Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 51V
verka, og þeim fórst það vel úr
hendi. Ein af þessum konum var
Bettý. Það var aldrei nein lognmolla
í kringum hana, hún var vinnusöm,
harðdugleg og skemmtileg kona.
Eg átti svolítið erfitt með að
skilja það fyrst þegar ég byrjaði,
hvernig Bettý og hinar konurnar
gátu unnið eins og þær gerðu. Vakt-
irnar voru oft langar og þegar mest
var að gera, náðu þær nánast sam-
an. Ég var farin að halda að þær
þyrftu aldrei að sofa, létu í mesta
lagi líða yfir sig annað slagið til að
ná einhverri hvfld.
En kynslóð Bettýar vissi hvað var
að vinna og kunni síst af öllu að hlífa
sjálfri sér. Þegar Bettý vann í Olsen
hafði hún þann starfa að sjá um
kaffistofuna auk þess að vinna við
hreinsun rækjunnar á færibandinu.
Bæði þessi störf vann hún af mikilli
samviskusemi. Það var gott að hafa
Bettý á kaffistofunni, því hún var
óspör á að leyfa okkur að smakka á
heimabakstrinum.
Þær eru ófáar minningarnar sem
við vinnufélagar Bettýar eigum um
hana, góðar stundir úr vinnunni
ásamt ógleymanlegum menningar-
reisum, þar sem Bettý og Einar
voru hrókar alls fagnaðar.
Það sem mér fannst eftirtektar-
verðast í fari Bettýar var þessi
mikli glæsileiki sem hún bar með
sér. Aldrei man ég eftir að hafa séð
hana öðruvísi en með fallega lagt
hárið og smekklega klædda, jafnvel
þó hún væri komin á níræðisaldur
þá skartaði hún enn þessum yndis-
lega kvenþokka.
Hjartahlýjan var eitthvað sem
hún átti nóg af. Hún deildi með okk-
ur bæði gleði og sorg og var manna
fyrst að rétta hjálparhönd ef ein-
hver vinnufélaginn þurfti á að
halda. Því viljum við að leiðarlokum
gömlu vinnufélagarnir úr O.N. 01-
sen þakka þér, elsku Bettý, alla
góðvild í okkar garð og víst er að öll
erum við ríkari af að hafa fengið að
ganga með þér á lífsleiðinni.
Við biðjum þér góðrar heimferðar
og við vitum að Einar bíður með op-
inn faðminn til að taka á móti þér.
Nú ertu leidd mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvfld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(Hallgr. Pét.)
Innilegustu samúðarkveðjur
sendum við börnum Bettýar og fjöl-
skyldum þeirra, ömmustelpunni
Lái'u Bettý, og kærri vinkonu
Gunnu Valgeirs. Víst er að lífið
verður litlausara án Bettýar, en
minning hennar mun ylja okkur um
ókomin ár.
F.h. gömlu vinnufélaganna úr
O.N. Olsen á ísafirði.
Kolbrún Sverrisdóttir.
Það var árið 1955, sem fsfirðing-
um bættust góðir borgarar í sínar
raðir. Maðurinn Einar Jóhannsson
var kominn til að taka við skipstjórn
á nýsköpunartogaranum ísborgu,
og konan Elísabeth Clegg Jóhanns-
son til að búa þeim og börnum
þeirra heimili á stað þar sem þau
vart þekktu nokkurn mann. Einar
var alinn upp á Seltjarnarnesi, en
Elísabeth eða Betty, eins og hún
var jafnan kölluð, kom frá fiskibæn-
um Grimsby í Bretlandi.
Vart þarf að leiða getum að því
hvert átak það hefur verið fyrir
Betty að yfirgefa sitt fóðurland, ætt-
ingja og vini og allt, sem bindur fólk
við sínar rætur, og hverfa til lands,
sem bjó við gjörólíka lífshætti og
töluð tunga, sem hún skildi ekki eitt
einasta orð í. En þetta gerði Betty
með glöðu geði fyrir þann mann,
sem hún hafði bundist tryggðabönd-
um í heimabæ sínum Grimsby hinn
9. ágúst 1946. Eftir að ég síðar fékk
að kynnast Einari, þá skildi ég betur
hvers vegna þessi unga og glæsilega
kona tók þessa örlagaríku ákvörðun.
Við Einar vorum nánir samstarfs-
menn síðustu sex árin sem hann
lifði. Þau ár þróaðist með okkur vin-
átta og gagnkvæmt traust, sem
aldrei komu neinir brestir í. Mér
varð hann mikill harmdauði, er hann
féll frá aðeins 63 ára, og hafði þá
verið starfandi fram á síðasta dag.
Ég geymi allar samverustundir með
honum í sjóði þeirra minninga, sem
mér eru kærastar. ísafjarðarbær
heiðraði hann með því að nefna
götu, sem liggur að ísafjarðarhöfn,
Einarsgötu.
Vinátta okkar Einars vai'ð þá og
ávallt síðan einnig að vináttu við
Betty. Framlag hennar er að mínu
viti saga kvenhetju, sem gerði ís-
land að sínu heimalandi, ísafjörð að
sínum heimabæ, þar sem hún þurfti
líkt og aðrar sjómannskonur að hafa
veg og vanda af uppeldi barnanna,
sem urðu fimm talsins, meðan heim-
ilisfaðirinn rækti sín skyldustörf á
sjónum. Þegar bömin stálpuðust,
fór hún út á vinnumarkaðinn, sem
markaði brautina að því, sem hún
átti eftir að starfa við alla tíð. í út-
gerðarbæ var helzt vinnu að hafa
við vinnslu sjávarafurða. Betty. tók
þá til að standa við færiband og
hreinsa „rauða gullið" þ.e.a.s. rækj-
una og gera hana að hágæðavöru
fyrir fyrrverandi landa sína í Bret-
landi að neyta. Lengst af starfaði
Betty í rækjuverksmiðju við Sund-
stræti á Isafirði, sem kennd var við
stofnandann, Ole N. Olsen, en hann
var sonur brautryðjanda rækju-
veiða á íslandi, Simon Olsen, sem til
bæjarins hafði komið að hætti vík-
inga frá Vestur-Noregi, og hóf
rækjuveiðar hér þrátt fyrir litla til-
trú, og jafnvel aðhlátur samborgara
sinna. En enginn hlær að frum-
kvöðlinum, þegar ágæti verka hans
er öllum ljóst. Það var því vel við
hæfi, að „kvenvíkingur“ frá Bret-
landseyjum fylgdi eftir frumkvæð-
inu frá Noregi og helgaði þessu fyr-
irtæki sína starfskrafta. Vinna Bett-
yar í þágu rækjuiðnaðarins á ísa-
firði verður seint metin að verðleik-
um, fremur en margra, sem lengi
hafa starfað við íslenzkan fiskiðnað,
en við verðum að trúa því, að sá sem
öllu ræður færi henni nú launin að
loknu miklu og góðu dagsverki.
Þrátt fyrir mikið vinnuálag, bar
heimili Bettyar vott um dugnað
hennar og smekkvísi. Börn hennar
og barnabörn vita það bezt, að
hennar lífshamingja fólst í því að
veita frá sínu stóra hjarta.
Þrátt fyrir að Betty væri eftir
langa íslandsdvöl orðin meiri íslend-
ingur en mörg okkar, sem hér erum
fædd, þá gleymdi hún ekki sínum
gömlu löndum, og nutu því margir
brezkir sjómenn gestrisni hennar og
Einars. Meðal þeirra gekk heimili
Einars og Bettyar í Fjarðarstræti 13
undir nafninu „Club 13“. Einar heit-
inn vai- mikill húmoristi og hafði því
mikið gaman af þessari nafngift.
Þangað lögðu leið sína menn eins og
Richard (Dick) Tailor skipstjóri á
CCS Forester, sem íslenzka land-
helgisgæzlan eltist mikið og lengi við
á dögum þorskastríðanna. Vegna
vináttu minnar við Einar og Betty
fékk ég að kynnast þessum heiðurs-
manni í ferð til Hull. Hann er með
minnisstæðustu mönnum, sem ég
hef kynnst, skemmtilegur, skarp-
greindur og mjög vinsamlegur í garð
Islendinga. Betty kom eitt sinn með
okkur Einari til Bretlands og það
var einmitt hún, sem opnaði mér
nýja sýn á líf togaramanna og fjöl-
skyldna þeirra í fiskibæjunum við
Humber-fljót. Sú mynd var talsvert
ólík því, sem íslenzkir fjölmiðlar
mötuðu almenning á Islandi á.
Nú hefur hún Betty kvatt þennan
heim, sína nánustu, vini og bæinn,
sem hún gerði að heimili sínu meira
en hálfa ævina. Síðustu vikurnar
háði hún erfiða en hetjulega bar-
áttu, sem lyktaði með því, að Guð
tók hana í faðm sinn. Ég mun lengi
minnast síðustu hálfrar stundarinn-
ar, sem ég dvaldi hjá henni á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Isafirði. Ég
veit, að fátækleg orð mín þá komust
til skila, þó hún hefði einungis hlýtt
handtak og fallegt bros til að svara
með. Að leiðarlokum vil ég þakka
henni fyrir að hafa gert ísafjörð að
betri bæ með lífi sínu og starfi, Ég
votta öllum aðstandendum hennar
innilega samúð, og bið góðan Guð að
varðveita minningu heiðurshjón-
anna Elísabeth Jóhannsson og Ein-
ars Jóhannssonar.
Ólafur B. Halldórsson.
+ Sigríður Bjarn-
ey Karlsdóttir
var fædd á Stokks-
eyri 1. mars 1913.
Hún Iést á hjúkrun-
ardeild Hrafnistu í
Reykjavík að
morgni 16. septem-
ber sl. Foreldrar
hennar voru Karl
Frímann Magnús-
son, skósmiður og
formaður í Hafsteini
á Stokkseyri, f. 4.
okt. 1886 á Stokks-
eyri, d. 30. janúar
1944, og fyrri kona
hans Margrét Bjarnadóttir hús-
freyja, f. 30. ágúst 1888 á Sand-
hólaferju í Ásahreppi, d. 5. janú-
ar 1919. Systkini Sigríðar Bjarn-
eyjar voru: Karl Magnús, f. 1911,
d. 1938; Karítas, f. 1914, býr í
Reykjavík; Svanlaug, f. 1915, d.
1920. Síðari kona Karls
Frímanns og fósturmóðir Sigríð-
ar var Kristín Tómasdóttir, f.
4.7. 1888, d. 12.2. 1967, frá
Vorsabæ í Flóa. Börn Karls
Frímanns og Kristínar, hálf-
systkini Sigríðar
Bjarneyjar, eru: Mar-
grímur Svanur, f.
1922, býr í Reykjavík;
Tómas, f. 1923, býr á
Stokkseyri; Jóhanna
Pálína, f. 1925, býr í
Keflavík; Ólöf, f.
1927, býr í Keflavík;
Sesselja Margrét, f.
1929, býr í Reykjavík.
Sigríður Bjarney
giftist 1. apríl 1933
Zóphóníasi Ólafi Pét-
urssyni af Langanesi,
f. 3. nóvember 1901,
d. 11. júní 1974.
Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau
á Þórshöfn á Langanesi en síðan í
Fagradal á Stokkseyri, Sigríður
Bjarney dvaldist á Hrafnistu í
Reykjavík frá árinu 1991 til
dauðadags.
Börn Sigríðar Bjarneyjar og
Zóphóníasar Ólafs eru: 1) Jón
Friðrik, f. 1933, kv. Ástu Erlu
Antonsdóttur og eiga þau sex
börn. Þau slitu samvistum. Seinni
kona Jóns er Hansína Jónasdóttir,
þau búa á Stokkseyri. 2) Karl
Magnús, f. 1935, kv. Drífu Jóns-
dóttur og eiga þau sex börn. Þau
slitu samvistum. Seinni kona
Karls er Esther Jakobsdóttir,
þau búa í Kópavogi. 3) Jósef \
Geir, f. 1936, d. 1970, kv. Arn-
heiði Helgu Guðmundsdóttur og
eignuðust þau fjögu r börn. Arn-
heiður býr á Stokkseyri. 4)
Stúlkubarn, f. 23.10. 1938, d.
4.12. 1938. 5) Grétar Kristinn, f.
1940, kv. Unni Kristinsdóttur og
eiga þau tvær dætur. Þau slitu
samvistum. Seinni kona Grétars
er Selma Haraldsdóttir, þau búa
á Stokkseyri. 6) Viðar, f. 1942,
kv. Guðríði Ernu Halldórsdóttur
og eiga þau þrjú börn, þau búa á
Selfossi. 7) Karlý Fríða, f. 1943,
gift Guðmundi Jósefssyni og
eiga þau þrjú börn, þau búa í
Reykjavík. 8) Ari, f. 1945, d.
1977, eignaðist eina dóttur. 9)
Gylfi, f. 1948, d. 1982, kv. Helgu
Magnúsdóttur og áttu þau þrjú
börn, Helga býr á Akureyri. 10)
Elísabet, f. 1948, gift Gunnari
Ellert Þórðarsyni og eiga þau
átta börn, þau búa í Gaulveija-
bæjarhreppi. Á dánardegi
Sigriðar Bjarneyjar voru afkom-
endur þeirra hjóna orðnir 120.
Utför Sigríðar Bjameyjar fer
fram frá Stokkseyrarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
SIGRIÐUR BJARNEY
KARLSDÓTTIR
Kæra tengdamóðir. Það haustar
að, litir sumarsins fólna og farfugl-
arnir búast til brottfarar á fjai’lægar
slóðir, þá svífur andi þinn úr þreytt-
um líkama inn í ljós hins eilífa vors,
þar sem burtfarnir ástvinir bíða þín
og umvefja þig birtu og kærleika. En
svona töldum við að brottfór þín úr
þessum heimi myndi verða. Þú varst
ferðbúin, og kveiðst ekki endalokun-
um. En samt kom andlátsfregn þín á
óvart því undanfarna mánuði hafðir
þú verið með hressara móti, eftir erf-
ið veikindi og slys síðastliðinn vetur.
Þótt samleið okkar hafi ekki verið
nema tíu ár, skilur hún eftir margar
minningar, þú varst kær vinkona
sem gafst mér hlutdeild í lífi þínu.
Að baki voru annasön ár, fyrst að
vinna fyrir brauðstritinu í vist hjá
öðram, seinna að stýra stóra heimili,
fæða tíu börn, annast uppeldi þeirra
og vera sú sem allir gátu sótt allt til.
Kímnigáfa, létt lund, ásamt ósérhlífni
og dugnaði hefur fleytt þér gegnum
lífið. Veraldlegur auður var ekki mik-
ill, ein fyrirvinna á svona stóru heim-
ili. Til dæmis eignaðist þú ekki
þvottavél fyrr en þú gekkst með
yngstu börnin, en hafðir áður þvegið
þvottinn á bretti af ellefu manna fjöl-
skyldu, og skolað í köldum brunni.
Afltoma heimilisins byggðist á nýtni,
hagsýni og myndarskap þínum, nýjar
flíkur urðu til úr notuðum fötum eða
efnisbútum sem þér áskotnuðust.
Einnig heklaðrir þú ótrúlegan fjölda
teppa og dúka ásamt því að sauma út
myndir, dúka og púða, algjör lista-
verk, sem í dag og um ókomin ár
prýða heimili afkomenda þinna.
Lífið fór ekki alltaf um þig mjúkum
höndum, sorgin kvaddi dyra á fyrstu
búskaparárunum þegar þú misstir
dóttur sex vikna gamla, og seinna fór-
ust tveir synir af slysfórum og einn af
völdum veikinda, allir fullorðnir
menn, og árið 1974 dó eiginmaður
þinn, Zóphonías Pétursson. Afóll í líf-
inu vora til að sigrast á, áfallahjálp
ekki til staðar svo úrræðið var að bita
á jaxlinn og brosa gegnum tárin. Við
nánari kynni fann ég að úr mörgu var
óunnið og þegar við ræddun um liðna
tíma í sorg og gleði opnuðust dyrnai’
að vel læstri geymslunni og löngu
liðnii- atburðir voru í andai-takinu.
Það var gott að geta grisjað til, sumt
var geymt áfram sem dýrmætar
minningar en annað var fyrirgefið
eða gleymt. Að fylgja þér um völ-
undahús fortíðarinnar skildi eftir
nýja lífssýn sem ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að deila með þér.
Kæra vinkona. Megi andi þinn
njóta frelsisins, ég hið Guð að gefa
þér góða heimkomu. Öllum ástvinum
sendi ég dýpstu samúðarkveðjur.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysstafenglum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti.
Hún amma mín er dáin. Og það er
sárt að kveðja þó að ég viti að amma
hafi verið hvíldinni fegin eftir heilsu-
leysi og áfóll undanfarinna ára. En
hún var alltaf svo brött og sterk og
það er kannski einmitt þess vegna
sem maður átti bágt með að trúa því
að í þetta sinn myndi amma ekki
hafa það af eins og í öll hin skiptin.
Hún var sterk kona af þeirri kyn-
slóð sem hefur upplifað tímana
tvenna, hún gekk í gegnum erfið
tímabil í lífinu og varð fyrir miklum
áfóllum - það gerði hana kannski
svona sterka. Það er ekki ætlun mín
að rekja lífshlaup hennar hér heldur
vil ég nota þessa kveðjustund til að
rifja upp hvað gerði hana einstaka í
mínum huga. Ég ólst upp hjá ömmu
og afa í Fagradal þar til ég var sjö
ára gömul og eftir að ég flutti frá
þeim var ég þar tíður gestur í skóla-
fríunum mínum. Á unglingsárunum
vann ég m.a. í fiski á Stokkseyri og
hélt þá auðvitað til hjá ömmu sem þá
var flutt í Unhól. Þegar ég fór að
kenna við grunnskólann á Stokks-
eyri fór ég iðulega til ömmu í hádeg-
ishléinu eða skrapp inn í kaffi ef ég
hafði lausan tíma. Nokkru áður en
hún flutti á Hrafnistu fórum við,
fjórir ættliðir í beinan kvenlegg,
saman til Spánar til afslöppunar.
Eftir að ég stofnaði heimili sjálf kom
amma oft í heimsókn til okkar og þá
var nú oft rökrætt við eldhúsborðið
og hvort sem umræðuefnið var
stjórnmál, íþróttir eða hannyrðir þá
var hún í essinu sínu því að hressileg
orðaskipti leiddust henni aldrei.
Amma var mér því ekki bara
amma, hún var að hluta til uppalandi
minn og margt af því sem hún kenndi
mér tel ég mitt besta veganesti í líf-
inu. Það var hún sem kenndi mér
bænirnar og bamagælumar sem ég
vil skila áfi’am til bamanna minna. En
hún var líka vinkona mín og til hennar
leitaði ég oft með vangaveltur mínar
og þá gátum við rætt málin fram og
aftur. Þó svo hún væri kannski ekld
sammála ákvörðununum sem ég tók
þá virti hún þær alltaf. Frá því að ég
var krakki kom amma alltaf fram við
mig sem fullorðna manneskju og tal-
aði við mig sem jafningja sinn - það
finnst mér góð uppeldisfræði.
Við áttum sameiginlegan áhugann
á yfimáttúrulegum efnum og veltum
þeim málum oft fyrir okkur. Og nú
þegar ég kveð hana með söknuði og
velti því fyrir mér hvern ég get nú
spurt um undarlega drauma eða lát-
ið spá í bollann minn þá minnist ég
hversu bjargföst hún var í trúnni:
Við sjáumst síðar.
Amma mín - ég fylgi þér ekki síð-
asta spölinn þar sem þú munt hvfla
við hliðina á afa, aðeins fáeina metra
ft-á Hafsteini þai’ sem þú ólst upp.
Hvíldu í friði.
Margrét Ýrr og íjöl-
skylda, Noregi.
Langamma mín var alltaf svo góð
við mig. Ég mun aldrei gleyma því
þegar ég gekk með henni frá Hrafn-
istu og niður eftir til ömmu. Svona*-
var lífið þá. Nú var orðið svo erfitt
hjá henni að hafa með sér súrefni út
um allt. Vonandi að henni líði betur
núna en ég mun alltaf sakna hennar.
Elva Karlý Sveinbjörns-
dóttir, 9 ára, Noregi.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt. ’
. _ (S. Egilsson.)
Ég kveð þig með söknuði, elsku
amma, en veit að þú ert nú í friði hjá
Guði og umvafin hlýju ástvina þinna
sem áður voru horfnir úr þessum
heimi. Ég hefði svo mjög viljað
fylgja þér seinasta spölinn og geri
það í huga mínum og hjarta.
Ég mun ávallt heiðra minningu
þína, þú hefur kennt mér svo mai’gt
sem ég vona að mér takist að kenna
mínum börnum.
Þannig muntu lifa áfram í huga
mínum, falleg, stolt, réttsýn og sjálf-
stæð kona. Hvfl í friði, elsku amma
mín.
Þorgerður.
Þegar ég frétti af andláti ömmu
fór ég ósjálfrátt að hugsa til baka og
komst þá að því hvað amma er stór
hluti af bernskuminningum mínum.
Þó svo að ég hafi haft töluvert sam-
band við ömmu í seinni tíð eftir að
hún fluttist á Hrafnistu er eins og nú
sæki að mér minningar um samband
mitt við ömmu mína þegar ég var
ki-akki.
Mér er það alltaf minnistætt þegar
ég, sem smápatti upp við Búrfells-
vh-kjun, stóð úti á vegi og beið eftir
Landleiðarútunni með systrum mín-
um. Amma var að koma í heimsókn,
hún hafði með sér litla tösku því að
hún stoppaði alltaf í nokkra daga og
uppúr þessari tösku dró hún alltaí"
upp bláan ópal. Þessar heimsóknir
hennar til okkar í Búrfelli einkennast
af mikilli iðjusemi í minningunni; það
vai- ýmist verið að búa til slátur,
prjóna á okkur systkinin vettlinga og
stoppa í sokkana okkar, sjóða sultu
og svo voru að sjálfsögðu steiktar
kleinm’. Það var því mikið tilhlökkun-
arefni að vita að von væri á ömmu.
Ekki bara var þetta gósentíð fyrir
sísvangan strák heldur vai’ andrúms-
loftið alltaf svo notalegt.
í seinni tíð gátum við amma setið í
eldhúsinu hjá mömmu og stundaðv,
rökræðulist af kappi og þá skipti ná-
kvæmlega engu máli hvert umi’æðu-
efnið vai’, við gátum alltaf skipst á
skoðunum og höfðum bæði mjög
gaman af.
Ég er þakklátur fyrir allai’ góðu
mhmingai’nai’ sem ég á um hana
ömmu mína. Ég finn það sérstaklega í
dag hversu mikils vh’ði þær era mér.
Ari Guðmundsson.