Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 39
SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 39 * r MORGUNBLAÐIÐ LÁRUS Gunnsteinsson í Skóstofunni. Morgunblaðið/Ásdís. Gore-texið ryður sér til rúms ÞAÐ SJÁST æ fleiri veiðimenn í vöðlum úr efninu Gore-tex. Veiði- jakkar úr efninu eru einnig að ryðja sér til rúms. Einn af frumkvöðlun- um í að flytja inn vöðlur úr þessu efni er Lárus Gunnsteinsson í Skó- stofunni við Dunhaga, sem löngum hefur verið með fyrstu mönnum að taka á nýjungum í búnaði, t.d. er hann fitjaði upp á því að sauma neoprene-vöðlur á böm og plastá- breiður yfir bflstóla til að veiðimenn yrðu ekki rassblautir á leiðinni heim. Lárus orðaði það á sínum tíma á þann hátt að það væri nóg að menn þyrftu að aka heim með öng- ulinn í rassinum, ekki væri á það bætandi. Auk þess að flytja inn og selja slíkar vöðlur, hefur Lárus leyfi framleiðandans til að breyta vöðlun- um eftir þörfum kaupenda sinna. Láms segir að því fari fjarri að gore-tex vöðlurnar væru að leysa af aðrar vöðlur, t.d. hinar vinsælu neoprene-vöðlm-. Gore-texið væri hins vegar nýlunda og góð og skemmtileg viðbót við valkostaflóru veiðimanna. Lárus var spurður hvað væri svona gott og skemmti- legt við gore-texið og hann svaraði því svona: „Menn þekkja það sem nota neoprene-vöðlur að þeir eiga til að svitna all svakalega. Neoprene hleypir ekki svitanum frá líkaman- um, en gore-texið gerir það hins vegar. Vegna eiginleika efnisins nær svitinn að verða að gufu og losna frá lfkamanum og út í and- rúmsloftið. Menn geta þó orðið rak- ir í gore-texinu og lykilatriði í þessu er að klæða sig rétt undir gore-tex- ið. Svo dæmi sé tekið, þá er bómull- arfatnaður ekki sniðugur undir gore-texi vegna þess að hann dreg- ur í sig raka og gerir mann rakan og kaldan. Menn þekkja það þegar þeir hafa gengið rösklega og staldra svo við. Þvi er best að vera í undir- fatnaði sem flytur raka frá húðinni og flýtir þannig uppgufun. Ofin polyester-efni á borð við flís eru vel til þess fallin að klæðast undir gore- texi, einnig undirfatnaður sem er blanda af ull og polyester," segir Lárus. Mikið þol Gore-tex þolir 240 gráða frost og 270 stiga hita án þess að skemm- ast. Um er að ræða þunna himnu sem virkar nánast eins og manns- húð að því leyti að vökvi í fljótandi formi kemst ekki í gegn um efnið, en rakamettað loft eða gufa kemst í gegn. Að sögn Lárusar stafar þetta af því að mólikúl fljótandi vatns eru stærri en mólikúl uppgufaðs vatns. Himnan er samsett úr milljörðum hárfínna pípa og er yfir einn millj- arður á hverjum fersentimetra. Hver pípa er 20.000 sinnum minni en vatnsmólikúlið, en 7.000 sinnum stærri en mólikúl uppgufaðs vatns. Þess vegna eiga gufa og sviti greiða leið út úr vöðlunum þó vatn komist ekki inn fyrir. Vatnsþrýst- ingur hefur þar lítið að segja, þannig heldur gore-tex vatni í 77 metra djúpri vatnssúlu. Gerðu eitthvað skemmtilegt um helgina Skoðaðu bls 3 ES t*f GERÐI Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega 4ra herb. íbúð á 2. hæð í blokk. íbúðin er endurnýjuð í hólf og gólf með vönduðum innréttingum. Mjög snyrtileg sameign. Þetta er íbúð fyrir vandláta kaupendur. Verð 9,5 millj. Fasteignaþjónustan Sími 552 6600 Lovísa Kristjánsdóttir Njáll Harðarson — EIGNAMIÐIIMN Slelán Hrafn Stelánsson lögfr., sólum., Maanea S. Sverrédóttir, lögg. Stelán Ámi Auðólfsson, sólumaöur, Jóhanna Valdimarsdóttir. auglysíngar, gu simavarsla og ritarl. Ólöf Steinarsdóttir. öflun skjala og gagna, Ragnheiður D ___________________________ Startsmenn: Sverrir Kristinsson Iðgg. fasteignasali, sölustióri, Þorteifur St.Guömundsson.B.Sc.. sðtum.. Guömundur Sigurjónsson lögfr. og iðgg fasteignasali, sl ------------------- --------- "• ' ‘ ~ Sverrisdóttir, lögg. fasteignasali. sðtumaöur, ptldkeri. Inga Hannesdóttir, I). Agnarsdóttlr.skrifstofustörl. Síini 555Í5 9090 * Kax 55555 9095 • SÍAinin'iLt 2 I 'Ál' Lokað um helgar í sumar. Um 500 eignir kynntar á alnetinu -www.eignamidlun.is íbúð til leigu óskast. viö- skiptavinur okkar hefur beðið okkur um að útvega sér 2ja-4ra herb. íbúö til leigu í 3-6 mán á Stór-Reykjavfkursvæöinu. Fyrir- framgreiðsla. Nánari uppl. veita Magnea eða Ragnheiður. — Óðinsgata - sérhæð. Vorum að fá í sölu fallega 105 fm neðri sérhæð í 3-býli. Mikil lofthaoð. Rósettur og listar í loftum. Lökkuð og slípuð gólfborö á gólfum. Áhv. 4,8 m. húsbr. V. 10,2 m. 8106 ÞINGVELLIR - SUMARHUS. Vorum að fá í sölu fallegt 64 fm sumarhús á einni ha9ð í þjóðgarðslandinu á Þingvöllum. Bústaöurinn skiptist m.a. í 4 herb., eldhús og snyrtingu. Um er að ræða 1,12 ha leiguland. Verð: Tilboö. Allar nán- ari uppl. veita Magnea eða Stefán Ámi eftir helgi. 8117 FALKAGATA 18 - SERHÆÐ OPIÐ HÚS. Vorum að fá í sölu fallega 115 fm 5 herb. efri sér- hæð I 2-býli. Stórar svalir til suðvesturs. íbúðin hefur verið mikið standsett m.a. eldhús og bað. Tvö baöherb. Áhvíl. eru 5,6 millj. húsbr. Ibúðin veröur til sýnis í dag sunnudag milli kl. 14-17. V. 9,7 m. 8105 Maríubakki - sérþvottah. 3ja herb. mjög björt íbúð á 1. hæð. Ný eldhúsinnr. Suðursvalir. Sórþvottah. Áhv. 4 millj. í hagstæðum lánum. Bamvænt umhverfi. V. 6,5 m.8101 Kleppsholt. 3ja herb. góð íbúð á jarðhæð sem öll hefur verið standsett. Nýl. gler. Ný eldhúsinnr. Flísal. baö. Gengið út í garð úr íb. Falleg lóð. Áhv. 4 millj. m. greiðslub. á mán. 22 þús. Laus strax. V. 6,8 m. 8114 Kleifarsel. 3ja herb. rúml. 84 fm ný íbúö á 2. hæö í verslunar- og þjónustuhúsi. íbúöin hefur öll verið innréttuð á mjög smekk- legan hátt. V. 6,6 m. 8113 Ásbraut - bflskúr. 3ja-4ra herb. mjög falleg 86 fm endaíbúö á 2. haeö ásamt 25 fm einstaklega góðum bílskúr. Glæsil. útsýni. Áhv. byggsj. 2,5 m. V. 8,5 m. 804 2JA HERB. Vesturberg. góö 2ja herb. rbúö a z. hæð. íb. skiptist (forstofu, stofu, eldhús, herb. og rúmg. bað. Hús í góðu standi. V. 4,9 m. 8108 Bólstaðarhlíð. Vorum að fá í sölu mjög fallega 6 herb. efri hæð í þessu fallega húsi sem skiptist m.a. í 3-4 herb., 2-3 stofur. Arinn. Sérþvottahús í kjallara. V. 11,5 m. 8124 3JA HERB. Hæð í Hvömmum - Kóp. 3ja herb. glæsileg íbúð á 2. hæð (efstu) í þríbýlis- húsi ásamt 26 fm bílskúr. Sólstofa. Endumýjaö- ar innr., gluggar o.fl. Frábært útsýni. V. 8,9 m. 8107 Sólvallagata - laus. Snyrtileg og björt u.þ.b. 37 fm samþykkt einstak- lingsíbúö ( kj. í steinsteyptu og vönduðu fjölbýlishúsi. íbúðin er lítið niðurgrafin að sunnanverðu og er laus nú þegar. Mjög góð staösetning. V. 3,8 m. 8115 Skarphéðinsgata laus strax. Vorum að fá í sölu fallega 30 fm 2ja herb. íbúð í kjallara í 3-býli. Nýtt eldhús. V. 3,4 m. 8103 BETRI DÝNA - BETRA BAK Yfir 32 þúsund bandarískirog kanadískir kírópraktorar mæla eingöngu með CHIROPRACTIC heilsudýnunum enda þróunarverkefni þeirra í samvinnu við SprintJWHll verksmiðjurnar. I Svefn & heilsa Opið virka daga: kl. 10:00 - 18:00* laugardaga: kl. 11:00 - 16:00 • sími 581 2233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.