Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 28

Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 28
28 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fellibylurinn Georg veldur usla í suðurhluta Flórída Hefur kostað á þriðja hundrað mannslíf Miami. Reuters. FELLIBYLURINN Georg gekk yfir eyjar við suðurodda Flórída í gær eftir að hafa kostað að minnsta kosti 240 manns lífið síðustu fimm daga á eyjum í Karíbahafi. Vind- hraðinn var mestur um 160 km á klukkustund í gær og fellibylurinn olli flóðbylgju við strendur Flórída. Fellibylurinn náði yfir 480 km langt svæði og hans gætti frá suður- hluta Kúbu til Palm Beach á Flórída. Talið var að hann myndi valda mestu tjóni á eyjunni Key West, sem er þekkt fyrir lista- mannanýlendu sína. Milljónir íbúa suðausturstrandar Flórída vörpuðu öndinni léttara í gær þegar fellibylurinn færðist vest- ur á bóginn, þannig að óveðrinu slot- aði í Miami og Fort Lauderdale. Yftrvöld hvöttu þó íbúana til að halda sig innandjra. Jón Sullenberger, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Miami, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hvöss austanátt hefði verið í borginni og nágrenni hennar í fyrrinótt. Vind- hraðinn hefði verið mestur um 70-90 km á klukkustund en svæðið hefði sloppið að mestu við úrhellið sem fylgdi fellibylnum, en mesta rigning- in var sunnan við hann. Rafmagnslaust var víða í Miami, m.a. í húsi Jóns, en rafmagn komst á síðdegis í gær að íslenskum tíma. Jón kvaðst hafa búið sig vel undir óveðrið, neglt fyrir glugga, tekið allt lauslegt inn og birgt sig upp af mat- vælum. Flestir íbúar svæðisins hefðu birgt sig upp af nauðsynjavör- um á þriðjudag og miðvikudag til að vera ekki á síðustu stundu með inn- kaupin eins og henti marga þegar fellibylurinn Andrés gekk yfir Flórída árið 1992. Georg er fyrsti fellibylurinn sem hefur ógnað Flórída frá 1992, en tjónið sem Andrés olli þá var metið á 25 milljarða dala, 1.800 milljarða króna. Götur í bæjum og borgum suður- hluta Flórída voru nánast mannlaus- ÞESSI mynd var tekin í auga fellibylsins Georgs úr banda- rískri flugvél sem fylgdist með óveðrinu í gær. ar í gær. Skólar voru lokaðir, starf- semi fyrirtækja lá niðri og hlerar voru fyrir gluggum verslana og íbúðarhúsa. Gífurleg eyðilegging Tölur yfir manntjónið á eyjunum í Karíbahafi hækkuðu verulega í gær. Embættismenn á Haítí sögðu að a.m.k. 87 manns hefðu beðið bana þar og 34 til viðbótar væri saknað. FeOibylurinn kostaði a.m.k. 134 lífið í Dóminíska lýðveldinu. Rafmagnslaust var víða í Dóminíska lýðveldinu og margir bæ- ir voru einangraðir vegna flóða. Áætlað var að 90% landbúnaðarupp- skerunnar hefðu eyðilagst. Forseti landsins, Leonel Femandez, lýsti yf- ir neyðarástandi og óskaði eftir er- Reuters ÍBÚAR Holguin á Kúbu virða fyrir sér tré sem rifnaði upp með rót- um í fellibylnum þegar hann gekk yfir eyjuna í fyrradag. lendri aðstoð. Að minnsta kosti 100.000 íbúar Dóminíska lýðveldis- ins misstu heimili sín. Þúsundir manna misstu einnig heimili sín á Haítí og fellibylurinn eyðilagði þar 80-85% landbúnaðar- uppskerunnar. Að minnsta kosti 11 manns biðu bana af völdum fellibyls- ins í Púertó Ríkó. Fjórir létu lífið á eyjunni St. Kitts á sunnudag og tveir í Antigua og Barbuda. Fellibylurinn kostaði a.m.k. þrjá lífið á Kúbu og rúmlega hálf milljón manna dvaldi þar í bráðabirgðaskýlum. Trimble enn gagn- rýndur DAVID Trinible, forsætisráð- herra á N-írlandi og leiðtogi stærsta flokks mótmælenda (UUP), var í gær gagnrýndur af aðstoðarforsætisráðherra sínum Seamus Mallon, sem er varaleiðtogi flokks hóf- samra kaþ- ólikka (SDLP), fyrir að standa í vegi f'yrir því að ríkis- stjóm taki til starfa. Valda orð Mallons enn meiri áhyggjum en ummæli Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Féin, í sama dúr fyrr í vik- unni, enda hefur samstarf Mallons og Trimbles þótt með ágætum og báðir eru þeir full- trúar hófsamari aflanna á N- Irlandi. Mallon sagði í viðtali við The Irish News í gær að ekki væri hægt að hrinda öðrum ákvæðum Belfast-samkomu- lagsins frá páskum í fram- kvæmd fyrr en stjórn hefði verið skipuð, stjórnmálamenn á N-írlandi gætu ekki ákveðið að hrinda einungis í fram- kvæmd þeim ákvæðum sem þeim líkaði persónulega vel við. Sambandssinnar hafa ít- rekað krafist þess að IRA hefji afvopnun áður en ríkis- stjórn tekur til starfa með að- ild Sinn Féin. Sambandssinnar gera aðsúg að Trimble Trimble á nú undir högg að sækja frá báðum áttum því á miðvikudag gerðu sambands- sinnar í hans eigin kjördæmi að honum aðsúg er hann átti fund með leiðtogum Oraníu- reglunnar í Portadown. Finnst þeim, andstætt Adams og nú Mallon, sem Trimble hafi gengið of langt í samkomu- lagsátt við kaþólikka. 0DYRT -og ftfaðíð bætiefnum! Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld. Hlýru 100. NÓATÚN HJörtu pr.Hg Innmatur ur haustslatrun NOATUN NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRAB0RG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERHOLTI 6, M0S. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.