Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Arnaldur TÁKNMÁLSTÚLKENDUR og leikarar stýra dýrum knerri yfir haf- ið til Finnlands á leiklistarhátíð í Tampere með Ormstungu að lok- inni sýningunni í Iðnó annað kvöld. Ormstunga tung- um tveim ORMSTUNGA, ástarsaga verður sýnd í Iðnó á táknmáli annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20 og daginn eft- ir er fórinni heitið til Tampere í Finn- landi þar sem leikritið verður sýnt tvisvar á fímm daga leiklistarhátíð. Táknmálstúlkendurnir Árný Guð- mundsdóttir og Sigrún Edda Theó- dórsdóttir koma ekki alveg ókunnug- ar að verkinu því fyrir hálfu öðru ári voru þær í hópi fímm nemenda í táknmálsfræði við Háskóla Islands, sem þýddu verkið yfir á táknmál og sýndu nokkrar sýningar í Skemmti- húsinu við Laufásveg með Benedikti Erlingssyni og Halldóru Geirharðs- dóttur leikurum. „Það er mjög í anda táknmálsins að skipta um hlutverk því þegar túlkandi túlkar samtal tveggja manna í daglegu lífi þá skipt- ir hann um persónu um leið og hann túlkar," segir Sigrún Edda. „Það er mjög sterkt í táknmálinu að setja upp svið og hluti af því felst í að vera sveigjanlegur í umhverfinu,“ bætir Ámý við. Þær segja að mikil vinna hafi falist í að þýða verkið á sínum tíma því það hafi krafist töluverðrar yfirlegu að koma kerskninni til skila og túlka talsmátann. Þegar þátttak- endum sýningarinnar hefur fjölgað um tvo hafa verið fundnar út leiðir til að fullnýta mannskapinn og nýir brandarar hafa fæðst með nærveru túlkendanna. „Við erum teknar mikið inn í sýninguna og gegnum hlutverki þræla og ambátta eða dýra og erum jafnvel notaðar sem leikmunir,“ segja þær. Árný gengur enn lengra í túlk- un sinni að þessu sinni þegar hún túlkar flaututónlist Halldóru í sum- um atriðunum. „Vanalega er maður í hlutverki hins hlutlausa túlkanda, nema þegar kemur að tónlistaratrið- um,“ segir hún. „Ég túlka þá þau áhrif sem tónlistin hefur á mig og sýni hvort hún er harmþrungin, gáskafull eða þvíumlíkt og það er nokkuð snúið stundum." Litlar heimildir um táknmálið Árný og Sigrún Edda segja að táknmálið sé þeim annmörkum háð að það nái ekki utan um fornsagna- stílinn, sem tíðum kemur fyrir í Ormstungu. Það er skiljanlegt í ljósi þess að heimildir um táknmál ná ekki nema nokkra áratugi aftur í tímann og hefur alla tíð verið á sviði pappírs- lausra samskipta. Þær hafa þó ftmdið nokkur gömul tákn í viðleitni sinni til að nálgast fommálið sem best þær geta, en ólíkar málsögur talaðs og rit- aðs máls og táknmáls verða samt ekki sættar í Ormstungu, ástarsögu. „Annars er ekki mikið fyrirtæki að túlka leiksýningar og það mætti gera meira af því,“ segja þær. „Þó að vissulega krefjist þýðingarvinnan mikillar yfirlegu áður en æfingarnar hefjast með leikurum veltur gengið líka á samvinnunni með þeim, en Benedikt og Halldóra hafa verið al- veg frábær í samvinnu og haft góðan skilning á táknmálstúlkuninni. Það eru um 250 heymarlausir íslendingar sem nota táknmál í dag og fram að þessu er Ormstunga eina íslenska leikritið fyrir fullorðna sem hefur verið þýtt á táknmál, en þrjú barna- leikrit hafa verið þýdd.“ Ormstunga verður flutt á íslensku tal- og táknmáli þannig að norrænir áhorfendur sjá sýninguna á erlendu tungumáli, en Árný og Sigrún Edda segja það útbreiddan misskilning að táknmál sé alþjóðlegt tungumál. Konur flytja lög kvenna TÓNLEIKAR verða haldnir í Nor- ræna húsinu f dag, sunnudaginn 9. ágúst kl. 16. þar sem Marta G. Halldórsdóttir sópran, Unnur Vil- helmsdóttir píanó og Lovísa Fjeldsted selló, og Hallfríður Olafsdóttir flauta, flytja sönglög eftir Elfnu Gunnlaugsdóttur, Kar- ólínu Eirfksdóttur, Báru Gríms- dóttir, Hildigunni Rúnarsdóttur og Jórunni Viðar. Ljóðin sem sungin verða eru eftir ýmsa höf- unda, m.a. Steingrím Thorsteins- son, Sveinbjörn Egilsson, Jónas Hallgrímsson, Hannes Pétursson, Stein Steinarr og Sigurð Pálsson. Aðgangur að tónleikunum er kr. 700. Ríkey í Perlunni RÍKEY Ingimundardóttir opnar sýningu í Perlunni sunnudaginn 9. ágúst kl. 16. Þetta er hennar 42. einkasýning. Á sýningunni em skúlptúrar, málverk, messingmyndir o.fl. Sjá má ýmsar þjóðfrægar og ævintýrapersónur sýndar á nýstár- legan hátt. Benda má á að sjónskert fólk get- ur einnig notið sumra verkanna með snertingu. Ríkey er Siglfirðingur, hún stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skóla Islands og útskrifaðist þaðan 1983. ---------------- Sumartónleika- röð í Stykkis- hólmskirkju FIMMTU og næstsíðustu sumartón- leikar í tónleikaröð Stykkishólms- kirkju verða haldnir mánudaginn 10. ágúst kl. 21. Þá koma fram Áshildur Haralds- dóttir flautuleikari og Pierre Mora- bia píanóleikari, en þau eru nýkomin úr tónleikaferð um Frakkland. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Fauré, Albeniz, Höller, Debussy og Bizet - Borne. Aðgangseyrir er 500 kr. Söngdansar Jóns Múla HLJÓMSVEITIN Delerað heldur tónleika kl. 20:30 þriðjudaginn 11. ágúst í Iðnó. „Viðfangsefni hljómsveitarinnar er töfraheimur söngdansa Jóns Múla Ámasonar. Lög Jóns Múla hafa lifað með þjóðinni síðustu ára- tugi. Mörg laganna voru frumflutt í leikritum þeirra bræðra sem sýnd vora í Iðnó,“ segir m.a. í kynningu. Delerað skipa Óskar Guðjónsson á saxófóna, Eðvarð Lárusson og Hilmar Jensson á gítara, Þórður Högnason á kontrabassa, Einar Scheving og Matthías M.D. Hem- stock á trommur og Pétur Grétars- son á slagverk. „Af hverju lætur þú svona?“ Gegnum gluggann INNSETNING með verkum Rögnu Róbertsdóttur, Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Sólveigar Aðalsteinsdóttur stendur uppi í Galleríi Ingólfsstræti 8. Hægt er að skoða sýninguna í gegnum gluggann eða eftir sam- komulagi því galleruð er Iokað vegna sumarleyfa fram að 17. september, nema laugardaginn 22. ágúst, Menningamótt Reykja- vfkur, þá verður opið frá kl. 14-24. -----♦-♦-♦--- Cindy Sherman í Fiskinum HEIMILDARMYND um banda- ríska myndlistarmanninn Cindy Sherman verður sýnd í Galleríi Fisk- inum að Skólavörðustíg 22c á morg- un, mánudaginn 10. ágúst. Myndin lýsir degi í lífi myndlistar- stjömunnar í hinni stóra New York- borg. Sýningartími er 40 mínútur og verður myndin sýnd á klukkustund- ar fresti frá kl. 14 til 18. í ÁGIJST mun Furðuleikhúsið verða á faraldsfæti á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar með Ieikritið „Af hverju lætur þú svona?" eftir Ólöfú Sverrisdóttur. Leikritið fjallar um uppeldi bama og samskipti þeirra við full- orðna fólkið á gamansaman hátt. Leikendur eru; Eggert Kaaber, Margrét Pétursdóttir, Ólöf Sverr- isdóttir og Gunnar Gunnsteinsson. Næstu sýningar em; mánudag- inn 10. ágúst kl. 14 á Rauðaiæk, þriðjudaginn 11. ágúst kl. 14 í Dalalandi og miðvikudaginn 12. ágúst kl. 14 í Rofabæ. Sýningarnar standa yfir til 18. ágúst. FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir Ieikritið „Af hverju lætur þú svona?“ á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar næstu daga. Dauðleiðinleg- ur dauðaleikur ERLE]\DAR BÆKUR Spennusaga James Neal Harvey: Dauðaleikur „Dead Game“. St. Martin’s Paper- backs 1998. 377 síður. FJÖLDAMORÐINGJAR era sem kunnugt er ákaflega vin- sælir óþokkar í spennusögum og það er sífellt verið að reyna að finna á þeim nýjar hliðar með misgóðum árangri. Einkum er reynt að gera þá ofurgáfaða og kaldhæðnislega djöfla í manns- líki og hefur engum tekist betur upp við það en Thomas Harris, sem skapaði Hannibal „The Cannibal" Lecter. Síðan Harris kom fram á sjónarsviðið hafa minni spámenn reynt að feta í fótspor hans. Bandaríski spennusöguhöfundurinn James Neal Harvey gerir það í nýrri sögu sinni, Dauðaleiknum eða „Dead Game“, en mistekst alfar- ið það ætlunarverk sitt að skapa morðóðan geðsjúkling, sem sendir hroll niður eftir baki les- andans. Bilaður verðbréfamiðlari James Neal Harvey býr í Palm Beach í Flórída og hefur skrifað einar fimm bækur þ. á. m. „By Reason of Insanity“ og „Painted Ladies“, sem munu hafa notið talsverðra vinsælda vestra. í Dauðaleiknum segir af einstaklega færum verðbréfa- miðlara sem sérhæfir sig í kaupum og sölu á málmum og er verulega hugsjúkur af ástæðum sem raktar era heldur þokukennt til æsku hans. Hann hefur í 12 ár verið lokaður inni á geðsjúkrahúsi eftir að vera handtekinn fyrir hrottalegt morð á ungri konu. Honum tókst að haga því svo til að hann var dæmdur ósakhæfur og slapp því við fangelsi og ein- staklega bjartsýnir læknar við spítalann, sem hann hefur haft að fíflum í öll þessi ár, útskrifa hann sem heilbrigðan einstak- ling. Það fyrsta sem hann gerir þegar hann losnar er að nauðga og myrða unga konu með ná- kvæmlega sama hætti og áður en svo vill til að hún er gömul vinkona hins snjalla og gjörvi- lega lögreglumanns, Ben Tolli- vers. Sá gómaði morðingjann á sínum tíma og nú hyggur verð- bréfasalinn/fjöldamorðinginn á hefndir. Sagan er einstaklega ófrum- leg. Klisjumar vaða uppi og það er fátt ef nokkuð í henni sem ekki hefur verið gert áður og með betri árangri. Harvey leyfir lesandanum að fylgjast með hugsunargangi morðingjans, eins og hann er nú óspennandi, með því að láta þá tvo brengluðu persónuleika sem hann virðist gerður úr tala saman. Eru það heldur snautlegar samræður. Höfundinum tekst aldrei að gera morðingjann eins kláran og hann á greinilega að vera og á endanum, þegar spennan mun eiga að rísa hvað hæst, skellur maður uppúr yfir þessum klofna persónuleika. Aum sakamálasaga Annars fer mestur hluti sög- unnar í að lýsa því hvað geð- læknar eru raglað fólk. Þeir fara einstaklega mikið í taugamar á aðalpersónunni, sjálfum Ben Tolliver, vegna þess að þeir halda hlífiskildi yfir skjólstæð- ingi sínum, morðingjanum, og neita að gefa upp sjúkrasögu hans eða hvar hann heldur sig. Þannig verða læknamir helstu óvinir söguhetjunnar og hann getur ekki hætt að býsnast yfir þeim. Flest sem þeir segja fá einkunnina „shit“ í hans huga. Að auki er frásögnin lúshæg og mikið er um þreytandi end- urtekningar því sífellt er verið að rifja upp fyrir sögupersónun- um það sem á undan er gengið. Hér er þannig á ferðinni heldur aum sakamálasaga, formúlu- kennd og lítið spennandi. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.