Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fjárlagagerðin verður prófsteinii á vinstra samstarf í Svíþjóð
Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö.
VIÐRÆÐUR sænskra jafnaðar-
manna við flokksforystu Vinstri-
flokksins og Umhverfisflokksins
hafa staðið síðan um miðja vikuna,
en enginn þessara aðila vill láta
neitt uppi um inntak þeiira eða
hvernig þeim miði. Fyrsta verkið
er að koma saman fjárlögum, sem
verða að vera tilbúin 13. október. I
gær var bent á í leiðara Dagens
Nyheter að það væri eðlilegra að
flokkarnir þrír mynduðu stjóm
saman í stað þess að stuðnings-
flokkarnir tveir gætu dinglað
ábyrgðarlausir utan stjómar. I
leiðai-a Svenska Dagbladet var
spurt hvort nytsami fávitinn í um-
ræðunum væri ekki Göran Persson
forsætisráðhema, því án hans
hjálpar gæti hinn endurreisti
kommúnistaflokkur, Vinstriflokk-
ur, aldrei látið sig dreyma um að
komast til valda og áhrifa.
Raunsæi í stað
einstrengingsháttar
Strax eftir kosningar vék rauði
jakkinn með djúpa v-hálsmálinu og
eldrauði varaliturinn. Gudran
Sehyman birtist með mildari vai'a-
lit í bláröndóttri prúðlegri skyrtu
upp í háls og dökkbláum Hvatar-
jakka. Slagorð og kröfur sem
streymt hafa yfir rauðu varimar
undanfama mánuði voru þögnuð
og í staðinn komin varfærnisleg
orð í stíl við nýja klæðnaðinn.
Viðmælendurnir þrír taka allir
varlega til orða, en em sammála
um að fjárlagagerðin sé prófsteinn
frekara samstarfs. Líkt og litlu
flokkamh- tveir tekur Göran Pers-
son undir að markmiðið sé sam-
starf út allt kjörtímabilið, en ekki
að tjaldað verði til einnar nætur.
Fjárlagagerðin verður áhuga-
verður prófsteinn, bæði fyrir flokk-
ana sjálfa, Svía og umheiminn, því
þar með verður ljóst hvers megi
vænta. Birger Schlaug, talsmaður
Umhverfisflokksins, segir að flokk-
urinn muni ekki setja neina eina
kröfu á oddinn. Um leið er Ijóst að
Línudans jafnaðar-
manna í undirbúningi
fyn-i einstrengingsháttur, sem áð-
ur hefur staðið í vegi fyrir sam-
vinnu við flokkinn, hefur verið
lagður af og raunsæi á að vera ofan
á. Sama virðist gilda
fyrir Vinstriflokkinn,
þar sem Schyman hef-
ur sagt að íjárlagara-
mminn sé ljóslega þeg-
ar fastur, svo ekki sé
þess að vænta að flokk-
urinn komi miklu að
nú. En hvort flokks-
stjórnin og óbreyttir
flokksmenn fylgja
þessari hugarfars-
breytingu á enn eftir
að koma í Ijós. í báðum
flokkum heyrast nú
þungar áhyggjuraddir
um að flokkarnir ráði,
ekki formennimir.
Ekkert hefur verið
látið uppi um einstök
efnisatriði viðræðn-
anna, en viðmælendurnir þrír tala
um fimm kjamaefni: Efnahags-
stefnu, atvinnusköpun, tekjuskipt-
ingu og réttlæti, umhverfismál og
jafnrétti. Vinstriflokkurinn hefur
nokkur hjartansmál. Samkvæmt
þeim má ekki kæfa efnahagsupp-
sveifluna með aðhaldsaðgerðum og
aukin atvinna verður að vera mark-
miðið umfram allt annað. Bæjar-
og sveitarstjómir eiga að fá meira
fé og fleira starfsfólk. Atvinnu-
stefnan á að verða grænni og
markvissari, meðal annars með
auknum sköttum á stórfyiártæki og
skattalækkunum fyrir lítil fyrir-
tæki. Strax í haust vill flokkurinn
ákvörðun um 35 tíma vinnuviku.
GÖRAN Persson,
forsætisráðherra
Svíþjóðar.
Tekjuskiptingu verður að breyta,
lækka allar greiðslur fyiir félags-
iega þjónustu og hækka félags-
tryggingabætur. Aliar pólitískar
ákvarðanh’ eiga að
miða að því að efla vald
kvenna og alþjóðlega
samstöðu, hið síðast-
nefnda með því að auka
þróunaraðstoð og
hætta vopnaútflutn-
ingi. Hið efnahagslega
vald á að verða
lýðræðislegra og
styrkja á vinnuréttinn.
Eins og sjá má em
vinstri hjartansmálin
enn mjög hlaðin
vinstra gildismati, sem
gæti gert Göran Pers-
son erfitt um vik ef
hann ætlar sér bæði að
forðast of sterkan
rauðan lit á stjómina
og halda samstarfinu.
Schlaug hefur talað um að öll mál
verði að meta frá sjónai’horni
barna og jafnréttisstefnu. Ýmsir
velta fyrir sér að Schlaug sé í raun
nær jafnaðarmönnum en Schyman.
Pað vakti til dæmis athygli að
Schlaug var fyrst boðið að ræða við
Persson. Einnig er það alkunna að
Persson á erfitt með að starfa með
kvenfólki. Því gæti verið að
Schlaug og Persson næðu betur og
fljótar saman og mynduðu saman
bandalag til að skikka Schyman á
sína línu, sem væri þá efnahags-
lega aðhaldssöm og með minni
vinstrislagsíðu. Persson hefur
þvertekið fyi-ir að mynda sam-
steypustjórn. Hins vegar hefur
Lagerútsala
á vegg- og gólfflísum
verö frá kr. 500 pr m2
20% afsláttur á flísalími og fúgum
Handlaugar margar stærðir.
Verö frá kr. 1000,-
Salerni frá kr. 15.505,- m/setu
Baðkör 170x71 frá kr 9.591,-
til kl. 21 öll kvöld
oðsmenn um allt land
METRO - NORMANNem
Hallarmúli 4 • 108 Reykjavík • Sími: 553-3331 • Fax: 581-2664
Schyman í vikunni ekki viljað við-
urkenna að það mál sé útrætt.
Vinstriflokkurinn:
Frá óánægju til ábyrgðar?
„Valdið til fólksins" gat að lesa á
auglýsingasúlum daginn eftir kosn-
ingarnar í stað fiokksauglýsinga frá
deginum áður. Það var þó ekki
Vinstriflokkurinn sem hafði lagt
súlumar undir sig, heldur súkku-
laðiframleiðandi. Andlega er fiokk-
urinn þó á þessari gamalkunnu
línu, en þarf nú að takast á við
áþi-eifanleg stjórnmál, ekki aðeins
slagorðagerð. I leiðara Dagens Ny-
heter í gær var hvatt til þess að
hlutverk Schymans yrði gex-t sýni-
legt með því að draga Vinstriflokk-
inn inn í stjómina, enda eðlilegt
fyrst allir aðilar töluðu um langtíma
samstarf. Eina sem uppfyllti slíkt
væri samsteypustjóm, þai' sem
bæði fæm saman völd og áhrif.
I leiðaranum er bent á að ljós-
lega væri þægilegt fyrir Persson
að vera með einn flokk í stjórn, en
spurt var hvers vegna Vinstriflokk-
urinn sæktist ekki eftir stjómar-
setu, augljósri tryggingu fyrir
langtíma samstarfi. Schyman
mætti líka vera í fersku minni
hvernig jafnaðarmenn notuðu
stuðning Vinstriflokksins aðeins til
bráðabirgða eftir stjórnarskipti fi'á
hægri stjóm til jafnaðarmanna-
stjórnar 1994 og sviku svo flokkinn
1995. Svarið væri ljóslega að flokk-
urinn sé vanur að nærast á
óánægju, ekki ábyrgð, og svikin
1995 hafi í raun byggt upp fylgi
flokksins.
Leiðari Svenska Dagbladet rifj-
ar upp hugtakið „nytsamur fáviti"
sem Lenin hafi notað um fólk utan
kommúnistaflokksins, sem flokkur-
inn hafi nýtt án þess að viðkomandi
áttuðu sig á því. Þar sem Persson
hafi ekkex't takmark með valdi
annað en valdið í sjálfu sér muni
Vinstriflokkurinn hafa góð tök á
stjóminni. Vísast komi í ljós að
nytsami fávitinn í þessu spili verði
Persson sjálfur.
ESB - EMU - Nato
„EMU og Nato era úr sögunni,"
sagði Birger Schlaug sjálfsöruggur
er hann labbaði eftir götu í Stokk-
hólmi með hersingu fjölmiðlafólks í
eftirdragi. Þegar fréttamaður
hváði útskýrði Schlaug að Persson
hefði lofað að hvorki sænsk aðild
að Evrópska efnahags- og mynt-
bandalaginu, EMU né Nato yi-ði
tekin upp á kjörtímabilinu. Líkt og
Schyman er Schlaug einlægur and-
stæðingur beggja bandalaga og
Evrópusambandsins. I Evróp-
umálum leggur hann til að Svíar
hafi uppi gagnrýnan uppi-
vöðslutón og ki-efst þjóðarat-
kvæðagreiðslu um EMU. „Það á
ekki að lauma Svíum þar inn,“
undirstrikar hann.
Þessi orð era nóg til að kalla
fi-am gæsahúð í hópi þeirra jafnað-
armanna, sem leiða Evrópumálin. I
Svíþjóð er til dæmis mikið af æðstu
embættismönnum utamíkisráðu-
neytisins yfirlýstir jafnaðarmenn,
sem starfa þar sökum flokks-
tengsla. Þar ríkir nánast ótta-
blandinn spenningur að sjá hvaða
áhrif stjórnarsamstai’f við flokkana
t\m muni hafa á sænska stefnu í ut-
anríkismálum. Það verður heldur
ekki auðvelt fyi-ir sænsku stjórnina
að halda trúverðugleika erlendis
með rauðustu stjórn Evrópu og
stærsta evrópska vinstriflokkinn í
valdamiðjunni. Samkvæmt fréttum
Aftonbladet hyggst Pei'sson halda
utanríkis-, varnar- og Evrópumál-
um utan viðræðnanna.
Vandamálið Göran Persson
Göi-an Persson forsætisráðhema
hefur alla vikuna forðast fjölmiðla
og ákafar spurningar þeirra um
stjórnarsamstarfið og fylgishran
jafnaðarmanna um tæp níu pró-
sentustig í 36,6 prósent, metlélega
niðm-stöðu. í dag verður rætt við
hann í sænska útvarpinu, sem er
fyrsta viðtalið eftir kosningarnar.
En í flokknum er umræðan þegar
hafin. I grein í Dagens Nyheter í
vikunni eftir Bo Södei-sten prófess-
or í hagfræði og fyrrverandi þing-
mann jafnaðai’manna er tónninn
fyrir komandi umræður þegar
sleginn í fyrirsögn greinarinnar:
„Göran Persson er vandamál fyrir
Jafnaðarmannaflokkinn". I grein-
inni er því haldið fram að máttur
Perssons hafi minnkað vegna
fylgishi-unsins og leiðtogahæfi-
leikar hans verði nú dregnir í efa.
Þetta leiði óhjákvæmilega til um-
ræðna um „vandamálið Göran
Persson". Söderström álítur það
skort á dómgreind að stefna á
samstarf við tvo áðurnefnda
flokka. Hluti af ógæfunni sé
einnig hve blaðamenn hafi tekið
máttleysislega á óábyrgum mál-
flutningi Gudrun Schyman.
Þótt hægrivængurinn hafi eflst
mun það án efa verða rætt að
Hægriflokkurinn skyldi ekki njóta
meira góðs af jafnaðai’mannahrun-
inu. Carl Bildt formaður Hægri-
flokksins hefur verið næstum jafn
þögull og Persson, aðeins rætt um
fylgishran jafnaðannanna og upp-
sveiflu kristilegi'a, en ekki fjallað
um niðurstöðu eigin flokks. Hver
kosningaáhrifin verða þar er því
enn óljóst.
38 fórust í flugslysi 1 Norður-Afríkii
Orsök slyss-
ins ókunn
Madrid, Rabat. Reuters.
ENGINN komst lífs af þegar
farþegaflugvél spænska flugfélags-
ins Paukn Air, nxeð þrjátíu og átta
manns innanborðs, ílaug inn í
klettabelti næn-i Miðjai'ðai’hafs-
strönd Marokkó í gærmorgun. Var
flugvélin á leið frá Malaga á Spáni
til Melilla í Norður-Afríku.
Flugvélin, sem var af gerðinni
British Aerospace 146-100 og get-
ur tekið um áttatíu farþega, hafði
verið á lofti í um þrjátíu mínútur
þegar hún hvai'f skyndilega af
skjám spænskra flugumfei'ða-
stjóra. Hafði hún flogið inn í
klettabelti í Farkhana-fjalla-
svæðinu, þrjátíu kílómetra norður
af Nador-borg í Marokkó og í um
tuttugu kílómetra fjarlægð frá
flugvellinum í Melilla.
Erfiðar aðstæður hömluðu
björgunarstarfi en flugvélin fórst á
sti’jálbyggðu fjallasvæði. Ekki er
vitað um orsök slyssins en veður
mun hafa verið gott á þessu svæði
er slysið átti sér stað. Sögðu
spánskir stjórnarei'indrekai' að
flestir farþeganna hefðu verið
spænskir þjóðvarðliðar búsettir í
Melilla en einnig er talið að nokkrir
Marokkó-búar hafi verið um borð.
Melilla er tólf kílómetra svæði sem
tilheyrir Spáni en Marokkó hefur
gert kröfu til þess.