Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913
218. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
_ Reuters
MIAMI-BUAR sluppu með skrekkinn í gær er fellibylurinn Georg kom inn yfir Florida því að hann fór upp
með vesturströndinni. Voru hundruð þúsunda manna flutt burt, aðallega fólk, sem býr í hjólhýsum.
Fellibylurinn Georg veldur eyðileggingu og dauða
Hundruð þúsunda á
flótta undan veðrinu
Miami. Reuters.
Serbar í Bosníu
Harðlínu-
maður
forseti
Banja Luka} Lissabon. Reuters.
HARÐLINUMAÐURINN Nikola
Poplasen vann sigur í forsetakosn-
ingunum 12.-13. þ.m. í Serbneska
lýðveldinu í Bosníu. Hefur það valdið
áhyggjum á Vesturlöndum en í gær
lýsti hann yfir stuðningi við Dayton-
samkomulagið.
Poplasen sigraði Biljönu Plavsic í
forsetaslagnum en hún naut stuðn-
ings Vesturveldanna. í kosninga-
baráttunni kvaðst hann mundu beita
öllum brögðum til að sameina
Serbneska lýðveldið Serbíu en í gær
sneri hann við blaðinu og kvaðst
mundu styðja framkvæmd Dayton-
samkomulagsins, sem batt enda á
Bosníustríðið.
Javier Solana, fi-amkvæmdastjóri
NATO, sagði í Lissabon í gær að á
næstu vikum yrði tekin ákvörðun um
ákveðinn frest, sem Slobodan Milos-
evic, forseti Júgóslavíu, fengi til að
binda enda á blóðbaðið í Kosovo. í
fyrrakvöld gaf NATO honum eins
konar lokaviðvörun og voru vamar-
málaráðherra bandalagsins sammála
um, að trúverðugleiki þess væri í veði
ef henni yrði ekki fylgt eftir að þessu
sinni.
-------------
Palestínskt
ríki í maí?
Liege, Washington. Reuters.
YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, ítrekaði í gær, að hugsanlega
lýsti hann yfir stofnun sjálfstæðs
ríkis Palestínumanna í maí næst-
komandi ef ekki hefði verið gengið
frá friðarsamningum við Israela fyr-
ir þann tíma.
„Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, verður að átta sig á
þvi, að fimm ára umþóttunar- eða
aðlögunartíminn rennur út 4. maí
1999 og þá verðum við frjálsir að því
að ákveða framhaldið, til dæmis að
lýsa yfir sjálfstæði," sagði Arafat í
Liege í Belgíu.
FELLIBYLURINN Georg, sem
hefur valdið dauða 288 manna, að
minnsta kosti, á fimm daga ferð
sinni um Karíbahaf, fór yfir syðsta
hluta Flórída í gær en sneiddi að
mestu hjá Miami og öðrum þétt-
býlisstöðum á austurströndinni. í
Dómíníska lýðveldinu, á Haiti og
Kúbu hefur hann skilið eftir sig slóð
eyðileggingar og dauða og víða er
öll uppskera ónýt.
Fellibylurinn stefndi upp með
vesturströnd Flórídaskaga og þar
var 1,4 milljónum manna, sem búa
í hjólhýsum, skipað að fara til
öruggari staða, þar af 500.000
manns i Tampa-borg einni. Búist
var við, að Georg færi í norðvestur
inn á Mexíkóflóa þar sem vind-
styrkurinn ykist enn og síðan inn
yfir norðausturhluta Flórída, Ala-
bama, Mississippi og Louisiana
eftir rúman sólarhring.
Neyðarástand á
Karíbahafseyjum
Georg olli gífurlegu tjóni er hann
fór yfir Puerto Rico, Haiti og Kúbu
en í Dómíníska lýðveldinu er
ástandið eins og eftir stórstyrjöld.
Yfirvöld þar sögðu í gær, að 134
menn, að minnsta kosti, hefðu týnt
lífi og allt rafmagnskerfið í landinu
var óvirkt. Talið er, að fárviðrið
hafi eyðilagt allt að 90% uppsker-
unnar og 100.000 manns a.m.k.
misst heimili sín. Á Haiti var vitað
um 87 dauðsfóll og þar hafa 80-85%
uppskerunnar farið forgörðum.
Er George kom inn yfir syðsta
hluta Flórída í gær var hann í
styrkleikaflokki 2 en óttast er, að
hann eflist yfir hafinu og komist í
3. flokk en þá er vindhraðinn kom-
inn upp undir 180 km á klukku-
stund.
Fellibylurinn Andrés olli gífur-
legu tjóni á Flórída 1992 og Donna
olli þar dauða 50 manna 1960. Einn
sá öflugasti, sem vitað er um, fór
þar yfir 1935 en þá fórust 400
manns.
■ Hefur kostað/28
Samtöl Tripps og
Lewinskys
Demókrat-
ar hlynnt-
ir birtingu
Washington. Reuters.
DÓMSMÁLANEFND banda-
rísku fulltrúadeildarinnar kom
saman í gær til að ákveða hve
mikið ætti að gera opinbert af
því efni, sem enn er óbirt og
varðar rannsókn Kenneths
Stan-s á hugsanlegum
embættisbrotum Bill Clintons,
forseta Bandaríkjanna. Aldrei
þessu vant voru demókratar
hlynntir birtingu sumra skjal-
anna.
Af óbirtu skjölunum eru eng-
in umdeildari en upptökurnar,
sem Linda Tripp gerði af sam-
tölum sínum við Monicu Lew-
insky. Þær voru upphafið á
rannsókn Starrs á Lewinsky-
málinu en hún leiddi til þess, að
hann sakar Clinton um 11
embættisbrot, sem hugsanlega
geti varðað embættismissi.
Demókratar í nefndinni
lögðu til, að upptökumai- yrðu
birtar því að þær sýndu hvem-
ig Tripp hefði leitt Lewinsky
áfram að ákveðnu marki. Er
það einnig haft eftir ónefndum
repúblikönum, að upptökumar
gefi ekki mjög fallega mynd af
Tripp og sýni hvernig hún hafi
„ráðskast" með Lewinsky.
Samið við Paulu Jones?
Clinton lýsti yfir í gær, að
hann ætlaði að einbeita sér að
störfum sínum sem forseti en
ekki að fyrirganginum í þing-
inu en svaraði ekki spurning-
um um það hvort lögfræðingar
hans væm að semja við lög-
fræðinga Paulu Jones. Er haft
eftir heimildum, að Jones hafi
fallið frá kröfu um, að Clinton
biðji hana afsökunar, svo fremi
hann greiði henni ákveðna pen-
ingaupphæð.
■ Lögfræðingar/26
Reuters
Bænastund
ÞESSIR malasísku múslimar
gleymdu ekki föstudagsbænunum
sínum í Þjóðarmoskunni í Kuala
Lumpur en ætla mætti að þeir
væru að tilbiðja önnur tákn og
í moskunni
veraldlegri. í því safni ber mikið á
Coca Cola en fyrirtækið hefur
orðið fyrir miklu tekjutapi að
undanfömu vegna þrenginganna
í Asíu og Rússlandi.
Þýzku sljórnmálaflokkarnir ljúka kosningabaráttunni
Kohl og Schröder
segjast sigrirvissir
Morgunblaðið. Mainz.
ÞÝZKU stjórnmálaflokkarnir
settu í gærkvöldi endapunktinn á
kosningabaráttuna fyrir Sam-
bandsþingskosningarnar á morgun
með fjöldafundum undir berum
himni í nokkrum helztu borgum
Þýzkalands. Helmut Kohl kanzlari
ávarpaði fimmtán þúsund manns á
dómkirkjutorginu í Mainz og um
átta þúsund manns hlýddu á Ger-
hard Schröder, kanzlaraefni Jafn-
aðarmannaflokksins, SPD, í Berlín.
Kohl lagði í málflutningi sínum
ítrekaða áherzlu á að kosningarnar
snerust að þessu sinni um að
ákvarða hvaða stefnu landið fylgdi
inn í hið nýja árþúsund. Valkost-
imir væru hin „svart-rauð-gullna“
stjórn kristilegra demókrata
(CDU) og frjálsra demókrata
(FDP), sem Kohl hefur farið fyrir
undanfarin sextán ár, eða „rauð-
græn“ stjórn jafnaðarmanna og
græningja. Síðarnefndi valkostur-
inn væri skelfilegur, þar sem þeim
mönnum úr hópi SPD og græn-
ingja, sem til stæði að yrðu
ráðherrar ef þessir flokkar
kæmust í aðstöðu til að mynda
ríkisstjórn, væri ekki treystandi til
að veita landinu ábyrgðarfulla for-
ystu.
Schröder gagnrýndi í sínu máli
stjómarferil Kohls harkalega.
„Valið stendur á milli ferskrar
stjórnar með nýjar hugmyndir og
þreyttrar gamallar stjórnar sem
stendur fyrir stöðnun," sagði hann.
Hátt hlutfall óákveðinna kjósenda
veldur því að mjög erfitt er að spá
fyrir um úrslitin en óljóst er hvort
hægt verði að mynda stjóm öðru
vísi en með samstarfi stóru flokk-
anna tveggja, CDU og SPD, þar
sem fylgi litlu flokkanna hefur
mælzt svo lítið.
■ Ný miðja /6