Morgunblaðið - 09.08.1998, Side 49

Morgunblaðið - 09.08.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 49 FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ► 14.55 Þeir sem hafa gaman af stórbrotnum Hollywood söngva- og dansamyndum eiga ekki að láta Hringekjuna (Carousel, ‘56), framhjá sér fara. Hún telst með þeim betri, a.m.k. hvað snertir . tónlistina, gerð eftir samnefndum söngleik Rogers og Hammerstein, > sem farið hafði sigurfór um ( leikhúsheiminn áður en hann var kvikmyndaður. Segir af sirkusmanni (George McRae), hæpnum náunga sem fellur frá en er sendur 15 árum síðar tii Jarðar til að koma skikk á fjölskyldumálin. Með Shirley Jones og Cameron Mitchell. Maltin er ótrúlega heillaður af þessari skrautsýningu I Henrys King, og gefur Stöð 2 ► 17.00 Drengurinn sem * gat flogið (Lakki -The Boy Who ( Could Fly, ‘92), er gamanmynd um dreng sem fær lengi vel engan til að trúa því að hann geti flogið ... Leikstjóri er Nick Castle, sem hefur gert nokkrar, fremur slappar gamanmyndir, einsog Denmi dæmalausa, Major Payne og Mr. Wrong: AMG gefur samt ★★★ (af 5). Með Jay Underwood, Lucy | Deakins, Bonnie Bedelia og Coleen Dewhurst. 1 Sýn ► 21.00 Glæpamaðurinn ( (The Criminal, ‘62). Fáséð mynd frá Joseph Losey segir af umskiptum sem verða í lífi fanga (Stanley Baker), er hann kynnist forhertum fangaverði (Patrick Magee) og samfanga af svipuðu sauðahúsi (Sam Wanamaker): Telst ekki í hópi betri mynda leikstjórans, Maltin gefur engu að síður ★★★(Hét upphaflega The Concrete Jungle.). Stöð 2 ► 21.05 Seinheppnir sölumenn (Tin Men, ‘87). Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ► 23.05 Ræsið (Kratka, ‘96). Frumsýning. Sjá dóm annars staðar á síðunni. Sýn ► 23.30 Joe Pesci leikur Skúrkinn (The Super, ‘91), ★★, miðlara leiguhjalls sem kominn er að hruni. Verður að setjast að í honum sjálfur. Gerð þegar stjarna leikarans reis hæst hjá Fox (Home Alone, My Cousin Vinny), en tekst ekki að gera mikið úr rýru efni. Leikstjóri Rod Daniel. Stöð 2 ► 23.35 Wyatt Earp, (‘94), ★★'/2, er ábúðamikill en ógnarlangur stórvestri um hina sögufrægu félaga, löggæslumanninn Earp (Kevin Costner) og Doc Holliday (Dennis Quaid), í Tombstone á ofanverðri öldinni sem leið. Lawrence Kasdan tókst mikið mun betm' upp í vestranum Silverado, og bætir alls engu við efnið, sem fær langtum betri meðhöndlun íTombstone, (‘93), The Gunfíght at the O.K. Corral, (‘57), jafnvel Doc, (‘71), að maður tali ekki um My Darling Clementine,, sem meistari Ford gerði 1946. Quaid stendur uppúr litskrúðugum en léttvægum leikhóp. Sæbjörn Valdimarsson ( Stöð 2 E 21.05 Seinheppnir sölumenn (Tin Men). Það er greinilegt að við AI skrifuðum ( eftirfarandi um leikstjórann Barry Levinson áður en hann lenti á niðursveiflunni; (Tin Men er) „Rituð af ríku skopskyni og stýrt af skarpskyggnum hæfileikamanni sem lætur smáatriðin sig miklu sldpta í bráðhressri mynd um tvo seinheppna sölumenn í ( Baltimore, f. ca. aldarfjórðungi. Og ekki ganga ástamálin betur. Richard Dreyfuss, Danny De ( Vito, Barbara Hershey og John Mahoney fara öll á kostum. Sannkallað upplyftingarmeðal“. Góð mynd í minningunni og samleikur De Vitos og Dreyfuss svo sannarlega eftirminnilegur. Myndin er gott dæmi um blómstrandi skopskyn leikstjórans, og örugg tök hans á leikurum og leikstjóminni. Það er sjónarsviptir að svona körlum. Hann á vonandi eftir að hressast sem fyrst. Sæbjörn Valdimarsson Richard Dreyfuss Viltu styrkja stöðu þína ? Ahugavert og spennandi skipulagt starfsnám Tölvurog vinnuumhverfi Aðeins 10 íbúðir eftir Sértilboð til Benidorm 26. ágúst frá kr. 39.932 Nú getur þú tryggt þér einstakt tilboð til Benidorm 26. ágúst, þessa vinsælasta sumarleyfisstaðar íslendinga. Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á miðri Levante-ströndinni á Benidorm, góðar íbúðir með einu svefnherbergi á Mariscal- gististaðnum, eða á Acuarium, þar sem þú getur valið um studio eða íbúðir með einu svefnherbergi. Frábær staðsetning, í hjarta mannlífsins, og örstutt á ströndina og í gamla bæinn. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða all- an tímann. Bókaðu mcðan enn er laust. Verð kr. 39.932 Verð kr. 49.960 M.v. hjón mcð 2 böm, 2-11 ára, 26. ágúst, 2.sept., 2 vikur M.v. 2 í studio, Acuanum, 26. ágúst, 2 vikur. *sœ$m lSFE Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita nemendum innsýn í notkunarmöguleika á útbreiddustu ritvinnslu- og töflureikniforritum sem eru á markaðinum í dag. Námið er 120 kennslustundir og hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Boðið er upp á morgun og kvöldtíma tvisvar sinnum í viku. Skráning og upplýsingar í síma 5685010 Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 V. 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.