Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
ÞEIR André Bachmann og Kristján Sigurniundsson lofa landsmöiin-
um ósvikinni gleði á nýja hljómdisknum Maður lifandi.
SIGRÚN Hjálmtýsdóttir og Ómar Ragnarsson eru meðal flytjenda á
diskinum.
SALA á nýjum geisladiski ti!
styrktar vangefnum hefst um helg-
ina, en á honum koma sanian yfír
70 listamenn, sem allir hafa gefið
vinnu sína vegna styrktarátaks,
sem ber upp á 40 ára afmæli
Styrktarfélags vangefinna. I kvöld,
laugardagskvöld, kl. 22 verður síð-
an haldinn dansleikur í Súlnasal
Hótel Sögu þar sem flestallir lista-
mennirnir kynna tónlistina á út-
gáfutónleikum.
Ágóðinn til sjúkra-
og iðjuþjálfunar
Titill disksins, sem hefur að
geyma fjórtán í'slensk og erlend
lög, er Maður lifandi og færir van-
gefnum styrk, von og starf að sögn
André Bachmanns tónlistarmanns,
sem átti hugmyndina að útgáfunni.
Agóðinn af sölu disksins fer til
kaupa á tækjum til sjúkra- og
iðjuþjálfunar fyrir vangefna vítt og
breitt um Iandið. André segir að
það sem standi á bak við styrk, von
og starf sé styrkur til að efla van-
gefna, von um betra líf þeirra og
starf til að vangefnir geti verið til
eins og aðrir í samfélaginu, þrátt
fyrir fotlun sína. André segir að
tími hafi verið til kominn að gefa
málefnum vangefinna meiri gaum
og fram að þessu hafi vonir hans
ekki brugðist og vonar hann jafn-
framt að landsmenn muni bregðast
jafn vel við og þeir fjölmörgu tón-
listarmenn sem lögðu málefninu lið.
Hefur mætt góðum skilningi
Hugmyndina að styrktarátakinu
segist André hafa fengið er hann lá
óvinnufær heima hjá sér eftir
Tónlistarmenn
leggj a van-
gefnum lið
bflslys í fyrra. Hann hefur starfað í
sjálboðavinnu fyrir Styrktarfélag
vangefinna og staðið fyrir jólaballi
á Hótel Sögu síðastliðin tvö ár og
segist hafa mætt góðum skilningi
hjá þeim sem hann hafi leitað til
vegna stuðnings við Styrktarfélag-
ið, bæði vegna jólaballanna og
disksins. Fljótlega eftir að André
hugkvæmdist að ráðast í útgáfuna
kynnti hann hugmyndina Styrkt-
arfélaginu og í kjölfarið var stofn-
uð framkvæmdanefnd. I henni áttu
sæti André Bachmann, Árni Schev-
ing tónlistarmaður, Þorgeir Ást-
valdsson útvarpsmaður ásamt
Hafliða Hjartarsyni formanni
Styrktarfélags vangefinna og Krist-
jáni Sigurmundssyni framkvæmda-
stjóra þess.
„Við tókum þá ákvörðun að
semja við Þóri Baldursson tónlistar-
mann um að útsetja lögin á diskin-
um, annast hljómsveitarstjórn og
stjórna upptökum," segir André.
„Eftir að hann var kominn til sög-
unnar fór hugmyndin að fá á sig
raunveruleikablæ því hann fór að
útsetja um leið og söngvararnir
voru valdir af framkvæmdanefnd-
inni. Skemmst er frá að segja að
söngvaramir, sem alls em um 40,
tóku með eindæmum vel í að leggja
vangefnum lið.“ Meðal flytjenda
eru Álftagerðisbræður, Stefán
Hilmarsson, Hljómsveitin Casino og
Páll Óskar, Móeiður Júníusdóttir,
Ómar Ragnarsson, Sigrún
Hjálmtýsdóttir og KK. Björgunar-
sveitir dreifa diskinum víða um
land. Framhaldsskólanemar munu
ennfremur ganga í hús á höfuð-
borgarsvæðinu og selja diskinn.
Markmiðið er að gefa diskinn út í
15-20 þúsund eintökum og fyrstu
eintökin em þegar komin til lands-
ins. „Lögin á diskinum eru heimilis-
væn og útvarpsvæn og henta öllum
aldurshópum, jafnt unglingum sem
öfum og ömmum og öllum þar á
milli.“
Brýnt að finna nýja tekjustofna
Styrktarfélag vangefinna er líkn-
arfélag sem rekið er á fjárlöguin og
á aðild að Landssamtökunum
þroskahjálp og Öryrkjabandalag-
inu. Um 200 manns vinna hjá
Styrktarfélaginu og segir Kristján
Sigurmundsson framkvæmdastjóri
að þjónustan sem veitt sé um 250
skjólstæðingum Styrktarfélagsins
sé meiri en Styrktarfélagið fær
greitt fyrir frá ríkinu. Því þurfi
nokkurt sjálfsaflafé að koma til og
á si'ðustu árum hafi fastir tekju-
stofnar rýmað með vaxandi sam-
keppni annarra félaga og stofnana.
„Það er alltaf aukin samkeppni á
þessum markaði, sérstaklega í sölu
jólakorta og rekstri happdrætta,
sem Styrktarfélagið hafði miklar
tekjur af hér áður fyrr,“ segir
Kristján. „Þegar tekjur af rótgrón-
um tekjustofnum taka að minnka er
mjög mikilvægt fyrir starfsemi
okkar félags að fá gróskumikla
hugmynd og framtakssama menn
sem eru tilbúnir að leggja okkur
lið. Með plötuútgáfunni nú er ekki
verið að höfða eingöngu til fram-
lags fólks heldur fær það eitthvað
fyrir sinn snúð og það held ég að sé
ti'manna tákn. Samtök sem okkar
þurfa að vera í stöðugri leit að nýj-
um fjáröflunarleiðum." Með þessum
orðum á Kristján þó ekki við að
Styrktarfélagið stökkvi á hvað sem
er sem gæti orðið að gulli, því öll
ævintýramennska á sviði Qáröflun-
ar fyrir lfluiarfélög sé afar var-
hugaverð.
„Við erum að treysta á stuðning
almennings og svona líknarfélög
mega ekki við því að lenda í
vafasömum hlutum því þá er orð-
sporið fljótt að falla. Styrktarfélag-
ið hefur starfað farsællega í 40 ár
og aldrei lent í neinu misjöfnu við
fjáröfiun. Það hefur ennfremur not-
ið trausts almennings og okkur er
mjög annt um að varðveita það
traust.“
Fólk
Doktor í
stærðfræði
•HÖSKULDUR Ari Hauksson
varði doktorsritgerð sína í
stærðfræði við Háskóla Kaliforníu
í Santa Barbara (University of
California at Santa Barbara) 4.
september sl. Titill ritgerðarinnar
er „The Basic Attractor of the
Viscous Moore-
Greitzer
Equation“ sem
gæti útlagst
Grundvallar
aðdragandinn
fyrir Moore-
Greitzer jöfnuna
med seigju.
Leiðbeinandi
Höskuldar var
Bjorn Birnir, prófessor vid
stærðfræðideildina í Háskóla
Kaliforníu í Santa Barbara.
Moore-Greitzer jafnan lýsir
flæði lofts í gegnum þotuhreyfla
og í ritgerðinni er fyrst fjallað um
langtímahegðun lausna á þeirri
jöfnu. Þeim niðurstöðum er síðan
beitt til þess að stjórna loftflæðinu
á sem hagkvæmastan hátt.
Höskuldur lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1990. Vorið 1992 lauk hann
sveinsprofi í trésmíði frá
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
og vorið 1994 lauk hann B.S. prófi
í bæði stærðfræði og eðlisfræði frá
Háskóla Island. Höskuldur hóf
doktorsnám sitt haustið 1994 og
lauk því nú fjórum árum síðar.
1. október mun Höskuldur hefja
störf hjá Olsen & Associates Ltd. í
Zurich í Sviss. Þar mun hann
stunda rannsóknir á hegðun
alþjóðlegra gjaldeyrismarkaða og
auk þess að stunda ráðgjöf fyrir
marga af helstu bönkum í Evrópu.
Foreldrar Höskuldar eru
Haukur Björnsson og Kristín
Jónsdóttir. Höskuldur á tvær
systur, Agnesi Kristjónsdóttur og
Herborgu Hauksdóttur, en sú
síðarnefnda stundar nú
doktorsnám við Háskóla
Kaliforníu í Davis. Höskuldur er
ógiftur og á engin böm.
Tryggingafélög um FIB-tryggingar
Kallar ekki
á ráðstafanir
20 lækna vantar til starfa á landsbyggðinni
Landlæknir í
viðræðum við lækna
á Norðurlöndum
ÓLAFUR B. Thors, framkvæmdastjóri
Sjóvár-Almennra, segir að athugun starfs-
manna fyrirtækisins bendi ekld til þess að
þeir þurfi af samkeppnisástæðum að gera
sérstakar ráðstafanir vegna nýrra umsvifa
FIB á tryggingamarkaðinum.
„Skilmálar og verðlagning eru alltaf í ein-
hvers konar endurskoðun hjá okkur og það
er yfirlýst stefna félagsins að láta viðskipta-
menn njóta þess ef afkoman er góð. Okkur
sýnist hins vegar að þau iðgjöld sem
langstærsti hluti viðskiptamanna okkar
borgar, séu fyllilega samkeppnisfær við þessi
iðgjöld og í mörgum tilfellum eru þau lægri,“
sagði Ólafur. „Auk þess eru skilmálar okkar
yfirleitt hagstæðari neytendum en þeir
skilmálar sem ég hef séð frá FIB.
Sannleikurinn er sá að yfir 90% af þeim
heimilum sem tryggja hjá okkur eru með af-
sláttarkjör og menn verða að skoða heildar-
pakkann. Hvað kostar þetta hjá okkur með
þeim afsláttarkjörum sem Sjóvá-AImennar
bjóða og hvað kostar þetta annars staðar?
Það eru þau kjör sem á að bera saman við,“
sagði Ólafur og kvaðst telja að sá saman-
burður sem FIB hefði gert væri ekki raun-
hæfur að teknu tilliti til heildarafsláttarkjara
og tryggingaverndar. „Vegna yfirlýsinga
FIB manna vil ég segja að menn geta ugg-
laust tekið hæsta verð hjá okkur borið það
saman við eitthvert verð hjá þeim og fengið
út að það sé lægra. En það er bara ekki
verðið sem yfir 90% af okkar viðskiptavinum
eru að borga.“
Þjónustuþátturinn
Ólafur sagði að þegar gerður væri saman-
burður á tvenns konar tryggingum þyrfti
líka að taka inn í myndina að þjónustuþátt-
urinn skipti miklu máli. Reynslan sýnir að ef
það verður tjón í heimilis- eða húseigenda-
tryggingum verða menn að geta treyst á
góða þjónustu. „Félag eins og okkar býður
viðskiptavinum aldrei annað en 24 tíma
símavakt, hjálp við að útvega iðnaðarmenn
og svo framvegis."
Gunnar Felixson, framkvæmdastjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar, sagði að þar á
bæ hefðu menn ekkli myndað sér ennþá
skoðun á því hvort þeir ættu að bregðast sér-
staklega við útspili FÍB. „Þetta verður til at-
hugunar en það verða ekki teknar ákvarðan-
ir á næstunni. Við höfum ekki haft tækifæri
og tíma til að meta þetta. Þetta er eins og
hver önnur samkeppni og það er ekkert um
það að segja í sjálfu sér en mér sýnist ekki
að þetta muni hafa mikil áhrif þar sem mér
sýnist bótasvið, a.m.k. heimilistryggingar-
innar, vera þrengra en bótasvið okkar trygg-
ingar.“
ÓLAFUR Ólafsson landlæknir hefur
ákveðið í samráði við heilbrigðisráðherra að
fara til Noregs og Svíþjóðar og ræða við ís-
lenska lækna sem þar eru við störf um hvort
þeir séu tilbúnir til að koma heim og gegna
lausum læknisstöðum á landsbyggðinni. Nú
vantar 20 lækna til starfa á landsbyggðinni
og segir Ólafur að staðan sé verri en hún
hafi verið undanfarin ár.
Ólafur sagði að mikið væri búið að reyna
til að fá lækna til starfa í heilsugæslu á
landsbyggðinni. Sú hugmynd hefði
kviknað að fara sérstaka ferð til annarra
Norðurlanda og ræða við íslenska lækna
sem þar starfa um laus störf á Islandi.
Heilbrigðisráðherra styddi þessa tilraun
eindregið. Ólafur sagðist ætla að kynna
læknunum starfsaðstöðu á íslandi og þær
breytingar sem hefðu orðið í uppbyggingu
heilsugæslunnar. Jafnframt myndi hann
veita þeim upplýsingar um launakjör og
fleira. Hann vildi einnig kynnast þeirra
viðhorfum.
Ólafur sagði að nú væru 20 læknisstöður á
landsbyggðinni lausar, sem væri 17-18% af
öllum stöðum í heilsugæslu á lands-
byggðinni. Hann sagði að á fyrstu árum sín-
um sem landlæknir fyrir aldarfjórðungi
hefði mikill skortur verið á læknum, en með
uPPbyggingu heilsugæslunnar hefði tekist
að bæta ástandið. Nú væri ástandið aftur að
versna.
Los komst á lækna
í kjaradeilunni 1996
Ólafur Oddsson, héraðslæknir á Norður-
landi eystra, sagði að tvo lækna vantaði í
sínu umdæmi, þ.e.a.s í N-Þingeyjarsýslu.
Hann sagðist vonast eftir að búið væri að
leysa þetta mál til bráðabirgða fram til
áramóta, en framtíðarlausn væri ekki í sjón-
máli þrátt fyrir að mikið væri búið að leita
að slíkri lausn.
Ólafur Oddsson sagði að í kjaradeilu ríkis-
ins og heilsugæslulækna árið 1996 hefði
komið nokkurt los á allmarga lækna á lands-
byggðinni og nokkrir hefðu leitað eftir nýju
starfi á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefði tek-
ist að fá jafnmarga lækna til baka síðan.
Hann sagði að talsvert væri búið að gera til
að reyna að bæta starfsaðstæður lækna á
landsbyggðinni. Áhugi væri á að sameina
heilbrigðisstofnanir í meira mæli en þegar
hefði verið gert, en með því móti yrðu lækn-
ar hluti af stærri heild og vaktabyrði lækna
minnkaði. \