Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA kvikmyndin sem ég átti að semja tónlist við var mynd sem Friðrik Þór gerði þegar hann var í i Menntaskólanum við Tjörnina og ég í Menntaskólanum við Sund. Sú mynd var aldrei kláruð en það var : umsamið að ég skyldi gera tónlist- ina við hans myndir í framtíðinni," segir Hilmar Orn um upphafið að öllu. „Það var svo ekki fyrr en 1983 • að ég var beðinn að gera smátónlist- arkafla fyi’ir kvikmyndina A hjara veraldar eftir Kristínu Jóhannes- dóttur, og útkoman varð svokölluð galdrahljóðbönd. Kristín bað mig einnig að semja fyrir sjónvarpsleik- ritið sitt Líf til einhvers sem Nína Björk Amadóttir skrifaði handritið að. Æskuáformin rættust svo og ég hef gert tónlistina við allar kvik- myndir Friðriks Þórs þó svo að ýmsir hafí samið fyrir hann titillög, þá sé ég alltaf um stemmningartón- listina.“ Drottning Iistformanna Hilmar Örn býr nú í Kaupmanna- höfn þar sem hann hefur samið tón- listina við einar níu danskar kvik- myndir. - En hefur tónlistarmað- urinn Hilmar Örn alltaf haft áhuga á kvikmyndatónlist ? „Já, ég hef alltaf heillast mikið af kvikmyndum sem ég álít drottningu listformanna. Wagner sagði þetta um óperur; þær væru samamsafn allra listgreína, með texta, mynd, skáldskap, leik og tónlist. Mér finnst líka gaman að vera ekki að vinna einn inni í loftbólu án tilvísun- ar í nokkuð annað. Þegar ég er að semja sæki ég stuðning í svo margt; þankagang leikstjórans, leik leikar- ans og hvernig klipparinn setur eitthvað saman. Það mætti halda að tónskáldið kæmi inn þegar myndin er fullgerð, en það er misjafnt. Kvikmyndir eru mikil samvinna og stundum er ég Hilmar Orn Hilmarsson er sjálfmenntaður tónlistarmaður sem fékk sitt fyrsta tækifæri þegar hann laug því að hann gæti samið tónlist. Hann hefur nú samið tónlist við fjölmargar íslenskar og danskar kvikmyndir og sú síðasta var „Vildspor“, danska myndin sem var tekin upp á Islandi. Hildi Loftsdóttur langaði að vita meira um eðli kvikmyndatónlistar og starf Hilmars Arnar í Kaupmannahöfn. Morgunblaðið/Árai Sæberg með í ráðum frá fyrstu stigum handritsgerðar, eins og þegar ég starfa með Friðriki Þór. Hann segir mér frá hugmyndum sem hann fær og veltir fyrir sér lengi, og þannig byrja ég að hugsa út í tónlistina. Lokaátakið hefst samt ekki fyrr en búið er að klippa myndina." Vitleysispælingar „Lykillinn að vel heppnaðri kvik- myndatónlist er hvernig maður not- ar hana ekki. Bandaríska aðferðin er að koma inn með fiðlurnar þegar fólk á að tárast „bring in the viol- ins“ eins og það kallað. Mér finnst verið að vanmeta greind og tilfinn- ingalegan þroska áhorfenda með þvi að segja þeim hvernig þeim eigi að líða á hvaða augnabliki. Þetta er oft spurning um að finna undirtexta í myndinni sem maður vill undir- strika og draga fram; vissa atburði sem leiða söguna áfram. Ég byggi eitthvert stef í kringum þá atburði sem maður minnir svo á með ákveðnum endurómi út í gegnum myndina. Þetta getur verið mjög skemmtileg stúdía. Ég er líka þannig gerður að mér finnst gaman að fara út í einhverjar vitleysispæl- ingar í sambandi við hverja mynd, mér finnst gaman að eyða tíma mín- um í eitthvað sem er bara bull fyrir öllum öðrum nema sjálfum mér. Finna einhverja lógík sem er mjög fjarstæðukennd ef maður skoðar hana utan frá. Fyrir mér er þetta skemmtilegt vinnuferli.“ -Hún er kannski ekki svo fjar- stæðukennd, því þá værir þú ekki jafneftirsótt tónskáld og þú ert. „Já, það er spurning. Kannski er þetta eitthvað leyndarmál sem ég hef fundið lausnina á og enginn ann- ar veit.“ tílfur, úlfur! - Hvað er aðallega öðruvísi við að gera kvikmyndatónlist miðað við aðra tónlist ? „Það er mjög sérstakt að maður verður að passa sig að heyrast sem minnst. Að tónlistin fléttist saman við hreyfingar, leik, klippingu og myndatöku á þann hátt að hún hoppi ekki fram. Besta kvikmynda- tónlistin er sú sem maður man ekki eftir, eins og maður á helst ekki að ganga út af kvikmynd og segja: „Vá, hvað klippingin var flott.“ Þetta er sambland af tækni og list eins og flestir þættir kvikmyndagerðar. Þegar hún tekur alltof mikið pláss, er hún farin að ganga þvert á til- gang sinn.“ - Hvað á hún að gera ef ekki ýta undir sérstakar tilfinningar? „Hún á að ýta undir tilfinningar en ekki á þann hátt að það sé aug- ljóst. Hún á að koma upp með ákveðna hugsun. Oft er verið að undirbyggja atburði sem gerast seinna. I Hitchcock myndunum hrópar tónlistin; úlfur, úlfur svo oft að áhorfendir fara að slaka á gagn- vart því og fá svo rosalegt áfall þeg- ar úlfurinn loksins kemur. Hann var búinn að undirbyggja sturtuatriðið í „Psycho" með rúðuþurrkum á bíl fremst í myndinni. Þetta er sérstakt ferli að því leyti að maður er að láta ósýnilega hluti sýnilega í gegnum hljóð. Maður er að hjálpa skilning- arvitunum. Undirbyggja atriði og leysa úr þeim. Það verður að vera hárrétt gert annars getur maður skemmt fyrir. Mér finnst þetta mjög spennandi." Hjartsláttur klipparans - Þú segist fara eftir hreyfingum, klippingu og fleiru við að semja tón- listina. Hvort er það takmörkun eða ögrun fyrir þig ? „Mér finnst það alltaf vera ögrun. Ein af skemmtilegri stundunum er þegar ég átta mig á því sem ég kalla hjartslátt klipparans. Þá er ég bú- inn að vinna svo lengi við myndina og farinn að þekkja hverja einustu tengingu í myndinni, að skyndilega skil ég hvernig klipparinn hugsar, og þá get ég látið tónlistina bara ganga og hún mun alltaf ganga upp í takt við hjartsláttinn. Hver mann- eskja hefur sér takt, sem er skemmtilegt. Þess vegna er gaman að vinna með sömu klippurunum aftur því þá þarf ég ekki að byrja upp á nýtt heldur er ég kominn á heimavöll. Það er líka gaman að vinna aftur með sömu leikstjórun- um því þar sem maður þekkir þeirra þankagang, þá þarf maður aldrei að byrja alveg á upphafs- punkti.“ Henning og aðrir jálkar - Hefurðu starfað tvísvar með sama leikstjóranum í Danmörku? „Já, ég var að klára mynd með leikstjóranum Henning Carlsen sem er gömul hetja í danskri kvik- myndagerð. Upphaflega fór ég til Danmerkur til að vinna með honum að myndinni „Pan“ sem hann gerði eftir skáldsögu Knuts Hamsun. Nú var hann hins vegar að ljúka við mjög skemmtilega og kalda gaman- mynd sem er gjörsamlega ólíkt verkefni. Það er einstakt að vinna með þessum manni sem hefur unnið í hálfa öld við kvikmyndir. Hann er hluti af einni elstu kvikmyndahefð í heimi, því Danmörk var eitt af fyrstu löndunum til að framleiða kvikmyndir og hefðin þeirra er byggð á rosalega sterkum gömlum grunni. Ásamt Henning vinn ég með gömlum jálkum, fólki sem hef- ur reynt allt og það er alveg ofboðs- lega gaman. Það er mjög mikil breyting frá því að koma héðan frá íslandi þar sem allt er leikið af fingrum fram, reddað á augnablik- inu af því að iðnaðurinn hér er svo ungur og alltaf verið að finna upp hjólið við gerð hverrar myndar. I Danmörku er allt í mjög föstum skorðum og úthugsað. Ég held að einhvers staðar mitt á milli Islands og Danmerkur liggi minn drauma- heimur." fslenskt tónlistarfólk „Ég hef verið að vinna við skemmtilega ólíkar myndir í Dan- mörku. Ég gerði tónlist við ung- lingamyndina ,Anton“, sem er eig- inlega mest gefandi mynd sem ég hef unnið við. Hún fjallar um upp- gjör ungs drengs við dauða föður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.