Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 ERLENT Reuters. MONICA Lewinsky og Bill Clinton heilsast á fláröfiunarsamkomu demókrata í Washington á meðan allt lék enn í lyndi í október 1996. Starr kominn á lokasprettinn ' 7 BAKSVID Rannsókn saksóknarans Kenneths Starrs fer brátt að ljúka. Rannsóknin hefur verið tímafrek og hefur fátt vakið meiri athygli en þáttur Monicu Lewinsky í henni. Lewinsky bar vitni í vikimni en aðdragandi þess var langur og kostaði erfíðar samn- ingaviðræður lögfræðinga. VITNISBURÐUR Mon- icu Lewinsky um sam- band hennar við Bill Clinton Bandaríkjafor- seta ræður væntanlega úrslitum um það hvaða stefnu rann- sókn saksóknarans Kenneths Starrs tekur á næstu vikum. Gegn því að bera vitni var Lewinsky sjálfri ásamt móður hennar og foður veitt alls- herjar sakaruppgjöf, sem kemur í veg fyrir að hægt verði að sækja hana til saka fyrir meinsæri. Fyrr á árinu hafði hún gefið út eiðsvama yf- irlýsingu um að hún hefði ekki átt í ástarsambandi við forsetann. Nú herma heimildir að Lewinsky hafi tjáð rannsóknarkviðdómi Starrs að hún hafi átt á annan tug ástarfunda með forsetanum á átján mánaða tímabili og á sá fyrsti að hafa átt sér stað í nóvember 1995. Þá herma heimildir að Lewinsky hafi sagt að hún og forsetinn hafi rætt mismun- andi leiðir tii að koma í veg fyrir að samband þeirra yrði opinbert. Hann hafi hins vegar aldrei farið þess á leit við hana að bera ljúgvitni. Monica Lewinsky hóf starfsnám í Hvíta húsinu í júní árið 1995 og í desembermánuði sama ár fékk hún launaða stöðu á lagaskrifstofu Hvíta hússins. I aprílmánuði árið eftir tók aðstoðarskrifstofustjóri Hvíta húss- ins, Evelyn Liebermann, ákvörðun um að hún skyldi færð í starf í varn- armálaráðuneytinu, Pentagon. Er ástæðan m.a. sögð sú að hún hafi verið ávítuð fyrir að hanga í tíma og ótíma fyrir utan skrifstofu forsetans. í Pentagon kynntist Lewinsky sam- starfskonu sinni Lindu Tripp og tókst með þeim vinátta. Ræddu þær náin trúnaðarmál sín á milli og haustið 1997 hóf Tripp að taka upp samtöl þeirra um samband Lewin- sky og forsetans. í desember 1997 lét Lewinsky af störfum í Pentagon og í sama mánuði birtu lögfræðingar Paulu Jones, sem á þeim tíma ráku mál gegn forsetanum vegna meintr- ar kynferðislegrar áreitni, henni stefnu. Liggja fyrir skjalfestar upp- lýsingar um að Lewinsky hafi komið í heimsókn í Hvíta húsið 28. desem- ber, eða skömmu eftir að henni var birt stefnan. Neitaði sambandi við Clinton í janúar á þessu ári afhendir hún lögfræðingúm Jones eiðsvarna yfir- lýsingu, þar sem hún neitar því að hafa átt í ástarsambandi við forset- ans. Nokkrum dögum síðar hefur Tripp hins vegar samband við Kenn- eth Starr, sem skipaður hafði verið til að rannsaka hið svokallaða Whitewater-mál, og greindi honum frá upptökunum á samtölum hennar' og Lewinsky. Hinn 14. janúar á Lewinsky að hafa afhent Tripp minnisblað þar sem fram kemur hvað hún eigi að segja við lögfræð- inga Jones. 16. janúar hefur Starr samband við skrifstofu Janet Reno dómsmálaráðherra og fær leyfi til að vikka út rannsókn sína á þeirri for- sendu að hann hafi sannanir fyrir því að forsetaembættið hafi reynt að hafa áhrif á vitni með svipuðum hætti og hann taldi hafa gerst í Whitewater-málinu. Lewinsky er yf- irheyrð á hótelherbergi af mönnum Starrs og boðin sakaruppgjöf gegn því að bera vitni um samband sitt við forsetann. Nú virðist þó sem Starr hafi gefið upp þá von að geta sannað að minnisblaðið kæmi úr Hvíta hús- inu eða frá einhverjum ráðgjafa for- setans, þar sem Lewinsky er sögð halda staðfastlega við fyrri framburð um að hún hafi sjálf samið punktana. Daginn eftir, 17. janúar, ræðir Clinton við lögfræðinga Jones. Þar er hann spurður um samband sitt við nokkrar nafngreindar konur, þeirra á meðal Monicu Lewinsky. Neitar Clinton að hafa átt kynferðislegt samband við hana. Áður en forsetinn svaraði spurningunni skilgreindu lögfræðingar Jones með mjög víð- tækum hætti hvað þeir ættu við með kynferðislegu sambandi. Er skil- greiningin sögð hafa verið það víð að hún rúmaði flest það er talist getur til innilegra, líkamlegra samskipta manns og konu. Nokkrum dögum síðar, hinn 21. janúar, komast fjölmiðlar að sögu- sögnum um meint samband Lewin- sky og Clintons. Hófst þá fjölmiðla- fár sem á sér vart sinn líka í banda- rískri stjómmálasögu undanfarna áratugi. Fjölmiðlar velta sér upp úr málinu og eldri sögum um kvenna- mál Clintons og hann sér sig knúinn til að gefa út yfirlýsingu hinn 26. jan- úar, þar sem hann lýsir því yfir að hann hafi áldrei átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky. Eiginkona hans, Hillary Clinton, kemur einnig fram í sjónvarpi og lýs- ir því yfir að samsæri hægriafla í bandarísku samfélagi liggi að baki ásökunum á hendur forsetanum. Hægir á atburðarásinni Næstu vikur hægir mjög á at- burðarásinni. Önnur kona, Kathleen Willey, kemur fram í marsmánuði og heldur því fram í viðtali í fréttaþætt- inum 60 mínútur að forsetinn hafi leitað á hana er hún kom á skrifstofu hans í Hvíta húsinu. Forsetinn segir hins vegar að „ekkert ósiðlegt" hafi gerst er þau hittust. Hann vinnur jafnframt áfangasigur hinn 1. apríl 1998 er dómari í Arkansas vísar máli Paulu Jones frá. Clinton var þá staddur í Afríku og töldu ráðgjafar hans fyrst að um aprílgabb væri að ræða er þeir fengu fréttirnar. Allan tímann heldur hins vegar rannsókn Starrs áfram. Hann á í við- ræðum við Lewinsky og löfræðing hennar, Bill Ginsburg, en samkomu- lag um sákaruppgjöf næst ekki. Þá berjast Starr og Hvíta húsið um það fyrir dómstólum hvaða einstaklinga sé hægt að kalla fyrir rannsóknar- kviðdóm. Starr krefst þess að yfir- heyra lífverði forsetans og nána sam- starfsmenn í Hvíta húsinu, þeirra á meðal lögfræðinga forsetaembættis- ins. Hinn 7. júlí úrskurðar áfrýjunar- dómstóll að lífverðimir eigi að bera vitni. Dómsmálaráðuneytið krefst þess að sú ákvörðun verði endur- skoðuð en dómstólar hafna því. Jafn- framt hafnar William Rehnquist, for- seti Hæstaréttar, því að fresta vitnis- burði lífvarða. Hefjast yfirheyrslur yfir þeim 17. júlí sl. Sama niðurstaða fæst tveimur vikum síðai- í máli lög- fræðinga forsetaembættisins. Skipt um lögfræðinga í júnímánuði hafði Lewinsky ákveðið að reka lögfræðing sinn en hann hafði helst vakið athygli fyrir misvísandi yfirlýsingar í fjölmiðlum og hafði verið gagnrýndur fyrir að rýra málstað skjólstæðings sín með málflutningi sínum. í stað Ginsburg ræður hún lögfræðingana Jacob Stein og Plato Caeheris er vel þekkja hvernig kaupin gerast á eyr- inni í Washington. Hinn 28. júlí, tæp- um tveimur mánuðum eftir að Lewinsky skiptir um lögfræðinga, er greint frá því að hún hafi náð sam- komulagi við Starr um sakaruppgjöf fyrir sig og fjölskyldu sína gegn því að bera vitni. 29. júlí samþykkir MORGUNBLAÐIÐ Clinton að bera vitni fyrir rannsókn- arkviðdómi og hinn 30. júlí afhendir Lewinsky saksóknaranum bláan samkvæmiskjól, sem haldið er fram að á sé að finna blett, sem eftir DNA-rannsókn sanni að samband hennar og forsetans hafi verið kyn- ferðislegt. Starr fékk einnig í hend- ur, að því er heimildir herma, upp- tökur af skilaboðum sem forsetinn skildi á síma Lewinsky. Þar sem yfirheyrslur fyrir rann- sóknai'kviðdómi eru leynilegar er lít- ið vitað um hverju þau fjölmörgu vitni er kölluð hafa verið fyrir hafa í raun greint frá. Þar sem efnisatriði málsins eru að mestu leyti á huldu hafa umræður í fjölmiðlum fyi-st'og fremst snúist um hinar lagalegu hlið- ar og vangaveltur um hvað geti gerst ef tiltekin niðurstaða komi út úr rannsókn Starrs. Setið hefur verið um Lewinsky allt frá því málið kom fyrst upp og hefur hún að mestu leyti dvalið í íbúð móður sinnar í Wa- tergate-byggingunni í Washington. Treysti hún sér ekki einu sinni til að vera viðstödd brúðkaup móðurinnar er haldið var í New York fyrir skömmu. Þá hafa jafnt Starr sem Clinton sætt harðri gagnrýni. Starr fyrir að ofsækja forsetann af póli- tískum ástæðum, forsetinn fyrir að gera ekki hreint fyrir sínum dyrum þrátt fyrir að hafa lofað þvi er málið blossaði fyrst upp. Málið hefur vakið meiri athygli heldur en flest önnur hneykslimál í stjórnmálaheiminum allt frá Watergate-málinu. Þrátt fyr- ir að á yfirborðinu virðist það snúast um hlut er fæstir telja málefni dóm- kerfisins, ástarsamband tveggja full- orðinna einstaklinga, hefui' það snert marga grundvallarþætti í bandarísk- um stjórnrétti. Hafa dómstólar þurft að úrskurða í mörgum málum er ekki hafa komið til kasta þeirra. Má þar nefna deiluna um vitnisburð líf- varða og lögfræðinga forsetans og hvort hægt sé að kalla forseta Bandaríkjanna fyrir í sakamálum. Þingið bíður skýrslu Nú virðist rannsókn Starrs hins vegar vera á endaspretti og er búist við að hann muni skila Bandaríkja- þingi skýrslu í haust þar sem hann tilgreinir hvort hann telur ástæðu til þess að þingið ákveði að höfða mál á hendur forsetanum til starfsmissis. Það yrði ekki á þeirri forsendu að hann hefði sýnt siðferðisbrest með því að hafa átt í leynilegu ástarsam- bandi við 25 ára stúlku í starfsnámi heldur verður Starr að geta sýnt fram á að forsetinn hafi framið mein- særi í yfirheyrslum lögfræðinga Jo- nes 17. janúar sl. og hugsanlega í væntanlegum vitnisburði síðar í mánuðinum. Enn alvarlegra væri ef Starr gæti sýnt fram á að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rétt- visinnar með því að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra einstak- linga. Vissulega má færa lagaleg rök fyrir því að það að segja rangt til í einkamáli, líkt og í Jones-málinu, sé ekki jafnalvarlegt og að bera ljúg- vitni í opinberu máli. Lögfræðileg hártogun af því tagi kæmi þó vart í veg fyrir að það yrði verulegt póli- tískt áfall fyrir forsetann ef í Ijós kæmi að hann hefði veitt rangar upplýsingar í yfirheyrslu og jafn- framt komið ítrekað fram fyrir þjóð- ina og sagt ósatt. Repúblikanar hafa öruggan meirihluta á Bandaríkja- þingi en það er mat bandarísku blað- anna New York Times og Washing- ton Post, eftir að hafa rætt við fjölda þingmanna, að repúblikanar kvíði því jafnmikið og demókratar að taka málið til umfjöllunar. Þar bíði fáir eftir tækifæri til að koma höggi á forsetann og jafnvel sé hugsanlegt að beðið verði með atkvæðagreiðslur í málinu fram yfir þingkosningamar í nóvember. Enn á hins vegar eftir að koma í ljós hvort Starr hefur í raun nægi- legar sannanir til að þingið taki mál- ið til umfjöllunar. Vart yrði gripið tO neinna aðgerða ef niðurstaðan yrði sú að fullyrðing stæði á móti fullyrð- ingu. Þá er hætt við því að Starr yrði blóraböggull málsins og að leiðir til að takmarka valdsvið sérskipaðra saksóknara yrðu umfjöllunarefni þingsins en ekki málshöfðun á hend- ur forsetanum. Eitt virðast þó flestir vera sammála um: það verða allir fegnir er þessum þætti stjómmála- sögunnar lýkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.