Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ *40 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 Dýraglens •"þU/Ernz AE> SJA Hi/A/Z HAMH H£FVe/J)T/Ð &AT4 SJG ANNAKS STAÐAf? Grettir Ljóska Sjáðu? þetta þýðir að Snúum því Nei, sko! sjáðu þetta! Líf mitt er klukkustund er liðin... aftur við og Jæja, nú snúum við því leiðinlegt! fylgjumst aft- við og fylgjumst ur með... aftur með... p!0r0i!wM&|iií> BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan I 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lifandi tónlist í lifandi kirkju VEGNA tæknilegra mistaka féll niður í greininni kafli og er hún því birt aftur í heild sinni. Frá Smára Olasyni: í ÁGRIPI frétta í aðalfréttatíma Stöðvar 2 fóstudaginn 24. júlí var sagt frá því að ágreiningur milli prests og brúðhjóna hafi valdið því að flytja hefði þurft brúðkaup úr sóknarkirkju brúðhjónanna í aðra kirkju. I fréttatímanum var svo birt ítarlegt viðtal við brúðina þar sem hún lýsti því, að einn af með- limum popphljómsveitar þeirrar sem átti að leika við vígsluathöfn- ina í Selfosskirkju hefði forfallast og henni hefði verið meinað að láta leika hljóðritaða tónlist þeirra fé- laga, en þær reglur gilda í kirkj- unni að einungis skuli fara þar fram lifandi flutningur á tónlist við athafnir. Hún hefði því neyðst til að færa vígsluathöfnina í sóknar- kirkju Eyrbekkinga. Samkvæmt lögum ber hver sóknarprestur ábyrgð á því helgi- haldi sem fer fram í hans kirkju og það er heilagt hlutverk hans að sjá til þess að það sé ekki saurgað. Sóknarnefnd, organisti og sóknar- prestur setja því reglur sem gilda eiga um það sem fram fer í kirkj- unni í krafti þess umboðs sem þeir hafa með kjöri sínu og kirkjuvörð- urinn framfylgir því. Hlutverk starfsmanna kirkjunnar er að leið- beina fólki um helgihald og skýra út hvað sé sæmilegt innan veggja hennar, einkum þegar ókirkjuvant fólk á í hlut. Þeim ber einnig að standa vörð um helgi kirkjuhússins til að misbjóða ekki tilfinningum þeirra sóknarbarna sem líta á það sem sinn helgidóm. Því miður er það svo, að hugmyndir sumra sem leita til kirkjunnar um atferli við kirkjulegar athafnir eru nokkuð brenglaðar. Þeir leita ekki til kirkj- unnar með því hugarfari að fá helga þjónustu heldur vilja þeir færa sinn eigin hugarheim og hátt- emi inn í þá athöfn sem á að fram- kvæma fyrir þá og krefjast þess að veraldleg gildi séu sett ofar öllu. Beiðni um þjónustu kirkjunnar á þeim forsendum er röng. Þegar upp koma óskir um eitt- hvað sem stangast á við þær reglur sem gilda um helgihald kirkjunnar og þau mál eru rædd á staðnum nær fólk oftast áttum. Venjulegt kurteist fólk virðir þær reglur sem gilda í kirkjunni eins og í öðrum stofnunum. Ekki minnist ég þess t.d. að klagað hafi verið til frétta- stofu Stöðvar 2 yfir því að fólk þurfi að draga skó af fótum sér við ystu dyr Sjúkrahúss Suðurlands né yfir því að það verður að ldæðast hvítum sloppum til þess að fara um Sláturhúsið eða Mjólkurbú Flóa- manna. Agaleysi og virðingarleysi eru þekkt fyrirbrigði í okkar þjóðfélagi og það er lofsvert að starfsmenn Selfosskirkju reyndu ekki að kaupa sér stundarvinsældir og bregðast þannig skyldu sinni gagnvart því húsi sem þeir þjóna með því að láta undan kröfum brúðarinnar um brot á þeim reglum sem þar hafa verið settar. Það er undarlegt að fréttastofa Stöðvar 2 skuli sjá ástæðu til þess að eltast við þessa sviðsettu uppákomu sem virðist jafnvel vera komin til af einhverj- um annarlegum hvötum, en von- andi verður þetta upphlaup brúð- arinnar út af hégómlegu smáatriði ekki það sem stendur upp úr í minningunni um vígsiu hjónabands hennar, sem er eitt stærsta og mik- ilvægasta skref sem hún tekur af lífsleiðinni. Eg minnist þess ekki að frétta- stofa Stöðvar 2 hafi nokkru sinni fjallað um Selfosskirkju og það starf sem þar fer fram á jákvæðan hátt og birt myndir af því, en fyrir utan hefðbundið kirkjustarf má benda á tónleikaröð kirkjunnar í september, hefðbundið helgihald með tíðasöng alla virka daga, tíma- mótaverk starfsmanna kirkjunnar í niðurskrift nótna fyrir Sálmabók 1997 og svo það mannræktarstarf sem þar fer fram með börnum og ungmennum; kórskóli, bamakórar og unglingakór. Ekki hafa birst frásagnir af tónleikum þeirra hér- lendis og erlendis. Stór hópur barna á sitt annað heimili í Selfoss- kirkju. Þar læra þau að umgangast helgidóminn með lotningu en ann- ars staðar í sömu byggingu ærslast þau að sínum hætti. í kirkjunni verja þau kröftum sínum til að æfa lifandi tónlist til flutnings í og með lifandi kirkju. Allt starf kirkjunnar miðar að því að hafa lifandi flutn- ing við helgar athafnir. Presturinn stýrir ritúali helgiathafnarinnar og flytur boðskap kirkjunnar, kirkjukór og organisti leiða söng og stundum eru sett upp atriði til þess að gefa helgihaldinu meira skraut, t.d. með rödduðum kór- söng, barnakór, einsöng eða ein- leik. Allt þetta viljum við hafa sem lifandi atburði og séu settar reglur um slíkt ber þeim sem leita til kirkjunnar að fara eftir slíkum reglum. Fréttamenn Stöðvar 2 mættu gjarnan „ganga í sig“ og hugsa al- varlega til þess hvað séu fréttir og fjalla frekar um það jákvæða sem er að gerast í okkar þjóðfélagi en hiaupa ekki eftir hverju sem er þegar fólk leitar til þeirra í tilfinn- ingalegu uppnámi yfir því að það fær ekki að hafa og gera allt eins og það vill, hvar sem er, og gera það að stórfrétt. Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á almenningsálitið og það er á ábyrgð fréttamanna að stuðla að því að það sé heilbrigt. Líklega lýsir nafn popphljóm- sveitarinnar sem átti að leika við brúðkaupið best þeim hvötum sem virðast liggja á bak við þetta mál: „Skítamórall." SMÁRI ÓLASON, kennari við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.