Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ NÚ ÁTTU bara eftir að losa okkur við gargið í bjargfuglinum, Hallur minn. Morgunblaðið/RAX Laus við umferðarhnúta UMFERÐARÞUNGI í höfuðborginni er mikill og þykir mörgum hann hafa aukist undanfarið. Á háannatímum, bæði fyrripart og seinnipart dags, myndast biðraðir við helstu umferðaræðar, sem engar töfralausnir fást við nema þolinmæðin. Fjöl- margir höfuðborgarbúar hafa þó tekið upp hjól- hestinn sem ferðamáta og geta þeir ferðast um borgina frjáisir ferða sinna. Þetta hjólreiðafólk var laust við biðraðir umferðarinnar á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í vikunni. Gunnar Ingi Gunnarsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Segir sig úr Alþýðuflokknum GUNNAR Ingi Gunnarsson, læknir og fyrrverandi formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, hefur sagt sig úr Alþýðuflokknum. Gunn- ar segir að hann geti ekki sætt sig við stefnu sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna í utanríkis- málum, sérstaklega hvað varðar af- stöðuna til varnarliðsins og aðildar að NATÓ. Hann segist vera að íhuga að ganga til liðs við Frjáls- lynda flokkinn. „Eg sé það í hendi mér að stefna þessarar samfylkingar í utanríkis- málum og Evrópumálum er þannig að ég get ekki með nokkru móti ver- ið þar með. Mér fínnst þess vegna eðlilegast að láta strax vita af því og ákvað að segja mig úr flokknum þó það væri ekki til annars en að vekja athygli á því sem mér finnst þama vera að gerast. Ég hef verið í sam- bandi við fleiri alþýðuflokksmenn og það eru allmargir afskaplega óá- nægðir með þennan þátt og mönn- um frnnst að það sé afskaplega mik- ið klúður hvernig að þessu hefur verið staðið. Menn virðast hafa farið fram á völlinn með ófrágengin plögg og ekki getað útskýrt hvað þeir voru að tala um,“ sagði Gunnar Ingi. Utanríkisstefna byggð á sorta fortíðarinnar Gunnar Ingi sagðist hafa gengið í Alþýðuflokkinn vegna þess að hann hefði séð í stefnu flokksins evrópska jafnaðarmennskú þar sem frjáls- lyndi og framsækni væru í öndvegi. Hann sagðist telja fráleitt annað en að ísland eigi að vera virkur þátt- takandi í NATÓ og eðlilegt væri að veita bandalaginu aðstöðu hér á landi. Gunnar Ingi sagðist ennfrem- ur vera óánægður með að samfylk- ingin ætlaði að stíga á bremsurnar varðandi aðild íslands að ESB. Gunnar Ingi sagðist hafa gert sér grein fyrir að þetta sameiginlega framboð kallaði á að flokkarnir þyrftu að gefa eftir í einstökum málum, en fyrir öllu væru takmörk. Þegar utanríkisstefnan væri grund- völluð á kalda stríðs slagorðum úr sorta fortíðarinnar þá gæti hann ekki verið með. Frelsiskvöldverður Davíð Oddsson heiðraður Sigmundur Sigurgeirsson AVÍÐ Oddsson forsætisráðherra verður heiðraður við frelsiskvöldverð Evr- ópusamtaka ungra hægri manna í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8 í kvöld. Evr- ópusamtök ungra hægri manna eru regnhlífar- samtök 37 ungliðahreyf- inga mið- og hægri flokka víðs vegar um Evrópu. Hér á landi eru Samtök ungra sjálfstæð- ismanna aðilar að sam- tökunum. Sigmundur Sigurgeirs- son, formaður utanríkis- nefndar SUS og varafor- maður Evrópusamtak- anna, segir að um alla Evrópu hafí vakið athygli og aðdáun hvernig ís- lenskt efnahagslíf hafí í stjórnartíð Davíðs Oddssonar tekið algjörum stakkaskiptum. Evrópusamtökin telja að Da- víð hafí sýnt fram á að hann sé einn af farsælustu stjórnmála- leiðtogum á Vesturlöndum. Að- gerðir í efnahagslífinu í stjórn- artíð hans hafa skilað vægast sagt frábærum árangri. Af nægu er að taka og er hægt að nefna að dregið hefur verið úr afskiptum hins opinbera af at- vinnulífínu, stuðlað að einka- væðingu og látið af sértækum pólitískum aðgerðum. Hvernig ríkisstjórnunum tveimur undir forsæti Davíðs hefur tekist að ná tökum á ríkisfjármálunum stendur svo auðvitað uppúr.“ - Af hverju er nafnið frelsis- kvöldverður dregið? „Nafnið er dregið af því að við frelsiskvöldverði er fólk heiðrað fyrir að hafa lagt áherslu á frelsi og er þar bæði átt við frelsi ein- staklingsins og markaðarins. Davíð fellur afar vel undir skil- greininguna enda hefúr hann alla tíð verið sérstakur talsmað- ur frelsis og framfara. Þar fyrii- utan hafa stjórnvöld samhliða því að styðja við frelsi og fram- farir sýnt.vilja í verki til að styðja hina verst settu í þjóðfé- laginu. Að hjálpa lítilmagnanum til að sjá sjálfum sér farborða með sómasamlegum hætti.“ - Hefur áður verið efnt til frelsiskvöldverðar? „Já, Evrópusamtök ungra hægri manna hafa í tvígang efnt til frelsiskvöldverðar. Davíð er ekki í slæmum félagsskap því að í fyrra sinnið var Margaret Thatcher heiðruð íyrir fram- göngu hennar í heimsstjórnmálunum. A hinum var Lech Walesa heiðraður fyrir hans frelsisbaráttu á síðasta áratug. Nú er svo komið að Davíð sem sýnir hvað hann er ofarlega í huga manna. Annars er gaman að segja frá því að Davíð Oddsson er heið- ursforseti samtakanna og Marg- aret Thatcher er vemdari. Þess má svo geta að íslendingar, þ.e. SUS, voru stofnaðilar að sam- tökunum í Helsinki árið 1993.“ - Hverjir sitja frelsiskvöld- verðinn? „Fyrir utan íslenska gesti sitja frelsiskvöldverðinn 30 er- lendir gestir úr Evrópusamtök- um ungra hægri manna. Lengst að era komnir ungir hægrimenn frá ísrael og svo kemur stór hópur frá Eystrasaltslöndunum. Eins og íslendingar hafa orðið ► Sigmundur Sigurgeirsson er fæddur 11. maí árið 1970 á Sel- fossi. Sigmundur gekk í Menntaskólann að Laugarvatni og varð stúdent þaðan árið 1990. Hann hefur starfað við fjöl- miðlun, sölu- og markaðsmál hér á landi og í Bandaríkjun- um. Nú starfar Sigmundur við verslunarrekstur á Flúðum og er sölufulltrúi hjá Fínum miðli í Reykjavík. varir við hugsa íbúar í löndun- um afar hlýtt til okkar Islend- inga. Islandsheimsóknin verður í bland glens og alvara fyrir hina erlendu gesti. Efnt var til ráð- stefnu um markaðslausnir í um- hverfismálum í gær. Frelsis- kvöldverðinn sitja væntanlega 150 gestir á laugardagskvöldið. Framkvæmdastjórnarfundur samtakanna verður svo haldinn á morgun. Annars ætlum við að reyna að fara svolítið um með gestina, t.a.m. fer allur hópurinn í Bláa lónið í dag. Eftir helgina fai-a svo þeir sem ekki þurfa að fara strax af landi brott hinn svokall- aða Gullna hring og skoða þá m.a. Gullfoss og Geysi.“ - A hvaða aldrí eru félagar í samtökunum? „Miðað hefur verið við að fé- lagar séu á bilinu 15 til 35 ára.“ - Er faríð fram á kjól og hvítt í kvöld? „Mig minnir að talað sé um snyrtilegan klæðnað.“ - Hvað verður svo á boðstólum? „Ef ég byrja á því að telja upp hverjir flytja ávörp þá er fyrstan að telja Claus Bunk Peterson formann sam- takanna. Eftir að hann hefur lokið máli sínu tekur Hannes Hólmsteinn Gissurarson við og rekur farsælan feril Davíðs. Da- víð tekur því næst sjálfur til máls. Annars verður andrúms- loftið létt og boðið verður upp á skemmtiatriði. Þar er hægt að nefna söng Valgerðar Guðna- dóttur og Garðars Thors Cortes. Maturinn verður auðvitað sér- staklega íslenskur. í forrétt verða kartöfluvöfflur með sítrónulegnum laxi og laxakaví- ar. I aðalrétt verður lamba- hryggvöðvi með brauðskel og í eftirrétt verður passíu-ávaxta- kaka með súkkulaði og Grand Marnier og svo kaffí eftir mat- inn.“ Glens og al- vara fyrir hina erlendu gesti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.