Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 30
f 30 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ OFVIRKNI, HVATVÍSI OG ATHYGLISBRESTUR TILEFNI þessarar greinar er rit- smíð Þorsteins Hjaltasonar héraðs- dómslögmanns, sem birtist í Morg- unblaðinu hinn 7. júní síðastliðinn. Þorsteinn ræðir í grein sinni um böm með ofvirkni og athyglisbrest. Sé rétt skilið, er ástæða þess að Þorsteinn skrifar um þennan hóp bama, að hann óttast að lyflð ritalin sé ofnotað af læknum á íslandi. í lokaorðum greinarinnar kemst Þor- steinn að þeirri niðurstöðu að önnur meðferðarúrræði eigi að vera reynd til þrautar áður en tekin er ákvörð- un um að meðhöndla börnin með þessu lyfi. Ég er sammála Þorsteini hvað þessa niðurstöðu varðar, en er hins vegar ósammála mörgu því sem fram kemur í málflutningi lög- mannsins. Ég tel nauðsynlegt að foreldmm ofvirkra bama og öðram sem er málið skylt, verði kynnt önn- ur sjónarmið en þau sem fram koma í grein Þorsteins. Hér að neðan verður því rætt um ofvirkni og hvaða meðferðarúrræði standa for- eldram og bömum til boða. Hvað er ofvirkni? Ofvirkni er í þessari grein notað sem samnefnari yfir böm með ein- kennasamsetninguna, athyglis- brest, hvatvísi og/eða ofvirkni. Um er að ræða böm sem mjög snemma á skólaferlinum lenda í vandræðum þar sem þau eiga erfitt með að ein- beita sér í aðstæðum þar sem þess er krafist. Þau eiga til dæmis oft í erfiðleikum með að hlýða því sem L foreldrar og kennarar segja þeim að gera. Oft eiga ofvirk böm erfitt með að ljúka þeim verkefnum sem þau era að vinna að og era með hugann við allt annað en það sem þau eiga að vera að gera. Ofvirk böm eiga oft og tíðum erfitt með að starfa sjálf- stætt, og þurfa mikla aðstoð frá full- orðnum til að leysa verkefni sín á fullnægjandi hátt. Ofvirk böm, líkt og nafnið bendir til, hreyfa sig meira en önnur böm, era sífellt á iði, sitja sjaldan eða aldrei kyrr og eiga sérstaklega bágt í aðstæðum þar sem þess er krafist að þau sitji kyrr, til dæmis þegar kennarinn er að lesa sögu. Hvatvísi bamanna gerir þeim oft og tíðum mjög erfitt fyrir í samskiptum við aðra. Fái þau góða hugmynd, er hún oft og tíðum framkvæmd á staðnum, án tillits til þeirra afleiðinga sem það kann að hafa. Þessi böm eiga oft erfitt með að bíða eftir að röðin komi að þeim, til dæmis í leik, og lenda oft í áflog- um og deilum, kannsld vegna þess að hafi þau skoðun á einhverju verða þau að láta ljós sitt skína, án tillits til aðstæðna. Ljóst má vera af ofangreindu, að skólaganga ofvirkra barna er eng- inn dans á rósum, því einkenni bamanna verða fyrst og fremst sýnileg þar sem gerðar era kröfur til þeirra. Élest ofvirk böm eiga fáa eða * enga vini, því ofvirkni er sjúkdómur eða fótlun sem hefur mikil og slæm áhrif á öll félagsleg samskipti. Of- virk böm festast þess vegna oft í einhvers konar syndaselshlutverki. Ofvirkni barnsins hefúr einnig mikil áhrif á líf fjölskyldunnar og árekstrar og rifrildi á heimilinu era oft og tíðum daglegt brauð. Til að bæta gráu ofan á svart kennir um- hverfið oft foreldranum um hvemig komið er. Það leiðir ósjaldan til þess að fjölskyldan einangrar sig og of- virka barnið hefur því oft lítil sem engin tengsl við aðra en foreldra ' sína og systkini. Orsakir ofvirkni Talið er að 3-5% bama í hverjum árgangi uppíylli þau læknisfræði- legu greiningarskilyrði, sem þarf til að þau teljist ofvirk. Mjög sterk fræðileg rök hníga að því að ofvirkni J eigi sér líffræðilegar skýringar. Rannsóknir hafa sýnt, að um er að ræða mjög sterkan erfðaþátt í ofvirkni. Einnig er talið að í mörgum til- fellum sé orsakir of- virkninnar að finna í heilasköddun sem átti sér stað á meðgöngu eða í fæðingu. Til dæm- is er óvenju hátt hlut- fall ofvirkra bama fyr- irburar, eða um vanda- mál hefiir verið að ræða í fæðingu eða á með- göngu. Ofvirknina er þess vegna ekki hægt að rekja til þess að bömin séu illa upp alin. Greining ofvirkni Ofvirkni er sjúkdómur sem líkt og aðrir sjúkdómar á geðlæknis- sviði er flokkaður og skráður í sjúk- Skólaganga oMrkra barna er enginn dans á rósum, fæst eiga þau vini og sjúkdómurinn hefur mikil og slæm áhrif á líf fjölskyldunn- ar. Gylfi Jón Gylfason fjallar um ofvirkni og hvaða meðferðarúrræði standa foreldrum og börnum til boða. dómaskrá alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO). Þessi sjúk- dómaskrá er notuð í allri Evrópu, og gengur í daglegu tali undir nafn- inu ICD-10, þar sem um tíundu út- gáfu þessarar skráningar er að ræða. Ekki er nema á færi fag- manna að greina ofvirkni með áreið- anlegum hætti, og greiningin er yf- irleitt samvinnuverkefni sálfræð- inga og bamageðlækna, og annarra faghópa sem hafa sérþekkingu á sviði ofvirkni. í ICD-10 era sett ströng og skýr greiningarsldlyrði sem bamið þarf að uppfylla til að það teljist í læknisfræðilegum skiln- ingi ofvirkt. Hér er því ekki um geð- þóttaákvörðun þess læknis sem greinir barnið að ræða, heldur er um sama eða svipað ferli að ræða og beitt er við greiningu annarra sjúk- dóma sem lýst er í ICD-10. Mikil- vægt er að greiningin sé vel unnin, því að hún er sá grannur sem með- ferð bamsins og ráðgjöf til foreldra, og þeirra faghópa sem umgangast bamið á dagvistarstofnunum og í skóla byggir á. Hvað er til ráða? Sameiginlegt með öllum þeim meðferðarúrræðum sem beitt hefur verið í meðferð ofvirkra bama og virka vel, er að þau lækna ekki of- virknina, en halda einungis einkenn- um hennar í skefjum. Bestur árang- ur í meðferð ofvirkra bama næst með tvennum hætti. í fyrsta lagi er hægt að laga umhverfi bamanna að þörfum þeirra, og kenna foreldram og fagfólki sem umgengst bamið, þá umgengnishætti og tækni sem held- ur einkennunum í skefjum. Með þessum hætti er hægt að ná umtals- verðum árangri hjá að minnsta kosti 60% ofvirkra bama. Ekki verður fjölyrt frekar um þessa tegund með- ferðar hér, þar sem ég hygg að flest- ir geti verið sammála um nauðsyn þess að veita ofvirkum bömum með- ferðartilboð sem kemur til móts við þarfir þeirra og fjöl- skyldu þeirra. í öðra lagi er mögu- legt með lyfjagöf, yfir- leitt með ritalini eða skyldum lyfjum, að slá á einkennin hjá 80-90% ofvirkra barna. Erlendar rannsóknir sýna að bestur árangur næst að jafnaði með því að sameina þessa tvo kosti. Önnur meðferðarúr- ræði hafa því miður ekki reynst sem skyldi. Sem dæmi um með- ferðarúrræði sem rann- sóknir hafa sýnt að hafa mjög lítið eða takmarkað gildi, má nefna Feingold matseðilinn svo- kallaðan. Sum ofvirk böm virðast samt vera viðkvæm fyrir ákveðnum fæðutegundum, til dæmis sykri, og er sjálfsagt að fagfólk styðji for- eldra í að athuga hvort um slíkt sé að ræða. Reynslan sýnir því miður að breyting á mataræði er einungis í einstaka undantekningartilfellum nægjanleg til að ná stjórn á of- virknieinkennum bamsins. Lyíjameðferð Ef ofvirkni er meðhöndluð með lyfjum verður ritalin yfirleitt fyrir valinu, vegna þess að það virkar best af þeim lyfjum sem í boði era og lítil hætta er á alvarlegum auka- verkunum. Ritalin er tekið í töfluformi, og hefur skjóta verkan. Um það bil 20 mínútum eftir að bamið hefur tekið inn lyfið fara áhrif þess að sjást. Hjá þeim bömum sem taka lyfjameðferð, fellur tíðni þeirra einkenna sem valda þeim mestum erfiðleikum, at- hyglisbresturinn, hvatvísin og of- virknin, oft með áhrifamiklum hætti. Eftir að um það bil fjórar klukku- stundir era liðnar frá töku lyfsins, hættir það að virka, og því nauðsyn- legt að gefa baminu nýjan skammt af lyfinu. Algengast er að böm fái 2-3 skammta af ritalini á dag. Ritalin og skyld lyf hafa svo góða verkan á meginþorra ofvirkra bama að þau geta, ólíkt því sem áður var, stundað skólagöngu með því sem næst eðlilegum hætti. Álag á fjölskylduna minnkar og algengt er að baminu vegni betur í félagahópnum, þar sem tíðni árekstra og illinda fellur yfirleitt veralega meðan áhrifa ritalins gæt- ir í líkamanum. Ekki er hægt að lækna ofvirkni með lyfjagjöf, einungis halda ein- kennum hennar í skefjum. Sé lyfja- meðferðinni hætt, blossa ofvirkni- einkennin því samstundis upp aftur. Aukaverkanir ritalins og skyldra lyíja Ritalin og skyld lyf geta haft aukaverkanir í fór með sér. Þær eru þó í fæstum tilfellum alvarlegar. Þær aukaverkanir sem nefndar era hér að neðan, eru yfirleitt tengdar skammtastærð, það er að segja að aukaverkanir sem era svo alvarleg- ar að hætta verður meðferð, sjást helst í þeim tilfellum þar sem gefnir eru mjög stórir skammtar, sem er mjög sjaldgæft þegar ofvirk börn eiga í hlut. Komi fram alvarlegar aukaverkanir af ritalini, eða skyld- um lyfjum, er lyfjameðferð að sjálf- sögðu hætt. Aukaverkanir era ein- ungis í 1-3% tilfella svo alvarlegar að hætta verði lyfjameðferð. Langalgengasta aukaverkun ritalins er minnkuð matarlyst, en með því að tímasetja máltíðir dags- ins þannig að barnið borði þegar lyfið er ekki í líkamanum, er sjaldn- ast um alvarlega traflun á matar- venjum barnsins að ræða. Um svefntraflanir getur verið að ræða, en sjaldnast í þeim mæli að til umtalsverðra vandræða sé. Oft er líka erfitt að meta hvort um eigin- lega aukaverkun sé að ræða þar sem mörg ofvirk böm sofa illa og órólega, þótt þau séu ekki á ritalini. Sum böm verða leið og kvarta undan andlegri vanlíðan þegar byrj- að er að taka lyfin. Oft er erfitt að meta hvort leiðinn sé eiginleg auka- verkun, eða hvort ritalinið gefi bömunum það mikla innri ró að þau séu færari um að meta hvemig fyrir þeim er komið, og að þau verði leið af þeim sökum. I upphafi lyfjameðferðar kvarta sum böm undan höfuðverk eða magapínu, en þessi einkenni vara stutt og hverfa yfirleitt þegar fram líða stundir. Um tíma var talið að ritalin hefti vöxt barna þegar til lengdar væri litið, en nýjar rannsóknir hafa sýnt að ótti manna um það er ekki á rök- um reistur. Aðrar aukaverkanir en ofan- greindar geta komið fram, en era mun sjaldgæfari og sjást einungis í undantekningartilfellum. Verkan ritalins er það svið geð- læknisfræði sem mest hefur verið rannsakað, og birtar hafa verið þús- undir greina á þessu sviði. Þessar rannsóknir hafa sýnt með óyggjandi hætti að lyfið safnast ekki fyrir í kroppnum. Ritalin veldur ekki fíkn eða vímu og er ekki vanabindandi í þeim skömmtum sem gefnir era of- virkum bömum, og gerir þau heldur ekki háð öðram lyfjum. Vandalaust er að hætta ritalin meðferð, þar sem ekki er um nein fráhvarfseinkenni að ræða. Nefna má að ekki er vitað um langtímaáhrif ritalins, en ekki er vitað til þess að um nein skaðleg langtímaáhrif sé að ræða af ritalini í þeim skömmtum sem gefnir era of- virkum börnum. Á að beita lyQameðferð við ofvirkni? Við þessari spurningu er ekki til eitt einhlítt svar. Þess má geta að mikill meirihluti þeirra fræðimanna sem stundað hafa rannsóknir á sviði ofvirkni era fylgjandi lyfjameðferð í einhverjum mæli. Undirritaður er þeirrar skoðunar, að einungis eigi að beita lyfjameðferð við ofvirkni eftir að farið hefur fram sérfræði- legt mat á baminu, og skorið hefur verið úr því með eins öraggum hætti og unnt er, að hegðan barns- ins eigi sér líffræðilegar skýringar, og um eiginlega ofvirkni sé að ræða. Reyna ætti til þrautar aðra með- ferð, áður en ákveðið er að með- höndla barnið með lyfjum. Ritalin og skyld lyf era geðlyf, og þrátt fyr- ir að þau virld vel á ofvirk böm og aukaverkanir séu fáar, er alvörumál að gefa bömum slík lyf að ástæðu- lausu. Oft er nægilegt að veita for- eldram bamanna og þeim öðram sem málið er skylt, fræðslu um það hvemig bregðast eigi við baminu. Því miður er það svo að til er hóp- ur bama sem er svo þungt haldinn af ofvirkni, að fræðsla og rétt viðbrögð f umhverfi þeirra er ekld nægilegt til að halda einkennum bamanna niðri. Þessi böm þurfa á lyfjameðferð að halda til að þau og þeirra nánustu geti lifað mannsæmandi lífi. Mikilvægt er að fram fari grein- ing og mat á ofvirkum bömum eins snemma á æviskeiði þeirra og auðið er. Það er fyrsta skrefið í þá átt að veita þeim og fjölskyldum þeirra þá aðstoð sem þau þurfa á að halda. í flestum tilfellum er hægt að greina ofvirkni með áreiðanlegum hætti við sex ára aldur. Sé greiningin framkvæmd nægilega snemma, er hægt að bregðast við baminu á rétt- an hátt, áður en það fer að upplifa sig sem syndasel og tapara, og hef- ur skólagöngu sína með neikvætt viðhorf til skóla og dagvistarstofn- ana. Greining, ráðgjöf og lyfjameð- Gylf! Jón Gylfason ferð er að sjálfsögðu ekki nægjan- legt, nauðsynlegt er að einnig séu fyrir hendi skóla-, frístunda- og meðferðartilboð sem sniðin era að þörfum ofvirkra bama. Lokaorð Þann tíma sem undirritaður hef- ur verið búsettur í Danmörku, hefur umræða um réttmæti þess að nota ritalin sem hluta af meðferð of- virkra barna blossað upp öðra hvora þar í landi. Eftir að ég las grein Þorsteins Hjaltasonar, gerði ég það að gamni mínu að lesa þær greinar á dönsku sem ég hafði til- tækar og mæla gegn því að með- höndla ofvirkni með ritalini. Ég hef hér tekið saman þá efnisþætti sem þær margar hverjar eiga sameigin- lega, og koma þeir hér að neðan. - Réttmæti ofvirknigreiningar- innar er dregið í efa. Oft er gefið í skyn, eða sagt beram orðum, að greiningin sé meira eða minna geð- þóttaákvörðun viðkomandi læknis. Oftar en ekki er sagt, að hegðan barnsins sé foreldranum að kenna, og fullyrðingar sérfræðinga um að ofvirkni eigi sér líffræðilegar skýr- ingar þannig dregnar í efa. - Bomar era brigður á heilindi þeirra lækna sem bera ábyrgð á lyfjameðferðinni, og gjama gefið í skyn með beinum eða óbeinum hætti að læknar og annað fagfólk hafi af því fjárhagslegan ávinning að meðhöndla bömin með ritalini. -Ósjaldan er nefnt og reynt að gera tortryggilegt, að þeir sem framleiða og selja ritalin og skyld lyf hagnast á sölu þeirra. - Dregin era fram dæmi þar sem ritalin hefur verið misnotað, til dæmis þannig að ritalini hafi verið beitt, án þess að fram hafi farið ná- kvæm greining og mat á barninu. Út frá dæminu er svo alhæft um alla lækna. -Þegar kemur að umræðu um ritalin og verkan þess er gjama sagt, að þar sem ritalin sé í ætt við amfetamín, séu börn sem era með- höndluð með lyfinu í vímu meðan á meðferð stendur. Oft er beinlínis sagt að verið sé að gera böm að fíkniefnaneytendum með því að meðhöndla þau með ritalini. - Mjög vinsælt er einnig að gera mikið úr þeim aukaverkunum sem hugsanlegar era af lyfjunum, en vandlega sneitt hjá því að geta þess að aukaverkanimar séu sjaldgæfar, og því einungis í undantekningartil- fellum nauðsynlegt að hætta með- ferð af þeim sökum. - Mjög oft er rætt um meðferðar- úrræði sem eiga að sögn að geta komið í stað lyfjagjafarinnar að hluta eða öllu leyti. Þessi meðferð- arúrræði eiga það yfirleitt sameig- inlegt að þau era lítt eða ekki rann- sökuð, eða eiga einungis við í und- antekningartilfellum, en eru gagns- laus, eða því sem næst gagnslaus meginþorra ofvirkra bama. Varla þarf að taka það fram, að þau atriði sem ég tel hér til úr danskri umræðu, eiga sér afskap- lega takmarkaðar kenningalegar stoðir og eru næstum alltaf byggðar á tilfinningalegum rökum en ekki faglegum. Þessi málflutningur er í mörgum tilfellum beinlínis skaðleg- ur ofvirkum börnum og fjölskyldum þeirra, og markmið hans virðist vera það eitt að skapa óvissu um gæði þeirrar meðferðar sem í boði er, og heilindi þeirra sem að henni standa. Ég sé því enga ástæðu til að íslendingar séu að flytja þennan málatilbúning heim til Islands. Ég er þeirrar skoðunar, að nota beri það í meðferð ofvirkra bama, sem vitað er að virkar best hverju sinni. Meðan ekki koma fram sterk fagleg rök sem mæla gegn lyfja- meðferð ofvirkra bama, er því rétt- lætanlegt að beita ritalini og lyfjum af svipuðu tagi, sem hluta af skyn- samlega samsettu meðferðartilboði. Ritalini og skyldum lyfjum ætti þó aldrei að beita nema að vandlega at- huguðu máli, og alls ekki án þess að nákvæm greining og mat á einkenn- um barnsins liggi fyrir. Höfundur er sálfræðingur á Göngu- deild biirnn- og unglingageðdeildar- innar í Viborg og starfar við ráð- gjöf, greiningu, mat og mcðferð á ofvirkum bömum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.