Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson RAGNAR Heiðar Sigtryggsson á Fremstagili hugar að marki á folaldi. Stóðréttir í Skrapatungu Blönduósi - Hrossaréttir voru í Skrapatungurétt í utan- verðum Laxárdal í A-Húna- vatnssýslu um sl. helgi og var margt um menn og hross. Smölun gekk vel og tóku margir aðkomumenn þátt í smölun og réttarstörfum í mildu síðsumarveðri. Hrossasmölun og réttir eru í hugum margra sambland al- vöru og gleði. Haustið er nánd, veturinn bíður handan við hornið óræður sem fyrr. Eftir- Margt um manninn og hestinn væntingin er líka mikil. Hvem- ig skyldi folaldið hennar Blesu hafa dafnað í afréttinum í sum- ar? Um hugann fer margt þeg- ar stóðið rennur til réttar með taktföstum, sefjandi skrefum eftir að mesti móðurinn hefur mnnið af mönnum og hestum. Þegar til réttar er komið og farið að „draga“ hrossin í dilka, byrja átökin fyrir alvöru. Marg- ur góðbóndinn kemur heim með hófaför á bringu eða baki, húf- ur og gleraugu skilja við eig- endur sína og margur vasapel- inn glatar notagildi sinu og innihaldi á engri stundu. Einum bónda í Langadal varð að orði þegar tíu stæltar stóðmerar pgjSg STÓÐIÐ rennur með taktföstum skrefum út Laxárdal á Ieið til réttar í Skrapatungu. ættaðar úr sama dal þrýstu honum með samstilltu átaki að réttarveggnum með þeim af- leiðingum að glerfleygur með skosku kornvíni hrökk í sundur og innihaldið lak niður í al- menninginn: „Eg hef víst orðið fyrir 1jóni.“ Morgunblaðið/Silli NÝTT merki Borgar- hólsskóla. Nýtt_ merki Borgar- hólsskóla Húsavík - Borgarhólsskóli á Húsavík bauð til fagnaðar ný- lega til að kynna þær bygg- ingar sem nú er nýlokið við skólann og úrslit samkeppni sem efnt var til á sl. vori um merki fyrir skólann. Skólastjórinn, Halldór Valdimarsson, sagði að fleiri tillögur um merki hefðu borist en búast hefði mátt við en aUs bárust 70 tillögur frá 27 höf- undum. Dómnefnd skipuð valin- kunnum mönnum hefði verið vandi á höndum en hefði úr- skurðað sigurvegarann Bald- ur Kristjánsson frá Hólma- vaði og voru honum veitt sig- urlaunin. Viðstöddum voru síðan boðnar veitingar og sýndi Halldór skólastjóri þeim skól- ann. f honum eru alls 25 kennslustofur, góð vinnuað- staða fyrir kennara auk sam- komusalar. Aðeins væri ein grein skólastarfsins ekki búin að fá þá aðstöðu sem henni væri ætluð en það væri verk- menntunin. Gert væri ráð fyr- ir að úr því yrði bætt á næsta ári. Þróunarverkefni í ísfírskum iðnaði Hæfni fyrirtækja aukin Ísafírði - Gengið hefur verið frá ráðningu Sig- urðar Jónssonar, skipatæknifræðings og núver- andi framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinn- ar hf., á ísafirði á tæknideild 3X-Stáls ehf., á ísafírði og mun hann hefja störf á hinum nýja vinnustað um næstu mánaðamót. Góð verkefnastaða hefur verið hjá 3X-Stál ehf. frá því fyrirtækið var stofnað og að undan- fömu hefur þeim fjölgað til muna. í kjölfar stofnunar dótturíyrirtækis í Garðabæ, Stálnausts ehf., hafa verkefnin enn aukist og þá sérstaklega hvað varðar hönnunarvinnu. Meðal verkefna fyrirtækisins í dag má nefna smíði á fullkominni bolfisklínu fyrir togarann Pál Pálsson ÍS, en sá búnaður verður settur í skipið á næstu vikum. Að því verki koma ýmis fyrirtæki á norðanverðum Vestfjörðum m.a. Vélsmiðjan Mjölnir hf. í Bolungarvík og Póls hf., Eiríkur og Einar Valur hf. og Skipasmíða- stöðin hf. á Isafirði. Þá er undirbúningsvinna við byggingu á nýrri rækjuverksmiðju í Kanada vel á veg komin en það verkefni er eitt það viðamesta sem 3X-Stál hf. hefur tekið að sér til þessa. Skipasmíðastöðin hf. og 3X-Stál ehf. hafa undanfarin ár stundað umfangsmikla vöruþró- unarvinnu, hvort á sínu sviði og hafa fyrirtækin nú ákveðið að gera með sér samkomulag um sérstakt þróunarverkefni sem miðar að því að stórauka firamleiðni í þeim verkum sem þau eru að vinna að, m.a. með aukinni notkun á tölvu- studdri hönnun og framleiðslu. Tilgangur verk- efnisins verður að auka hæfni fyrirtækjanna til að taka að sér flóknari verkefni m.a. í tengslum við fiskiskip, nýsmíði og breytingar. Markmiðið er að byggja upp þekkingu og tækjabúnað til að gera það Ideift að vinna samhliða ýmis verkefni sem hingað til hefur þurft að vinna hvert á eftir öðru. Með því ráðgera forsvarsmenn fyrirtækj- anna að hægt sé að stytta verktíma að lágmarki um 25% og lækka vinnukostnað um 20% að lág- marki. Það er sannfæring forsvarsmanna fyrirtækj- anna að mikilvægt sé fyrir ísfirsk iðnfyrirtæki að taka höndum saman um að innleiða nýjustu þekkingu og tækni í hönnun og framleiðslu. Þannig geti þau samnýtt krafta sína til að ná samkeppnisforskoti, hvert á sínu sviði. Endurbæt- ur á „litlu bryggj- unni“ Stykkishólmi - Nú er verið að byggja „litlu bryggjuna" í Stykkishólmi upp í þriðja skipti frá því hún var upphaflega byggð, en hún er gömul stein- bryggja. Hún hefur alltaf verið með sama hallandi sniðinu enda mikill munur á milli flóðs og fjöru í Stykkishólmi. Nú er verið að gjörbreyta bryggjunni vegna breyttra aðstæðna og krafna. Má segja að verið sé að byggja nýja bryggju, þar sem gamla bryggj- an verður innan í þeirri nýju. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason MIKLAR hafnarframkvæmdir eru í Stykkishólmi. Verið er að endur- byggja „gömlu bryggjuna" frá grunni, bæði að lengja hana, breikka og hækka. Að framkvæmdum loknum mun öll aðstaða fyrir smærri báta við löndun batna. Þetta verður harðviðarbryggja að mestu leyti auk þess er hún hækkuð upp úr sjó, lengd og breikkuð um helming. Bryggju- kantar verða 115 m. Mesta lengd bryggjunnar er 60 m og breiddin 15 m. Sem fyrr er bryggjan aðallega hugsuð fyrir smærri báta til löndunar. I tengslum við endurbæturnar var farið út í 1.500 fermetra landfyllingu á milli „litlu“ og „stóru“ bryggju til að bæta athafna- svæðið. Framkvæmdin var boðin út í tvennu lagi. Annars vegar land- fylling og það verk var unnið af Stefáni Björgvinssyni í Stykkis- hólmi og hins vergar sjálf bryggjusmíðin. Verktaki í þeim áfanga er Guðlaugur Einarsson frá Sauðárkróki. Reiknað er með að verkinu Ijúki í lok októ- ber og áætlaður kostnaður er um 30 milljónir kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.