Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Reuters ROMANO Prodi forsætisráðherra og Carlo Ciampi Qármálaráðherra hampa Evrópufánanum í kjölfar þess að samþykkt var að Italir yrðu með í EMU frá upphafi. EMU-markinu náð, en hvað svo? Eftirvæntingin vegna hins sameiginlega evrópska gjaldmiðils sem var áberandi á --7----------------------------------- Italíu fyrir nokkrum árum er horfin, ---------------------------5»--------- segir Sigrún Davíðsddttir. I staðinn er komin gamalkunna tilfínningin að allt rúlli vísast eins og hingað til og meira að segja gamlir stjórnmálamenn eru upprisnir. ININGIN, sem ríkt hefur á Ítalíu síðan vinstri-miðstjóm Romano Prodis tók við fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki verið átakalaus, en hún dugði til að ná tilætluðum árangri. Ítalía verður eitt ellefu landa er saman hefja ferðina um áramótin inn í Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu, EMU. Reyndar ekki aðeins vegna eigin átaks, held- ur einnig vegna þess að Evrópu- sambandið hvarf smátt og smátt frá ströngum efnahagslegum forsend- um til rýmri sjónarmiða um að stórt EMU yrði traustara en lítið. Pó efnahagsátak ítölsku stjómar- innar hafi þótt stórfenglegt má segja að það sem gert hefur verið sé einfaldi hluti verksins. Nú kem- ur að erfiðu verkefnunum, sem verða ekki aðeins leyst með sparn- aði, sköttum og snjöllum-bókhalds- ráðum, heldur krefjast kerfisbreyt- inga. Um leið beinist athyglin að átökum stjómar og stjórnarand- stöðu, valdajafnvæginu og dóms- rannsóknum spillingarmálanna, sem staðið hafa síðan 1992. Átökin við EMU-forsendumar Þegar Romano Prodi tókst að mynda fyrstu vinstri-miðstjóm ítala eftir stríð vorið 1996 lýsti hann strax yfir að markmiðið væri að Ítalía kæmist í hóp EMU-landanna. Einhverjir brostu vísast út í annað, ýmsir Þjóðverjar og Hollendingar hrylltu sig, en raunin varð sú að EMU-takmarkið náðist. Það sem náðst hefur er mikið í þessu landi, þar sem verðbólga var landlæg plága þangað til fyrir nokkram árum. Þó skuldir ríkis- sjóðs séu enn langt yfir EMU-mörk- unum þá fara þær minnkandi og fjárlagahallinn er innan markanna. Þetta náðist hins vegar án þess að komist væri að rótum meinsemd- anna. Og það sem vekur áhyggjur nú er að hagvöxtur á Ítalíu er minni en í nágrannalöndunum. í ár var spáð 2,5 prósenta hagvexti, en síð- ustu spár benda til að hann verði að- eins 1,9 prósent, sem yrði þá minnsti hagvöxturinn í Evrópu. Og nú spyrja Italir hvemig standi á þessu? Samhliða EMU-undirbúningi voru gerðar ráðstafanir til að skatt- ar, settir á til að ná inn fé til að upp- fylla EMU-mörkin, leiddu ekki til kreppu vegna minnkandi eftir- spurnar. Því voru Itölum gerð kostaboð ef þeir keyptu sér nýjan bíl 1996 í staðinn fyrir gamla bílinn. Bílasala varð mikil, eftirspurnin ýtti undir bílaframleiðslu ítala, en þessi innspýting hefur leitt til samdráttar nú. Samdráttar, sem ekki verður auðveldari viðfangs þar sem ítalski seðlabankinn fylgir aðhaldsstefnu og hefur vextina hærri en stjóm- málamennirnir álíta nauðsynlegt. Háir vextir leiða til að mörg fyrir- tæki bíða með fjárfestingar þar til um áramótin, þegar vextimir á EMU-svæðinu verða þeir sömu. Og Silvio Berlusconi Gianfranco Fini Fausto Bertinotti svo snertir Asíukreppan ítali meir en aðrar ESB-þjóðir, þar sem verð á asískri fataframleiðslu hefur lækkað og ógnar þeirri ítölsku, sem er verulegur þáttur í ítölsku við- sldptalífi. Allt eru þetta stundariyrirbrigði, en öðra gildir með kerfislæg vanda- mál, sem þyrfti pólitískt samstillt átak til að ráða við. Og þar sem þá samstillingu vantar er hætt við að kerfisvandinn muni ekki minnka. Skattheimta til að ná EMU-mörk- unum hefur íþyngt atvinnulífínu mjög og dregur því úr atvinnusköp- un. Ríkisbáknið er þungt í vöfum, sem hefur í for með sér að það er dýrara að stunda viðskipti á Italíu en víða í nágrannalöndunum og bankakerfið hefur ekki verið aðlag- að breyttum aðstæðum og er yfir- mannað. Itölsk fyrirtæki virðast í vaxandi mæli bregðast við með fjár- festingum erlendis. Velferðarkerfið: Dýrt en fátæklegt Auk þess að búa betur í haginn fyrir atvinnulífið þarf Prodi nauð- synlega að stokka upp í ítalska vel- ferðarkerfinu, ef einhver von á að vera um að hagvöxtur aukist. Hlut- fallslega fylgja Italir evrópsku með- altali í velferðargreiðslum sem hlut- fall af þjóðarframleiðslu og það er lægra en til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Hið óheppilega er að greiðslumar eru að stærstum hluta eftirlauna- og örorkugreiðslur, sem verka bæði vinnuletjandi og ýta undir svik. Það eru hinir undarleg- ustu hópar, sem eiga rétt á eftir- launum, næstum á barnsaldri. Þeir sem misstu foreldra í stríðinu hafa til dæmis getað farið á eftirlaun nokkurn veginn þegar þeim hent- aði. Eftirlaunaaldur er hvergi eins lágur í Evrópu og á Ítalíu, þar sem hann er tæplega 53 ára, meðan til dæmis Svíar fara að jafnaði á eftir- laun um 58 ára gamlir. Hins vegar era atvinnuleysisbætur mjög lágar. Þetta samspil hefur orðið til þess að eftirlauna- og örorkugreiðslur era nýttar sem atvinnuleysisbætur og bótaþeginn hefur enga hvatningu til að leita sér að vinnu. Hins vegar er mikill ágóði af því að vinna án þess að láta kerfið vita og það dreg- ur stórlega úr skattatekjum ríldsins. Onnur óheppileg hlið velferðarkerf- isins er að úttekt greiðslna undan- farna áratugi sýnir að þær hafa öld- ungis ekki jafnað aðstöðu fólks. Þó flestir sem vilja sjái hve hróp- lega vankanta kerfið hefur hefst mikill harmagrátur í hvert sinn, sem reynt er að gera breytingar. Það eru einfaldlega fáránlega marg- ir, sem hafa hag af að halda í þetta kolómögulega kerfi. Helstu mót- mælendurnir era Kommúnista- flokkur Fausto Bertinottis, verka- lýðshreyfingin, kaþólska kirkjan og ýmsir gamlir áhangendur Kristilega demókrataflokksins sáluga, sem átti drýgstan þátt í að koma kerfinu á laggirnar. Ef Prodi tekst ekki að gera veralegar og róttækar breyt- ingar á þessu kerfi þá er hætt við að ítalskt efnahagslíf muni vart sýna hreystimerki. Hinir upprisnu og upprísandi „Ég rís líka upp á hverjum pásk- um,“ var Giulio Andreotti látinn segja krossfestur á skopteikningu í byrjun þessa áratugar. Kristilegi demókratinn Andreotti, sem stjórn- aði landinu ásamt Bettino Craxi leiðtoga gamla Sósíalistaflokksins, er reyndar horfinn af sjónarsviðinu íyrir fullt og allt, þótt hann sé á lífi. Hins vegar virðist flokksbróðir hans Francesco Cossiga fyrrum forseti kominn í tölu upprisinna, því nú er hann í fararbroddi afla úr gömlu valdaklíkunni, sem leita nýrra birt- ingarmynda. Flokkurinn heitir „Unione democratica per la repubblica", Lýðræðislegt samband í þágu lýðveldisins, eða Udr, sem gárungamir hafa þegar endurnefnt „Unione democratica reciclata", eða Samband endurnýttra demókrata. Á stofnfundinum voru gömlu kemp- unni Craxi sendar alúðarkveðjur í útlegðina og talað um framboð hans til Evrópuþingsins á næsta ári. Udr og Cossiga hafa þegar bjargað stjórninni í einni mikilvægri at- kvæðagreiðslu, hægriflokkunum til sárrar gremju. Flokksleiðtogamir á hægri vængnum, þeir Silvio Berlusconi og Gianfranco Fini, horía hikandi á upprisu Cossiga. Fjölmiðlakóngur- inn Berlusconi, sem virðist helst hafa farið í stjórnmál til að bjarga veldi sínu frá dómsrannsóknum og hertri fjölmiðlalöggjöf hefur lengi barist íyrir pólitísku lífi sínu. Hing- að til hefur hann haft níu líf, en spuming er hversu lengi þau end- ast. „Fer hann þá í fangelsi?" spurði fávís ferðamaður á ítalskri strönd í sumar, þegar fangelsisdómur yfir Berlusconi var staðfestur, en við- staddir ítalir hlógu hátt og lengi að þessari erlendu einfeldni. Dómstig- in era mörg og Berlusconi nýtur þinghelgi, svo fæstir trúa því að hann eigi eftir að sjást í randafótum bak við rimla. En málaferlin gætu grafið undan pólitískum ferli hans. Hingað til hefur enginn augljós eftirmaður sést, en Cossiga gæti náð að fylla hluta eða allt það tómarúm, sem fall Berlusconis gæti valdið. Tvö önnur erfið mál, sem hið póli- tíska veldi glímir við era dómsrann- sóknir spillingarmálanna og stjórn- arskrármálið. Æ fleiri halda því fram að dómsrannsóknirnar séu af pólitískum toga og að Berlusconi hafi fengið óþarflega harkalega út- reið hjá dómuranum. Tilfinning æ fleiri stjórnmálamannanna er að kannski séu kjósendur að þreytast á þessum sífelldu tiltektum. Ýmsir nefna einhvers konar allsherjar sakaruppgjöf, en eins og er virðist ekki almennur stuðningur við slíkt. Stjómarskrármálið er annar angi af uppgjörinu eftir valdatíma tvíflokk- anna kristilegra demókrata og sósí- alista. í vor virtist niðurstaða á næsta leiti, en þá dró Berlusconi sig út úr öllu. Nú er stjórnarskrármálið í lausu lofti og óvíst hvort byrja þarf upp á nýtt eða finna nýtt framhald. Einnig hér gæti uppstokkun á hægrivængnum haft áhrif. Hreðjatak kommúnista á stjórninni Sá dyntóttasti af mörgum dynt- óttum í ítölskum stjórnmálum virð- ist vera Fausto Bertinotti. Fellir hann eða fellir hann ekki stjórnina? er stöðugt spurt. Hann hefur ekki gert það hingað til, þrátt fyrir stöðugar hótanir, sem þýðir auðvit- að ekki að hann gæti ekki tekið upp á því. Það sem mælir á móti því er þó að Bertinotti myndi tæplega vilja stuðla að falli fyrstu vinstristjórnar ítala, einkum þar sem alls óvíst er að hægt væri að mynda slíka stjórn aftur. Og með hinum upprisna Cossiga og öflum tengdum honum er óvissan enn meiri. Biðskák og þráskák er enn jafn einkennandi í ítölskum stjómmálum og verið hefur síðan eftir stríð. Það eina sem gæti breytt þessu væri vaxandi meðvitund ítala um að kerfið þjónaði ekki hagsmunum þeirra. Meðan nógu margir hafa hag af ríkjandi óvissuástandi er hætt við að lítið ávinnist. í I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.