Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 21 að því að svo náin snerting við fjarræna menningu breyti viðhorfi fólks. „Fyrsta skrefið er stigið með ákvörðuninni um að vilja kynnast öðnim heimi. Svo þegar maður fer að skynja nýjan lífsmáta fer verðmæta- matið að breytast. Eg get nefnt að þú áttar þig á því að þú vilt mun frekar eyða ákveðn- um fjármunum í að lifa við tilteknar aðstæð- ur heldur en að halda áfram að aka um á lúx- usbíl, fara á dýra veitingastaði og vinna myrkranna á milli fyrir öllum munaðinum. Þú kynnist náttúrunni betur, hugsunarhætti annarra og lærir að meta mismunandi hugs- unarhátt. Aldrei fer svo hjá því að þú ferð að bera saman tvenns konar lífsstíl og auðvitað er hvort tveggja gott með Mru,“ segir hann og Sólveig grípur orðið. „Eg fann best fyrir breytingunni þegar við komum heim á sumr- in. Við vorum á fullu allan tímann og flugum svo suður á bóginn. Smám saman varð fólkið í flugvélunum dekkra og öll náttúran litrík- ari. Allt í einu varð maður að litlum punkti í litríku mannhafi. Manni leið rosalega vel,“ segir hún og bætir við hugsi. „Ég var alveg hissa á því hvað þetta átti vel við mig.“ Hjónin segjast ekki hafa prðið fyrir neinu skakkaföllum í ferðinni. „Ég veit svo sem ekki hver ástæðan fyrir því var nema ef vera skyldi að við bárum okkur kannski ekki að eins og dæmigerðir útlendingar. Við hrædd- umst ekki innfædda og datt ekki til hugar að ganga með veggjum. Auðvitað var stundum ansi heitt og skítugt inn í almenningsvögn- unum. Ökutækið var heldur ekki alltaf upp á marga fiska. Á móti kom að hættan á því að rútan yrði rænd var harla lítil enda lítið á því að græða að ræna vesælan almenning. Mun oftar voru sérstakar ferðamannarútur rænd- ar enda augljóslega nóg af verðmætum þar innanborðs. Annar kostur við þennan ferða- máta var að innfæddir samþykktu okkur strax. Eftir rútuferðina fórum við ef til vill út með fólkinu þar sem t.d. verið var að vinna, spurðumst fyrir um vinnuna og tókum átölulaust myndir. I sömu mund kom fyrir að rúta kæmi þar að og ferðamennirnir streymdu út til að mynda fólkið. Ferða- mennirnir fengu ekki eins góðar viðtökur og við, enda fannst fólki ekkert sniðugt að ríkir Bandaríkjamenn ferðuðust svona um landið í lokuðum bílum af ótta við innfædda og kæmu svo í stórum hópum til að mynda vinnandi fólk.“ Lítil trú á stjórnmálamönnum „Við komumst ekki hjá því að verða vör við hvað stjómmálaástandið var viðkvæmt í löndunum. Almenningur hafði litla trú á stjórnmálamönnum og talaði um, eins og hverja aðra staðreynd, að fyrsta verk nýrra forseta væri jafnan að íylla eigin vasa af peningum. Þjóðin hefði varla efni á því að steypa spilltum forsetum af stóli því sama sagan myndi einfaldlega endurtaka sig. Best væri ef forsetunum tækist að metta sig og einbeita sér svo að því að vinna fyrir þjóð- ina,“ segir Guðmundur. Sólveig segir frá því að þau hafi upplifað tilraun til valdaráns í Venesúela. „Skútufólk- ið hafði komið sér saman um að einn úr hópnum tæki að sér að miðla helstu fréttum til hinna í gegnum talstöð á hverjum morgni. Einu sinn var þulinum afar mikið niðri fyrir. Hann sagði að uppreisn væri í gangi í Caracas, herinn hefði steypt forsetanum af stóli, farbann væri i gildi á öllum skipum og ekki mætti ræða málið í talstöðinni. Um tíma var engin leið að fá botn í hverjir héldu um stjórnvölinn því að á sama tíma og stjórnar- liðar héldu því fram að þeir héldu enn um stjórnartaumana á einni sjónvarpsstöð héldu uppreisnai-menn því fram að þeir hefðu tögl- in og hagldh'nar á annarri sjónvarpsstöð. Ekki komst niðurstaða í fréttaflutninginn fyrr en við kveiktum á íslenska útvarpinu og heyrðum í samtali við íslenskan lækni á ráð- stefnu í Caracas að uppreisnin hefði verið brotin á bak aftur. Við gátum sagt hinum frá því hvað gerst hafði og allir önduðu léttara. Engu að síður var ástandið afar viðkvæmt og eftir uppreisnina tók við útgöngubann eftir klukkan 6 síðdegis. Á daginn máttu ekki fleiri en þrír ganga saman á götum úti. Ég var alveg miður mín og ekki síst af því að við áttum von á Dagnýju, dóttur okkar, með eiginmann og tvö börn til að dvelja hjá okk- ur um jólin. Smám saman virtist ástandið svo vera að skána og ég hringdi í Dagnýju til að segja að ef til vill væri smuga að þau gætu komið. Hún tók ekki annað í mál, allir væra búnir að fara í sprautur og sólarvömin hefði verið keypt. Islendingar era ekkert að spá í að upp geti komið bardagar á götum úti ef þeir hafa undirbúið sig. Þau komu og allt gekk sem betur fer mjög vel.“ Kvennaríkið á San Blas Hjónin segja nánast ómögulegt að gera upp á milli áfangastaðanna. Sólveig nefnir þó Trinidad sérstaklega. „Trinidadbúar era HJÓNIN segjast aldrei hafa orðið leið hvort á öðru enda hafi alltaf verið nægur félagsskapur af öðru siglingafólki. Þarna liggja skútur við ankeri við strönd Grenada. DRIFA í Fort Lauderdale áður en lagt var f ann. GUÐMUNDUR í setustofunni niðri. Aðrar vistarverur voru tvö herbergi, eldhús, tvö klósett, 2 sturtur og yfirbyggð setustofa ofan á bátnum. ENGINN vafi lék á því að Drífa væri íslensk. SÓLVEIG tekur til hendinni inni í eldhúsi. DAGNÝ, elst barna Guðmundar og Sól- veigar, dvaldist ásamt fjölskyldu sinni með þeim á skútunni yfir jólin 1993. Að ofan sjást Dagný, Sigurður eiginmaður hennar, Sólveig 6 ára, og Arnar, 9 ára. ALLAN þvott þurfti að þvo í höndunum. Ef flík fauk af snúrunni var ekki annað að gera en að kafa eftir henni. Sólveig segist hafa verið orðin ansi lagin við það. Lagt upp frá Fort Lauderdale jómhúr- eyjar Púertó Ríkó Dóminiska lýðveldið BeliC.,' C vatemala íBahía-eýjar Ca , ."-\u7****,*» Ca .- Livingsion x S, Hondúras ■ I Guadeloupkyfc Dóminíka% MartiníkS Santi Lúsía K A R í B A H A F , Aruba .... 1 Curacao Grenada. Mafbanta Cumaná Trinidad^ og Tobago .f Caracas lartagena: VENESUELA 500 km KOLUMBIA LITADÝRÐIN í lffríkinu f sjónum er lyg- inni lfkust. 45% blökkumenn, 45% Austur-Indíu fólk og 10% hvít og gul. Við kynntumst vel tvennum hjónum, öðram þeldökkum og hinum frá Austur-Indíu, og komumst þannig betur inn í hugsunargang fólksins, mismunandi siði og trúarbrögð, og viðhorf þess hvers til annars. Lengi vel bjuggu Trinidad-búar við yfirráð Breta og fann herraþjóðin út að trommur hefðu slæm áhrif á þjóðina. Trommusláttur var bannaður og allar trommur gerðar út- lægar frá eyjunni. Fólkið gat ekki lifað án trommunnar og upp úr því varð stáltromman til. Vinur okkar sagði okkur skemmtilega sögu frá því hvernig hann kynntist stál- trommunni. Hann hafði verið sendur út í búð til að kaupa brauð og hitti á leiðinni mann með gamla olíutunnu. Maðurinn hafði mótað tunnuna þannig til að úr henni var hægt að fá ýmsa hljóma. Hann gekk um göturnar og fólkið gekk á eftir honum í langri halarófu. Litli strákurinn fylgdi á eftir, eins og í leiðslu, gleymdi alveg að kaupa brauð og fékk skömm í hattinn þegar heim var komið. Ég get heldur ekki annað en minnst á San Blas eyju sem tilheyrir Panama. Þar búa kuna-indjánar og er þjóðin sögð næstsmá- vaxnasta þjóð í heimi. Ibúarnir eru um 50.000 og hafa lítið blandast öðrum þjóðum. Konur ráða ríkjum á San Blas og efnt er til veislu þegar stúlkur verða kynþroska. Stúlk- urnar giftast ungar og þá fær búið vinnu- mann. Sá siður er við lýði á San Blas að gest- ir færa höfðingjanum, sem reyndar er karl- maður, gjafir og biðja leyfis að fá að dvelja á eynni. Gjafimar geta verið kaffi, sykur eða sígarettur. Okkur líkaði einkar vel á San Blas enda voru eyjarskeggjar sérstaklega al- úðlegir við gesti. Konurnar era afar skraut- legar, með hring í nefi, lit á andliti og perlu- bönd frá ökkla að hné og úlnlið að olnboga. Þarna skoðuðum við grafreit sem okkur þótti merkilegur en yfir hverri gröf höfðu verið búin til þök úr pálmablöðum. Á gröfunum hafði verið komið fyrir borði og borðbúnaði, og oft persónulegum munum. Konurnar á eyjunni komu svo með jöfnu millibili til að hreinsa til á gröfunum og elda fyrir hina látnu.“ Fátækari en betlarar Hjónin notuðu fyrst og fremst greiðslu- kort í ferðinni. „A svona ferðalögum er án efa hentugast að nota gi-eiðslukort. Innkom- an kemur einfaldlega inn á reikninginn á Is- landi og reikningar af kortinu era greiddir út af sama reikningi. Visa-kortið notuðum við í búðum og ekki síst til að taka út reiðufé í bönkum,“ segir Guðmundur. „Aðeins einu sinni lentum við í vandræðum. Við höfðum lagt í um 6 klukkutíma rútuferð frá strönd Guatemala til Guatemala-borgar með 100 dollara meðferðis til að taka út peninga með Eurocard en Visa-kortið hafði því miður glatast. Eftir að hafa komið okkur fyrir á hótelinu ákváðum við að hringja heim til Is- lands af símstöð í grenndinni og voram ekki að orðlengja erindið fremur en endranær. Eftir símtalið kom hins vegar í ljós að 100 dollarar dugðu ekki fyrir kostnaðinum og fyrr en varði vorum við umkringd af vopnuð- um öryggisvörð- um. Símstöðin tók ekki greiðslu- kort og verðimir stungu upp á því að annað okkar færi á hótelið og næði í peninga. Gallinn var að- eins sá að þar áttum við engan pening. Að lokum var fallist á að við fengjum að fara gegn því að skilja eftir úrin okkar í pant. Aðeins einn banki í borginni tók kort og þang- að fórum við til að fá reiðufé. Vegna einhvers misskilnings heima var hins vegar búið að loka reikningunum svo við fengum ekkert og var vísað á aðalstöðvar Eurocard í nágrenn- inu. Þangað gætum við tekið rútu og svo heppilega vildi til að við áttum fyrir farinu, þ.e. einu.“ Guðmundur segist hafa búið sig undir að fara. Um leið og hann gekk fram hjá af- greiðsluborðinu á hótelinu heyrði hann sagt orðið Gestsson. Sólveig segir að þar hafi Dagný dóttir þeirra verið að reyna að ná sambandi við þau. „Dagný hét því að koma málum í lag og á meðan fóram við út að borða fyrir 4 dollara aleigu. Ég man að til okkar kom betlari og ég vísaði honum með þjósti frá enda flaug sú staðreynd í gegnum hug minn að ég væri ekki aðeins allslaus þarna, eins og hann, heldur væri ég skuldum vafinn vegna síma- og hótelreikninga. Eftir máltíðina kom í ljós að Dagnýju hafði með einu símtali tekist að koma málum í lag og við gátum tekið út reiðufé eins og ekkert hefði í skorist.“ Nóg komið í bili Vorið 1997 voru Guðmundur og Sólveig komin aftur á Drífunni til Flórída. „Við höfð- um upplifað frábæran tíma, kynnst löndum, fólki og menningu, sem var eins ólík Njarð- víkunum og dagur og nótt. Við höfðum siglt til franskra og hollenskra eyja og gamalla breskra nýlendna. Við höfðum kynnst mörg- um mismunandi indjána-þjóðflokkum, af- komendum Afríkuþræla, Spánverjum, fólki með mismunandi tungumál, menningu og siði, fátæku fólki, geislandi af lífsgleði og betlurum. Nú var kominn tími til að venda á ný og selja Drífuna," segir Sólveig. „Við höfðum oft rætt um hvað við vildum gera þegar við hættum að sigla og í draum- um okkar varð ferðaþjónusta ofan á. Því varð úr að í stað Drífunnar keyptum við skip með hvalaskoðun og sjóstangaveiði sérstak- lega í huga. Við keyptum skipið, Gest, í Jacksonville og sigldum því um 800 mílur norður til Norfolk þar sem við komum því í flutningaskip til Islands. I vetur var svo unn- ið öll kvöld og helgar við að laga bátinn að ís- lenskum kröfum. I maí voram við tilbúin og hófum samstarf við eigendur tveggja báta sem fyrir voru við hvalaskoðun hér á svæð- inu. Hvalaskoðunin hefur gengið ágætlega enda sjást höfrangar eða hvalir í nánast öll- um ferðum og þónokkuð margir hafa haldið upp á afmælið sitt eða ættingja sinna um borð í Gesti enda notaleg tilbreyting að vagga ljúflega, hlusta á góða tónlist og horfa á sólina setjast og höfrunga að leik í sumar- blíðunni hér á Suðurnesjum." KONURNAR í kvennaríkinu á St. Blas verða ungar mæður. 90* 85' V Fli Mexíkó- .,. Fort Myersí :65V atlantshAF 25ll Dry Törtugas JM KeyWest 1 * St.Thomas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.