Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.08.1998, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 1998 FRÉTTIR Norðurlandamótið í hestaíþróttum í Danmörku Fyrsti titill- inn í sjónmáli Hedeland. Morgunblaðið. HELDUR hefur hagur íslenska liðsins sem keppir á Norður- landamótinu í hestaíþróttum vænkast eftir keppni tvo síðustu r dagana. Hulda Gústafsdóttir hef- ur svo gott sem tryggt sér sigur í stigakeppni mótsins en hún varð efst í forkeppni slaktaumatölts- ins, sjöunda í 250 metra skeiði á Hugin frá Kjartansstöðum. Jöfn henni í slaktaumatöltinu er Anna Björnsson, Svíþjóð, á Glaumi frá Eyrarbakka en þær eru með 7,00 í einkunn. Magnús Skúlason sem keppir fyrir Sví- þjóð er fjórði á Dugi frá Minni- Borg. Eina sem gæti komið í veg fyrir sigur Huldu er að Gylfi Garðarson, Noregi, sem keppir á Vals frá Görðum nái mjög góðum tíma í 250 metra skeiði en hestur hans lá hvorugan sprettinn á * föstudag. Herbert Ólason á Spútnik frá Hóli er í öðru sæti í 250 metra skeiði að loknum tveimur af fjórum sprettum, tím- inn var 23,2 sek. Hulda og Hug- inn voru á 24,4 sek. sem tryggði þeim sjöunda sætið og efsta sæt- ið í samanlögðum stigum en þau þurftu að ná 24,5 sek. til að eiga möguleika í þann titil og eru sem sagt komin með aðra höndina á bikarinn og kannski fingur- gómana á hinni hendinni. ■* I töltinu náði Reynir Örn Pálmason þriðja sæti á Þræði frá Hvítárholti með 7,27 en Hregg- viður Eyvindsson sem keppir fyrir Svíþjóð er efstur á Kjama frá Kálfholti með 7,40, næstur er Erik Andersen Noregi á Ronju frá Götarsvik með 7,33. Unn Rroghen, Noregi, er fjórða með 7,17 og Mikala Saxen, Dan- mörku, er fimmta á Kolbrúnu frá Brjánslæk með 6,93. Jóhann G. Jóhannsson á Glað frá Hólabaki og Sigurður H. Óskarsson á Káti frá Störtal urðu jafnir dönsku stúlkunni June Padtoft Hansen á Gammi frá Vatnsleysu í sjötta til áttunda sæti með 6,77. Sigurður vann svo B-úrslitin og verða því tveir íslendipgar í A-úrslitum á sunnudag.. I B-úrslitum í gær vann Reynir sig upp í A-úrslit í fjórgangi en Sigurður og Kátur urðu í áttunda sæti. Þá vann Magnús Skúlason sig upp í A-úr- slit í fimmgangi og Samantha Leidersdorf Danmörku tryggði sér sigur í B-úrslitum slaktaumatöltsins og sæti í A-úr- slitunum í dag á Depli frá Vot- múla. í tölti unglinga er Sigurður S. Pálsson efstur eftir forkeppni á Ivari frá Hæli með 6,63 og er eini íslendingurinn sem tryggði sér sæti í A-úrslitum en Rakel Ró- bertsdóttir var í sjötta sæti á Landa frá Fuglebjerg með 5,67 en féll í sjöunda sæti í úrslitum og missti þar með af sæti í A-úr- slitum. í B- úrslitum fjórgangs unglinga höfnuðu Rakel og Dagný B. Gunnarsdóttir í níunda og tiunda sæti en Malu Logan, Danmörku, á Unu frá Hvammi tryggði sér sæti í A-úrslitum. Möguleiki á þremur titlum Með þessum árangri í dag er brúnin heldur tekin að lyftast á landanum og ljóst að möguleikar á þremur titlum eru mjög raun- hæfir. Sigurður Sæmundsson liðsstjóri sagðist í gær vera orð- inn nokkuð sáttur við stöðuna eins og hún var þá þótt ljóst væri að útkoman yrði eitthvað lakari en þegar best hefur gengið á þessum mótum. Veðrið á móts- stað hefur verið upp og ofan mótsdagana. Á fóstudag var bjartviðri og hlýtt en rigning í gær laugardag. Sænska göngugarpn- um miðar vel Blönduósi. Morgunblaðið. SÆNSKI göngugarpurinn Erik Reutersward var á ferðinni í Húnavatnssýslum seinni hluta vikunnar. Eins og komið hefur fram í fréttum ætlar Erik hinn sænski að ganga hringinn í kringum landið og þræða vegi sem liggja með sjónum. Erik hef- ur þegar gengið með strand- lengjum allra helstu eyja í Evr- ópu. Að sögn Eriks hefur ferðin gengið vel og allar áætlanir stað- ist. Erik kom til Seyðisfjarðar 18. júní og ætlar að ljúka göngunni þar hinn 26. ágúst. Erik, sem er kennari að mennt, lítur á sig sem nútímavíking og hefur á lofti sögur af Göngu-Hrólfi máli sínu til stuðnings. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SÆNSKI göngugarpurinn gerði stuttan stans á Blönduósi. I félagsskap við hunda Aðspurður hvort það sé ekki einmanalegt að ganga einn um vegi landsins segir Erik það ekki vera. Kindur, hestar og hundar hafa orðið á vegi hans og komið hefur fyrir að hundar hafa fylgt honum hátt í 10 kílómetra leið. Erik Reuterswárd hefur notið góðs stuðnings Norræna félags- ins við skipulag ferðarinnar og hefur hann oft þegið góðan beina meðlima félagsins. Frá Blönduósi heldur Erik sem leið liggur fyrir Skaga en ætlar að gista á tveim- ur stöðum áður en hann kemur til Sauðárkróks. Flugfélag fslands um gagnrýni fsfírðinga Isafjörður 8% yfir meðaltali á tíma ÍSAFJÖRÐUR var fyrir ofan meðal- tal hvað varðar áætlun á tíma eða 8% á tímabilinu frá því í maí-júlí, að sögn Bryndísar Stefánsdóttur, þjón- ustufulltrúa Flugfélags Islands, en óánægja er meðal Isfirðinga með þjónustu félagsins. Á sama tíma voru felldar niður 5-10 ferðir. Sagði hún að bilanir, veður, fjölgun farþega og þéttari áætlun auk þess sem Islands- flug hætti að fljúga á Isafjörð hafi stuðlað að röskun á áætlun félagsins í sumar. „Við vorum að taka þetta saman og viljum ekki gefa upp hvert hlut- fallið er í áætlunum en ísafjörður er fyrir ofan meðaltalið hvað varðar flug á tíma,“ sagði Bryndís. Vél telst ekki vera á áætlun ef henni seinkar um 6 mín. eða meira og eru flestar seinkanir á bilinu 6-10 mín. Bryndís sagði að vitanlega þyrfti félagið að standa við áætlanir en flóknar ástæður væru fyrir að það hefði ekki tekist. „Meðal annars settum við upp þétta áætlun til þess að ná nýtingu á vélarnar og þar með að þjóna sem flestum stöðum sem best en það sem gerist er að við höfum verið óheppin með bilanir í sumar sem hafa raskað áætlunum,“ sagði hún. „Síðan hefur það gerst að veðrið hefur stundum sett strik í reikninginn. Við erum leið yfir þeirri neikvæðni sem við ein- hverra hluta vegna höfum fengið frá Isfirðingum en við heyrum t.d. í dag að veðrið sé fínt í bænum en aðflugið er ófært og við getum ekki sent vél.“ Farþegum hefur Qölgað Bryndís nefndi einnig að farþeg- um hafi fjölgað í sumar miðað við síðastliðið ár og ferðum hafi auk þess verið fjölgað. „Við gerðum ekki ráð fyrir þessari aukningu í farþega- fjölda og þar af leiðir að lengri tíma tekur að snúa vélunum,“ sagði hún. „Það er langt frá því að þetta sé gert af ásettu ráði. Það er hrein tilviljun að íslandsflug hættir á sama tíma og sumaráætlun okkar hefst. Við viljum ísfirðingum vel og leggjum jafnvel meiri áherslu á að þjóna þeim. Við höfum átt mjög gott samstarf t.d. við íþróttafélög á Isafirði eins og körfu- boltaliðið og erum mjög stolt af því að flytja eitt sterkasta körfuboltalið landsins." Varavöllur fyrir ísafjörð er á Þing- eyri og sagði Bryndís að gripið væri til hans þegar ófært er á Isafjörð en flugvöllurinn á Flateyri er ekki nægi- lega stór fyrir vélar félagsins. *§ÍJ8 I li ^ milljón Á næstunni mun milljónasti gesturinn heimsækja vefinn mbl.is. Á þeim tímamótum átt þú möguleika á ferð fyrir 2 með Flugleiðum til heimsborgarinnar Minneapolis. BJ j F T L ý ♦ 5 mm mbl.is Farðu inn á mbl.is, skráðu þig og þú gætir verið á leiðinni til Minneapolis. FLUGLEIÐIR www.icelandair.is www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.