Morgunblaðið - 26.09.1998, Page 34

Morgunblaðið - 26.09.1998, Page 34
34 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ~r Að umhella... AÐ UMHELLA eða umhella ekki, það er spuming sem vínunenndur standa oft frammi fyrir. Þar sem gjarnan er ekkert eitt rétt svar við spurningunni getur það valdið hörðum deilum hvort umhella eigi víninu eða leyfa því að vera áfram í flöskunni. I umhellingu (á ensku decanting) felst að víni er úmhellt úr flösku yfir í karöflu. Hið upprunalega og eiginlega markmið umhelling- ar er að losna við botnfallið sem óhjákvæmilega myndast þegar góð vín eldast. Flaskan er fyrst látin standa upprétt í dágóða stund, sólarhring og helst 2-3 sólarhringa, þannig að botnfallið nái að setjast. Þá er flaskan opnuð varlega og vín- inu hellt yfir í karöfluna. Æskilegt er að hafa öflugan ljósgjafa undir flöskuhálsin- um þannig að greinilegt sé þegar botnfallið fer að nálg- ast flöskustútinn. Kerti eru notuð þegar allt er gert samkvæmt kúnstarinnar reglum en venjulegur lampi án skerms gerir sama gagn. Umhellingu er hætt rétt í þann mund sem botnfallið gerir sig líklegt til að skjótast út úr flösk- unni og yfirleitt verð- ur að fórna lögg af víni. I staðinn geta menn hins vegar notið af tæru og fallegu víni og eru lausir við hið beiska bragð botn- fallsins. Lengi vel var um- helling takmörkuð við betri rauðvín Bor- deaux-héraðsins og árgangspúrtvin enda voru það þau vín sem Það er gömul hefð að umhella góðum vínum yfír í karöflu. Stein- grimur Sigurgeirs- son veltir því fyrir sér hvenær æski- legt sé að umhella vínum og hvaða vín eigi það skilið. náðu að komast til ára sinna áður en þeirra var neytt og höfðu nægilega mikið til brunns að bera til að mynda botnfall. Botnfallið er í raun ekkert annað en litarefni úr víninu og tannín sem brotn- að hafa niður og því eru það einungis vín sem eru þróttmikil í upphafí sem mynda botnfall. Þegar litur og tannín brotna nið- ur með aldrinum verða vínin ljósari og mýkri. Einnig getur verið tölu- vert botnfall í kröftug- um ungum vínum, t.d. frá Bordeaux, Rhone, Ástralíu eða Kalifomíu, sem ekki hafa verið síuð áður en þau voru sett á flösku. A síðari árum hafa menn hins vegar einnig velt fyrir sér öðrum kostum umhellingar. Flestir hafa líklega heyrt á það minnst að vín hafi gott af því að „anda“, það er að súr- efni sé látið leika um vínið í einhvem tíma áður en það er borið fram. Hyggist menn leyfa víninu að anda stuðlar hins vegar lítið að taka einungis tappann úr. Kostur þess að láta loft leika um vínið er að það breytist er það kemst í snertingu við súrefni. Segja má að vínið byrji að eldast og vari snert- ingin við súrefni nógu lengi (þá er- um við farin að tala um vikur og mánuði en ekki klukkustundir) breytist vínið í edik. Sé maður með mjög ungt og hart (tannískt) vín í höndunum getur því verið æski- legt að gefa því einhverjar klukku- stundir til að mýkjast. Sé einungis tappinn tekinn úr flöskunni er snertiflötur vínsins við súrefni svo lítill að í raun breytir litlu hvort tappinn sé tekinn úr rétt áður en vínið er borið fram eða nokkrum klukkustundum áður. Það er ein- ungis þegar um mjög gömul og viðkvæm vín er að ræða að æski- legt er að snertingin við loft vari sem styst og ekki er ráðlegt að taka tappann úr nema með í mesta lagi hálftíma fyrirvara. Til að ná meiri snertifleti við súrefnið er því tilvalið að hella vín- inu yfir í karöflu. Þegar víni er umhellt í þeim tilgangi þarf ekki að hella varlega og passa upp á botnfall. Þvert á móti getur verið æskilegt að hella víninu hressilega þannig að loftið nái að leika vel um það. Margii- skólar eru í gangi um það hvaða vínum eigi að umhella, hvemig og hvenær. Á bara að um- hella stórum rauðvínum? A að umhella hvítvínum? Mín persónulega reynsla er sú að velflest vín hafa gott af umhellingu, nema þau ódýrustu sem hvort sem er er ekki viðbjarg- , andi. I sumum tilvikum má W deila um hversu miklu um- ▼ hellingin breyti og oft er það \ f smekksatriði hvort mönnum líki þær breytingar er verða við umhellingu á víninu eða ekki. Góð hvítvin, t.d. dýrari Búrgundarvín og stór Chardonnay-vín frá Nýja heiminum, geta einnig haft gott af umhellingu. Eg hef jafnvel upplifað það í boði í Frakklandi að sætu kampavíni hafi verið umhellt en ætla þó ekki að fullyrða um hversu mik- ið gagn það gerði víninu. Það virtist hins vegar ekki líða fyrir það og óneitanlega var glæsiiegt að sjá bólurnar stíga HMWiM upp í fallegri WmmMUUB kristalskaröflu. Málið er líka það að karöflur geta verið hin mesta prýði á veisluborði. Þær eru yfirleitt seld- ar í tveimur stærðum, annars veg- ar venjulegri stærð er rúmar inni- hald einnar flösku og hins vegar tvöfaldar er rúma innihald magn- um-flösku. Magnum-karöflur hef ég þó ekki séð í sölu hér á landi, enda eru slíkar flöskur óalgengar hér á landi. Karöflur geta verið af öllum stærðum og gerðum og breytir lögun þeirra litlu varðandi innihaldið. Sjálfur ég hrifnastur af einföldum og stílhreinum karöfl- um, að sjálfsögðu úr kristalli, en í raun gera jafnvel ódýmstu karöfl- ur sitt gagn. Ekki er heldur nauð- synlegt að vera með tappa á karöflunni. Það er fyrst og fremst smekksatriði en getur þó komið að gagni ef menn ætla að geyma t.d. sterkari drykki í karöflunni í lang- an tíma. Svart/hvítir draumar í lit DRAUMSTAFIR KHstJáns Frfmanns Mynd/Kristján Kristjánsson SUMIR draumar snúast um skjannahvíta hluti í annars venju- legu umhverfi í venjulegum litum og skyndilega skellur á biksvarta myrkur. Þegar maður vaknar man maður óljóst eitthvað hvítt flökt og lítið meir. Draumar sem þessir minna sterklega á lýsingar fólks á brotthvarfi í vöku, þar sem það staðhæfir að hafa verið numið brott af „geimverum“ en skilað aftur að stundu liðinni. Lýsingar þess af brotthvarfinu eru sterkt hvítt ljós, næstum blindandi og svo svartamyrkur en inn í þessu hvít/svarta minni er óljós minning um eitthvað í lit, verur og tæki. Þessar hliðstæður draums og „veruleika" leiða hugann að þeim sannindum draumsins að í draumi getum við farið „hvert á land sem er“ og „ferðast" um í tímanum. Farið til annarra stjama og hitt önnur lífform ef því er að skipta, nokkuð sem dr. Helgi Pjeturss upplifði og skrifaði bækur um. Ef maður ímyndar sér svo að þessar „geimverur“ séu þroskaðri og þró- aðri en við, svona 5000 þúsund ár- um eða svo á undan okkur, ætti það að vera leikur einn fyrir þær að koma til okkar í draumi á „raunverulegan" hátt eða gera raunveruleikann að draumi. Það gæti verið líkt því er ég kem til þín í gegnum tölvuna sem rafboð og „er“ hjá þér, tala við þig og get skilið eftir mig spor um veru mína hjá þér, án þess að hafa farið héð- an sem ég er. Þetta gerist í draumi og þeir eru margir draum- arnir sem gefa það í skyn að æðri lífsform noti drauminn sem miðl- unartæki til að nálgast okkur van- þroska menn. Draumur „Kisu“ Ég var að bisa við sundurtekinn grænan Silvercross barnavagn og krómgi-ind úti á tröpum, (en ég á heima á jarðhæð og á einn svona vagn í geymslunni). Ég þurfti að fara inn og lagði vagninn frá mér. Þegar ég kom út aftur var vagninn horfinn. Ég fór um hverfið að leita hans enda vagninn í miklu uppá- haldi, en ég fann hann ekki. Þegar ég kom aftur heim var þar kominn annar vagn í staðinn. Hann virtist eldri, grænn með hvítum doppum, hvítri grind, minni dekk og virtist ekki eins veglegur og hinn vagninn sem hvarf. I vagninum var poki með notuðum barnafótum, vel samanbrotnum og straujuðum og bamableia með kúk í. Fötin voru einskonar sárabót fyrir skiptin á vögnunum. Ég fór með hendina í pokann, rak mig í kúkableiuna og fékk smá kúk á mig. En upp úr pokanum tók ég bleikan stutt- ermabol með myndum. Svo fann ég bréf í pokanum. Það var eins og „konan“ sem stal Silvercross vagn- inum væri að segja mér hvers vegna, nema hvað hún hafði rifið bréfið í tvennt svo erfitt var að geta í eyðumar en ég sá nafnið hennar neðst sem var Sigrún. í framhaldi af þessum draumi dreymdi mig að ég stend úti á tröppum og geng inn í gegnum forstofuna og inn á gang, stoppa, lít við og sé þá þar sem sólin skein svo vel inn á eftir mér að ég hafði gengið í gegnum kóngulóarvef sem var þvert yfir forstofuna. Ráðning Draumurinn gefur í skyn að af- skiptum þínum af ungbörnum verði fram haldið í komandi fram- tíð (þú fórst í gegnum köngulógar- vef). Hann segir að þú munir eign- ast afkomanda við skrýtar aðstæð- ur (skiptin á vagninum og stússið þar um kring) en þessi niðji þinn verði sólargeisli allra (sólin skein í gegnum vefinn), gull af manni (kúkurinn í bleiunni), iðjusamur og dugandi einstaklingur sem ná muni langt í lífinu (nafnið Sigrún). Draumurinn segir með rifna bréf- inu að innihaldi hans og þessari ráðningu sé best haldið í kyrrþey. „DoIlý“ dreymdi Mig dreymdi að ég skrapp niður á verkstæðið mitt. Stelpurnar sem þar eru með mér höfðu verið að taka til. Við tiltektina hafði verk- stæðið stækkað heilmikið, plötur voru komnar á veggina, hvert vinnusvæði (við erum þarna fjór- ar) var orðið eins og best verður á kosið - stórt gallerí var þama líka. Ein stelpnana þurfti að skreppa út en önnur settist við skrifborð sem þama var uppi á palli. Á bak við skrifborðið var skáparöð, allt í einu kallar hún til mín og segir „sjáðu hvað er hérna“. Eg gekk til hennar og sá þá að í einum skápn- um sem var opinn, var hreiður með ungum í og við vissum báðar að það voru svansungar. Við urð- um hissa en glaðar um leið. Ráðning „Verkstæðið" mun blómstra. Eftir nokkrar breytingar á högum þínum og vinkvenna þinna, upp- stokkun og endurskipulagningu (tiltektin) „verkstæðisins" mun vegurinn fram beinn og breiður. Þið náið óvenju góðu samspili í skapandi samstarfi þar sem frjótt ímyndunarafl og verkkunnátta getur af sér verðlaunagripi (svans- ungarnir). • Þeir lesendur sem viijn fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt beimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.