Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 58
i. 58 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ son baráttumaður fyrir umráðum hestamanna yfir Skógarhólum, hann stikaði það út. Þannig var farið að því að gera landsmótsstað. Girt og völlur gerð- ur. Landnámið jaðraði við land- töku. - Síðan var farið að semja við íhaldssemina sjálfa. Þingvalla- nefnd. Að þessu máli fylgdu Gunnari góðir og kappsamir menn. Nú var ekki stigið honum á tær. Þessi landsmótsstaður er nú áningastað- ur hestamanna í ferðum. Endur- bætur hafa verið gerðar og eru LH til hins mesta sóma. Við getum sagt með sanni: Heim að Skógarhólum. Nú æjum við fyrst öp áður söng og hófahljóði fórum rjúfa ijallaþögn. (HH) Akvörðun hefir verið tekin um að reisa íslenska hestinum minnis- varða á Skógarhólum. Skáldfákurinn greyptur í grjót og merkið helgað brautryðjandan- um Gunnari Bjamasyni. Leggjum því máli lið og látum ekki lenda í undandrætti. Það er engin virðing við þann sem merkið hóf að láta hlutina dragast eða sofna í nefnd. Gunnar Bjarnason gerði strand- högg. Lauk námi við landbúnaðar- háskóla Dana. Vakti áhuga er- lendra manna á íslenska hestinum og útflutningur hófst á reiðhestum. Þama hafði hann auðvitað storm- inn í fangið. Náði því sem varð hon- um til hláturs að vera kallaður landráðamaður. Þama fór almenn skoðun, hestar færu ekki úr landi með óskert kyn- færi. Viðurkenningar hlaut Gunnar. Riddari Fálkaorðunnar. Gullmerki LH. Erlendir unnendur hestsins sem Gunnari Bjamasyni var svo lagið að lýsa á hrífandi hátt sýndu * honum ávallt sóma. Hann varð víða um lönd heiðursfélagi þeirra félaga og klúbba sem hann hafði raunar stofnað sjálfur. Allar þessar viðurkenningar hafa verið réttar með alhug, nema ein. Forseti íslands, skólabróðir og vinur Gunnars, sagðist þurfa að kynna honum að krossinn væri fyr- ir störf í embætti. Langt geta hlutimir gengið og lágt lotið, ef erfitt er að viðurkenna hlut þess er mddi veginn þá grjót hafði á hann fallið við breytta þjóð- félagshætti. Gunnar Bjamason var glæsi- menni að öllu útliti og meistari orðsins. Rómurinn mitóll yfir mál- inu. I raun áróðursmeistari sem lyfti löndum sínum til dáða og talaði tungum á erlendri grand. Utflutn- ingur íslenska reiðhestsins var haf- inn. Eftir Gunnar liggur stórvirtó í bókum og ritgerðum. Gunnar Bjamason batt ekki bagga sína sömu hnútum og fjöld- inn. Vegna þess verður hann okkur minnisverður og raunar vegvísir. Svo er ektó annað eftir en reisa mertóð. Gera það með þeim hætti að minningu hans sé sómi að og okkur hinum til hugbóta. Hinn væni vinnumaður hefir ver- ið kallaður af velli heim. Þar dugðu ekki önnur amboð en ný í stað þeirra fúnu er hrakku sundur í höndum hans. Kvaddur er eldhuginn sem átti hin sterku vængjatök. Það er svo annara að snurfusa og sverfa þar til ekki sér til samskeyta. Friður sé með ættfóltó og þeim er næst stóðu Gunnari Bjamasyni. Bjöm Sigurðsson. Þegar við Halldór sonur Gunnars Bjamasonar fyrir fjöldamörgum áram stóðum á fyrstu þrepum hestamennskunnar og reyndum á ýmsan hátt að öðlast fróðleik um hesta og hestamenn fannst Gunnari tilhlýðilegt að fara með piltana í reisu um landið, heilsa upp á helstu hestamenn fyrir norðan og austan og enda í Homafirði. Þessi ferð varð ógleymanleg. Gunnar þekkti hvem bæ sem við ókum framhjá, sagði sögur af ábúendum og rakti ættir þar sem ýmsir þættir í skap- gerð löngu liðinna forfeðra opinber- uðust með dramatískum hætti í niðjunum. Allt var þetta satt og rétt, að minnsta kosti vora lýsing- amar svo ljóslifandi og fjörgandi að okkur piltungunum fannst þetta ekki geta verið öðravísi. Þannig var það líka þegar Gunnar sannfærði okkur um að kaupa frekar tveggja vetra stóðhestsefni í Hornafirði en fallegt, vel ættað og efnilegt stóð- hestsefni fyrir norðan. Hornfirstó folinn var sendur suður, og þegar við Halldór sáum hann aftur vorum við sammála um að aldrei hefðum við séð jafnljótan hest. En þá var Gunnar víðs fjarri. Ektó var annað að gera en að nota hestinn í stóðið og temja. Reynslan af hestinum varð síðan sú að hann fríkkaði ekki og afkvæmi hans urðu ektó glæsihross. En fjör- ið, þessi dýrmætasti eiginleitó hesta, var með ólítóndum og oftast fylgdi prýðisgangur. Þannig hafði Gunnar séð prinsinn í frostónum, og ektó hægt að áfellast hann þó að eitthvað af frostónum sæti eftir við umbreytinguna. Eg átti eftir að kynnast Gunnari betur er við dvöldum nokkrar vikur í Ameríku með 40 íslenska hesta er þangað vora fluttir til Ameríku á vegum Búvöradeildar SÍS. Eins og búast mátti við komu upp alls konar vandamál sem Gunnar ýmist leysti á einhvem hátt, eða þóttist ektó sjá, og þá vora þau ektó lengur tál trafala. Mest ógnun stóð þó af stóln- ingsleysi sumra útlendinganna á ís- lenska hestinum. Ráðsmaður á bú- garðinum þar sem hestamir dvöldu taldi víst, að hestamir mundu drep- ast ef þeir stæðu heilan dag úti á beit. Þá fullyrti hann einnig, að hin- ir útlendu stóra jálkar myndu murka lífið úr þeim íslensku ef þeir kæmust í návígi. Og einn daginn sé ég hvar ráðsmaðurinn, sem var stór og mikill ramur, kemur stormandi í átt til Gunnars. Ég heyri að hann öskrar á Gunnar og heimtar að ís- lensku hestamir fari brott á stund- inni. Gunnar svarar einhverju til. Ég sé hvar ráðsmaðurinn reiðir hnefann og er til alls líklegur. En nú var Gunnari nóg boðið. Hann hvessti augun á ruminn og sagðist skyldu segja honum úr hverju ís- lenstó hesturinn væri gerður, og hvers vegna hinir ofvernduðu stóru útlendu jálkar myndu ektó hafa er- indi sem erfiði ef þeir reyndu að angra þá íslensku. Þetta var byrjun ræðunnar sem stóð yfir í nokkrar mínútur. Rök vora sótt í íslenskt harðbýli um aldir, þróunarsögu hestakynja allt frá tímum Rómverja til okkar daga, reynsludæmi frá Evrópu o.fl. Allt flæddi þetta út úr honum í samfellu og með þeim raddstyrk og sannfæringarkrafti sem hann bjó svo ríkulega yfir, og var ennþá magnaðra við þessar krítísku aðstæður. Ráðsmanninum var bragðið. Það var eins og hann hefði misst sjónar á ætlunarvertó sínu. Hann gekk burtu hálfringlaður. En allt sem við báðum hann um eftir þetta var sjálfsagt. Dagarnir í Ameríku vora sumir nokkuð þreytandi í þrúgandi hita og við ókunnar aðstæður. En hvenær sem var gat maður átt von á að Gunnar skellti upp úr vegna einhvers skondins sjónarhoms sem hann hafði séð í þessu daglega amstri. Húmor hans var mjög nátt- úralegur, ektó smíðaður til þess að vera fyndinn, heldur óhjákvæmi- legur af því að þessi flötur málsins blasti bara allt í einu við honum. Gunnar var maður heitra skoð- ana og sannfæringa. Það kom mér því nokkuð á óvart hve opnum huga og hleypidómalaust hann ræddi um ýmsa samferðamenn sína, jafnvel þá sem höfðu lagt stein í götu hans. Hann ræddi um persónu þeirra eins og fræðimaður þegar hann leitaði skýringa á gjörðum þeirra, eða eins og hestamaður sem spyr hvort rótar hrekkjanna sé að leita í misheppnaðri tamningu eða genum frá forfeðranum. Gunnar hafði tek- ið þátt í mörgum orastum á sinni ævi og hvorki hlíft sjálfum sér né öðram. En ég fann ektó að hann bæri kala til nokkurs manns, enda orðinn vel trúaður um þetta leyti og væntanlega séð allt bardagasviðið í nýju Ijósi. En eldhugi var hann til hinsta dags. Sigurður G. Thoroddsen. „Gjörðu svo vel, ég ætla að gefa þér þessar bækur.“ „Ég kom nú bara til þess að biðja þig að hafa framsögu um ræktun og kynningu íslenska hestins, með Halldóri búnaðarmálastjóra hjá fræðslunefnd Fáks.“ „Þú átt þessar bækur og í þessari héma fjalla ég einmitt um ævintýr- ið með íslenska hestinn á megin- landinu og sigurgöngu hans þar.“ - Hann ýtti þykkum bókabunka til mín. „Þvílíkur höfðingi ertu,“ sagði ég og horfði á volduga útgáfuna á borðinu, - Ættbók og sögu íslenska hestsins. „Já, ég á heldur ektó langt að sækja það, því Bjami Sívertsen og Rannveig Filippusdóttir, forfeð- ur mínir, vora líka miklir höfðingj- ar. Hún fegursta kona á Islandi, og engar tillögur í atvinnumálum þjóð- arinnar á síðustu öldum dugðu bet- ur en tillögur og framkvæmdir Bjarna. Auk þess, sem hann leysti auðvitað hafnbann breska heims- veldisins á íslandssiglingamar á Napóleonstímunum við sjálfan kon- unginn í London, ásamt vini sínum Sir Joseph Banks, og bjargaði þannig þjóðinni frá hungurdauða eftir Móðuharðindin." Gunnar Bjarnason hélt margar innblásnar ræður á lífsleiðinni, en sérstaklega naut hann sín í umfjöll- un um íslenska hestinn, enda hrossaræktarráðunautur og stolt hans sem íslendings var einstakt. „Islenstó hesturinn," sagði Gunn- ar „er svo einstakur í veröldinni að fjöri, fjölhæfni, hæfileikum og geðslagi, að hann einn dygði að til halda frægð okkar á loft meðal þjóðanna. Svo er hann mjög þrek- mitóll líka og hefur sem lífvera al- deilis þolað súrt og sætt með þjóð- inni í þúsund ár. Þótt við hefðum aldrei skrifað helstu bókmenntir veraldarinnar eða sögu norrænna konunga, aldrei ort sum fegurstu ljóð, sem til era, eða sungið betur en aðrir, aldrei átt listamenn yfírhöfuð, vísindamenn eða íþróttamenn, sem aðrir stóröf- unda okkar af, heimsfræga forseta og stjómmálamenn, sem setja mark sitt á veraldarsöguna, - bara ræktað og tamið þennan öðling, - íslenska hestinn, þá væram við ein- stök meðal þjóðanna. Svo eigum við auðvitað allt hitt líka,“ sagði ráðu- nauturinn og brosti brosi, sem breytir dimmu í dagsljós. Gunnar sagði mér að í kynningu og markaðssetningu íslenska hests- ins á meginlandinu hefði hann alltaf gætt þess að landið, þjóðin, sagan og menningin fylgdi með í umfjöU- uninni. Þess vegna ættu íslending- ar marga vini erlendis út á hvem gæðing, sem farið hefði yfir hafið. Og nú væra fleiri íslenskir hestar úti en til væra á Islandi, og þætti þó ýmsum nóg um hér heima. En vináttan og aðdáunin á þjóðinni út á hestinn væri takmarkalaus. Gunnar var þvílíkur fullhugi og eldhugi, að hann hreif alla með sér og orkaði það, sem honum datt í hug. Slíkir menn ryðja vegi, þar sem aðrir sjá tóma ófærð. Þegar brautin er lögð finnst syo öllum eðlilegt, að hún sé þar. A undur- samlegan hátt innrætti hann fólki hvort tveggja, ást á landi sínu og al- þjóðahyggju. I hjarta sínu var stórmennið samt auðmjúkt og guðhrætt. Vildi öllum vel og þakklátur fyrir allt það góða, sem lífið færði honum. Ég votta börnum, bamabömum, ástvinum og ættingjum öllum mína dýpstu samúð. Algóður guð leggi Gunnar minn sér að hjarta og veiti honum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karisson. „Eins og hindin, sem þráir vatns- lindir, þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lif- anda Guði. Hvenær mun ég fá að koma og birtast fyrir augliti Guðs?“ (Sl. 42,3). Þessi orð komu upp í hugann er ég ritaði hér örfá kveðjuorð í minn- ingu míns kæra vinar og félaga Gunnars Bjamasonar. Enginn var heitari í bænum sinum en hann að leita styrks og daglegrar hand- leiðslu hjá Guði. Enginn var sann- færðari en Gunnar um nálægð Guðs í öllu lífi okkar mannanna. Undir það síðasta ræddum við um Guð í Ijósi trúarreynslu Gunnars og það vora mér forréttindi að sitja við fótskör hans og fá að hlusta á hann og njóta þessarar leiðsagnar hans á þessum vettvangi sem og öðram. Þessar línur era kveðja og þakkir til góðs vinar en ektó upptalning á æviatriðum, enda gera aðrir þeim mun betri stól en ég. Mig langar þó að stikla á örfáum augnablikum í lífi okkar beggja og Iíta um öxl. Kynni mín af Gunnari Bjamasyni hófust árið 1970 er ég var í mennta- skóla og leitaði ráðlegginga hans um þau áform mín að kynnast er- lendum hestamönnum. Ég hafði mitónn áhuga fyrir hestum og markaði fyrir íslenska hesta og hvemig best væri að afla sér sam- banda og koma sér upp aðferðum til að byggja slíkt starf og þektóngu til framtíðar. Svar hans var hvorttveggja í senn hvatning og ráðlegging um að hefjast handa strax að skóla loknum. í svarbréfi hans vora dýrmætar ábendingar sem leiddu til þess að við urðum samstarfsmenn og vinir á þessum vettvangi síðar og æ síðan. Við áttum eftir að eignast sam- eiginlega vini, starfa að málefnum íslenska hestsins bæði heima og er- lendis. Við unnum saman að hags- munamálum hestamanna og störf- uðum saman í erlendum samstópt- um um árabil við að bæta og auka hróður íslenska hestsins. Þar hefur mitóð starf verið unnið og nú hafa aðrir komið að málum sem sýnir að enn era verkefnin næg. Samvinna okkar var með ágætum og stöðugt var haldið áfram og ný lönd unnin. Það var eldmóður Gunnars sem mestu réð um framvinduna og ár- angurinn lét ekki á sér standa. Allir hrifust með honum og hann lét einskis ófreistað til að vinna þessu málefni fylgi. Allir sem til hans þekktu vissu að slíkur eldmóður er ektó öllum gefinn og að andi hans og kraftur einkenndist af því, að málstaðurinn var helgaður íslenska hestinum „Skaparans meistar- mynd“ og þeirri menningararfleifð, sem hann var tengdur og tengir enn. Þessi ár vora mér dýrmæt reynsla, uppörvun og óþrjótandi gleði sem fólst í því að vera sam- ferðamaður hans og meðreiðar- sveinn. Hér var ég lærisveinn og hann meistarinn og ferð okkar hafði fyrirheit. Þessi áratugur og næsti á undan var á sinn hátt blómatími í hestaút- flutningi, en var ektó að sama skapi jafn ánægjulegur fyrir vin minn Gunnar. Fjölskylduhagir hans tóku breytingum og hann fór að hægja á í starfi og byrja nýtt upphaf á efri áram. Við höfðum félagsskap hvor af öðram og samleið okkar ein- kenndist af föðurlegri hlýju hans í minn garð. .1 samstarfi okkar bar engan skugga á og meðan Gunnar hafði krafta og heilsu var hann að- alhvatamaður að framsækni í markaðsmálum, sýningarhaldi og kynningum erlendis. Margt af því ber enn mertó þess að Gunnar Bjarnason hafði með framkvæði sínu og áræði komið því á legg og mótað upphafíð. Hestamennskan og markaðurinn allur naut þess með ýmsum hætti. Landbúnaður- inn og hagsmunir bænda í heild voru hans ævistarf sem ráðunautur og áhuginn því tengdur. Hann settist að lokum í helgan stein og fékk notalega vist á Dal- braut, en hugur hans var enn bund- in við hið lifandi starf og hann naut þess að hafa tengsl við þann heim sem hann hafði skapað. Oft heim- sótti ég hann á Dalbrautina. Við rifjuðum upp ýmsa þætti úr sögu hestaútflutnings, erlend samskipti og flesta þá mertósviðburði sem við áttum báðir kost á að upplifa. Menning og arfleifð íslenska hests- ins var gróðursett í hjörtum hesta- manna og ávextir þeirra fræja sem Gunnar gróðursetti voru L.H. og Landsmótin, FEIf og Evrópumót- in, markaðir og stórsýningar með þátttöku íslenskra knapa, sem bára hróður íslenska hestsins um víða veröld. „Við hófanna snilld og leik og lag, fá löndin hjarta og sál“, seg- ir í kvæði Guðfinnu frá Hömram. Þetta færði Gunnar öðram þjóðum sem íslenska arfleifð og gaf öllum ríkulega sem vildu njóta með hon- um. Eldmóður hans var sem leiftur og oft var hann fylltur andagift og mælsku sem átti engan jafningja. Hann var sem spámaður á leið til hins fyrirheitna lands og hann hreif alla með sér. Aldrei vantaði úrræði. Nú þegar Gunnar er horfinn af sjónarsviðinu verður tómlegt á meðan verið er að sætta sig við að hans nýtur ektó lengur við. Meðan hann lá veikur og naut umönnunar hjúkrunarfólks gat ég heimsótt hann og við sátum saman og spjöll- uðum. Enn var glampi í augum og áhugi fyrir því að frétta af vinum og samferðamönnum, málefnum og nýjungum. Við ræddum mitóð um bækur hans og frásagnir af mönn- um og hestum. Þann tíma sem við áttum saman við þessar aðstæður var ég við nám í Guðfræðideild. Ég man er ég kom til hans á Dalbraut nýinnritaður í deildina og bað hann að draga „mannakorn" fyrir mig. Það era litlir miðar með ritningar- versum í Biblíunni. Hann gladdist mjög fyrir mína hönd yfir þessari ákvörðun minni að verða prestur og dró vers úr spádómsbók Jesaja: 41:18-20. Yfirskriftin var að „Guð mun láta eyðimörtóna blómgast". Varla var hægt að fá betri texta. Þessu versi fylgdi hann síðan eftir með bæn. Þetta varð að fastri reglu á milli okkar. Fjögur ár liðu hratt og mín stærsta stund var að geta komið til hans í apríl sl. sem ný- vígður prestur. Við ræddum saman og ég sat við rúmið hans og dró fyr- ir hann mannakomið. Hann fékk versið með tilvitnuninni sem er upphaf greinar minnar. Enn hafði Líkaböng þó ektó hringt sitt sein- asta högg, en við vissum báðir að það kæmi. Við nýttum frestinn vel og hittumst af og til sem fyrr. Nú hefur Líkaþöng glumið svo um munar. Með híjómi hennar hef- ur hetja fallið. Hetja stórræða, hetja áræðis. Hetja sem stóð ávallt fremst í bardaganum og kunni að sveifla brandi. Orð og athafnir vora fyllt eldmóði augnabliksins. Margt var sagt í hita leiksins málefni til stuðnings. Oft var talað spámann- legri röddu og stundum sveið und- an. En ávallt var grannt í hið góða sem einkenndi fas hetjunnar miklu og í bijósti hans sló hlýtt hjarta sem oft var ákaft. Hann vildi koma miklu í verk áður en síðasta dags- verkið yrði unnið. Nú renna fyrir hugskotssjónum liðnir atburðir af unnum frægðarverkum og allt er með slíkri hugljómun, að líkja má við eitt stórkostlegt ævintýri. Ævin- týrin urðu að raunveraleika og gefa af sér ný ævintýri. Við sem sáum hetjuna ríða fram að hinstu sjónar- rönd, vitum ektó hvernig við getum þakað fyrir gleðina yfir samferða- manninum. Hann stólur eftir sig ævintýraljóma og var kóngur um stund. Hann sat á stóli frægðar sinnar og hafði álfur og lönd sem lutu honum. Hann sigraði rító með hesti sínum sem hafði tign og fijálst fas og veitti mörgum ólgandi gleði og lífsfyllingu. Það var frelsi og ferskur andblær á vígi-eifum stund- um sýninga og sigra. Það var frelsi í faxins hvin, við fákanna hófadyn. Hetjan mín lifir áfram í minningum hugans og frásögnum þeim sem hann skráði eigin hendi og færði samferðamönnum og vinum. Merk- ið stendur þótt maðurinn falli. Nú að leiðarlokum þegar við eig- um ektó lengur þau augnablik í lif- anda lífi, sem við áttum, er við sát- um saman, fyllist hugur minn þakk- læti yfir því sem ég fékk notið í samfylgd þinni kæri vinur. Bænir þínar og blessanir sem þú gafst mér verða aldrei nægilega endur- goldnar. Sú vegsemd að hafa átt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.