Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Lögfræðingar Clintons vilja semja við Paulu Jones LÖGFRÆÐINGAR Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, kanna nú hvort grundvöllur sé fyrir því að semja við Paulu Jones þannig að hún fáist til að láta mál sitt gegn forsetanum niður falla og að með því takist að binda enda á málið sem hóf það gjömingaveður sem um for- setann og embætti hans hefur stað- ið síðan í janúar. Máli Jones var vísað frá fyrr á ár- inu en lögfrseðingar Clintons leggja nú áherslu á að fá lögmenn Jones til að ganga til samninga áður en áfrýj- unardómstóll tekur afstöðu til þess í næsta mánuði hvort ákæra Jones á hendur forsetanum um kynferðis- lega áreitni verður aftur tekin fyrir. Fyrir ári hafnaði Jones boði forset- ans um 700.000 dollara greiðslu, um 50 milljónir ísl. króna, vegna þess að hún vildi að forsetinn viður- kenndi að hafa áreitt hana og bæð- ist afsökunar. Stuttu áður en máli hennar var vísað frá í febrúar gáfu lögfræðingar hins vegar til kynna að Jones kynni að sættast á 900.000 dollara, um 65 milljónir ísl. kr. Hvorki lögfræðingar Clintons né Jones vildu tjá sig mikið um þessar þreifíngar en The Washington Post telur samkomulag nú báðum nokk- uð í hag. Nýlegar játningar Clint- ons þess efnis að hann hefði ekki verið fyllilega hreinskilinn þegar hann tjáði sig um sambandið við Lewinsky í vitnisburði sínum í Jo- nes-málinu í janúar hafa fært lög- fræðingum Jones nokkur vopn upp í hendurnar og hafa þeir rætt um að ákæra þyrfti Clinton fyrir að sýna réttinum í máli Jones lítilsvirðingu. Á hinn bóginn er talið að lögfræð- ingar Clintons bendi á að Monica Lewinsky var ekld til umfjöllunar í Jones-málinu og að ummæli Clint- ons á þeim vettvangi um samband þeirra skipti því litlu máli. Þar að auki er talið líklegt að Jones myndi gjarnan sættast á greiðslu frá for- setanum nú því hún hefur átt í mikl- um fjárhagsei’fíðleikum upp á síðkastið eftir að eiginmaður henn- ar, Steve, var rekinn úr starfí. Segir The New York Times að lögfræðingar Jones hafí sagt að Jo- nes sé tilbúin að láta málið niður falla, og það án þess að Clinton þurfí að biðjast afsökunar, sam- þykki forsetinn að gi'eiða eina millj- ón Bandaríkjadala, um 70 milljónir fsl. kr. Lögmenn forsetans munu hins vegar hafa boðið helming þeirrar fjárhæðar. Ekki er víst að Clinton væri laga- lega sloppinn fyrir horn semdi hann við Jones en heimildarmenn The New York Times sögðust telja að sú reiði sem ríkir í garð forsetans gæti farið dvínandi takist samningai' við Jones. Stríð Clintons við þingið Dómsmálanefnd Bandaríkjaþings ræddi í gær hvort gera ætti opin- beran afganginn af gögnum sem Kenneth Starr sendi þinginu fyrir tveimur vikum. Voru skiptar skoð- anir um málið og deildu demókratar innbyi'ðis um hvernig tekið skyldi á því. Repúblikanar deila einnig inn- byrðis um það hvort Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildar þingsins, sé orðinn of sýnilegui' í stríðinu um það hvort höfða eigi mál gegn for- setanum til embættismissis. Var Henry Hyde, foi-maður dömsmála- nefndai-innar, spurður að því á fimmtudag hvor þeirra myndi stjórna rannsókn á hendur forset- anum, fari svo að slík rannsókn verði samþykkt, og sagði hann að hann myndi stýra henni, ekki Gingrich. Stuðningsmenn Clintons leggja nú alla áherslu á að telja fulltrúa á Bandaríkjaþingi á að láta sér duga að samþykkja vítur á hendur forset- anum. Staðfesti Marsha Berry, fréttafulltrúi Hillary Clinton, í gær að forsetafrúin hefði undanfarna daga sjálf haft samband við þing- menn demókrata til að afla eigin- manni sínum stuðnings. Fréttaskýrendur The Was- hington Post telja að forsetinn standi talsvert betur nú en fyi'ir viku enda sýna skoðanakannanir að almenningur í Bandaríkjunum styð- ur forsetann og þar að auki virðist sem demókratar, sem fyrir nokkru virtust ætla að þvo hendur sínar af Clinton, hafi aftur tekið forsetann í sátt, að einhverju leyti a.m.k., og telji vítur nægjanlega refsingu handa forsetanum. „Menn eru miklu bjartsýnni nú á að forsetanum takist að hafa betur í þessum slag,“ sagði Leon Panetta, fyrrverandi starfsmannastjóri í Hvíta húsinu, sem þykir einmitt gott dæmi um mann sem lengi vel gagnrýndi forsetann fyrir að gera ekki hreint fyrir sínum dyi-um en beitir sér nú af hörku fyrir því að forsetanum verði gert kleift að sitja áfram í embætti. opidtil hi. io.ao ð laugðrdöQum. PoaaSL S*wJCW augaö Gleraugnaverslun Kringlunni 10% afsláttur vikuna 26 sept - 3 okt. Munið námskeiðin í trémálun og postulínsbráðu Gefðu persónulega jólagjöf Gefðu þína gjöf Opið laugrd. til kl. 16.00 Föndur Faxafeni 14 Húsið sími 581-2121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.