Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ RÚSSNESKU stúlkumar við dúnhreinsun með þeim Sveini og Ólínu. Morgunblaðið/Epá Rússneskar stúlkur hreinsa dún Á ferð um Reykhólasveit heilsaði Elín Pálmadóttir upp á Svein og Olínu í Mið- húsum. Þau sátu við að hreinsa dún með fímm rússneskum stúlkum, sem koma í dúnhreinsunina hjá Jóni syni þeirra. FRÁ hótelinu í Bjarkarlundi renn- ur bíllinn veginn undir gróðursælli Barmahlíðinni með útsýni niður yfir Berufjörðinn. Bflstjórinn einn á báti sönglar hið þekkta ljóð er Jón Thoroddsen frá Reykhólum orti um þessa fógru hlíð, sem svo sannarlega stendur undir lofi skáldsins: Hlíðin mín ffiða hjalla meður græna blágresið blíða ogberjalautuvæna, á þér ástaraugu ungurréðégfesta, blómmóðir besta! Hlíð, þér um haga hlýr æ blási andi, döggvi vordaga dögg þig sífrjóvgandi! Um þig aldrei næði, afþérsvoaðkali, vetur vindsvali! Nýr minnisvarði um skáld á vinstri hönd. Ekki er hann þó um Jón Thoroddsen heldur Gest Páls- son, sem fæddur er í Miðhúsum, er við blasa þama niður undir sjón- um, myndarlegt rautt hús. Varla hægt að renna þar framhjá án þess að heilsa upp á Ólínu og Svein Guð- mundsson, fyrrum kennara og í áratugi fréttaritara Morgunblaðs- ins, en þau hafa búið þar frá 1955. Pó að þau séu nú orðið fyrir sunn- an á vetrum koma þau vestur með vorinu, enda eins og Sveinn orðar það í Ijóði í síðustu Lesbók: „vorið hvetur vitund manns.“ Þá er fugla- lífið ómótstæðilegt, æðarfuglinn úti í hólmunum og öm má jafnvel sjá kljúfa loftin. Bíllinn snarbeygir því niður afleggjarann og í hlað í Mið- húsum. Enginn er inni í bæ og heldur ekki í fallega garðinum með marg- víslegum trjám og blómjurtum fyrir framan, sem þau Ólína og Sveinn hafa lagt svo mikla alúð við. Enginn heldur í opna húsinu á hlaðinu, þaðan sem heyrist vélar- hljóð. Þar er hin merkilega dún- hreinsivél, sem Jón sonur þeirra hefur hannað og smíðað í sam- vinnu við rússneskan mann. Þar fer fram fyrsta stig hreinsunar- innar á dúninum eftir þurrkun. Ég SVEINN og Ólína framan við húsið í garðinum með fjölbreyttum blóma- og ttjágróðri. ÓLÍNA með dúnsængina sem hún var að Ijúka við að sauma. minnist þess er ég fyrir löngu fékk að fara með Sveini út í hólmana, þar sem kollurnar lágu á, hve mik- ið rusl og flókar voru í dúninum og mikið og vandasamt verk framundan að gera hann að þeirri gæðavöru sem hann á skilið og eftirsóttust er á dýrum mörkuð- um. Á veggnum á stórri skemmu er skemmtileg teiknimynd af æðar- ungum að leik á dúnsæng, gerð sem auglýsing af rússneskri stúlku, en hefur í gamni verið stækkuð á skemmuvegginn. Mundi sjálfsagt kallast veggjakrot. Þarna sitja inni þau Ólína og Sveinn og fínhreinsa dúninn og við borðið fimm ungar stúlkur, sem þreifa næmum fingr- um á dúnhnoðrunum á borðinu, öll niðursokkin í þessa nákvæmn- isvinnu að finna með fingur- gómunum síðustu agnirnar í dún- inum. Þau heyra ekki þegar gest- urinn kemur inn, enda með heym- artæki fyrir eyrum, rússnesku stúlkumar hafa m.a. tekið með sér rússneska dægurlagatexta. Þau segja mér að Jón sonur þeirra segi að það verði að þurrka dúninn og hreinsa strax ef hann eigi ekki að fúna og verða sú gæðavara sem hann vill bjóða til sölu. Er kröfuharður um það. Hann flytur mest út til Japans, og selur fyrir fleiri aðila. Þessar ungu stúlkur, sem koma til að vinna við dúnhreinsunina hjá honum í nokkra mánuði, koma frá Rússlandi. Tvær þeirra eru kenn- aranemar og ein húsgagnaverk- fræðingur. Þær eru komnar til að vinna sér inn pening. Kannski líka af ævintýraþrá. Þær tala bara rússnesku, nema ein sem var hér í fyrra og skilur íslensku, enda skilst mér að hún eigi orðið íslenskan vin úr sveitinni og eigi líklega eftir að flendast í þessu landi. Lítið verður því um samtal yfir matnum sem Ólína reiðir fram, en þó skil ég að þær séu glaðar og ánægðar. Þegar Jón fær skilaboð um að sækja á ákveðnum tíma dúnsendingu, sem bátur er að koma með utan úr Breiðafjarðareyjum, býður hann að taka þær með í sundlaugina niðri á Reykhólum, sem þær kunna sýnilega að meta. En úti í skemm- unni hefi ég séð poka með dúni sem hann er að hreinsa fyrir aðra æðar- bændur. Yfir kaffinu inni í stofu kem ég auga á fislétta hvíta sæng, sem Ólína hefur verið að sauma í af- mælisgjöf fyrir einhvem. Þetta er kostagripur og ekki bara með langhólfum, sem dúnninn vill renna til í, heldur þverhólfum líka. Sveinn fylgir gestinum úr hlaði til að opna hliðið uppi á afleggjar- anum. Þegar rennt er áfram veg- inn með útsýni til þessara gjöfulu æðarvarpshólma fyrir framan, sem þó krefjast óhemju vinnu, kemur fram á varimar enn eitt erindið úr Barmahlíðinni: Blómmóðir besta, bestu jarðargæða gaf þér fjöld festa, faðir mildur hæða. Hver mun svo, er sér þig, sálar þjáður dofa, að gleymi guð lofa? Ásmundur Yóga - breyttur lífsstíll 7 kvölda grunnnámskeið með Ásmundi Gunnlaugssyni. Mánudag og miðvikudag kl. 20-21:30. Hefst 19. ágúst. Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri, reynsla af jóga er ekki nauðsynleg. Frír aðgangur að tækjasal og opnum jógatímum fylgir meðan á námskeiðinu stendur. mm YOGA^ STU D I O Efni: ★jógaleikfimi (asana) ★ mataræði og lífsstíll ★ öndunaræfingar ★ slökun ★ andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560. Indverjar sakaðir um dbil- girni í Kasmírdeilunni Nýja-Delhí, Srinagar á Indlandi. Reutere. ÁSHRAF Jehangir Qazi, sendi- herra Pakistan í Nýju-Delhí, hefur sagt litlar líkur á að hægt verði að hefja friðarviðræður milli ríkjanna tveggja nema Indverjar láti af óbil- gimi í afstöðu sinni til Kasmír-deil- unnar. Kvaðst hann ekki búast við miklum tíðindum af fundi forsætis- ráðherra landanna sem fram fer í næsta mánuði. „Við náum ekki einu sinni samkomulagi um hvernig við- ræðunum skuli fram haldið, hvað þá að okkur takist að ná raunveru- legum árangri," sagði Qazi. Meira en hundrað hafa fallið í blóðugum bardögum liðinnar viku við umdeild landamæri Kasmír en allt var þó með kyrrum kjörum í vikulok. Var haft eftir Krishnan Pal hershöfðingja, sem fer fyrir herliði Indverja í Kasmír, að ekki væri lík- legt að umfang átakanna leiddi til beitingar kjamorkuvopna. Sagði Pal í samtali við Reuters- fréttastofuna að engin tengsl væra á milli deilu Indverja og Pakistana um landamæri í Kasmír og tilrauna beggja þjóða með kjarnavopn. Hafa löndin tvö tvisvar háð stríð vegna Kasmír síðan þau hlutu sjálf- stæði frá Bretum 1947 og ráða Ind- verjar 2/3 landsvæðis Kasmír. Ind- verjar segja Kasmír óaðskiljanleg- an hluta Indlands en Pakistanar hafa hins vegar farið fram á þjóðar- atkvæðagreiðslu þar sem vilji íbúa Kasmír yrði kannaður, en meirihluti þeirra era múslimar eins og Pakistanar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.