Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýr veitingastaður innréttaður í Austurstræti 9 Morgunblaðið/Arnaldur ÞESSI salur á eftir að taka miklum stakkaskiptum á næstunni, barinn er aðeins farinn að taka á sig mynd. GAMALKUNNUG framhlið hússins mun einnig fá nýtt útlit. Mikið lagt í hönnun ÆTLUNIN er að opna nýjan veitingastað í lok ágúst í Aust- urstræti 9. Veitingastaðurinn sem hefur fengið nafnið REX er hannaður af hinum þekkta arki- tekt Sir Terrance Conran. Con- ran er eigandi og yfirhönnuður verslunarkeðjunnar The Conr- an Shop og á hann jafnframt fjölda veitingastaða í London. í Austurstræti 9 var lengi rekin verslun Egils Jacobsen en verslunarrekstri þar var hætt fyrir nokkru. Núverandi eigandi er fyrirtækið Isfossar ehf. en það rekur einnig veitingastað- ina Astró og Wunderbar. Fram- kvæmdir og undirbúningur við breytingar á húsinu hafa staðið frá því í haust að sögn Einars Bárðarsonar, markaðsfulltrúa ísfossa. Hann segir húsnæðið hafa þurft að gangast undir gagngerar breytingar til að fylgja reglum um húsnæði undir veitingarekstur, t.d. hafí þurft að lækka gólfið í kjallaranum, en þar verði m.a. snyrtiaðstaða, fundarherbergi og hljóðein- angrað símaherbergi og mjög sérstakar vindlahirslur. Áhugi erlendra fjölmiðla Á efri hæðinni verði yfír- bragðið léttara, ljósir litir og mjúk flóðlýsing. Hann segir þá þurfa að taka tillit til þess að húsið sé gamalt, t.d. sé loft þess friðað og því sé hægt að gera takmarkaðar breytingar á því. Auk hönnunarstofu Conrans koma 5 íslenskar verkfræðistof- ur að tæknilegum útfærslum við verkið. Hann segir stefnt að því að opna veitingastaðinn 27. ágúst en í næstu viku komi innrétt- ingar og húsgögn. Innrétting- arnar eru að mestu smíðaðar í Englandi og koma tilbúnar til uppsetningar. Fulltrúar frá hönnunarfyrirtækinu The Con- ran Design Partnership hafa komið þrisvar til landsins í tengslum við hönnun veitinga- staðarins og er von á Conran sjálfum við opnunina. Einar segir töluverðan kostnað fylgja því að fá svo þekktan hönnuð til verksins en eigendurnir, Magnús Ármann og Jóhann Þórarinsson, hlakki til að sjá útkomuna þar sem hönnun Conrans sé þekkt fyrir glæsileika. Hann segir ýmsa erlenda fjölmiðla hafa sýnt staðnum áhuga og erlendir blaðamenn komi til með að vera við opnunina, það stafí fyrst og fremst af áhuga á hönnun Conrans sem sé mjög virtur í faginu. Stuðningur við stóriðju BÆJARRÁÐ sameinaðs sveitarfé- lags Eskifjarðarkaupstaðar, Nes- kaupstaðar og Reyðarfjarðar- hrepps hefur samþykk ályktun þar sem lýst er yfír stuðningi við áform um byggingu álverksmiðju og virkjunarframkvæmdir í fjórð- ungnum enda hljóti iðnaður að stöðva fólksfækkun. I ályktuninni er varað við mál- flutningi „hörðustu umhverfis- verndarsinna sem berjast gegn öll- um áformum um frekari orkuöflun á Austurlandi og nýtingu orkunnar í fjórðungnum". Bæjarráðið lýsir einnig yfir stuðningi við að fram- kvæmdii á sviði stóriðju og virkj- ana verði vandlega undirbúnar, með tilliti til mengunarvama. Selfoss 11 teknir fyrir hraðakstur LÖGREGLAN á Selfossi tók 11 ökumenn fyrir of hraðan akstur í fyrrinótt. Að sögn lög- reglunnar hefur hraðakstur verið minni í sumar en oft áð- ur og fátítt að svo margir séu stöðvaðir á einni nóttu. Sá sem hraðast ók var á 118 kílómetra hraða. www.mbl.is Mikilvæg ábending til matvælafyrirtækja! Afleíbingar óhreinlætis geta verib alvarlegar Hvaða afleiðingar gætu matarsjúkdómar haft á starfsemi ykkar og heilsu neytenda? Mikilvægt er að starfsfólk kynni sér fræðsluefnið „Með allt á hreinu“ og tileinki sér hreinlæti við störf. Fræðslubæklingur um hreinlæti og meðferð matvæla ásamt veggspjöldum til að legga áherslu á einstök atriði, fást hjá Hollustuvernd og Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Hollustuvernd ríkisins Ármúla la, 108 Rvík, sími 568 8848, heimasíða www.hollver.is Námstefna um breytingaskeið kvenna Um 75% kvenna fínna fyrir óþægindum NAMSTEFNA um breytíngaskeið kvenna verður haldin mánudaginn 10. ágúst í fyr- irlestrasal Norræna hússins. Fyrir námstefnunni stendur Sálfræðistöðin og er mark- miðið að sögn aðstandenda að varpa ljósi á hvemig breytingaskeiðið og tíða- hvörf marka tímamót í lífi flestra kvenna. Fyrirlestra flytja Anna Inger Eydal, sérfræðingur í kvensjúkdómum, sem fjallar um llkamlega liðan, og Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, sérfræðing- ar í klínískri sálarfræði. Á námstefnunni munu þær fjalla um persónulega stöðu kvenna á þessu lífsskeiði og áhrif á sálræna líðan. - Hvnð ætlar þú að fjalla Anna Inger Eydal „Ég mun aðallega tala um líkam- leg einkenni breytingaskeiðsins, hvaða úrbóta sé völ og hvaða með- ferð sé hægt að veita. Tíðahvörf verða hjá konum um fimmtugt, þegar blæðingar hætta, en sjálft breytingaskeiðið getur byrjað mörgum árum áður, upp úr fer- tugu eða í einstaka tilvikum fyrr. Breytingamar eru mjög einstak- iingsbundnar, standa í sumum til- vikum yfir í eitt til þrjú ár og í öðr- um tilvikum í 15 ár. Ekki verða all- ar konur varar við kvilla á þessu tímabili en þrjár af hverjum fjórum verða varar við einkenni sem stafa af estrogen-skortí, eða um 75%. Mjög breytilegt er hvaða ein- kennum konur finna fyrir en al- gengast er í byrjun að þær verði varar við aukna fyrirtíðaspennu sem líka varir í lengri tíma, auk þess sem truflanir geta orðið á blæðingum. Þegar á líður koma önnur einkenni tfi sögunnar, svo sem hitakóf, svitasteypur og svefn- og hjartsláttartruflanir, og þau ná yfirleitt hámarki við tíðahvörf og árið þar á eftir. Síðan dvína þau meira og minna og geta horfið næstum alveg síðar á lífsleiðinni." - Hvaðmeð sálrænu hliðina? „Það er þónokkuð algengt að konur eigi við að etja sálræn vandamál á breytingaskeiði. Þær geta upplifað töluverðar geðsveifl- ur, eru oft viðkvæmari en áður, finna fyrir depurð og verða pirrað- ar og ergilegar. Þær eru ekki í sama jafnvægi og áður, hvorki andlega né líkamlega.“ - Hafa læknavísindin mikinn áhuga á konum og þeirra vanda- málum? „Síðastliðin 10-15 ár hefur orðið gífurleg breyting þar á. í dag er miklu meira vitað um breytinga- skeiðið og áhrif hormónabreyting- anna á konuna. Fylgst hefur verið með konum á hormónalyfjum í fjöldamörg ár og sem betur fer hefur það sýnt sig að kostir slíkrar meðferðar eru margir. Með henni geta konur losnað við þá kvilla sem geta fylgt breytinga- skeiðinu, gallamir eru fremur fáir og áhættan lítil. Mikilvægast er að auka fræðslu og þekkingu kvenna á þessum vandamálum, hvað breyt- ingaskeiðið hefur í för með sér og hvemig er hægt að meðhöndla ein- kennin. Síðan verður hver og ein kona sjálf að ákveða hvort hún þarf á meðferð að halda og hvort hún vill taka inn hormónalyf. Hlut- verk okkar lækna er að veita kon- um allar fáanlegar upplýsingar um kosti og galla hormónameðferðar og hvað er í boði. Lyf á markaðnum í dag inni- halda náttúrulegt estrógen, sem sumar konur halda að valdi alls ► Anna Inger Eydal fæddist á Akureyri árið 1942. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1962 og lagði að því búnu stund á eins árs nám við Kennaraskóla Islands. Þvínæst starfaði hún á Tilrauna- stöðinni á Keldum eitt ár en inn- ritaðist si'ðan í Iæknadeild Há- skóla Islands. Anna lauk embætt- isprófi í læknisfræði árið 1972 og flutti eftir það til Svíþjóðar þar sem hún lauk kandidatsnámi. Hún lagði stund á sérnám í kven- sjúkdómum og fæðingarhjálp í Lundi og fékk réttindi sem sér- fræðingur árið 1982. Eftir það vann hún á kvensjúkdóma- og fæðingadeild háskólaspítalans í Malmo en hefúr frá 1984 verið með einkastofu í læknamiðstöð í Lundi í Sviþjóð. Anna Inger er gift Jóhannesi Magnússyni svæf- inga- og gjörgæslulækni á há- skólaspítalanum í Lundi og eiga þau uppkominn son og eina kjör- dóttur á unglingsaldri sem bæði eru búsett í Lundi. kyns aukakvillum og séu einhver gervihormón. Svo er hins vegar ekki því þau hormónalyf sem kon- um eru gefin innihalda náttúrulegt estrógen, sem að vísu er framleitt í verksmiðjum, en efnafræðiformúl- an er eins og fyrir það estrógen sem eggjastokkarnir framleiða. Líkaminn getur ekki skilið þar á milli. Hins vegar passa ekki öll lyf öllum konum. Sumar töflur inni- halda prógesteron líka sem getur haft í för með sér þyngdaraukn- ingu, eymsli í brjóstum og bjúg. Tíunda hver kona fær aukaverkan- ir af því og aðalatriðið er að finna meðferð við hæfi í hverju tilviki." - Hvað með náttúrulegar leiðir til þess að stemma stigu við breyt- ingaskeiðinu? „Til eru fæðutegundir sem inni- halda vissa tegund af estrógeni, til dæmis soja-baunir. Talið er að konur á Austurlöndum finni ekki jafnmikið fyrir breytingaskeiðinu og konur á Vesturlöndum og að það stafi trúlega af því að þær borði mikið af mat sem inni- heldur soja-baunir. Engar rann- sóknir hafa sýnt fram á að nátt- úrulegar lækningaaðferðir raun- verulega hjálpi. Hins vegar hefur ekki verið gert nægilega mikið af rannsóknum á því, sem stendur að vísu til bóta enda notar fjöldi kvenna viðs vegar um heim nátt- úrulegar aðferðir. Flestir læknar eru hins vegar á því að um sé að ræða bæði dýr og léleg lyf, ef lyf mætti kalla. Þvi fer betra á því að taka hormónalyf sem löng reynsla er af.“ Konan ákveði sjálf hvort hún vill hormónalyf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.