Morgunblaðið - 09.08.1998, Page 20

Morgunblaðið - 09.08.1998, Page 20
20 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ rIÐ höfum oft verið spurð að því, stundum jafnvel af jeppaeigendum, hvemig í ósköpunum við höfum farið að þessu. Svarið er einfalt og gæti fahst í einu jeppaverði. Annar mögu- leiki er að minnka við sig húsnæði til að eiga fyrir bátnum og svo er lykilatriði að hafa reglulega innkomu, t.d. leigutekjur af húsnæði á íslandi. Ég held að flestir sem komnir em á miðjan aldur ættu að geta fetað í fótspor okkar. Spurningin er aðeins hvort fólk hafi hugrekki til að venda,“ segir Guðmundur þar sem við höfum komið okkur fyrir í litlu einbýlishúsi hjónanna i Ytri-Njarðvík. Guðmundur heldur áfram og segir að hjónin hafi verið nokkuð dæmigerðir Islend- ingar fyrir ferðina. „Ég rak þungavinnuvéla- fyrirtæki og Sólveig sá um bókhaldið fyrir utan fulla vinnu á skrifstofu Njarðvíkurbæj- ar. Lífið snerist um vinnuna og lengi framan af gleymdi ég því nánast að ég átti böm. Sannast sagna fór ég ekki að gefa mér al- mennilega tíma til að vera með bömunum fyrr en Bjarki, yngri strákurinn, var að verða unglingur. Stundum fór Bjarki með mér til Reykjavíkur og á tímabili þegar hann var 10 ára fóram við að venja komur okkar í siglingaskólann í Kópavogi á leiðinni heim. Við leigðum okkur bát og fóram í stuttar siglingar. Eftir að áhuganum hafði verið sáð ákváðum við að kaupa okkur saman lítinn 14 feta seglbát. Seglbáturinn Enterprise var úr mahoní og hið besta fley. Ekki leið hins veg- ar á löngu þar til tímabært virtist að festa kaup á stærri bát og var Enterprise skipt upp í 22 feta seglbát árið eftir,“ segir Guð- mundur. Stóri seglbáturinn, Lukka, var keyptur að haustinu til. Fyrst um sinn var hann því geymdur við einbýlishús fjölskyldunnar í Ytri-Njarðvík. „Okkur leið vel í Lukku og stundum laumuðumst við út í bátinn með hvítvín eða rauðvín og létum okkur dreyma um lengri ferðalög seint á síðkvöldum um helgar," segir Guðmundur. „Nágrannamir hafa eflaust haldið að við væram orðin stór- skrítin - að eiga 300 fm einbýlishús og hírast úti í seglbát. Annars var Lukka ekki alltaf á þurra landi því við sigldum henni gjarnan um Faxa- flóann og fóram einu sinni í brjáluðu veðri til Vestmannaeyja. Gallinn var bara að engin smábátahöfn var í Ytri-Njarðvík og því var erfítt um vik að verja skútuna fyrir veðram og vindum. Skútan varð að fara og lengi vel áttum við engan bát. Ekki var hins vegar þar með sagt að við hættum að ferðast því að við feðgamir festum upp heimskort á heilan vegg í einu herberginu í hús- inu og ferðuðumst um heiminn í huganum." Sólveig viðurkennir að hafa kynt undir áhugann. „Ég viðurkenni að hafa dregið fram skútublöðin og lagt á ráðin fyrir skútuferðir. Á hinn bóginn var ekki laust við að undir niðri vonaði ég að karlmennimir yrðu svo uppteknir að ekkert yrði úr þessu. Ég hafði þjáðst af sjóveiki fyrir utan að hafa áhyggjur af því að sakna bamabamanna. Æth svona hugsunargangur sé ekki dæmigerð- ur fyrir konur. Að vera ekki tilbúnar til að slá til si svona.“ Draumurinn hélt áfram að malla í amstri hversdagsleikans. „Við vor- um auðvitað bundin í báða skó vegna fyrirtækisins og hefðum ekki átt heimangengt nema að losa okkur út úr því. Ekki var því um annað að ræða en að selja fyrirtækið og brjóta upp mynstrið. Fyrsta ferðin var að vísu ekki skútuferð heldur keyptum við okkur Volkswagen rúg- brauð, héldum í Evrópureisu og enduðum á því að búa eitt og hálft ár í Noregi. Eftir ferðalagið var haldið til íslands og tekin ný stefna. Nú vora fest kaup á fískibát og ég stundaði sjóinn einn á bátnum í tvö til þrjú ár,“ segir Guðmundur. Sólveig var ekki of hrifin og fór að draga fram skútublöðin á ný. Nú væri kominn tími til að láta drauminn rætast. Fiskibáturinn var seldur og stóra einbýlishúsinu skipt fyrir annað minna enda var húsið löngu orðið allt of stórt fyrir þriggja manna fjölskyldu. ALLIR GETA VENT Hver hefur ekki látið sig dreyma um að losna undan amstri hversdagsleikans til að sigla um Karíbahafið á eigin skútu? Anna G. Ólafsdóttir og Jim Smart ljósmyndari komust að því að dæmi eru um að venjulegt fólk hefur látið drauminn rætast. Guðmundur Gestsson og Sólveig Daníelsdóttir seldu lítinn fískibát og minnkuðu við sig húsnæði til að geta siglt um Karíbahafíð í sjö ár. Nú hafa þau selt skútuna og keypt sér hvalaskoðunarbát sem gerður er út frá smábátahöfninni í Keflavík. Dóminíska lýðveldisins, þaðan til Puerto Rico og fyrstu jólin á skútunni Drífu héldum við í St. Thomas á Jómfrúreyjum," segir Guð- mundur og Sólveig hnýtir við að á siglingunni hafi þau eignast fjöldann allan af vinum og kunningjum alls staðar að úr heiminum. Flestir bestu vina þeirra úr ferðinni séu Kanadabúar en einnig Bandaríkjamenn og Þjóðverjar að ógleymdum skemmtilegum hjónum frá Ástralíu. Hjónin höfðu ætlað sér á vera á siglingu í um tvö ár. „Ferðin þróaðist út í að verða lengri eða taka alls 7 ár. Við fengum fjöldann allan af gestum og komum alltaf heim á sumrin. Oftast voram við fjóra mánuði heima í hvert sinn. Guðmundur vann við viðhald hjá þungavinnuvélafyrirtæki og ég sá um skóla- garðana hér. Með leigutekjunum og sumai'- vinnunni höfðum við nægar tekjur fyrir uppi- haldinu. Annars fór stór hluti sumartekn- anna í að komast hingað heim og aftur út og ef við hefðum ekki verið að hugsa um að halda sambandi við vini og ættingja hefði varla verið vit í því að koma svona oft heim,“ segir Sólveig og Guðmundur tekur fram að hafa verði í huga í tengslum við uppihald að peningar endist 4 til 5 sinnum betur í Karíba- hafinu en hér heima. „Við settum okkur það markmið að eyða ekki meira en innkomunni, þ.e. að koma ekki heim skuldum vafin, og miðuðum við að eyða innan við 1.000 dollur- um á mánuði í viðhald, olíu og uppihald. Við- haldið gat verið talsvert og rifið segl gat auð- veldlega kostað okkur alla 1.000 dollarana eða dýr varahlutur 500 dollara. Við urðum stundum fyrir svona útgjöldum og til að vega upp á móti kostnaðinum lögðumst við í fram- haldi af því við ankeri við eyðieyju eða fallega vík og lifðum spart fjarri borgarysnum í ein- hverja daga.“ Litskrúðugt líf í sjónum Morgunblaðið/Jim Smart ÞO SOLVEIG og Guðmundur séu komin aftur heim til Ytri-Njarðvíkur útiloka þau ekki að halda siglingunni áfram annars staðar seinna, t.d. við strendur Tyrklands. Hvernig líður dagurinn við eyðieyju eða í friðsælli vík? Sólveig segir að dagurinn hefj- ist um leið og sólin komi upp og honum ljúki þegar sólin setjist. „Við vöknuðum um sjöleytið. Fyrsta verkið fyrir utan að setja kaffivélina í gang var að fá sér góðan sund- sprett á meðan kaffiilmurinn var að breiðast út. Eftir morgunverðinn lásum við gjarnan og voru dagblöð frá Islandi lesin upp til agna. Ekki má heldur gleyma því að við höfðum mjög gam- an af því að lesa bækur eftir suður- ameríska höfunda. Við skynjuðum einhvem veginn betur andrúmsloft- ið í frásögnunum þarna á sjálfum söguslóðunum, t.d. komum við til Cartagena í Kólumbíu þar sem Nó- belsverðlaunahafinn Gabríel García Marquez skrifaði bókina Hundrað ára einsemd. Eftir lesturinn var gjarnan farið upp á land í gönguferð eða á gúmmíbátnum í könnunarleið- angur um næsta nágrenni. Auðvelt var að veiða sér til matar. Maður fór einfaldlega á kaf og skaut fiskinn með skutulbyssu, oft köfuðum við líka eftir stórum humri eða conch- skeljum. Á hverju kvöldi var veisla. Annaðhvort sátum við í notalegheit- unum tvö saman eða í góðra vina hópi og horfðum á sólina setjast. Kóralrifin vora á að líta eins og feg- ursti listigarður og fiskarnir skraut- legir. Mér datt stundum í hug að guð hefði efnt til samkeppni um hver gæti skapað fallegasta fiskinn," segir Sólveig dreymin og tekur fram að þó dagskráin geti virst smá í sniðum hafi þau alltaf haft nóg fyrir stafni. ,Áf og til þurfti að dytta að skútunni, hugsa um vélarnar og auð- vitað að vinna öll venjuleg heimilis- Með 20 kg ankeri í farangrinum „Nú var lag,“ segir Guðmundur. „Mismun- inn á húsunum átti að nota til að kaupa seglskútu í Evrópu og sigla yfir í Karíbahaf- ið. Sú áætlun gekk ekki alveg eftir því að markaðurinn í Evrópu reyndist ekki nægi- lega hentugur. Skútumar vora alltof dýrar og litlar miðað við okkar hugmyndir. Éftir árangurslausa leit fóram við því aftur til ís- lands og komumst í samband við fyrirtæki á Flórída. Fyrirtækið lét okkur í té upplýsing- ar um ýmis skip. Ég og Daníel, eldri sonur okkar, fóram út og okkur tókst að fínna rétta bátinn og koma honum í geymslu á aðeins tveimur vikum haustið 1990. Við komum aft- ur heim og við Sólveig gengum frá okkar málum og leigðum húsið áður en við fóram út 8. febrúar árið eftir,“ segir Guðmundur. Sólveig segir að Guðmundur hafi haft áhyggjur af því að henni litist ekki á skútuna enda hafi þurft að dytta að ýmsu. „Annars reyndist skútan ekki aðeins hin eina rétta við fyrstu sýn heldur reyndist hún okkur afar vel alla leiðina. Skútan var úr plasti, 41 fets, af gerðinni Morgan og hafði verið gefið nafnið Iris Rover. Við vildum gefa skútunni gott ís- lenskt nafn og fóram yfir nöfn allra í fjöl- skyldunni þar til við komum niður á nafn eins bamabamsins, Drífa. Orðið er auðvelt að stafa í talstöðinni fyrir utan að nafnið er auð- vitað skylt drift. Drífa var ríkulega búin ýms- um þægindum, t.d. með ljósavél, loftkælingu, heitu og köldu vatni, kæli og frysti. Sérfræð- ingar á sviði siglinga höfðu ráðlagt okkur að halda rafmagni í hófi enda fælist bara vesen í því í rakanum. Allar hrakspár reyndust hins vegar ástæðulausar,“ segir Sólveig. Sólveig segir að farangurinn hafi alltaf verið mikill á leiðinni út og alveg sérstaklega í fyrstu ferðinni. „Fyrir utan allra nauðsyn- legustu hluti voram við með nokkra persónu- lega muni, uppáhaldsbækumar, t.d. Njálu og nokkrar bækur Kiljans, verkfæri Guðmundar og 20 kg stálankeri smíðað af Guðmundi," bætir hún við. störf, þ.á m. þvo allan þvott í höndunum og þurrka úti á snúru. Ekld í ófá sldpti þurfti að kafa á eftir þvotti, sem hafði fokið af snúran- um út í sjó.“ Breytt viðhorf Heima á sumrin Tvo mánuði tók að lagfæra og mála bátinn í Fort Lauderdale. „Bjarki, sonur okkar að- stoðaði okkur, og eftir að lagfæringunum var lokið fóram við í tveggja vikna siglingu um Bahamaeyjar. Eftir prafusiglinguna skiluð- um við Bjarka svo aftur til Fort Lauderdale og hið raunveralega ferðalag tók við. Við tók- um stefnuna á Bahamaeyjar og ætluðum að komast suður fyrir 10. gráðu, til Trinidad, áð- ur en hvirfilvindatímabilið hæfist en lítið er um hvirfilvinda þar fyrir sunnan. Á Bahama- eyjum snerist okkur hugur enda hafði stór hópur skútufólks ákveðið að bíða þar tímabil- ið af sér og sigla í rólegheitunum suðureftir að því loknu. Eftir yndislegt sumar á eyjun- um sigldum við því ásamt fimm öðram áleiðs suðureftir í endaðan september. Leiðin lág til Mun fleira kom á óvart. „Við vöruðum okkur á því að líta of ríkmannlega út, bárum hvorki skartgripi né ríkmannleg föt. Alla jafna ferðuðumst við með almenningssam- göngum og reyndum eftir fremsta megni að umgangast innfædda. Svörtu konurnar á mörkuðunum vora yfirleitt mjög indælar og kenndu mér t.a.m. að hella ediki yfir græn- metið til að drepa alla kóleragerlana og forð- ast þar með matareitran. Við kynntumst framandi ávöxtum og litasmekkurinn breytt- ist. Hér heima rak fólk upp stór augu þegar við birtumst í skærgrænum eða rauðum fatnaði svo við áttuðum okkur fljótlega á því að mismunandi litir hæfðu ólíkum löndum,“ segir Sólveig og tekur fram í glettnum tón að eiginlega hafi henni komið mest á óvart að Guðmundi skyldi hafa tekist að róa sig niður. Fyrir siglinguna hafi verið nánast ómögulegt að fá hann til að setjast niður. Guðmundur kímir bara og víkur máli sínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.