Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 37

Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 37
b MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Geimverur og brjáluð vopn LEIKIR Men in Black, leikur frá Gremlin Interactive fyrir PlayStation. GREMLIN Interactive gaf ný- lega út leikinn Men In Black, sem byggist á samnefndri stórmynd sem sýnd var í bíóum á seinasta ári. Men in Black kom út fyrir PC-tölv- ur var almenn óánægja með hversu erfítt væri að stýra og hversu ein- faldur hann væri. Hvorugt er vandamál í PlaySta- tion gerðinni, með stýripinnanum er leikur einn að stýra honum og tók grein- arhöfunder ekki eftir neinum einfaldleika í þessum leik. Þegar leikurinn bjojar ertu James Edwards, götulögregla í New York. Hann er kvöld eitt kallaður út þegar innbrot er tilkynnt í íbúð í miðbænum, fer á staðinn og rannsak- ar innbrotið en sér í leiðinni grunsamleg- an mann sem hann eltir upp á þak á næstu byggingu. Hann sér þá hvemig maðurinn klifrar upp bratt- an vegg sem enginn venjulegur maður hefði getað klifið. Stuttu eft- ir þetta kemur maður að Edwards og kynnir sig sem Agent K úr Men In Black samtökunum og býður James að ganga í samtökin sem Agent J. Þegar þú ert genginn í Men In Black getur þú valið hvort þú vilt nota Agent L, Agent J eða Agent K. Fimm vopn standa þér til boða úr M.I.B vopnabúrinu, en ekki öll á sama tíma, þú þarft að klára nokk- ur verkefni áður en þú getur valið sum vopnanna. Vopn em ekki einu hlutirnir sem þú getur notað í leiknum og hann á lítið skylt við leiki eins og Doom eða. Quake og fleiri slíka skotleiki. Þú þarft að leysa margar ráðgátur sjálfur og til þess þarftu að leita í öllu, blómavösum, líkum af geim- veram, hillum og fleira, einnig þarftu að tala við nærri alla sem þú hittir. Einu virkilegu vandkvæðin við leikinn er hversu erfiður hann er, því lítið sem ekkert er gefið af vís- bendingum í gegnum leikinn og fer algjörlega eftir hugmyndaflugi leik- andans hvað á að gera næst. Men in Black er ágætlega heppnaður PlayStation leikur þó hann hafi verið miður vinsæll í PC- tölvur og er í raun fáránlegt að hann hafi verið gefinn út fyrst fyrir PC en ekki öfugt. Ef þú hefur gam- ann af því að þurfa að nota hugann örlítið, skjóta geimverar og nota brjáluð vopn þá væri sniðugt að veita þessum leik nokkra athygli. Ingvi M. Árnason 36 milljón lén LÉNUM, eða svæðisnetföngum, fjölgar óðfluga á Netinu og ekld annars að vænta en að þróun verði eins á næstu misseram. Samkvæmt nýjustu talningu vora lén 36.739.151, eða rúmlega 36 miHjónir. Flest lénin eru svonefnd .com, sem notað er yfir fyrirtæki, og þá aðallega innan Bandaríkjanna. Þau era 10.301.570, eða á elleftu millj- ón. Til era fyrirtæki utan Band- aríkjanna sem nota .com, til að mynda hér á landi, enda gerir Net- ið landfræðilegar skilgreiningar erfiðari. Næst í röðinni á eftir .com era .net, þá koma .edu og .mil. Bandarísk lén nota almennt ekki .us á eftir nafninu, líkt og önnur lönd nota viðeigandi skammstöfun fyrir nafnið. Þó til séu allmörg lén sem nota .us, 1.302.204, er óhætt er að gera ráð fyrir því að obbinn af þremur efstu lénsviðhengjunum sé einnig bandarískur. í fjórða sæti á lénalistanum og öðru sæti á landsvísu era japönsk lén sem nota .jp, 1.352.200. Þá koma bresk, með .uk, þýsk, með .de, kanadísk, ca, áströlsk, .au, og svo má telja. ísled- ingar era merkilega ofarlega á lista í ljósi smæðar þjóðarinnar, eða í 38. sæti, næst á eftir Chile, með 20.678, fyrir ofan Sovétríkin sálugu, því enn eru til 20.024 lén með .su, og Kína, en þar í landi eru skráð 19.313 lén. Af öðram löndum sem Islendingar skáka má nefna Indverja, Filippseyinga, ríki Af- ríku og önnur ríki Asíu. Finnar eru langefstir Norður- landaþjóða með 513.527 lén, en Sví- ar koma næstir með 380.634. Norð- menn era með 312.441 lén en Danir ekki nema 190.293. LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 37 ALHLIÐA TRYGGIN SEM ÞÚ SNÍÐURAÐ ÞÍNUM ÞÖR • • Víðtaek vemd NÚ ENN FJÖLBREYTTARI OG HAGKVÆ Nýja Fjölskylduverndin býður meðal annars upp á: /. HagstæðAri greiðsludreiftngu 2. Bíkleigubíi f allt að 5 daga ef kaskótryggð bifreið Iendir f tjóni. 3. Bónusvemd fyrir viðskiptavini eldri en 24 ára sem ver þá gegn bónuslækkun við fyrsta tjón, hafi þeir haft fullan bónus. 4. Sömu kjör á ökutækjatryggingu bama tryggingarhafa og hann nýtur sjálfur. Skilyrði er að iðgjaldið sé greitt f gegnum greiðslusamning foreldris. 5. Bílalán með Iægri Iántökukosmaði en almennt gerist. Komdu og kynntu þér ótvíræða kosti Fjölskylduverndar og nýttu þér göða og persónulega þjónustu okkar. lil að njóta allra kosta Fjölskylduvemdar, þarf að: • vera með Heimilisvemd og Ábyrgðar- tryggingii ökutaekis • gera boðgreiðslu- eða beingreiðslu- samning • hafa allar tryggingar á sama gjalddaga Vaxandi afsláttur Wá Creiðsludreiting Ráðgjöf FERÐA TRYGCiING TKYGGING H Laugavegi 178, 105 Reykjavík Sími 540-6000, Fax 540-6060 Heimasíða http://www.trygging.is/ Netfang: trygging@trygging.is www.mbl.is VERSLUNARRAÐIÐ • IfW • Eimskip • Samskip • Flugleiðir • Mercedes Benz • Otto-listi • Adidas • Warsteiner • Tarkett IINGER* im dögum í Perlunni Heidi mpyr: ,ERU ÞIB SVONB? ÞYSK- ISLENSKA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.