Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.08.1998, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ég held að vel- gengni Greifans megi líka rekja til þeirrar ímynd- ar, sem hann hefur, það er að hann er fjöl- skylduveitinga- staður. Hingað getur fjölskyldan komið og fengið sér að borða, síðan hverfa börnin í barna- hornið en hinir fullorðnu geta spjallað saman í rólegheitunum. legt hversu okkur gekk vel að fá lánstraust, því við áttum bara eld- hústækin. Við höfðum hins vegar skapað okkur gott nafn hjá Pizza Elefant og vorum fullir bjartsýni um að reksturinn gengi vel. Aðrir hljóta að hafa haft trú á okkur líka. Okkur var strax vel tekið af við- skiptavinum. Leiðin lá upp á við frá íyrsta degi og hefur gert síðan,“ segir Hlynur. Þegar þeir félagar opnuðu Greifann í ágúst 1990 var hann 90 manna staður og einungis í helm- ingnum af því húsnæði sem hann er í nú. Smám saman bættist við húsnæðið, bæði var eldhúsið stækkað og fleiri salir voru teknir í notkun auk skrifstofurýmis. Nú tekur Greifinn 140-150 manns í sæti. Árið 1992 kom þriðji eigand- inn inn í reksturinn, Páll Jónsson, og nokkru síðar þegar Guðjón Andri seldi sinn hlut bættust tveir aðrir eigendur við, Sigurbjöm Sveinsson og ívar Sigmundsson. „í upphafi var Greifinn eingöngu pizzustaður en fljótlega var bætt við nokkrum grillréttum. Heim- sendingarþjónustan var strax og hefur alltaf verið stór þáttur í vel- gengninni. Smám saman varð varð grillmatseðillinn nokkuð fjölbreytt- ur, en við höfum haldið pizzuseðlin- um nánast eins,“ segir Hlynur. Hann tekur fram, að mikilvægt sé í veitingarekstri að endurnýja matseðihnn með jöfnu millibili. Á Greifanum má sjá einhverjar nýj- ungar tvisvar á ári. „Eg held að fáir veitingastaðir séu með jafn mikið úrval og við, en það er einungis hægt vegna þess að við erum með góð tæki í eldhúsinu. Alltof oft opna menn veitingastaði með flottum söl- um en svo er eldhúsið kytra, þannig að menn hafa ekkert svigi-úm.“ Bókhaldið lærðist af reynslunni Aðspurður segir Hiynur að þeir hafi orðið að læra rekstur veitinga- hússins af reynslunni og með því að lesa sér til. „Fyrsta árið reynd- um við að sjá um bókhaldið og reksturinn saman, en síðan skipt- um við meira með okkur verkum og þá lenti það á minni könnu að sjá um fjármálin. Eg hef setið uppi með þau síðan,“ segir hann og bæt- ir við að sér finnist það leiðinleg- asti hluti rekstrarins. „Það er miklu skemmtilegra að vinna á gólfinu, búa til mat og þjón- usta viðskiptavinina. Síðustu árín hef ég fengið aðstoðarfólk á skrif- stofuna, svo að ég hef getað ein- beitt mér meira að hinu. Það er til dæmis mjög algengt að sjá mig baka pizzur áður en ég fer heim á kvöldin. Eg get ekki farið, ef ég sé eftir Hildi Friðriksdóttur SAMKVÆMT könnun Ráð- garðs frá því í vor velja 33% Akureyringa veitinga- húsið Greifann þegar þeir fara út að borða en veitinga- staðurinn á sér einnig fastagesti af öðrum landshlutum. „Frá upphafi hefur verið mikið að gera hjá okk- ur og við höfum ekki þurft að kvarta. Mér skilst að við séum meðal elstu veitingahúsa á landinu miðað við kennitölu. Samt er Greif- inn ekki nema m'u ára,“ segir Hlyn- ur;Jónsson framkvæmdastjóri. I framhaldi af því nefnir hann að margir hafi freistast til að fara út í veitingarekstur því þeir telji sig geta orðið ríka á einni nóttu. „Það er auðvitað rétt, ef menn greiða ekki þau gjöld sem þeim ber, stinga peningum undan og setja allt í gjaldþrot. Þá má segja að menn geti eytt og bruðlað á einni nóttu. En hjá þeim sem taka rekst- urinn alvarlega er þetta vinna og aftur vinna. Mín tilfinning er þó að á seinni árum fari fleiri en áður út í atvinnurekstur af alvöru." Um 130 starfsmenn Fjórar fjölskyldur reka nú Greifann og koma eigendurnir allir að rekstrinum með einum eða öðr- um hætti. í febrúar síðastliðnum tók Greifinn við veitingarekstri Fosshótels KEA, en skömmu áður hafði Fosshótelkeðjan tekið við rekstri hótelsins af Kaupfélagi Ey- firðinga. Sér Greifinn nú um allan mat, hvort sem er morgunmat hót- elgesta eða hátíðarmatseðla ráð- stefnugesta. Þar að auki rekur Greifinn Kaffíteríuna, sem áður hét Súlnaberg og var hluti af starf- semi Hótel KEA. Samanlagt eru starfsmenn Greifans um 130. - Er veitingareksturinn á hótel- inu góð viðbót við Greifann? „Við lítum á þetta sem ögrandi verkefni. Á það má benda, að Kaupfélagið hætti að reka hótelið vegna þess að reksturinn gekk illa. Þrátt fyrir það ákváðum við að þurfa að leggja mikið á sig ef þeir vilja komast áfram. Til dæmis er falleinkunn í veitingarekstri ekkert annað en gjaldþrot," segir Hlynur. Þegar hann var kominn undir tvítugt ákvað hann að „skella sér í kokkinn" en vann jafnframt með námi við að búa til pizzur. Pizzu- gerðina hafði hann lært í Uppan- um, sem var fyrstur veitingastað- anna til að kynna Akureyringum shkan mat. Þegar eigendur skemmtistaðarins Bleika fílsins leituðu til Hlyns og báðu hann um að taka að sér pizzubaksturinn fékk hann vin sinn, Guðjón Andra Gylfason hjúkrunarfræðinema, til samstarfs við sig. „Þetta var í rauninni lítil áhætta, þvi stofnkostnaðurinn í tækjum var ekki nema í kringum hálf milljón eða eins og ein bíldrusla. Við opn- uðum Pizza Elefant á bjórdaginn, 1. mars 1989,“ segir Hlynur. Upphaflega stóð til að einungis væri um helgarvinnu að ræða til að framfleyta sér með námi, en þegar þeir félagar fóru að bjóða upp á heimsendingarþjónustu tók mark- aðurinn heldur betur við sér. „Við hættum báðir í námi og snerum okkur alfarið að pizzubakstrinum. Þegar Bleiki fíllinn varð síðar gjaldþrota rétt náðum við Guðjón að bjarga pizzaofninum og öðrum tækjum áður en skellt var í lás með fógetaúrskurði. Þarna stóðum við á götunni með ofninn okkar og þá var bara um tvennt að gera; selja tækin eða finna annað húsnæði.“ Vel tekið frá fyrsta degi Þeir tóku á leigu húsnæði við Glerárgötu 20, sem staðið hafði autt í heilt ár, en í því hafði áður verið raftækjaversiun. Húsnæðinu þurfti að breyta til samræmis við reksturinn og var það gert á tíu dögum. Innréttingar og stóla keyptu þeir ýmist nýja eða hjá gjaldþrota fyrirtækjum í Reykja- vík. „Það er í rauninni alveg furðu- VIÐSKffTI AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Hlynur Jónsson fæddist 23.8. 1967 á Akureyri en ólst upp á Brúnum í Eyjafírði. Hann stundaði ýmis störf eftir grunnskóla. Byrjaði í matreiðslunámi, en hóf atvinnu- rekstur áður pn náminu lauk. Hann stofnaði ásamt öðr- um Pizza Elefant 1989 og ári síðar veitingahúsið Greifann. Hlynur er framkvæmdasljóri Greifans, hann er í sambúð með Guðríði Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. UM 33% Akureyringa velja Greifann þegar þeir fara út að borða, samkvæmt nýlegri könnun. taka verkefnið að okkur, þegar leit- að var til okkar. Þrír af fjórum eig- endum Greifans lærðu á KEA og við þekkjum staðinn mjög vel. Kannski hefur það haft sitt að segja.“ - Hverju hafíð þið breytt eða ætlið þið að breyta? „Við lögðum niður heimilismat á Kaffiteríunni, en í staðinn ætlum við að skapa henni nafn sem kaffi- og skyndibitastaður," segir Hlyn- ur. ,Á Kaffiteríunni er ekki þjónað til borðs en við leggjum áherslu á hraða þjónustu og ódýran mat. Við höfum ekki lokið við að gera allar breytingar, en þær munu koma smám saman í sumar.“ Gjaldþrot þýðir falleinkunn En hvemig skyldi ævintýrið hafa byrjað hjá þessum þrítuga manni, sem rekur tvo umfangs- mestu veitingastaðina á Akureyri? „Eftir grunnskólapróf stundaði ég öll störf sem hægt var að stunda, svo sem að fara á vertíð, á sjó, á frystitogara og ýmislegt ann- að. Skóli lífsins er harður og menn Morgunblaðið/Bjöm Gíslason PIZZAMEISTARINN Á GREIFANUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.