Morgunblaðið - 26.09.1998, Side 38
38 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RÍKISSTYRKIR í
SJÁVARÚTVEGI
MISMUNANDI viðhorf ríkja í Evrópu til sjávarútvegs-
mála kom skýrt fram í umræðum á þingi Evrópuráðs-
ins í Strassborg í fyrradag. Þar var samþykkt tillaga portú-
galsks þingmanns um að ekki mætti skera niður kvóta
nema á móti kæmu félagslegir styrkir til sjómanna og eftir
atvikum bætur til útgerðarmanna. Breytingartillaga
Tómasar Inga Olrich alþingismanns var hins vegar felld
naumlega.
Tómas Ingi Olrich benti réttilega á í umræðunum að nið-
urgreiðslur og styrkir væru vísasti vegurinn til að drepa
blómlegan sjávarútveg. Þetta sjónarmið hefur hins vegar
mætt litlum skilningi á vestanverðu meginlandi Evrópu.
Þar er sjávarútvegurinn gjarnan í sömu skúffu og landbún-
aðurinn; atvinnugrein, sem er niðurgreidd og ríkisstyrkt
fremur til að varðveita ákveðna lífshætti en til að efla at-
vinnulífið. Sú er t.d. ein meginástæðan fyrir því að íslend-
ingar eiga bágt með að sætta sig við sjávarútvegsstefnu
Evrópusambandsins.
Annað dæmi um þennan skoðanamun íslendinga og meg-
inlandsbúa mátti sjá fyrr í vikunni, þegar fundur Far-
manna- og fiskimannasambandsins lagði til niðurskurð
rækjukvótans vegna slæms ástands stofnsins - án þess að
krefjast bóta fyrir. I ríkjum ESB reka samtök sjómanna yf-
irleitt upp ramakvein þegar kvóti er minnkaður og fara ým-
ist fram á að kvótinn verði hækkaður aftur eða þeim borg-
aðar bætur og styrkir. Sá skilningur, sem íslenzkir sjómenn
hafa öðlazt á að skynsamleg veiði úr stofnunum tryggir af-
komu þeirra til lengri tíma, er víðsfjarri starfssystkinum
þeirra víða í ríkjum meginlandsins.
Ýmislegt bendir hins vegar til, að þessi ríkisstyrkja-
stefna sé á undanhaldi. I fjrsta lagi fer aðhald í ríkisfjár-
málum vaxandi í ríkjum Evrópu, ekki sízt vegna þeirra skil-
yrða, sem sett eru fyrir aðild að Efnahags- og myntbanda-
lagi Evrópu. í öðru lagi er sennilegt að vegna aðildar Aust-
ur-Evrópuríkja að Evrópusambandinu neyðist núverandi
ríki sambandsins til að draga úr styrkjum til landbúnaðar,
vegna þess að eitt verður yfir alla að ganga í þeim efnum og
alltof dýrt yrði að framkvæma núverandi landbúnaðar-
stefnu ESB í nýju aðildarríkjunum. Líklegt má telja að
þetta hafi einnig áhrif á ríkisstyrki til sjávarútvegs.
Loks hafa íslendingar eignazt nýja bandamenn í þessari
umræðu, þótt sumum kunni að þykja þeir koma úr óvæntri
átt. Oflug umhverfisverndarsamtök hafa nú hafið baráttu
gegn ríkisstyrkjum í sjávarútvegi og halda því fram, með
réttu, að slík stefna leiði alltaf á endanum til of mikillar af-
kastagetu flota og fiskvinnsluhúsa og þar af leiðandi til of-
veiði. Krafa þeirra, sem vilja taka upp umhverfismerkingar
á fiski, er til dæmis að vottað sé að merktar afurðir séu ekki
framleiddar með ríkisstyrk, en þar stendur íslenzkur sjáv-
arútvegur vel að vígi.
Athyglisvert er að Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra
skyldi í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í
gærkvöldi vitna til þessara röksemda umhverfisverndar-
samtaka. Tillaga ráðherrans, um að ríki Heimsviðskipta-
stofnunarinnar semji sín á milli um afnám ríkisstyrkja í
sjávarútvegi, er einkar þarft innlegg í umræður um sjávar-
útveg og verndun auðlinda hafsins á alþjóðlegum vettvangi.
BALDUR JÓNS LEIFS
FRUMFLUTTUR
FYRIRHUGAÐUR frumflutningur á dans- og tónverki
Jóns Leifs á menningarborgarárinu 2000 sem sagt var
frá í Morgunblaðinu í gær er mikið fagnaðarefni. Til stend-
ur að setja verkið á svið með stórri hljómsveit, kór, ein-
söngvurum, dönsurum og leikurum í öllum norrænu borg-
unum þremur sem bera titilinn menningarborg Evrópu árið
2000, ■ verkið yrði frumflutt hér í Reykjavík og síðan í
Helsinki og Björgvin. Stjórnandi yrði Finninn Leif Seger-
stam og leikstjóri Kjartan Ragnarsson.
Hér er um gríðarmikið verkefni að ræða eins og fram
kom í viðtali í blaðinu í gær við Þórunni Sigurðardóttur
stjórnanda menningarársverkefnisins hér á landi. Jafn-
framt er ljóst að hér myndi verða um að ræða mikilvægan
viðburð í tónlistarsögu Islendinga en Baldr hefur aldrei
verið sviðsettur áður en hann var hljóðritaður af Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar undir stjórn Pauls Zukofsky. Framlag
Jóns Leifs til íslenskrar tónlistar var ómetanlegt. Sennilega
á gildi hans þó eftir að koma æ betur í ljós eftir því sem
tónlist hans verður meira kynnt en nú er unnið að því á
markvissan hátt með hljóðritunum á höfundarverki hans.
✓
Kynningarfundur Islenskrar erfðagreiningar á Selfossi
Safnaðarheimili Hafnarfiarðarkirkju fullbyggt
Markmiðið
að búa til upp-
lýsingar um
hópa en ekki
einstaklinga
Beinið athyglinni að þeim tækifærum sem
kunna að skapast við gerð miðlæga gagna-
grunnsins og þið munuð sannfærast um að
kostirnir eru mun fleiri en gallarnir. Þetta
var megininntakið í málflutningi forsvars-
7
manna Islenskrar erfðagreiningar á opnum
borgarafundi með fyrirtækinu sem Heil-
brigðisstofnun Selfoss boðaði til síðastliðið
fímmtudagskvöld á Hótel Selfossi. Hildur
Einarsdóttir fylgdist með umræðum og fyr-
irspurnum frá áheyrendum.
KÁRI Stefánsson, forstjóri
íslenskrar erfðagreiningar,
hóf mál sitt á því að rekja
hugmyndir fyrirtækisins að
baki miðlæga gagnagrunninum og
það notagildi sem má hafa af honum.
Sagði hann að síðastliðin tíu til
fimmtán ár hefði verið mikið gert til
að skera niður kostnað í heilbrigðis-
þjónustu ekki aðeins á íslandi heldur
víða um heim. Þetta hefði hægt á
þróun í heilbrigðisþjónustu almennt
og þróun í læknisfræði. Einnig hefði
þetta haft þau áhrif að ójafnræði í
aðgengi að heilbrigðisþjónustu hefði
aukist.
Breytir ekki erfðum
Með tilkomu miðlæga gagna-
grunnsins myndi skilvirkni heilbrigð-
isþjónustunnar hins vegar aukast og
hægt væri að leggja meiri áherslu á
fyrirbyggjandi læknisfræði. „Erfðum
sínum breytir maður ekki svo auð-
veldlega, en við getum breytt um-
hverfisþáttunum. Það hlýtur að ger-
ast á grundvelli þekkingar á arfgeng-
um þáttum vegna þess að allir arf-
gengir sjúkdómar í okkar samfélagi,
og ég geri mér grein fyrir að þetta er
stór staðhæfing, eru annaðhvort al-
gjörlega arfgengir eða hafa sterka
arfgenga þætti,“ sagði
Kári.
„Annað stórkostlegt
gagn sem má hafa af
svona gagnagrunni er að
auka skilning á því hvem-
ig kostnaður verður til í heilbrigðis-
þjónustunni. Heilbrigðisþjónustan er
ekki bara eitt kerfi heldur samsafn
margra flókinna kerfa sem vinna
saman. Það hefur verið tilhneiging til
að gleyma þessari samþættingu.
Tökum dæmi frá Bandaríkjunum af
því þegar reynt var að spara með því
að auka eingreiðslu sjúklinga á lyfj-
um sem síðan leiddi til þess að sjúk-
lingamir tóku ekki lyfin. Þetta varð
til þess að kostnaður af notkun slysa-
varðstofa og legudeilda hefur aukist
til muna. Slík aðgerð jók því kostnað-
inn stórkostlega í stað þess að
minnka hann. Gagnagrunnurinn býð-
ur upp á möguleika á því að vinna að
líkansmíð sem auðveldar yfirsýn yfir
það hvemig kostnaðurinn verður til
á hverjum tíma.“
Kári sagði að einn akkurinn í við-
bót af gagnagrunninum væri sá að
búa til skilning á því hvernig flókn-
ustu erfðasjúkdómar verða til og
auka þannig skilning á þáttum í arf-
gengi heilsu og sjúkdóma. „Þar er ég
ekki að tala um möguleikann á því að
einangra erfðavísa heldur hvemig
hægt er að skoða erfðaþætti í sam-
spili við hina ýmsu umhverfisþætti.
Island er kjörið til þess.“
Atvinnusköpun og bætt menntun
„Atvinnusköpun og bætt menntun
em einnig veigamiklar röksemdir
með miðlæga gagnagrunninum,"
sagði Kári. „Mér hefur reiknast til að
gerð gagnagmnnsins myndi skapa í
kringum fjögur hundrað störf, þar af
væra tvö hundrað inni á hinum ýmsu
heilbrigðisstofnunum og tvö hundrað
við það íyrirtæki sem setti gagna-
grunninn saman. Þessar stöður yrðu
mannaðar háskólamenntuðu fólki.
Gagnagrannurinn yrði líka til þess
að yfirvöld myndu ftnna sig knúin til
að fjárfesta betur og meira í skóla-
kerfinu auk þess sem gagnagrunnur-
inn mun leiða til aukinnar samvinnu
milli íslenskra og erlendra vísinda-
manna. Hann mun einnig gefa Is-
lendingum tækifæri til að starfa er-
lendis og laða vel menntað fólk til Is-
lands.“
En hver er áhættan við að setja
svona miðlægan gagnagrann saman?
„Eg tel áhættuna harla litla," sagði
Kári. „Og þau vandamál
sem nú þegar era til stað-
ar hvað varðar varðveislu
persónuupplýsinga í heil-
brigðiskerfinu verða
áfram til staðar þótt
gagnagrannsfrumvarpið hverfi af
þinginu."
Aðgengishindrun
mikilvægasta vörnin
Kári ræddi um mikilvægi persónu-
verndar en sagði að þótt friðhelgi
einkalífsins væri mikilvæg væri hún
ekki ósamrýmanleg öðram rétti á
köflum. Því næst vék Kári að dulkóð-
un persónuupplýsinga og hvemig
hún gæti hindrað aðgengi að gagna-
granninum. Sagði hann að hugmynd-
in væri sú að dulkóða upplýsingar
inni á þeim stofnunum þar sem þær
yrðu til með flóknum kóða og
dulkóða síðan aftur eftir að upplýs-
ingarnar væra komnar inn á gagna-
granninn. Það yrði einn aðili sem
þjónustaði dulkóðunarkerfið þar og
annar aðili þjónustaði það hjá ís-
lenskri erfðagreiningu. Lykillinn að
kóðanum sem væri notaður á stofn-
ununum yrði hjá öðram aðila, til
dæmis tölvunefnd, en lykillinn að
Myndi skapa
um fjögur-
hundruð störf
Morgunblaðið/Sigurður Fannar
KÁRI Stefánsson kynnti Sunnlendingum þau tækifæri sem hann segir
kunna að skapast við gerð miðlægs gagnagrunns.
MÁLFLUTNINGUR talsmanna íslenskrar erfðagreiningar féll í frjóan
jarðveg meðal fundarmanna á Selfossi í fyrrakvöld.
kóðanum sem væri hjá fslenskri
erfðagreiningu gæti verið til dæmis
hjá heilbrigðisráðuneytinu eða öðr-
um þriðja aðila. Þannig væri dulkóð-
að á tveimur stöðum og enginn einn
aðili hefði lykil að þeim kóða sem í
þetta færi.
„En mikilvægustu vömina tel ég
hggja í aðgengishindranum vegna
þess að dulkóðun má brjóta þó það sé
alls ekki eins auðvelt og menn láta í
veðri vaka ef vel er að staðið. Það má
setja svona gagnagrunn saman á
þann hátt að aldrei sé hægt að ná
saman upplýsingum um minni hóp
manna en tíu manns. En þá er ekki
lengur hægt að nota þennan mögu-
leika til að tengja upplýsingarnar
einstaklingum."
Kári fjallaði um aðgengi annarra
vísindamanna að miðlæga gagna-
granninum og hvernig aðgengi upp-
lýsinga í heilbrigðiskerfinu væri nú
háttað. „Staðreyndin er sú að sér-
leyfið mun ekki minnka aðgengi vís-
indamanna að upplýsingum á heil-
brigðissviðinu heldur bæta aðgengi
þeirra stórkostlega. Því búið verður
að hagræða upplýsingunum þannig
að það er miklu greiðari aðgangur að
þeim. íslenskir vísindamenn hefðu
því fullt og fijálst aðgengi að gagna-
granninum með einni undantekn-
ingu. Það er talað i frumvarpinu um
aðgengisnefnd sem væri samansett
af einum fulltrúa fi-á Háskólanum,
einum frá heilbrigðismálaráðuneyti
og einum frá sérleyfishafa. Hlutverk
þeirrar nefndar var hugsað eingöngu
til að koma í veg fyrir að eðlilegur
viðskiptaaðili þessa gagnagranns
gæti svindlað sér inn í gegnum ein-
hvern lepp í íslensku samfélagi. Þeg-
ar um er að ræða mjög miklar fjár-
hæðir eins og þær sem menn greiða
íyrir áskrift að svona gagnagrunni,
þá fara menn, jafnvel meðal stærstu
fyrirtækja, að leita sér aðferða til
þess að svindla sér inn.“
Upplýsingar notaðar í áratugi
Eignarhald á upplýsingum í heil-
brigðiskerfinu varð Kára að umtals-
efni. Hann velti því fyrir sér hvernig
eignai-hald á upplýsingum úr heil-
brigðiskerfinu samræmdust hefðum í
íslensku samfélagi og siðferðisvitund
okkar. Sagði hann að upplýsingar í
heilbrigðiskerfinu hefðu verið notað-
ar í áratugi til rannsókna og til að
búa til heilbrigðisskýrslur og einnig
til að búa til hin ýmsu gagnasöfn.
Væra þessar upplýsingar nú undir
kennitölu viðkomandi og gætt væri
lágmarks leyndar. Sagði hann að það
væri réttur okkar að nýta læknis-
fræðina eins og hún væri í dag. Sá
réttur kæmi með þeirri siðferðilegu
skyldu að láta í té upplýsingar. „Eins
og forfeður okkar leyfðu nýtingu
sinna upplýsinga þá er það eins okk-
ar skylda. Ef þeir hefðu ekki látið
upplýsingamar í té væri ekki til nein
læknisfræði."
Samkeppni gæti leitt
til undirboða
Kostnaður og áhætta við sérleyfi á
gagnagranninum kom einnig til um-
ræðu. Sagði Kári að því væri haldið
fram að einkaleyfi heyrðu fortíðinni
til. En þegar litið væri á hugverks-
iðnaðinn eins og til dæmis hugbúnað-
argerð og líftækniiðnað þá ætti þessi
iðnaður að öllu leyti tilvera sína að
þakka því að búin vora til tæki sem
gerðu það mögulegt að verja hug-
verkin.
Síðan greindi hann þær ástæður
sem lægju að baki því að
krafist væri sérieyfis.
Sagði hann stofnkostnað
afar háan og mikla óvissu
í markaðssetningu. „Ég
get sagt ykkur að ef á að
setja saman gagnagrann sem á að ná
til þeirra aðila sem nauðsynlegt er til
þess að geta markaðssett granninn
þá verður að búa til mjög góðan
gagnagrann og það mun ekki kosta
minna en tólf til tuttugu milljarða ís-
lenskra króna.
Annað er að stofnkostnaður þess
sem fyrstur er væri miklu meiri en
fyrir þá sem á eftir kæmu. Það yrði
erfitt að byrja á því að þurfa að
keppa við þá aðila. Samkeppnin gæti
líka orðið til þess að íyrirtækin færa
að undirbjóða hvert annað sem
myndi leiða til þess að heildarverð-
mætið sem kæmi inn í íslenskt sam-
félag mundi minnka töluvert. Mark-
aðssetning verður mjög erfið. Þú
nærð ekki eyrum þeirra sem ráða ef
þú veist ekki hvert verðið verður
endanlega," sagði Kári.
Hákon Guðbjartsson, yfirmaður
tölvudeildar, fjallaði um persónu-
vernd og ýmis tæknileg atriði. Hann
útskýrði meðal annars hvemig tölvu-
tækar dulkóðunaraðferðir era notað-
ar og í hverju dulkóðunin felst. Þá
fjallaði hann um hvernig tryggja
mætti persónuvemd með takmörkun
aðgangsheimilda. Það væri meðal
annars hægt með því að þeir sem
nota gagnagranninn hefðu einungis
aðgang að þeim gögnum sem þeim
væri leyft að hafa aðgang að.
Hægt að takmarka fyrirspurnir
Þá ræddi hann hvemig hægt væri
að takmarka íyrirspurnir í gagna-
granninn og hvernig hægt er að tak-
marka niðurstöður upplýsinganna og
aðskilnað gagna. Sagði hann að þess-
um þætti mætti líkja við þá vinnslu
sem mögulegt væri að framkvæma í
hraðbanka. Þó viðskiptavinurinn væri
beintengdur í tölvukerfi bankanna þá
gæti hann ekki fengið gefna upp
stöðu allra viðskiptavina bankans.
Takmörkun fyrirspuma þýddi það
hins vegar að notandi gæti ekki leitað
upp einstaklinga eftir flókinni sjúkra-
sögu þar sem aðeins yrði mögulegt að
skilgreina hópa og einstaklinga sem
verða ekki fleiri en tíu.
„Engin nafntengd gögn verða held-
ur leyfð í gagnagranninum, þar af
leiðandi verður ekki mögulegt að út-
búa fyrirspurnir með því að bera
saman dulkóðun og nafntengd gögn.
Þannig kemur dulkóðun og aðskilnað-
ur gagna algjörlega í veg fyrir að
mögulegt sé að misnota miðlæga
gagnagranninn á stórtækan hátt eins
og að keyra út lista yfir sjúklinga í
ákveðnum áhættuhópi," sagði Hákon.
Hvað heyrir undir
persónuupplýsingar?
Nokkur lögfræðileg og þjóðréttar-
leg álitamál vora umræðuefni Jó-
hanns Hjartarsonar lögfræðings. Jó-
hann ræddi meðal annars um það
hvenær mætti skrá persónuupplýs-
ingar og hvað væra persónuupplýs-
ingar en það síðastnefnda kvað hann
geta breyst frá einum tíma til annars.
I frumvarpinu væra persónuupplýs-
ingar skilgreindar sem upplýsingar
er varða einkamálefni, þar með taldar
heilsufarsupplýsingar. Sagði hann að
stærsta málið væri hvemig persónu-
upplýsingar væra skilgreindar en í
gagnagrannsframvarpinu stæði að
einstaklingur skyldi ekki teljast per-
sónugreinanlegur ef veija þyrfti
veralegum tíma og mannafla til þess
að persónugreining hans gæti átt sér
stað.
Sama gilti ef persónugreining gæti
einungis átt sér stað með notkun
greiningarlykils sem sá aðili er hefði
upplýsingar undir höndum hefði ekki
aðgang að. Jóhann vitnaði í tilskipun
Evrópusambandsins og sagði að þeg-
ar meta ætti hvort einstaklingur væri
nafngreinanlegur skyldi litið til
þeirra leiða sem líklegt mætti telja að
skráarhaldari sjálfur eða einhver
annar aðili gæti notað til að bera
kennsl á viðkomandi.
Á eftir framsöguerindum voru
frjálsar umræður. Fundargestir lýstu
yfir ánægju með starfsemi íslenskrar
erfðagreiningar og fáar gagnrýnis-
raddir heyrðust varðandi
miðlæga gagnagranninn.
Spurt var meðal annars
um hversu langt aftur í
tímann upplýsingar í
grunninum ættu að ná.
Kári varð fyrir svöram og sagði að
þær myndu líklega ná tíu til fimmtán
ár aftur í tímann. Þá var spurt að því
hvort frjálst væri eftir tilkomu
gagnagrannsins að fletta í aðgerðar-
skrám ef verið væri að kanna faralds-
fræðilega sjúkdóma eða hvort rann-
sakandinn þyrfti að fara í gegnum
eftirlit? Kári sagði að einkaleyfið
hefði engin áhrif á slíka rannsókn
nema hvað upplýsingamar yrðu betri
eftir að búið væri að setja upp hina
nýju upplýsingatækni.
Þá var spurt hver myndi fjármagna
gerð gagnagrunnsins? Sagði Kári að
notaðar yrðu ýmsar leiðir. Hægt væri
að fara með fyrirtækið á hlutabréfa-
markað sem væri að mörgu leyti ágæt
aðferð. Þá væri hægt að selja áskrift
að gagnagranninum. Einnig væri
mögulegt að leita til aðila sem sæju
um að fjármagna verkefni af þessari
stærð. „Þessir hlutir munu þurfa að
ganga hratt fyrir sig þegar og ef til
þeirra kemur,“ sagði Kári.
Engin
nafntengd
gögn leyfð
Hvetur til íjölbreytni
í safnaðarstarfi
Morgunblaðið/Kristinn
ÞRÍR prestar starfa við Hafnarfjarðarkirkju, organisti, tveir kirkjuþjónar
og aðstoðarfólk. Frá vinstri: Natalía Chow, sr. Þórhallur Heimisson, sr.
Gunnþór Ingason og sr. Þórhildur Ólafs.
FORSALUR Strandbergs er
nefndur Ljósbrot en úr honum er
gengið í aðrar vistarverur
Strandbergs.
Nú þegar lokið er framkvæmdum við
safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju sem
sambyggt er nýbyggingu Tónlistarskólans
verða Hásalir blessaðir við sérstaka athöfn
annað kvöld. Jóhannes Tómasson ræddi af
þessu tilefni við presta og organista Hafnar-
fjarðarkirkju sem ljúka öll upp einum
munni um að aðstaða sé góð til gróskumikils
safnaðarstarfs í Strandbergi.
ÁSALIR í safnaðarheimili
Hafnarfj arðarkirkju,
Strandbergi, verða blessaðir
við kvöldmessu í kirlqunni
annað kvöld og er nýja safnaðarheim-
ilið þar með allt komið í formlega
notkun. Sóknarnefnd og bæjaryfir-
völd sameinuðust um byggingu á
sömu lóð sem þjónað gæti bæði kirkj-
unni og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Reist var 1.100 fermetra húsnæði fyr-
ir safnaðarheimilið og 1.400 fermetrar
fyrir Tónlistarskólann. Byggingamar
era samtengdar og fær Tónlistarskól-
inn tiltekin leiguafnot af Hásölum og
hvor aðili um sig getur fengið inni hjá
hinum þegar svo ber undir í sérstök-
um tilvikum.
„Þessi samnýting og samvinna er
báðum aðilum í hag, við fáum inni hjá
Tónlistarskólanum þegar á þarf að
halda og þeir hjá okkur. Trú og tón-
list fara enda vel saman, trúin og list-
in eiga sér sömu uppsprettu í skap-
andi elsku Guðs og við njótum oft að-
stoðar nemenda sem kennara Tónlist-
arskólans við ýmsar kirkjuathafnir og
fundi hjá okkur,“ segir séra Gunnþór
Ingason sóknarprestur. Tveir aðrir
prestar starfa við Hafnarfjarðar-
kirkju, séra Þórhildur Ólafs og séra
Þórhallur Heimisson, og greindu þau
ásamt organistanum Natalíu Chow
fi-á helstu þáttum í safnaðarstarfinu
og hvernig nýja safnaðarheimilið hef-
ur skapað aðstöðu til fjölbreyttara
starfs.
Óhlk hús en listræn einkenni
sameiginleg
Arkitektarnir Sigríður Magnúsdótt-
ir og Hans Olav Andersen teiknuðu
Strandberg en tillaga þeirra var valin
úr 30 öðram frá yfir 100 arkitektum
eftir samkeppni. Þá var efnt til sam-
keppni meðal fermingarbama um
nafn og átti Harpa Sæmundsdóttir
vinningstillöguna. „Okkur finnst hafa
tekist mjög vel til með bygginguna.
Safnaðarheimilið er frábragðið kirkj-
unni en þó era ýmis listræn einkenni
sameiginleg," segja þau og benda á að
bogadregnum útlínum Strandbergs
svipi til rómverskra hálfboga kirkj-
unnar að innan. Safnaðarheimilið
tengist syðri hlið kirkjunnar með gler-
gangi sem víkkar út og þaðan er síðan
gengið í hinar mörgu vistarverar safn-
aðarheimilisins. „Skipslaga byggingin
sem vísar stefni sínu til sjávar minnir
á að út á lífsdjúpin skal lagt í Drottins
nafni og fengur þangað sóttur og það
er hann sem stýra vill ferð kirkju og
safnaðar til ríkis síns,“ segir séra
Gunnþór.
I safnaðarheimilinu era áðurnefndir
Hásalir sem nota má sem einn sal eða
skipta í tvennt, annar salur sem nefn-
ist Vonarhöfn, kennslustofan Oddi,
skrifstofur prestanna, kapellan Stafn,
fundarherbergi og forsalurinn Ljós-
brot þar sem aðstaða er fyrir kaffi-
veitingar. Hægt er að nota hvern sal
eða fundarherbergi óháð öðram vist-
arveram og því geta mismunandi
stefnumót verið í gangi á sama tíma
án þess að nokkur truflun sé að.
Séra Þórhildur segir safnaðarstarf-
ið hafa vaxið að umfangi með þeirri
stórbættu aðstöðu sem Strandberg
býður uppá og að sóknamefndin hafi
sýnt góðan skilning á því að reka fjöl-
breytt kirkjulegt starf en ekki ein-
göngu leggja fé í mannvirki.
Sjá má af upptalningu í fréttabréfi
Hafnarfjarðarkirkju að þar er boðið
uppá fjölþætt starf: Tvær guðsþjón-
ustur hvem sunnudag, íhugunar-
stundir á þriðjudagskvöldum, kyrrð-
arstundir í hádegi á miðvikudögum,
margs konar fræðslufundir og fyrir-
lestrar, málfundakvöld fyrir 16 til 20
ára, hjónakvöld fýrir foreldra ferm-
ingarbarna, bamakór er starfandi svo
og kirkjukórinn sem nú er að æfa
Messías eftir Hándel en kórinn vantar
einmitt nokkra viðbótarfélaga í verk-
efnið.
„Við ráðgerum að flytja Messías
fyrsta sunnudag á aðventu og fáum
liðsstyrk frá Karlakómum Þröstum
og með okkur verður 18 manna
kammersveit undir stjóm Hlífar Sig-
urjónsdóttur," sagði Natalía Chow
organisti. Hún segir kórinn síðan
syngja við allar athafnir í kirkjunni og
halda sérstaka vortónleika og jólatón-
leika. Hún kveðst mjög ánægð með
SÉÐ úr tengiganginum yfir að
Hafnarfjarðarkirkju. Rögnvaldur
Ólafsson teiknaði kirlquna en
Sigríður Magnúsdóttir og Hans
Olav Andersen safnaðarhcimilið.
alla aðstöðu til tónlistarflutnings í söl-
um Strandbergs.
Allt að 300 manns á einu kvöldi
Fyrir utan áðumefnt safnaðarstarf
má nefna sunnudagaskóla, sem boðið
er uppá í Hvaleyrar- og Setbergsskól-
um auk kirkjunnar, og annað bama-
og æskulýðsstarf en þar njóta prest-
amir liðveislu ýmissa aðstoðarmanna.
„Við getum nefnt sem dæmi að hingað
geta komið jafnvel allt að 300 manns á
einu kvöldi þau kvöld þegar mest er
um að vera og dreifist þessi fjöldi í
hinar ýmsu vistarverar saftiaðarheim-
ilisins," segir séra Þórhallur og lýsir
því nánar svo: „Hér getur ríkt nánast
ringulreið um ldukkan átta þegar fólk
er að koma á hina ýmsu fundi en fimm
mínútum síðar er eins og hér sé ekki
nokkur maður - fundir og æfingar era
hafnar og engin truflun berst á milli
salarkynna,“ sem hann segir að sé
meðal annars merki um hvers vel hús-
ið nýtist til ólíkra stefnumóta hverju
sinni.
Kostnaður við bygginguna nemur
kringum 210 milljónum króna og hef-
ur aðeins verið tekið lán á lokasprett-
inum að upphæð um 36 miUjónir
króna.
Eins og fyrr segir verða Hásalir
teknir formlega í notkun við athöfn
sem hefst klukkan 20.30 á sunnudags-
kvöld. Þá mun biskup íslands, herra
Karl Sigurbjömsson, blessa hásali og
prédika í messunni sem á undan fer
en prestar kirkjunnar þjóna fyrir alt-
ari. Þá flytur dr. Sigurbjöm Einars-
son biskup helgunarbæn í Hásölum og
forystumenn safnaðarins lesa ritning-
arorð. Að lokinni helgistundinni býður
Kvenfélagið til kaffidrykkju.