Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 45 I DAG Arnað heilla 0/\ÁRA afmæli. í dag, O vf sunnudaginn 9. ágúst, er áttræð Anna S. Bjarna- dóttir, Hlíf I, ísafirði. Hún tekur á móti gestum í dag eftir kl. 15 á heimili sonar síns, Góuholti 11, ísafirði. BRIDS Umsjún (iiiAiiiiiniliir l'áll Ariiiirsnn ÞAÐ ER gildra í þessu spili og því ótímabært að afgreiða það strax með frasanum: „Hvert er vandamálið?!" Vestur gefur; AV á hættu. Norður AG97 ¥ ÁG876 ♦ K6 *Á76 Vestur AÁ ¥9 ♦ ÁDG10984 *K532 Veslur Norður Auslur Suður 2f5Mðar*Pass Pdss 3tígiar Pass 3giaðar Pass Pass 51auf Pass Aliirpass * Veikir tveir. Utspil vesturs er spaða- kóngur. Jæja, hvert er vandamálið? Blasir ekki við að spila laufi þrisvar og trompa fjórða laufið í borði ef með þarf? Auðvitað, og reyndir menn taka fyrst á kónginn til að verjast hugsanlegu einspili í vestur. En þetta er ekki nógu gott. Það vantar einn millileik. Hver er hann? Norður ♦ G97 ¥ ÁG876 ♦ K6 ♦ Á76 Vestur Austur * KD10842 * 653 ¥ K ¥ D105432 ♦ 7532 ♦ — * 108 * DG94 Suður *Á ¥9 ♦ ÁDG10984 + K532 Það er nákvæmara að taka fyrst á hjartaásinn! Ef það er ekki gert hendir vestur hjartakóng í þriðja laufið og fær síðan hjarta- stungu. Sem er heldur neyð- arlegt. Sástu þessa hættu? OAÁRA afmæli. Á ðUmorgim, mánudaginn 10. ágúst, verður áttræð Kristín María Gísladóttir, húsmóðir, Reynimel 40. Eiginmaður hennar var Vil- hjálmur Þorsteinsson, verkamaður, sem lést árið 1984. Kristín verður að heiman á afmælinu. QOÁRA afmæli. í dag, í/vlsunnudaginn 9. ágúst, verður níræður Þór- arinn Brandur Helgason Pjetursson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. Hann mun taka á móti vin- um og vandamönnum á heimili sínu, Hrafnistu, Hafnarfirði, kl. 15 í sam- komusalnum. QrVÁRA afmæli. Á Ov/morgun, mánudaginn 10. ágúst, verður áttræður Stefán Jóhannesson, fyrr- verandi bifreiðastjóri hjá BSR, Lautasmára 3, Kópa- vogi. Hann verður að heim- an á afmælisdaginn. rT/\ÁRA afmæli. Á I A/morgun, mánudaginn 10. ágúst, verður sjötugur Kristján Jónsson, Blöndu- bakka 3, Reykjavík, starfs- maður Rannsóknarstofn- unnar byggingariðnaðarins til margra ára. Sambýlis- kona hans er Erla Jónsdótt- ir. Kristján og Erla taka á móti vinum og vandamönn- um í Danshöllinni í Drafn- arfelli 2 eftir kl. 15 í dag. Með morgunkaffinu <2 VIÐ þurfum að láta brúna falla aftur, mér heyrðist ég heyra í einhveijum. ORÐABOKIN Takk fyrir - þökk fyrir í PISTLI fyrir tveimur árum var fjallað um of- angreint orðalag af marggefnu tilefni, en góð vísa er víst ekki of oft kveðin. Orð mín þá virðast ekki hafa hlotið nægan hljómgrunn. Þar var minnzt á hið danskættaða orðalag, sem vissulega er algengt í talmáli okkar, að segja takk fyrir (matinn eða kaffið eða e-ð annað), þegar verið er að þakka fyrir sig. Enginn segir samt að takka fyrir sig. Þá þakka allir fyrir sig. Vafalaust er þetta orða- lag nokkuð gamalt í máli okkar og komið upp fyr- ir það, að þá þótti fínt að apa margt orðafarið eft- ir herraþjóðinni. En nú er öldin önnur, og nú vilja vonandi flestir mæla á íslenzku. Þess vegna ættu menn að gæta vel að þessu orða- lagi, ekki sízt þegar völ er á alíslenzku orðalagi, sem fer betur í málinu en ofangreint „takk fyr- ir“ gerir. Fyrir stuttu ók ég um Hvalfjarðargöng- in nýju og fékk kvittun fyrir veggjaldinu. Þar stóð þá: „Takk fyrir og góða ferð.“ Því ekki að segja við okkur: Pökk fyrir og góða ferð? Ekki er það óþjálla mál í munni en þetta eilífa „takk“, sem tröllríður öllu. Ég held, að Spölur ehf. ætti að athuga þetta á kvittunum sínum. Ég tók svo bensín á nokkrum stöðum. Olís og Esso segja: þökkum viðskiptin, en Skeljung- ur virðist enn segja: takk fyrir, eins og fyrir tveimur árum. - J.A.J. STJÖRNUSPA cl'tir Franccs llrakc HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að nýta þér tækifæri lífsins. Mundu bara að vandi fylgir vegsemd hverri. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Nú ríður á að vera vel und- irbúinn til þess að leysa verkefni dagsins. Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú munt uppskera laun erf- iðis þíns áður en langt um líður og glaðværð þín er vin- um og vandamönnum til gæfu. Tvíburar t (21. maí - 20. júní) oA Láttu ekki umtal annarra hafa áhrif á þig. Þú ert á réttri leið og tíminn mun leiða sigur þinn í ljós. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Vertu undirbúinn íyrir ein- hverjar breytingar. Gefðu þér samt tíma til að njóta þess sem þú hefur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér finnast aðrir vilja ráðskast um of með þín mál- eftii. Gættu þess þó að gera ekki úlfalda úr mýflugu. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það er engin ástæða til ann- ars en að þú haldir þínu striki allt til enda. Þá munu aðrir sjá að þú hefur rétt fyrir þér. (23. sept. - 22. október) M Ovænt tækifæri berst þér upp í hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Sýndu samt fyrirhyggju. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Farðu samt vel með þetta vald þitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt eitt- hvað kunni að blása á móti um stundarsakir. Oll él birt- ir upp umsíðir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Misskilningur sem upp kemur mun leysast farsæl- lega þér í hag. Það eina sem þú þarft að gera er að vera samkvæmur sjálfum þér. Vatnsberi . (20. janúar -18. febrúar) Það er að mörgu að hyggja þegar samningar eru gerðir. Gefðu þér góðan tíma til þess að undirbúa textann. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú færð að reyna sitthvað nýtt sem hefur varanleg áhrif á líf þitt. Fáðu sköpun- arþörf þinni fullnægt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spái• af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísinda- legra staðreynda. Ökuskóli íslands Fyrsta námskeið haustsins hefst 11. ágúst Innritun stendur yfir Sími : 568 3841 Dugguvogur 2 SELFOSS OG NÁGRENNI Nýr tannlæknir VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON hefur hafið störf á tannlæknastofunni Austurvegi 10, BÚNAÐARBANKAHÚSINU, efri hæð. Tímapantanir í síma 482 3333 mánud.- föstud. frá kl. 8-12 og 13-17. Einnig er hægt að hafa samband við mig í símum 482 3551/897 3005 utan hefðbundins opnunartíma. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson STARFSFOLK ÓSKAST Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða snyrtifræðinga, nema og fótaaðgerðafræðing sem allra fyrst. Seinna á þessu ári opnum við LANCOM snyrti- stofu eftir erlendri fyrirmynd. Lögð verður áhersla á góða vinnuaðstöðu og boðið verður upp á nýjungar í andlits- og líkamsmeðferð í glæsilegu umhverfi. MJÖG GÓÐ LAUN í BOÐI XE CENTRE DE BEAUTÉ LANCOME Snyrtistofa HaUdóru, Kringíunni 7, sími 588-1990 Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er stuðning- ur við nýjungar í læknisfræði, einkum á sviði heila- og hjartasjúkdóma, augn- sjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknunum skulu fylgja greinar- gerðir um vísindastörf umsækjenda, ítar- legar kostnaðaráætlanir og upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar „Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar." Stefnt er að því að tilkynna út- hlutun í lok nóvember nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.