Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 25 JÓNA Sparey hefur gefið út bók um íslenskan krosssaum og fleiri bækur eru á leiðinni með annars konar útsaumi. Hún heldur fjölda sýninga ár hvert þar sem hún kynnir út- sauminn og skóla sinn Icelandic Tapestry School sem er í Bretlandi. HÉR sést yfir land Efri-Hrepps í Skorradal, sem er í eigu Gyðu Bergþórsdóttur og Guð- mundar Þorsteinssonar. Jónulundur er á auðu sléttunni vinstra megin við veginn. „Á kaffihúsi? spurði ég. Hald- ið þið að ég fari að stoppa á kaffihúsi? Nei, það er miklu skemmtilegra að fara niður á höfn, setjast niður og drekka koníak með sjó- mönnunum og skútueigendun- um. Og það gerðum við.“ „Þá kemur fálki og ætlar að ráð- ast á mig, því ég var víst alveg við hreiðrið hans. Hann náði ekki að slá mig því ég sveiflaði myndavélinni, en svo voru bæði hjónin farin að ráðast á mig.“ „Þeir muna líka vel eftir mér, strákarnir á hvalabátunum og í jöklaferðun- um, vegna þess að ég kem alltaf með fullt af kon- íaki með mér. Já, veistu það er nauðsynlegt þegar maður hefur verið úti á sjó eða uppi á jökli.“ „Saumið og sjáið“. „Ári áður fór ég og skoðaði alla skólana, enda feng- um við þvílíkar móttökur og allt var fyrir okkur gert þegar hópur- inn kom á staðinn. Eg keyrði bíl- inn um alla Danmörku með 12-14 nemendur, kenndi þeim að sauma á morgnana en við skoðuðum skóla síðdegis. Einn daginn voru allir orðnir þreyttir og fólkið spurði hvort við ættum ekki að stoppa á kaffihúsi. Á kaffihúsi? spurði ég. Haldið þið að ég fari að stoppa á kaffihúsi? Nei, það er miklu skemmtilegra að fara niður á höfn, setjast niður og drekka koníak með sjómönnunum og skútueigendunum. Og það gerð- um við. Ég fór einnig slíkar ferðir til Frakklands,“ segir hún og nú kem- ur glampi í augun. „Það var ofboðs- lega gaman, því það gerist alltaf eitthvað óvænt og skemmtilegt í ferðum mínum. Ég er ekki hrædd við neitt og hika ekki við að spyija. Ég geri allt sem mig langar til, hvort sem er að klifra upp á fjall eða eitthvað annað. Fólkið eltir mig bara eins og kindur. Einu sinni þegar við vorum úti á Jökulsárlóni valt allt í einu einn ís- jakinn, snerist við og kom upp eins og kristall. Ég hef aldrei séð annað eins. í annað skipti vorum við úti á Snæfellsnesi og þá kom minkur og tók fugl af syllu og það náðist mynd af því. Svo vorum við á ferð í Dimmuborgum og ég var að klifra í klettunum ... ég veit að það má ekki, en ég var að reyna að ná mynd af hópnum. Þá kom fálki og ætlaði að ráðast á mig, því ég var víst alveg við hreiðrið hans. Hann náði ekki að slá mig því ég sveifl- aði myndavélinni, svona, en svo voru bæði hjónin farin að ráðast á mig. - Það er alltaf eitthvað að gerast þar sem ég er,“ segir hún svo og dæsir. Hataði saumaskap Jóna gekk í kaþólskan skóla í Bretlandi, þar sem móðir hennar taldi að með því yrði hún „alin upp sem pen og góð stelpa“. Hún segist þó aldrei hafa verið trúuð, dregur síðan í land og segir „kannski í byrjun. En það var oft lamið á fing- urna á mér af því að ég gerði ekki handavinnuna heima. Eg hataði að sauma.“ Það var ekki fyrr en hún kom til Hönnu ömmu sinnar á íslandi og sá allan fallega útsauminn hennar og í Þjóðleikhúsinu, að hún fékk áhuga á saumaskap. „Amma kenndi mér mikið og einnig var Elsa E. Guð- jónsson mér innan handar. Allt frá því ég var unglingur fór ég á Þjóð- minjasafnið, teiknaði upp mynstrin eftir myndunum og fékk að taka myndir af útsauminum. Þetta var voðalega mikil vinna, til dæmis bara að vita hversu mörg spor væru í einni tommu, hversu margar tommur væru í einni línu og svo framvegis. Kristján Eldjárn var þjóðminjavörður á þessum tíma og hann hjálpaði mér mikið. Hann lán- aði mér stiga, svo ég gæti klifrað upp og tekið myndir og skoðað veggteppin." Jóna hefur meðal annars gefið út bók um íslenskan krosssaum, Icelandic Pattems in Needlepoint“ og er á leiðinni með aðra, þar sem hún kennir fléttusaum, blómstur- saum, refilsaum, skakkaglit, augn- saum og fjölda annarra saumteg- unda. „En maður þarf að vera ríkur til að geta gefið út bók, því þetta er rosalega mikil vinna. Það tók mig heilt ár að búa til bókina, því ég JÓNA Sparey hjá Jóna’s Tours í Bretlandi hefur frá árinu 1985 komið árlega með einn til tvo hópa ferðamanna til íslands, aðal- lega Breta. Að þessu sinni gróður- setti hópurinn fyrstu 100 trén í Jónulundi sem tákn um alla þá ferðamenn sem hingað hafa komið á hennar vegum. Lundurinn er í landi Efra-Hrepps í Skorradal, sem er í eigu hjónanna Gyðu Bergþórsdóttur og Guðmundar Þorsteinssonar. Að sögn Jónu er hugmyndin sú, að ferðamenn gróðursetji tré í hvert skipti sem þeir koma hingað til lands á hennar vegum. „Fyrsta tréð sem gróðursett var er þó til minningar um mömmu, Svövu Greenfield Zoega, en hún lést í fyrra. Henni þótti alitaf svo Borg- arfjörð," segir Jóna. Góður vinur móður hennar, Sveinbjörn Þorsteinsson frá Hurð- arbaki í Reykholtsdal, gróðursetti fyrsta tréð. skrifaði allan textann sjálf, tók myndirnar, teiknaði upp mynstrin og saumaði megnið af verkunum. Ein svona bók gefur ekki svo mikið af sér, þrátt fyrir að nú sé búið að endurprenta hana.“ Sérhæfðar ferðir Jóna hefur ekki tölvu og vélritaði þvi allan textann. Einnig er hún með spjaldskrá upp á gamla mát- ann, sem inniheldur um 10.000 nöfn. Ástæðuna fyrir tölvuleysinu segir hún aðallega vera þá að hún hafi ekki haft tíma til að læra á slíkt verkfæri. Það er þó á stefnuskránni Fjölskyldan Svava Zoéga var dóttir hjónanna Jóns Jóhannessonar Zoéga, tré- smíðameistara og síðar kaupmanns í Reykjavík, og Hönnu Sveinsdótt- ur Zoéga. Svava var send til London til að læra ensku, kynntist þar Eric Greenfield og giftist hon- um 1937. Tveimur árum síðar fæddist Jóna og í kjölfarið systkin- in þrjú, Elisabeth Ánn, Anita Mary og George Þórarinn. Með í ferðinni að þessu sinni er Elisabeth ásamt dóttur sinni, Christina. Faðir Jónu lést 1984 og sköminu síðar fhitti móðir hennar til Mall- orca, þar sem Elisabeth dóttir hennar býr. „Fyrir nokkrum árum fékk mamma ki-abbamein. Þegar hún var orðin veik vildi hún helst koma heim til að sjá fjöllin. Hún dó á Landakoti í desember síðastliðn- um, 86 ára gömul. Henni fannst iqjög gaman að vera komin heim og fá heimsóknir allra gömlu vin- anna,“ segir Jóna. og þá hyggst hún koma sér upp heimsíðu á Netinu með myndum sem hún hefur tekið sjálf bæði af útsaumi og íslensku landslagi og þjóðfélagi. Hún kveðst meðal ann- ars ætla að höfða til ríks fólks sem hefur ekki áhuga á að ferðast í stór- um hópi ókunnugra og bjóða þeim upp á ferðir á þeirra eigin forsend- um. „Það sem ég geri þarf alltaf að vera öðruvísi en aðrir gera,“ segir hún svo hugsandi. Bætir síðan við, að bílstjórarnir taki fram, að hún segi Bretunum frá allt öðrum hlut- um en íslenskir leiðsögumenn. „Ég held að það sé vegna þess að ég þekki bæði Bretland og ísland vel og veit kannski hvað ferðamennina langar að vita. Mér finnst svo gam- an að fara með ferðamenn um Is- land og er svo þakklát, því ég vinn við allt það sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir hún. Las úr Njálu Þegar Jóna var með ferðahóp hér í júní síðastliðnum tók hún upp á því að lesa Njálssögu og Lax- dælasögu fyrir fólkið. Eftir heim- komuna fékk hún fjölda bréfa þar sem menn lýstu yfir ánægju með lesturinn og spurðu af hverju hún hefði ekki lesið meira. „Ég þorði það ekki, því ég hélt kannski að fólki leiddust sögurnar, en leyndar- dómurinn er að ég les ekki upp öll nöfnin heldur bara á aðalpersónun- um, svo að fólkið ruglist ekki í rím- inu. í staðinn tala ég um bróður, fóður og svo framvegis. Þannig nær fólkið söguþræðinum mun betur. En úr því að þeim þótti þetta svona skemmtilegt ætla ég í þessari ferð að hafa sögustund í lok hvers dags.“ Spurð hvort hún hafi ekki hugsað um að setja upp ferðir í Englandi eða Skotlandi fyrir íslendinga segir hún að það komi vel til greina. „Það væri ekkert mál fyrir mig. Ég þekki Bretland miklu betur en Is- land. Þú getur ímyndað þér, ég keyri 9.000 mílur (um 15.000 km) á hverjum tíu mánuðum á hverju ein- asta ári vegna saumanámskeið- anna. Á þessum ferðum mínum hef ég komið á svo fallega staði, þekki kastalana, gömlu húsin, gömlu teppagerðirnar. Þegar ég kom til Glen Coe var andrúmsloftið svo sérkennilegt, ég fann að þarna var fullt af draugum," segir hún og sýn- ir hvernig hárin rísa á handleggjun- um bara við tilhugsunina. „Elskan mín, það er allt hægt að gera, eins og ég segi alltaf." Það er Ijóst þegar rætt er við Jónu að margt er í undirbúningi, ekki bara á næsta ári heldur er hún farin að skipuleggja lengra fram í tímann. Meðal þess sem er framundan er fimm daga bakpoka- ferð í Perú. „Frændi minn sem þar býr spurði hvort ég vildi ekki koma með sér. Auðvitað sagði ég já,“ seg- ir Jóna Sparey án þess að depla auga. Morgunblaðið/Davíð SVEINBJÖRN Þorsteinsson, góður vinur Svövu Greenfield Zoega, gróðursetti fyrstu plöntuna til minningar um Svövu. Honum til að- stoðar er Guðmundur Þorsteinsson. F erðamennirnir gróðursetja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.