIÐISTORGI HÁALEITISAPÓTEK. HOLTSAPÓTEK HRINGBRAUTARAPÓTEK SNYRTI-OG NUDDSTOFAN PARADÍS ENGLAKROPPAR - STÓRHÖFÐA 17 SÓL OG SÆLA - FJARÐARGÖTU 11 ÞITT MÁL- HEILSUSTÚDÍO - GARÐATORGI HVERAGERÐISAPÓTEK - HVERAGERÐI SELFOSSAPÓTEK - KJARNANUM, SELFOSSI HEILSUSTÚDÍÓ VÖXTUR - ÓLAFSVÍK BETRI LÍNUR j, VESTMANNAEYJUM Dreifing: Solvin, box 9184, 129 Reykjavík, sími 899 2947 iii. i.i ■»■■■■■ ■■ '■■M.IÍMlii.Mnn.■■■■■.....i Morgunblaðið/Halldór f KIRKJUGÖRÐUM er aldalöng hefð fyrir þögninni og þangað þyrpast fuglarnir. sig nær eingöngu í takt við kraft- mikla músik. Líklega er tilgangur- inn sá að gera menn ofurlítið árás- argjama og þá um leið ósérhlífna í æfingunum. Eftir púlið langar ungu konuna til að slaka á og fer með vinkonu sinni í bíó. Þær sjá hasarmynd með Harri- son Ford og að sjálfsögðu er hljóm- burðurinn í góðu lagi enda til þess ætlast að skerandi tónlistin auki spennuna. Ungfrúmar em upptjúnaðar eftir bíóferðina svo þær ákveða að fara á kaffihús og rabba saman yfír bjór- kollu. Á íslenskum kaffíhúsum er hins vegar ekki ætlast til þess að menn spjalli saman eftir klukkan ell- efu. Vegna tónlistar sem getur mælst milli 80 og 90 desibel, verða menn að öskra hver á annan vfíji þeir tjá sig. Hins vegar er ætlast til að menn drekki ört og mikið og mun það vera tilgangurinn með hávaðanum. Bjórkollurnar kalla að sjálfsögðu á leigubfl og hugsanlega gætu þær lent á leigubílstjóra sem vill endi- lega skemmta farþegum sínum með léttri sveiflu frá útvarpsstöð, en það er ekki óalgengt hér á landi. Ekki er víst að tónleikum dagsins ljúki eftir miðnætti þegar unga kon- an er komin heim og undir sæng. Vel má vera að maðurinn á efri hæðinni sé í banastuði og leiki tón- list sem tilheyri því ástandi. Undir morgun festir unga konan kannski svefn, en þá er líka stutt í nýjan vinnudag. Með áframhald- andi tónleikum. Sumarhávaði Það er enginn friður, alltaf verið að messa, sagði gamla fólkið stund- um í gríni. En víst er að margur mundi heldur kjósa messuna en þá síbylju sem glymur í eyrum allan guðslangan daginn. Tónlistin sem glumdi í eyi-um ungu konunnar hefur ef til vill verið að hennar smekk. Það getur gert gæfumuninn. Stundum er tónlist hávaði og stundum ekki. Þeim sem finnst kannski óbærilegt að hlusta á þungarokkshljómsveitina Metallica, geta hlustað á annan kafla fimmtu sinfóníu Mahlers á fullum styrk og trallað með. Tónlist væri því ekkert vandamál ef menn héldu henni útaf fyrir sig. Sumarið er tími framkvæmda á íslandi og löng hefð fyrir því að bretta upp ermarnar þegar frost er farið úr jörðu. Þótt veðrið sé prýði- legt bæði á vorin og á haustin kjósa menn að gera það sem gera þarf á Fuglasöngur, þytur í laufi þegar mest gengur á. Sumir þurfa að slá litla blettinn fyrir utan bú- staðinn sinn, stundum snemma á sunnudagsmorgni, og aðrir eru svo handvissir um að nágrönnum í næstu bústöðum leiðist þögnin, að þeir þenja útvarpstæki sín hvað þeir geta meðan þeir sýsla ut- andyra. Friður í jörðu Fuglasöngsunnendur eiga því ekki sjö dagana sæla á sumrin. Fuglamir kannski ekki heldur. En ekki er öll von úti. Menn hafa bent á nokkra staði þar sem sæmileg kyrrð ríkir. Þótt undarlegt megi virðast fær hálendið ekki háa einkunn hvað kyrrðina snertir. Þar þykir fyrir- gangur í fjallabflum of mikfll og há- vaði frá þotum og rellum sem eru á eilífu flugi yfir jökla og fjöll hvimleið- ur. Þó má finna þar kyrrláta staði. Margir benda á golfvelli sem frið- sælan stað. Þeir liggja í fæstum til- vikum nálægt umferðargötum, íbúðahús eru í hæfilegri fjarlægð og ekki er til siðs að pútta við undirleik tónlistar. Friðinn fínna menn þó tvímæla- laust við laxveiðámar. Þar er tónlist harðbönnuð og menn litnir hom- auga sem tala hátt. Þar er hvíslað til að fæla ekki fiskinn og eina hljóðið sem eyrað nemur er niðurinn í ánni. Það er því ekki að undra þótt menn borgi háar fúlgur til að komast í slíka þagnarparadís. Hjá þeim sem komast ekki upp á hálendið og hafa ekki efni á að fara í golf eða lax, vandast málið. Þó benti ein kona á kirkjugarðana sem kyrr- látan stað. Þar er aldalöng hefð fyr- ir þögninni og þangað þyrpast fugl- arnir. Þar ríkir semsagt friður, bæði ofar moldu, og í jörðu. sumir heyra varia getur verið hinn versti hávaði í eyrum annarra." Gunnar vill ekki fullyrða um það hvort Islendingar séu hávaðasöm þjóð, en segir að flest virðist þó benda til að þeir séu það þegar þeir skemmti sér. Þegar íslendingar verða hávaða- samir í heimahúsum eða á veitinga- stöðum og ganga fram af samferð- armönnum sínum, er leitað á náðir lögreglunnar. Árið 1997 fékk Lög- reglan í Reykjavík 1301 tilkynningu um hávaða innandyra. Að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, getur sá hávaði verið af mörgum toga, til að mjmda vegna heimilisofbeldis, of hátt stilltar tónlistar eða annars konar hávaða, sém veldur íbúum í húsinu eða nærliggjandi húsum miklu ónæði. Tilkynningar um há- vaða utandyra voru 541. Þær komu margar frá íbúum sem búa í göngu- leiðum við skemmtistaði. Tónleikar allan daginn íslendingar hljóta að vera mjög tónelsk þjóð, því hvar sem þeir koma er verið að leika tónlist og gildir þá einu hvort þeir eru að skemmta sér eða vinna sín daglegu störf. Dagur í lífi ungrar konu sem til að mynda vinnur í tískuverslun, gæti verið með eftirfarandi hætti. Tónleikahaldið byrjar strax í strætisvagninum að morgni til þegar hún heldur til vinnu sinn- ar. í strætisvögnum er útvarp oft hátt stillt og verða menn þá að hlusta hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þegar konan kemur til vinnu sinnar tekur vinnustaðasöng- urinn við. I tískuverslunum, einkum þeim sem ætlaðar eru ungu fólki, er það oftast regl- an að skemmta mönnum með poppmúsik. Hvort það er til að örva kaupgleði viðskipta- vina skal látið ósagt. Að vinnudegi loknum fer hún í lflcamsræktina til að auka styrk sinn og þol og þá I LÍKAMSR^UJítiwmt ,Morsunbla<WAsdís fer nú að hitna í kolunum. Á eine-önpii í t„u , flrey^a menn sig þeim stöðum hreyfa menn g ^v,ð kl'aftmikla múskík. Samræður fólks Morgimbladið/Halldór VIÐ laxveiðiárnar er ttínlist harðbönnuð og menn litnir hornauga sem tala hátt. Flugtak þotu Unnið með loftpressu sumrin. Þá hefst vertíð iðnaðar- og vegagerðarmanna. Um alla borg er verið að smíða og saga, steypa og bora, og oftar en ekki fylgir aðgerð- unum hávær tónlist úr ferðatækj- um. Þeir sem þrá fuglasönginn taka til fótanna ef þeir mögulega geta. Margir fara í sumarbústað Sumarbústaðaeign landsmanna hefur aldrei verið meiri en nú og tvöfóld búseta orðin snar þáttur í lífsháttum þeirra. Það er þó ekki tryggt að menn geti hlustað á fugl- ana í sveitinni fremur en í borginni -Þögn HMI > 75dB Mikið streituálag, mögulegur heyrnarskaði > 65dB Streita, hár blóðþrýstingur > 55dB Áreiti, truflun, svefntruflanir Hvað er hávaði? Hávaði er orð sem notað er yfir hljóð sem hefur truflandi áhrif á fólk. Hávaði er jafnan mældur í desibelum (dB). Hávaði hefur bein Iíkamleg og andleg áhrif á þær lífverur sem verða fyrir hon- um langtímum saman. Hávaði kringum 60-70 dB er talinn geta haft áhrif á blóðþrýsting. Hávaði yfir 55-60 dB hefur áhrif á sam- töl fólks og gerir þau jafnvel ómöguleg, og enn minni hávaði hefur áhrif á einbeitingarhæfi- leika. Mjög mismunandi er þó hvaða áhrif hávaði hefur á ein- staklinga. Samkvæmt heimildum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni finnst 10-15% manna 55 dB hljóð mjög truflandi og meira en 50% manna finnst 60 dB hávaði mjög truflandi. (Úr ársskýrslu Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkur árið 1996)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.