Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 íslandssagan breyttist þegar hámark afla var ákveðið haustið 1983. Mörgum sem höfðu helgað líf sitt útgerð fannst undarlegt að fá allt í einu „heimild“ til að veiða minna. En Islendingar urðu að velja hvort þeir vildu halda áfram sífelldum taprekstri í sjávarútvegi eða leita nýrra leiða. Fyrir þjóðina í heild lá beint við að fela þeim sem til þess höfðu getu að sækja fískinn, enda á hún auð í verkþekkingu útvegsfyrirtækja engu síður en í sjónum. En við úthlutun veiðileyfa var líka leitast við að gæta réttlætis og aflahlutur skipa tók því mið af veiði fyrri ára, af atvinnuréttindum útvegsmanna og reynslu. Enginn ræðst í útgerð ef hann sér fram á tap. Líkt og aðrir vilja útvegsmenn njóta verka sinna en þeir þurfa að leggja í mikinn kostnað við starf sitt og taka áhættu. Fjöldi útvegsmanna hefur misst allt í þeirri viðleitni að halda uppi atvinnu í sinni heimabyggð. Með núverandi fískveiðistjómunarkerfi fengu útvegsmenn loks stjórntæki til þess að auka hagkvæmnina. Heildarafli 1978- 1997 íslendingar vilja stjóm á fiskveiðum, ekki aðeins til aS tryggja viðgang helstu nytjastofna, heldur einnig til að tryggja ágóöa af veiðunum. Þrátt fyrir aflahrun og stórfellda skerðingu veiðiheimilda á sínum tíma tókst sjávarútveginum aÖ vinna upp heildarafla flotans meÖ sókn á fjarlæg mið. Þetta var ein meginforsenda þess aö þjóðin stóÖ af sér erfiða tíma í efnahagsmálum og býr nú við góðæri. Stjómvöld ákveða hámarksafla og setja reglur um úthlutun hans. Hlutverk útvcgsmanna er aÖ ná í aflann og breyta honum í raunvemleg vcrðmæti. Þegar ekkert veiðist er talað um daufian sjó, en líka er talað um dauðan sjó í logni. ÚtgerÓ kallast útbúnaður sjómanns eða báts, það að gera út skip til veiða er líka kallað útgerð, sem og fyrirtækið eða stofnunin sem það gerir. Heimild: Útvegurinn 1997, Fiskifélag íslands, 1998. Um þjóðareign og atvinnuréttindi má lesa nánar í grein Sigurðar Líndal „Nytjastofnar á íslandsmiðum - sameign þjóðarinnar44, 1998. Þessi auglýsing er liður í fræðsluátaki Landssambands íslenskra útvegsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.