Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elsku hjartans móðir okkar, dóttir, systir, dótturdóttir, tengdamóðir, mágkona og frænka, KRISTÍN SÆUNN GUÐBRANDSDÓTTIR, sem lést á Landspítalanum 2. ágúst, verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Tinna Kjartansdóttir, Freyja Kjartansdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Sæunn Kjartansdóttir, Kristín María Hartmannsdóttir, Guðbrandur Sæmundsson, María Guðbrandsdóttir, Sveinbjörn Dýrmundsson, Berglind Guðbrandsdóttir, Sigmundur Dýrfjörð, María Anna Magnúsdóttir, frænkur og aðrir ástvinir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN INGIBJARTUR GUÐBJARTSSON frá Flateyri, Hlíf 2, fsafirði, sem andaðist þriðjudaginn 4. ágúst, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 14.00. Guðrún Guðbjarnadóttir, Anna Jóhannsdóttir, Emil Hjartarson, Guðbjarni Jóhannsson, Bára Guðjónsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson, Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Svanur Jóhannsson, barnabörn og bamabarnabörn. + Dóttir okkar, RUT GRÍMSDÓTTIR, Skálatúni, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 11. ágúst kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Skálatúnsheimilið. Ingibjörg Guttormsdóttir, Grímur Eysturoy Guttormsson. Ástkær sonur okkar, bróðir, tengdabróðir, dóttursonur og frændi, GUÐMUNDUR BJÖRGVINSSON bifreiðastjórí, Austurbergi 12, Reykjavík, sem lést af slysförum mánudaginn 3. ágúst si., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 12. ágúst kl 13.30 Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. Jónína Margrét Guðmundsdóttir, Björgvin Hafsteinn Kristinsson, Sigríður Steinunn Björgvinsdóttir, Stefán Þorsteinsson, Inga Dóra Björgvinsdóttir, Egill Guðnason, Magnús Jón Björgvinsson, Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Kristinn Björgvinsson, Brynja Kristmansdóttir, Sólborg Jónsdóttir og systkinabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNESAR MATTHÍASAR GUÐJÓNSSONAR frá Furubrekku, Álfhólsvegi 49, Kópavogi. Ásgerður Halldórsdóttir, Lára Valgerður Jóhannesdóttir, Tómas Þórir Garðarsson, Una Jóhannesdóttir, Bjami Anton Einarsson, Ingunn Jóhannesdóttir, Torfi Júlíus Karlsson, Vilborg Anna Jóhannesdóttir, Björn Ágúst Sigurjónsson, Halldór Kristján Jóhannesson, Margrét Þórðardóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Valdimar Pétursson, Sigurður Óskar Jóhannesson, Helga Bogey Birgisdóttir, Guðjón Jóhannesson, Guðný Heiðbjört Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR + Svanhvít Jóns- dóttir fæddist í Neskaupstað 6. janú- ar 1968. Hún lést á Landspítalanum 6. ágúst sl. af völdum arfgengrar heila- blæðingar. Foreldr- ar hennar eru Jón Hlífar Aðalsteinsson f. 13.11. 1943 og Þórunn Pétursdóttir f. 29.8. 1946, dáin 19.7. 1992. Fóstur- faðir hennar er Júlí- us Júlíusson, f. 28.7. 1942. Aibróðir Pétur Jónsson, f. 14.9. 1966. Eiginkona Ama Hreinsdóttir, f. 14.1. 1965. Þeirra böm: Ástrós, f. 18.12. 1991 og Patrik, f. 7.2. 1994. Hálf- bróðir sammæðra Ólafúr Júlíus- son, f. 24.8. 1972. Hálfsystkini samfeðra: Einar A. Jónsson, f. 4.7. 1972, sambýliskona Eyrún Jóhannesdóttir, þeirra bam Jón Hlíf- ar, f. 9.8. 1997, Þor- björg Ó. Jónsdóttir, f. 19.3.1974, sambýl- ismaður Karl R. Ró- bertsson. Þeirra barn óskírð dóttir, f. 28.7. 1998. Sigmrð- ur Friðrik Jónsson, f. 14.1.1981. Svanhvít varð stúdent frá Flens- borg 1988. Varð við- skiptafræðingur frá Háskóla Is- lands 25. júm' 1994. títför Svanhvítar fer fram frá Hafnaríjarðarkirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Svanhvit Jónsdóttir, góður vinur og félagi, er fallin frá langt um ald- ur fram, eftir erfíð veikindi. Við minnumst þess, að þegar við fluttum í nýja golfskálann, mætt- um við fyrst geislandi brosi hennar og ljúfu viðmóti þegar hún starfaði í golfversluninni. Hún fékk svo áhuga á íþróttinni og stundaði hana upp frá því með góðum ár- angri. Reyndar var hún í miðri keppni þegar hún varð fyrir áfalli og náði aldrei aftur fulíri heilsu. Það aftraði þó ekki Svanhvíti frá því að stunda golfíð áfram og var áhrifamikið að verða vitni að þraut- seigju hennar og baráttuþreki. Afsakanir okkar hinna sem eigum að teljast líkamlega heilbrigð, fyrir slæmu gengi við golfíðkun, verða hjóm eitt samanborið við þá erfið- leika sem Svanhvít þurfti að yfir- stíga í hvert sinn sem hún lék golf. I Keili höfum við fyrir sið að verð- launa ár hvert þann félaga okkar sem sýnir íþróttinni sérstaka rækt- arsemi og ástundun. Svanhvít hlaut að sjálfsögðu þessi verðlaun árið sem hún lék m.a. heilt meist- aramót í fjóra daga, þrátt fyrir fótl- un sína. Sem félagi'var hún óbreytt alla tíð. Viðmótið ljúfa og geislandi brosið var alltaf á sínum stað. Félagar í Golfklúbbnum Keili votta ástvinum hennar dýpstu samúð. Við söknum vinar í stað, en erum jafnframt ríkari vegna kynna okkar af Svanhvíti Jónsdóttur. Vinir og félagar í Golfklúbbnum Keili. Okkur langar að minnast skóla- systur okkar og vinkonu, Svannýj- ar, með nokkrum orðum. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við lítum tilbaka, en það sem stendur uppúr er hversu bjartsýn, hugrökk og dugleg hún var þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin. Við vorum saman við nám í viðskipta- fræði og lásum saman á Bjarkar- götu 6. Svanný var þar mjög áber- andi, ákveðin og alltaf tilbúin til að hjálpa og voru ófáir sem fengu glósurnar hennar lánaðar ef þeir misstu úr tíma. Lífíð á Bjarkargöt- unni var alveg sérstakt þar sem fljótlega myndaðist hálfgerð fjöl- skyldustemmning. Bjarkargatan var á námsárunum okkar annað heimili. Til að fullkomna heimilislíf- ið brá Svanný sér dag einn upp í Kattholt og kom stolt tilbaka með lítinn kettling, sem reyndist mis- vinsæll meðal heimilisfólksins, því fljótlega tók að bera á bólgnum hvörmum, tárvotum augum og þrá- látum hnerra. Kisu var því fundið nýtt heimili. Uppátæki hennar vakti mikla kátínu og hefði fáum dottið þetta í hug. Svanný útskrif- aðist úr viðskiptafræðinni árið 1994 og ári síðar veiktist hún. Við veik- indin kom betur í ljós hversu sterk- ur persónuleiki hún var. Að námi loknu héldust tengsl okkar og í hvert sinn er við hittum hana sagði hún okkur frá nýjum afrekum og ævintýrum. Hún var ákveðin í því að njóta lífsins og þrátt fyrir fötl- unina sem fylgdi í kjölfar veikind- anna hélt hún áfram að stunda golf, lærði að skíða uppá nýtt og í janúar síðastliðnum hélt hún upp á þrítugsafmæli sitt í skíðabrekkum Austurríkis. Hún var staðráðin í að ná sér og stundaði líkamsrækt og æfði um tíma með íþróttafélagi fatlaðra. Áfangasigrar hennar voru margir og gleðilegir, en það sem gladdi hana einna mest var að fara að vinna á ný. Stuttu eftir að hún hóf störf reið seinna áfallið yfír sem reyndist henni ofraun. Við minnumst Svannýjar með söknuði. Hún var sönn hetja og dugnaður hennar verður okkur ávallt fyrirmynd. Við vottum að- standendum hennar samúð okkar á þessari sorgarstundu. Anna Þórunn, Helga Lára, Sigríður og Þuríður. Okkur langar að minnast hálf- systur okkar Svanhvítar Jónsdótt- ur. Hún hafði barist eins og hetja gegn þeim ógnvænlega sjúkdómi sem varð henni að aldurtila langt fyrir aldur fram. Þó að við værum ekki alin upp saman var alltaf gott samband á milli okkar systkinanna. Það var alltaf gaman að fá hana austur þeg- ar við vorum yngri því hún var alltaf kát og glaðlynd og kom öllum í gott skap. Þær minningar sem rifjast upp eru þegar hún dvaldist hjá okkur eitt sumar fyrir austan, þá 15 ára. Hún eignaðist marga vini sem gerði það líka að verkum að henni þótti gaman að koma austur og naut þess greinilega vel. Hin seinni ár kom hún svo gjarnan á sjómannadaginn og um páska. Þrátt fyrir að vita alltaf að hverju stefndi lét hún ekki á neinu bera og var alltaf jafnglöð í fasi. Hún vann myrkranna á milli og enginn skildi þefya mikla úthald sem hún hafði. Á sínum mennta- skóla- og háskólaárum var það hennar hlutskipti að hugsa um móður sína sem svo lést úr þessum sama sjúkdómi fyrir nokkrum ár- um. Þar sýndi hún mikla þraut- seigju. Fyi-ir þremur árum fékk Svan- hvít svo fyrsta áfallið sem kom öll- um í opna skjöldu. Eftir það varð hún aldrei söm og áður. En með áræðni og viljastyrk tókst henni með tímanum að ná sér að mestu leyti. Hún gerði það sem henni datt í hug og lét engan bilbug á sér fínna þrátt fyrir smáfötlun. Hún var þannig gerð að ef hún tók í sig að gera eitthvað gat ekkert stöðvað hana. Efst í huga okkar er skíða- ferð til Austurríkis sem hún fór í tilefni þrítugsafmælis síns og ljóm- aði hún öll þegar hún sagði okkur frá ætlun sinni. Svanhvít bar nafn sitt með rentu. Hún var Ijós yfírlitum og mátti með sanni líkja henni við hvítan svan sem sigldi einn um lífs- ins ólgusjó. Mánudaginn 3. ágúst vorum við föðurfjölskylda Svanhvítar saman- komin fyrir austan. Þá var hún þegar búin liggja í mánuð meðvit- undarlaus eftir stórt áfall. Það er kaldhæðni örlaganna að eftir nokkra vætusama daga hjá okkur birti allt í einu upp. En það birti ekki upp í lífi Svanhvítar. Þar dró ský fyrir sólu. Fyrr en nokkurn grunaði barst fréttin um andlát hennar sem var öllum eitt reiðar- slag. Hún sem hafði verið í blóma lífsins átti ekki að fá að lifa fleiri daga, sólin var ekki hennar megin þennan örlagaríka dag. Hver dugar þér í dauðans stríði, er duga ei lengur mannleg ráð, þá horíin er þér heimsins prýði, en hugann nístir angur og kviði, - hvað dugar, nema Drottins náð? (G. Thomsen) Elsku Svanný, hvíldu í friði. Kveðja frá systkinum, Einar Aðalsteinn, Þorbjörg Ólöf, Sigurður Friðrik, Jón Einar og fjölskyldur. Elsku vinkona, nú ert þú farin. Við kynntumst í sex ára bekk og vorum saman í gegnum allan grunnskólann. Sambandið minnk- aði á menntaskólaárunum en við endumýjuðum það fyrir sex árum og höfum brallað heilmikið saman síðan. Þú varst alltaf sterkust af okkur stelpunum og það var gott að hafa þig á sínu bandi í bamaskóla. Þú lést ekki vaða ofan í þig. Okkur er sérstaklega minnisstætt þegar þú fleygðir honum Tedda bekkjar- bróður þvert yfir skólastofuna þeg- ar við vomm að föndra fyrir jólin. Hann hafði verið eitthvað að stríða þér. Þú varst líka sú fullorðinsleg- asta af okkur. Stundum öfunduðum við þig af því en ekki þegar við fór- um í strætó, þar þurftir þú að borga fullorðinsgjald en við ekki. Þú sast aldrei auðum höndum. Þú stundaðir skóla, varst í fullri vinnu, hélst heimili með móður þinni og hugsaðir um hana í veik- indum hennar, ásamt því að stunda félagslíf af fuílum krafti. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar, naust þess að lifa lífinu og sóaðir ekki einni mínútu. Brosið var alltaf á sínum stað. Eftir fyrsta áfallið þitt fyrir þremur ámm áttum við ekki von á að þú mundir ná þér svona vel eins og þú gerðir. En þú sagðir, „ég skal“ og það kom í ljós að þú gast allt það sem þú vildir gera, nema setja tagl í hárið og þá var hárið bara klippt af. Alltaf þegar hópur- inn hittist gastu sagt okkur frá nýj- um afrekum, eins og þegar þú byrjaðir að spila golf, tennis, körfu- bolta, fórst á skíði hérlendis og er- lendis, og stundaðir spinning af fullum krafti. Þú varst ótrúleg. Þú sýndir og sannaðir, að ef vilj- inn er fyrir hendi þá er allt hægt. Þú gerðir allt sem þig langaði að gera. Við munum alltaf minnast þín og taka þig til fyrirmyndar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (Valdimar Briem.) Þínar vinkonur, Helga, Hildur, Guðrún, Lovísa, Stína og Sigrún. Elsku Svanný mín. Eg kveð þig nú með söknuði. Við áttum svo margt sameiginlegt, vor- um báðar að ná okkur eftir erfið veikindi og báðar frekar einmana. Upp úr þessu spratt mjög góð vin- átta. Þau voru ekki fá skiptin sem við fórum út að skemmta okkur, lögðum í „Fatlaðastæðið" eins og þú kallaðir það fyrir utan Þjóðleik- húskjallarann eða fórum á kaffi- hús. Við áttum líka margar góðar stundir saman niðri í World Class. Ég vissi að þú gætir fengið heila- blóðfall hvenær sem væri, en ein- hvern veginn fannst mér þú eiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.