Morgunblaðið - 26.09.1998, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ
32 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
Fóstur-
dóttir í
afmælisgj öf
Draumur Jóhönnu Gunnlaugsdóttur
varð að veruleika þegar hún heimsótti
„fósturdóttur“ sína á Spáni í fyrsta sinn
eftir fjögur ár - einmitt á afmælisdegi
sínum. Stefán Stefánsson fékk að heyra
ferðasögu hennar og um hvernig
sé að heimsækja SOS-barnaþorp.
SPÁNVERJAR hafa upp-
lifað örar breytingar í landi
sínu síðustu áratugi, flestar
í átt að meiri velmegun. En
gæðunum er misskipt og oftast eru
það börnin, sem lenda á milli.
Á áttunda áratugnum voru sam-
tökin SOS-barnaþorp stofnuð í því
skyni að setja upp sérstök þorp fyr-
ir börn í neyð og biðlað til fólks í
fjarlægum löndum að rétta hjálpar-
hönd. Fólk hefur rétt fram höndina
og þorpin eru nú á fjórða hund-
raðið, dreift í 128 lönd. Hér á iandi
hófst undirbúningur að stofnum
deildar 1989 og fjórum árum síðar
byrjaði starfsemin af fullum krafti.
Sama ár var slíkt þorp stofnað í
Villamayor í Aragonhéraðinu, um
10 kílómetra norðan við stórborg-
ina Zaragossa á Spáni norðanverð-
um. Þar var tekinn til gagns gamall
bóndabær, sem stóð á tæplega níu
ferkílómetra svæði og skyldi
byggja til að byrja með tólf hús,
skóla, ldrkju og sérstakan skóla
fyrir böm sem eiga erfitt með að
læra auk þess, sem menn dreymdi
um íþróttasvæði og sundlaug.
Þar sem
neyðin er mest
Jóhanna Gunnlaugsdóttir sat við
vinnu sína á Sammvinnuferðum-
Landsýn á Akureyri 1993 þegar
einn vinnufélagi hennar var að
skrifa bréf til stúlku, sem hann hef-
ur stutt í gegnum SOS-barnaþorp-
in. „Mér fannst þetta mjög góð
hugmynd og langaði að leggja mitt
af mörkum til að styðja bam, sem
þarfnast þess svo sannarlega, svo
að ég dreif í því að sækja um,“
sagði Jóhanna þegar Morgunblaðið
bað hana að segja sögu sína um
heimsóknina til „fósturdóttur"
sinnar á Spáni. Jóhanna gat valið
um mörg lönd, til dæmis Indland
og Kína, en skrifaði í reitinn „þar
sem neyðin er mest“ og eftir bréfa-
skriftir barst svar frá samtökunum
í febrúar 1994, þar sem hún var
beðin að styðja og styrkja tólf ára
stúlku frá Zaragossa á Spáni.
Jóhanna átti reyndar ekki von á að
í sinn hlut kæmi spænskt barn því
hún hélt að þar væri almenn vel-
megun.
María frá íslandi
Stúlkan heitir María Antonía
Martos Gascon og á einn eldri bróð-
ur en foreldrar þeirra treystu sér
ekki til annast börnin þar sem móð-
ir þeirra átti við geðræn vandamál
að stríða og faðirinn drykkju.
Reyndar er María í dag alltaf
kölluð María frá Islandi. Jóhanna
greiðir 1.500 krónur á mánuði
þangað til María verður tvítug, sem
dugar meðal annars fyrir menntun.
Hægt er að greiða aukalega fyrir
jólagjafir, afmælisgjafir og þess
háttar. Það hefur Jóhanna alltaf
gert. „Mér finnst það ekkert of
mikið, öðra eins eyðir maður í óþ-
arfa á mánuði. Mér fínnst líka pen-
ingunum vel varið. Það er vel hugs-
að um Maríu og öll aðstaða í þorp-
inu til fyrirmyndar."
Langaði að
hitta hana
„Við fóram strax að skrifast á og
senda jólakort en ég fékk líka frétt-
ir af henni hjá stjórnendum þorps-
ins,“ sagði Jóhanna og skoðaði
fyrstu myndina, sem hún fékk af
Maríu, þá tólf ára. „Mig var farið að
langa til að hitta hana og í sumar
ákvað ég að fara með tveimur vin-
konum mínum í frí til Spánar og
hitta Maríu. Eg skrifaði SOS-sam-
tökunum og spurði hvort það væri
mögulegt og fékk strax
svar þar sem sagði að
ég væri velkomin
hvenær sem ég vildi svo
draumurinn var að
verða að veruleika."
Á hverju átti hún
von? „Ég vissi ekkert
um það en átti alveg
eins von á góðum
viðbrögðum frá SOS-
samtökunum og ég
fengi að koma í
heimsókn í þorpið og
staldra við í klukkutíma
eða svo. Viðbrögðin
voru hins vegar mun
betri en ég átti von á,
það var eins og ég væri
ein af fjölskyldunni og
hefði þekkt þau öll í
mörg ár. Það bættist
svo við spennuna og ég
átti mjög bágt með að fara ekki að
brynna músum - ég held að ég hafi
aldrei upplifað annað eins.“
Dagurinn mikli
Ferðin til Zaragossa tók sjö tíma
auk þess, sem Jóhanna þurfti að
bíða í Barcelona í fjórar klukku-
stundir, þannig að þegar þangað
kom seint að kvöldi var spennan
mikil auk þess, sem hitinn tók sinn
toll. Jóhanna hringdi því í þorpið og
bað um að fá að koma morguninn
eftir. Um kvöldið fór hún út að
borða og það var ekki laust við að
Spánverjar veltu fyrir sér hvaða
kona sat og borðaði ein, þreytt,
mállaus á spænsku en samt spennt.
„Daginn mikla var ég snögg á
fætur því komið vai- að stóra stund-
inni,“ sagði Jóhanna. „Ég var kom-
in í aðalstöðvar SOS klukkan níu
því ég vildi nýta hverja
mínútu vegna þess að
ég ætlaði til baka í lok
dagsins. Ungur maður
tók á móti mér og bað
mig að doka smástund
en örfáum mínútum
síðar kom for-
stöðumaður þorpsins
ásamt túlki. Þeir
heilsuðu mér með
virktum og bros á vör
og spurðu mig um
ferðalagið en fóru síðan
með mig í bíl, því
þorpið var rétt hjá. Á
leiðinni inn í þorpið sló
hjartað hratt. Mér
fannst einhvern veginn
mjög óraunverulegt að
vera þama. Þessu hafði
ég stefnt að í mörg ár
og var mjög spennt en
líka kvíðin því ég vissi ekki á hverju
ég ætti von.“
„Mikið ertu
með blá augu“
Þorpið reyndist 15 húsa þyrping
sem í bjuggu um sextíu börn, fimm
í hverju húsi. Rólegt var yfir öllu
því það var frí í skólanum og krakk-
arnir sváfu út, en framundan var
tveggja vikna ferð til Italíu. „Við
gengum að húsinu þar sem María
bjó og hjartað sló hratt. Hurðin
opnaðist og María, ásamt eldri
konu, kom og faðmaði mig og
kyssti. Konan hét Isabel og var
„mamman" í húsinu en María, sem
er orðin 16 ára, var farin að aðstoða
hana með yngri börnin. Inni beið
dúkað borð með morgunmat og var
mér vísað til sætis við hlið Maríu við
enda borðsins. Við horfðum hvor á
aðra og brostum og tilfinningin var
einstök. Hún bar silfurkross, sem
ég hafði sent henni fyrir nokkrum
árum. Hún kunni ekki mikið í ensku
en ég hafði tekið með mér litla
spænska orðabók, sem við notuðum,
en fyrsta setningin sem María sagði
var: „Jóhanna, mikið ertu með blá
augu.“ Það var ekki laust að við tár
kæmu í þessi sömu augu.“
Þær skoðuðu síðan hús Maríu.
Það var rúmgott með nokkrum her-
bergjum, eldhúsi, baðherbergjum
og borðstofu. María deildi herbergi
með þremur öðrum stúlkum og á
veggnum mátti sjá á myndunum að
hún væri mikill aðdáandi Spice
Girls og Leonardo de Caprio leik-
ara. Jóhanna hafði tekið með gjafir
til Maríu, silfurhring og men með
íslenskum steinum, og setti hún það
strax á sig.
Dugleg og hjálpsöm
Rúta Jóhönnu átti ekki að fara
frá Zaragossa fyrr en klukkan fjög-
ur svo María og Jóhanna ákváðu að
eyða deginum inni í borginni og
kynnast betur. Þær skoðuðu kirkj-
una við aðaltorgið og kveiktu á
kertum til að minnast hinna látnu
en röltu síðan í búðir og á kaffihús.
„Ég sagði henni frá Islandi og
henni fannst mikið til um björtu
næturnar á Akureyri en átti bágt
með að trúa íbúafjölda á Akureyri -
hélt að hún væri eitthvað að mis-
skilja mig,“ sagði Jóhanna. María á
eftir að vera fjögur ár til viðbótar í
þorpinu en langar eftir það að
vinna við umönnun barna. Bróðir
hennar, sem er eldri en hún, er far-
FYRSTA myndin,
sem Jóhanna fékk
af Maríu Antoníu
Martos Gascon, þá
12 ára.
Hvað er urticaria pigmentosa?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Kona hringdi og vildi
fá upplýsingar um sjúkdóm sem
hún kallaði „urticaria pigmentosa“.
Hún vildi fá að vita hvort til væri
nafn yfir hann á íslensku. Hún
sagðist'hafa leitað til lækna hér
heima en fáir virtust hafa áhuga
eða þekkingu á þessum sjúkdómi.
Hún sagði að hann virkaði eins og
ofnæmi og losaði um mastfrumur í
líkamanum. Einkennin væra aðal-
lega þau að það kæmu dökkir blett-
ir á húðina. Hún biður lækninn
jafnframt um að benda sér á lækni
sem kann skil á þessum sjúkdómi.
Svar: Urticaria pigmentosa hef-
ur verið kallað litbrigðaofsakláði á
íslensku. Þetta er sjaldgæfur sjúk-
dómur hjá börnum og fullorðnum
sem lýsir sér með útbrotum, oftast
Litbrigða-
ofsakláði
á hálsi, handleggjum, fótleggjum
eða búk. Útbrotin eru rauðbrún-
leitir blettir sem hlaupa upp ef þeir
eru nuddaðir eða klóraðir. Stund-
um myndast blöðrur á blettunum
og venjulega klæjar fólk mikið.
Blettirnir innihalda mikið magn af
sérstakri tegund frumna sem heita
mastfrumur en ef þær verða fyrir
einhvers konar ertingu losnar úr
þeim efni sem heitir histamín.
Histamín veldur útþotum, roða og
kláða. Ekki er vitað hvers vegna
mastfrumur safnast í bletti á
húðinni hjá þeim sem hafa þennan
sjúkdóm eða kvilla. Þegar börn fá
sjúkdóminn fyrir 5 ára aldur lækn-
ast hann oftast af sjálfu sér við
kynþroska eða snemma á full-
orðinsárum. Þeir sem fá sjúkdóm-
inn eftir 5 ára aldur losna fæstir
nokkurn tíma við hann. Engin góð
lækning er til en venjulega er hægt
er að halda einkennum í skefjum
með því að forðast vissa hluti og
taka lyf. Það sem ber að forðast
eru lyf eins og aspirín (magnýl
o.fl.), kódein, morfínlyf og einnig
ber að forðast áfengi, heit böð og
að nudda húðina eftir bað. Til eru
nokkrar gerðir lyfja sem draga úr
óþægindunum og má þar fyrst
nefna andhistamínlyf. Húðsjúk-
dómalæknar kunna góð skil á þess-
um sjúkdómi.
Sýking í
____ leggöngum
Spurning: Hvers vegna kemur
illa lyktandi sveppasýking í
leggöng, er eitthvað annað til ráða
en eilífar lyfjatökur? Á ytri kynfæri
hafa myndast eins og stíflaðir fitu-
kirtlar og úr þeim kemur illa lykt-
andi vessi, ekki gröftur. Hvað er
hægt að gera við þessu? P.S. Mér
finnst ég ekki lengur geta verið
innan um fólk vegna þessa.
Svar: Ekki er vitað hvers
vegna fólk fær langvarandi eða
síendurteknar sýkingar með bakt-
eríum, veirum eða sveppum nema
þegar um er að ræða vissa sjúk-
dóma eins og t.d. sykursýki sem
veikja varnir líkamans. Síendur-
teknar sýkingar geta verið merki
um undirliggjandi sjúkdóm sem þá
þarf að greina og lækna ef hægt er.
Það eina sem ég get ráðlagt bréf-
ritara er að fara hið fyrsta til kven-
sjúkdómalæknis og fá á hreint hvað
er að og síðan að fá viðeigandi með-
ferð. Bréfritari getur örugglega
fengið fulla eða a.m.k. veralega bót
á ástandi sínu.
•Lesendur Morgunblaðsins geta
spurt lækninn um það sem þeim ligg-
ur á bjarta. Tekið er á móti spurning-
um á virkum dögum milli klukkan 10
og 171 síma 569 1100 og bréfum eða
sfmbréfum merkt: Vikulok, Fax:
569 1222.
MORGUNBLAÐIÐ M LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 33
Ki1 [
AUi
iÍARIA ltefur dafnað vel og er farin að aðstoða í þorpinu en hana langar
að vinna við umönnun barna i framtíðinni.
inn að vinna í Zaragossa og líður
vel og María heimsækir hann oft.
„Eftir daginn voram við orðnar
góðar vinkonur en tíminn leið alltof
fljótt og hún fylgdi mér á brautar-
stöðina, þar sem við kvöddumst
með tárum. Ég held að samskipti
okkar verði öðruvísi nú þegar við
eram búnar að hittast og þekkj-
umst, sambandið verður ekki eins
fjarlægt. Ég veit líka að það fer vel
um hana og hún er vel liðin í þorp-
inu, hjálpsöm við alla hluti og dug-
leg við börnin.“
Mariu langar til Islands
,Á leiðinni til Benidorm upplifði
ég daginn aftur og mér kom ekki
dúr á auga,“ sagði Jóhanna og ekki
laust við að brygði fyrir söknuði í
röddinni. Það var því afar þreytt en
að sama skapi ánægð kona sem
gekk upp tröppurnar á hótelinu
sínu klukkan fimm að morgni þegar
fimm tímar voru liðnir af þrjátíu
ára afmælinu hennar - betri af-
mælisgjöf var ekki hægt að fá.
„Auðvitað væri frábært að geta
boðið henni hingað til Akureyrar og
það langar mig allra mest til að
gera. Hana langar líka mikið til að
koma til Islands - kannski verður
það einhvern tíma önnur afmælis-
gjöf.“
.
$
SUZUKI
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
SWIFT
BALENO
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgöíu 9, slmi 402 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„
Miðási 19, slmi 471 2011. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavlk: BG
bilakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 2617.
SaHRSris
TEGUND: VERÐ:
l,3GL3d 1.140.000 KR
1,3GL 4d 1.265.000 KR
l,6GLX4d 1.340.000 KR
1,6 GLX4x4 4d 1.495.000 KR
l,6GLXWAGON 1.445.000 KR
WAGON 4x4 1.595.000 KR
Sjálfskipting kostar 100.000 aukalega
VERÐ:
980.000 KR.
1.020.000 KR.
VITARA
TEGUND:
GLS 3d
GLX5d
TEGUND: VERÐ:
GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR.
GR. VITARA 2,5 L V6 2.589.000 KR.
Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega
ALLIR SUZUKI BlLAR ERU MEÐ
• vökvastýri • 2 loftpúða •
aflmiklar vélar • samlæsingar
rafmagn i rúðum og spegium
• styrktarbita í hurðum •
• samlitaða stuðara •
BALENO
TEGUND:
JLX SE 3d
JLX SE 5d
DIESEL 5d
Sjálfskipting kostar
VERÐ:
1.580.000 KR.
1.830.000 KR.
2.180.000 KR.
150.000 aukalega
BALEI
GRAND VITARA