Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Tónlistin kemur að ofan Það mætast kynslóðir þegar saxófón- ✓ leikarinn Oskar Guðjónsson fær með sér félaga sína til að leika og leika sér með söngdansana hans Jóns Múla. Jón Múli: Ef ég væri amer- ískur söngdansahöfundur, þá myndi ég segja: „This is great.“ Oskar var uppáhalds- nemandinn minn í djassdeild FIH, og bar af öllum öðrum nemendum strax frá fermingu. Tímamir voru frá fímm til sjö, og þá var hlé til átta. Hann not- aði þann tíma til að sofa. Svo fór hann á hljómsveitaræfingu klukkan níu. Pað hlaut að ganga vel hjá þessum manni. Onnur eins skyldurækni við listina er varla til og þetta lá alltaf ljóst fyrir honum. Mér er fullkomlega ómögulegt að fínna neitt út úr því af hverju sumir menn geta spilað svona vel. Þegar heimurinn var skapaður samdi sá sem það gerði alla tónlistina í leiðinni. Og þegar svona piltur eins og Óskar spilar fyrir mig verður mér ljóst að þetta kemur allt saman þaðan. -Þið hafið ekki viljað fá söng- konu til að syngja þessa skemmti- legu texta? Óskar: Nei, við ákváðum að fara þá leið að hafa bara hljóðfæraleik- ara og leggja þannig áherslur á melódíurnar og sjá hvaða leiðir við gætum farið. Það fyrsta sem fólki dettur í hug við þessi lög er að syngja þau. STRÁKARNIR saman við listhúsið fma. - Er þetta í fyrsta skipti sem djassleikarar leika sér með þessi lög? Jón Múli: Já, að haldnir séu sér- stakir tónleikar í fínasta listhúsi landsins, Iðnó. Annars hafa djass- leikarar verið að leika sér með þessi lög í gegnum tíðina, enda voru þau samin til þess í upphafi. Þegar söngdansahöfundur lætur frá sér lítið lag á hann það ekki lengur ef það gengur vel. Það mega allir gera hvað sem þeim sýnist við það, bara ef þeir hafa hljómana rétta. Það fer í taugarn- ar á mér þegar fólk getur ekki spilað rétta hljóma. Óskar: Eg lofa engu um það. Jón Múli: Eg er ekki að segja að það megi ekki nota aðra hljóma, bara rétta hljóma. - Þú kallar lögin þín söngdansa. Jón Múli: Já, ég viðurkenni ekki orðið dægurlög. Mér dytti aldrei í hug að segja að lögin eftir Sigfús Halldórsson eða Oddgeir Krist- jánsson væru dægurlög. Það er allt annað. Þegar ég byrjaði á út- varpinu árið 1945 voru plötur flokkaðar eftir tegundum og þá voru svona dansar kallaðir söngdansar, og mér fínnst það býsna gott. Þegar safnað var í orgelsjóðinn í Skálholtskirkju, var ég kynnir og Sinfóníuhljómsveit- in, kii’kjukórinn og fínir söngvarar fluttu nokkur lög sem þau töluðu um sem dægurlög. Eg notaði að- stöðu mína inni í kór eins og presturinn og predikaði gegn dægurlögum, þetta væru söng- dansar. Eg flutti þetta erindi á öll- um hljómleikunum, en það hefði ég ekki átt að gera því strákamir í Sinfóníunni skírðu mig upp á nýtt og gáfu mér nafnið dægurmála- djákninn! ÞRIÐJUDAGSKVÖLD nk. verða tónleikar í Iðnó þar sem Óskar ætlar að flytja lögin hans Jóns Múla. Hann hefur fengið í lið með sér trommu- leikarana Matthías Hemstock og Einar Val Scheving, slagverks- leikarann Pétur Grétarsson, á bassa er Þórður Högnason og gít- arleikarar verða þeir Hilmar Jensson og Eðvarð Lái-usson. Skyldurækni við listina Óskar: Upphaflega langaði mig að takast á við íslenska tónlist sem væri á svipuðum fleti og þessi dægurlög sem djassleikarar eru að taka fyrir þegar þeir eru að spila söngleikjalög fyrri tíma. Mér datt strax í hug lögin hans Jóns Múla. Mig hafði líka alltaf langað að setja saman þennan hóp af tón- listarfólki. Þegar ég fór að skoða nánar þessi lög hans Jóns Múla fékk ég alltaf meiri áhuga á þessu og við höfum síðan verið að leika okkur að þessum lögum og útsetja á okkar hátt. - Hvað fínnst þér, Jón Múli, um að unga framaliðið í djassinum sé að taka sönglögin þín og spila þau upp á nýtt? Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur þú alla réttu takkana Titlar og afrek Leikmenn og frammistaða þeirra Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki www.mbl.is/boltinn ■ - ■ Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.