Morgunblaðið - 09.08.1998, Side 2

Morgunblaðið - 09.08.1998, Side 2
2 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afmælis- knatt- spyrna HALDIÐ var upp á 120 ára af- mæli Bessastaðahrepps í gær með margvísleg'um hætti. Meðal atriða var knattspyrnumót yngstu borgaranna og var kapp- ið mikið eins og sjá má. Utafakstur við Hveradali ÚTAFAKSTUR varð neðst í brekkunni við Hveradali í gær- morgun. Bílstjórinn var einn í bflnum, hann slapp ómeiddur en bfllinn er talsvert skemmd- ur, maðurinn er granaður um ölvun við akstur að sögn lög- reglunnar á Selfossi. Verndun laxastofnsins í Atlantshafi rædd við grænlenska ráðamenn New York Times fjallar um málið í ritstj órnargrein Grænlendingum hefur verið gert tilboð í laxastofninn LAXAVERNDUNARMÁL í Atl- antshafinu eru umfjöllunarefni í ritstjómargrein í The New York Times á fóstudag. Þar er rætt um þá hættu sem vilitum sjávarlaxi stafar af mengun í hafinu og ofveiði miðað við ástand stofnsins, en í greininni kemur m.a fram að stofm inn minnki ískyggilega hratt. I greininni segir að nú á ári hafsins sé mikið talað um vemdun sjávar en minna hafi verið um aðgerðir til að draga úr mengun og ofveiði. Að- gerðir Grænlendinga og Kanada- manna til að draga úr laxveiði séu því fagnaðarefni. Undanfarin þrjú ár hefur AI- þjóða hafrannsóknastofnunin ekki viljað að neinar laxveiðar væru stundaðar við Grænland þar sem ástand stofnsins þar sé mjög slæmt. Samt sem áður er nú leyft að veiða þar 20 tonn af laxi. ís- lenski laxaverndunarsjóðurinn hef- ur óskað eftir því við yfirvöld á Grænlandi að fá að kaupa þennan kvóta en sjóðurinn hefur undanfar- in ár keypt kvóta í Atlantshafinu til að vemda laxastofninn. I opinberri heimsókn Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, sem hefst á þriðju- daginn kemur, mun hann m.a. ræða laxveiðar og laxavemdun við Grænlendinga. Jónatan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, óskaði fyrir skömmu eftir formlegu tilboði frá sjóðnum og hefur það nú verið lagt fram að sögn Orra Vig- fússonar, formanns íslenska laxa- vemdunarsjóðsins. Hann segir til- boðið nú í skoðun en ekkert svar hafi verið gefið. Að sögn Orra hef- ur sjóðurinn boðið allt að fimm- földu verði fyrir þessi 20 tonn af laxi en þau svara til sjö til átta þús- und laxa að hans sögn. Forsætisráðherra ræðir málið við Grænlendinga Orri átti fund með Davíð Odds- syni í vikunni og fór hann þess á leit við Davíð að hann tæki þetta mál upp í viðræðum við Motzfeldt í opinberri heimsókn forsætisráð- herra til Grænlands í næstu viku. Orri segir Náttúrurannsóknar- stofnun í Grænlandi hafa tekið undir tillögur laxavemdunarsjóðs- ins og Motzfeldt hafi lýst yfír samningsvilja, urgur sé hins vegar í sjómönnum sem vilji fá að stunda laxveiðamar áfram. En sjóðurinn hefur komið fram með tillögur um þróunarverkefni í Grænlandi til að aðstoða fiskimenn sem myndu missa vinnu sína við laxveiðar að sögn Orra. „Spurningin er hvort Jónatan Motzfeldt hafi pólitískt bolmagn til að taka á málinu,“ seg- ir Orri. Orri segir tilboðið m.a. hvíla á samningi milli íslands og Græn- lands, sem nýlega var undirritaður, um sameiginlega fiskistofna. Með vísun í þann samning hefur laxa- vemdunarsjóðurinn farið þess á leit við sjávarútvegs- og forsætis- ráðuneytið að samið verði við sjóð- inn nú þegar. Hátt í 20 starfsmönnum olíubirgðastöðvar NATO í Hvalfírði sagt upp Hugsanlegt að reksturinn verði boðinn út TÆPLEGA 20 starfsmönnum olíubirgðastöðvar Atlantshafsbanda- lagsins í Hvalfirði hefur verið sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi á haustmánuðum, ekki þó allar á sama tíma. Samningur varnarliðsins við ís- lenzka aðalverktaka, sem rekið hafa stöðina undanfarna áratugi, rennur út í september og svo kann að fara að reksturinn verði boðinn út. Uppsagnirnar era því varúðar- ráðstöfun af hálfu fyrirtækisins, að sögn fjármálastjóra þess. Islenzkir aðalverktakar hafa áratugum saman í raun haft einka- rétt á rekstri stöðvarinnar, þar sem þeir hafa verið eina fyrirtækið, sem utanríkisráðuneytið hefur til- nefnt til samninga við vamarliðið um rekstur hennar. Samkvæmt samkomulagi íslenzkra og banda- rískra stjómvalda frá 1996 ber hins vegar að bjóða út fram- kvæmdir á vegum vamarliðsins, í því skyni að lækka rekstrarkostnað þess hér á landi. Varúðarráðstöfun Úlfar Örn Friðriksson, fjármála- MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Heimsferðum. WflRNING RESTRICTCO RRER ICECP OUT RUTHORIZCO PCRSONNEL ONLY VflRÚÐ BRNNSYIEOI dvioconRNoi aemmi stjóri íslenzkra aðalverktaka, segir að af hálfu varnarliðsins hafi verið rætt um að hugsanlega yrði rekst- ur stöðvarinnar boðinn út er samn- ingurinn rynni út í haust. Hins veg- ar hefði engin ákvörðun verið tekin um slíkt og fyrirtækið væri því í mikilli óvissu um framhaldið. „Þessar ákvarðanir hafa dregizt mikið. Við höfum rekið stöðina í áratugi og höfum á að skipa reyndu og traustu starfsfólki,“ seg- ir Úlfar. „Uppsagnimar eru varúð- arráðstöfun af okkar hálfu, því að við vitum ekki hvað gerist í sept- ember." Úlfar segir að ákvæði séu í samn- ingnum um að framlengja megi hann og hann vonist til að málið skýrist síðar í þessum mánuði. Varabirgðastöð NATO-flotans Olíubirgðastöðin er varastöð og hugsuð til þess að floti Atlantshafs- bandalagsins geti á ófriðartímum sótt þangað eldsneyti. Geymar stöðvarinnar hafa verið tómir um árabil, en starfslið Islenzkra aðal- verktaka hefur séð um eftirlit, við- hald og breytingar í stöðinni. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa verið viðraðar hugmyndir um að hætta rekstri stöðvarinnar, en engai’ ákvarðanir hafa verið teknar um slíkt. Undanfarin ár hefur geymum og öðrum búnaði stöðvar- innar verið breytt fyrir nýrri teg- undir eldsneytis og er þeirri breyt- ingu nýlega lokið. A ► 1-56 Enginn friður ►Hávaðamengun in er síst minni hér en í öðrum löndum. /10 Allir geta vent ► Guðmundur Gestsson og Sól- veig Daníelsdóttir seldu lítinn fiski- bát og minnkuðu við sig húsnæði til að geta siglt um Karibahafið í sjö ár. /20 Ég vil upplifa tilfinningar ►Hilmar Öm Hilmarsson er nú eftirsóttur kvikmyndatónlistarhöf- undur í Danmörku. /22 Ég gæti verið dauð á morgun ►Jóna Sparey kennir á hveiju ári um 1.000 Bretum íslenskan út- saum og kemurárlega með hóp ferðamannatil íslands. /24 Pizzameistarinn á Greifanum ►í Viðskiptum/Atvinnulífi er rætt við Hlyn Jónsson í veitingahúsinu Greifanum á Akureyri. /26 B ► 1-16 Góði hirðirinn á Ástjörn ►Bogi Pétursson hefur starfað á Ástjöm, kristilegu sumarheimili fyrir böm í 52 sumur samfleytt. /1,2-8-9 Góður andi í gömlum klrkjum ►Jón Svanur Pétursson málari hefur tekið þátt í að endurgera kirkjur á Vesturlandi og víðar. /4 Jákvæðni og bjartsýni eru bestu vopnin ►Skyggnst á bak við tjöldin í lífi Signýjar Sæmundsdóttur, söng- konu, lífi sem hefur verið fullt af söng en ekki alltaf dans á rósum. /6 FERÐALÖG ► 1-4 Hamborg ►Kaupmannaborgin græna og hreina. /2 Kringum Stokkseyri á kajak ►Skemmtileg nýjung í ferðaþjón- ustu á vegum veitingastaðarins Við fjöruborðið. /4 BÍLAR____________ ► 1-4 Erf itt að fá T rooper ►Nýr Isuzu Trooper fær viðtökur ./1 Reynsluakstur ►Ferskur andblær frá Volkswag- en. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ Auknar skyldur vegna markaðshlutdeildar ►Landssíminn hf. hefurfengið nýtt rekstrarleyfi og er það m.a. byggt á reglum ESB um sam- keppni í fjarskiptum.l FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 44 Leiðari 28 Stjömuspá 44 Helgispjall 28 Skák 44 Reykjavlkurbrét 28 Fólk í fréttum 46 Skoðun 30-31 Útv./sjónv. 42,64 Minningar 32 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Mannl.str. lOb Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 14b fdag 44 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.