Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 59
þig sem vin verður seint fullþökk-
uð. Við vitum báðii’ að sá sem öllu
ræður, Guð kærleikans og eilífa
lífsins, er fullur miskunnar og
elsku. Hann heyrir bænir okkar og
þakkir. Hans eilífa ljós hefur nú
umvafið þig birtu sinni og tekið þig
í samfélag sitt, sem þeir einir
kunna að meta sem elska frelsar-
ann Jesú Krist og gera hann að at-
hvarfi sínu. Hann er athvarf þitt og
mitt en þú ert nær honum nú og
hefur fengið að sjá auglit hans og
lind hans svalar þorsta þínum. Þrá
þín er fullnuð. Kveðja okkar er að-
eins fátækleg orð, en orð Jesú
standa sem segir: „Trú þín hefur
frelsað þig. Far þú í friði.“
Við hjónin sendum ástvinum og
aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur er við kveðjum
mætan og genginn vin.
Sigurður Rúnar Ragnars-
son og Ragnheiður Hail.
íslenskur landbúnaður hefur
misst einn sinna hörðustu baráttu-
manna, mann sem skildi takmark-
anir og tækifæri íslensks landbún-
aðar, gerði sér grein fyi’ir íslensk-
um veruleika og hvert stefna ætti
til framfara og velgengni fyi-h' ís-
lenska bændur. Kannski vai’ Gunn-
ar alveg í sérflokki meðal íslenskra
búvísindamanna, því að hann hann
hafði þá gáfu að geta séð áratugi
fram í tímann, þegar við hinir, sem
þóttumst líka vera lærðir og vitrir,
sáum varla lengra en nefið náði.
Þegar litið er til baka er það ein-
kennileg reynsla að hafa séð ís-
lenskan landbúnað þróast eiginlega
alveg eins og Gunnar reyndi að lýsa
fyrir okkur fyrir þrjátíu árum! Víð-
sýni og réttsýni Gunnars var ótrú-
leg. Líflegar og oft harðar umræð-
ur á fundum Félags íslenskra bú-
fræðikandidata upp úr 1960 um
grundvöll og framtíð landbúnaðar-
ins eru ljóslifandi í minningunni.
Oft virtist Gunnar standa einn á
móti öllum hinum. Undirritaður var
oftast á hans máli, en skorti
kannski hugrekki hans til að standa
jafnfast á sannfæringunni opinber-
lega. Samt taldi Gunnar mig alltaf
vera bandamann sinn.
Ég kynntist Gunnari fyrst sem
kennara á Hvanneyri. Það er erfitt
að lýsa kraftinum og sannfæring-
unni í kennslu Gunnars. Hann
kunni sitt fag og hafði lag á að miðla
okkur af þekkingu sinni á svo lif-
andi og skemmtilegan hátt að aldrei
gleymist. Og menn halda að hann
hafi bara haft vit á hrossum! Fóður-
fræði var hans sérgrein og það var
gott að eiga hlut af visku hans í
þeim fræðum á seinni stigum
menntaferilsins. En ég lærði fleira
hjá Gunnari. Hann kenndi mér líka
að rækta matjurtir, grafa skurði og
að stjórna jarðýtu. Það kom sér vel
nokkrum árum síðar þegar ég var
við nám í Kanada. Þá ógnuðu flóð í
Assiniboine og Rauðánni háskóla-
svæðinu í Winnipeg og spurt var
hvort einhver kynni á jarðýtu. Eftir
að hafa unnið mér inn nokkur hund-
ruð dollara á jarðýtunni varð mér
hugsað hlýlega til Gunnars, enda
voru fjárráðin bágborin í þá daga.
Næst sá ég Gunnar á hestamótum
í Austurríki og skynjaði hvílíkt
þrekvirki Gunnar hafði unnið fyrir
íslenska hestinn í Evrópu. Hann var
þar eins og lord hestaíþróttana. Orð
hans um íslenska hestinn voru
óskráð lög. Þegar ég dæmdi á hesta-
mótum ytra var ég kynntur sem
nemandi sjálfs Gunnars Bjamason-
ar, en það var mesti heiður sem
Austurrikismenn gátu sýnt mér!
Orlögin höguðu því svo til að
þegar heim kom eftir margra ára
útilegu var ég orðinn yfirmaður
Gunnars í starfi. Hann var þá for-
stöðumaður Fóðureftirlits ríkisins,
sem í þá daga var deild á RALA.
Ég naut þeirra ára sem við störfuð-
um saman. Bara að sitja með hon-
um í kaffinu var uppspretta ótal
hugmynda, en tækifærið til að
ráðgast við Gunnar og ræða vanda-
málin var ómetanlegt. Hann var þá
formaður í landbúnaðamefnd Sjálf-
stæðisflokksins og vann ég með
honum í nefndinni og tók að lokum
við því starfi af honum. Margar
hugmyndir um framtíðarþróun
landbúnaðarins þróuðust í því
starfi, en að sjálfsögðu nutu líka
góðs af þeim hugmyndum stjórnar-
menn RALA og landbúnaðarráð-
herrann, allt traustir og góðir fram-
sóknannenn. Þegar um heill land-
búnaðarins var að ræða var
flokkspólitík lögð til hliðar.
Þegar ég sneri enn einu sinni
heim eftir langa dvöl erlendis var
Gunnar einn af þeim fyrstu sem
heimsóttu mig í ráðuneytið. Þá
voru það málefni íslenska hestsins
sem áttu eftir sem áður hug hans
allan. Fyrir það verður hans
minnst, sem þess manns sem hóf ís-
lenska hestinn til þeirrai’ virðingar
og aðdáunar sem hann nýtur víða
um heim. Það er erfitt að ímynda
sér hver staða íslenska hestsins
væri í dag án þátttöku Gunnars í
því ævintýri.
Gunnar var saddur lífdaga þegar
hann kvaddi þennan heim, en mikið
fer sá heimur á mis að geta ekki
leitað í frjóum hug Gunnars að
svörum við hinum mörgu ráðgátum
framtíðarinnar.
Björn Sigurbjörnsson.
Ég finn í tölvunni hjá mér bréf-
korn frá 17. apríl 1996, stílað á
Hestakóng Gunnar Bjarnason.
Upphaf bréfsins er á þessa leið:
„Ég er að spekúlera í að filma
sögukorn sem er byggt á litlu atviki
sem varð á Hólum í Hjaltadal, þeg-
ar ég var þar í sveit hjá þér. Þú
munt trúlega kannast við atvikið
eða atburði eitthvað líka þeim og
lýst er í smásögunni Þegar það ger-
ist, sem Almenna bókafélagið gaf út
fyrir nokkrum áram. Ég leita nú til
þín með litla bón: mig vantar texta
inn í tvö atriði kvikmyndahandrits-
ins, sem ég held þú værir allra
manna hæfastur til að spinna.“
Nokki-um dögum síðar kom
Gunnar í heimsókn. Hann var
greinilega farinn að eldast og gekk
við staf, en yfir honum var ennþá sú
reisn sem gerði hann líkari höfð-
ingja úr einni af Islendingasögun-
um en aðra menn sem ég hef þekkt
í gegnum tíðina. En þótt Gunnar
væri aðsópsmikill héraðshöfðingi í
eðli sínu hafði hann um leið til að
bera allt það besta úr fari íslensks
alþýðumanns; hlýjuna, hjálpsemina
og umfram allt mikið skopskyn og
þá ekki síst fyrir sjálfum sér. Þetta
fann ég best þennan aprfldag í
Laugarnesinu þegar hann spann
upp hugmyndir í þann texta sem
mig langaði til að leggja söguper-
sónu minni í munn. Það er ekki öll-
um gefið að geta skoðað lífið og
uppákomur þess af því æðraleysi
og djúpa mannlega innsæi sem
Gunnar hafði til að bera. Þannig
kom Gunnar mér fyrir sjónir þegar
ég kynntist honum fyrir nær fjöru-
tíu árum og allt fram til síðustu
stundar. Og víst er að atvikið sem
ég vísaði til í bréfkorninu hér að
framan er ekki það eina honum
tengt sem hefur orðið mér efni í
skáldskap. Svo litríkur var Gunnar
að hann var nánast eins og sögu-
persóna úr mikilfenglegri skáld-
sögu, í flestu sem hann tók sér fyrir
hendur.
Og nú þegar Gunnar kveður í
hinsta sinn og horft er um öxl sést
skýrt hversu glæsilegu ævistarfi
hann skilaði. Hann var brautryðj-
andi og hugsjónamaður sem skildi
manna fyrstur hvað bjó í íslenska
hestinum og hóf hann tfl þeirrar
virðingar sem honum bar. Hann
flutti mál sitt af þeim hita sem eld-
hugum einum er gefið. Þegar sam-
ferðamenn hans reyndu að leggja
stein í götu hans eða urðu skamm-
sýninni að bráð, þá fyrirgaf hann
þeim eins og mildur faðir sem fyrir-
gefur óþekktarormum heimskupör.
Ég kveð þig frændi sæll, með
söknuð í hjarta - tilveran verður fá-
tækari þegar menn eins og þú
kveðja. Fjölskyldu þinni og vanda-
mönnum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hrafn Gunnlaugsson.
Hugmaðurinn og eldhuginn
Gunnar Bjarnason er látinn. Vinur
MINNINGAR
fóður míns fyrr á áram og okkar
hjóna um alla tíð er horfinn.á braut
en skilur eftir sig ljúfar minningar í
huga okkar.
Ég sé fyrir mér Gunnar Bjarna-
son að kynna íslenska hestinn í
Þýskalandi fyrir tugum ára, (ásamt
hestakonunni og rithöfundinum
Úrsulu Bruuns). Hve þú fórst á
kostum, þvflíkar áherslur á ágæti
hestsins, góðgangi og hæfileikum,
er þú varst að lýsa honum. Og til
þess að leggja enn meiii áherslur á
orð þín, þannig að áheyrendur
skildu enn betur hvað tölt og skeið
var, fórst þú á fjóra fætur á gólfið
og sýndir hreyfingar þessa gang-
tegunda með höndum og fótum.
Fólkið hreifst af þvflíkri innlifun að
unun var að upplifa, ógleymanlegt.
Og það er sem ég heyri þinn sér-
staka hlátur af ánægju og gleði á
eftir kennslunni. Þér fannst þetta
fyndið sjálfum, og hafðir orð á.
Ég var ung þá að mennta mig í
reiðkennslu á reiðskólanum í Hoya,
að sjálfsögðu, að tilstuðlan Gunnars
Bjarnasonar, en hann bauð mér oft-
ast með þegar hann var að kynna
íslenska hestinn í Þýskalandi.
A fyrsta Evrópumóti íslenska
hestsins í Schluchtern í Þýskalandi
kom hann ásamt Páli Sigurðssyni
og Höskuldi á Hofstöðum til að
kynna enn fremur ganghæfileika
þessara stórkostlegu hesta. Vignir
Guðmundsson blaðamaður var með
í fór og fleiri mætir menn. Páll og
Höskuldur sýndu hestana en Gunn-
ar stjórnaði sýningunni. Það var
unun að fylgjast með, hann bókstaf-
lega hrópaði; sjáið þið, sjáið þið,
svona á að gera þetta og fólkið
hreifst svo með, að gleðihrópum og
klappi ætlaði aldrei að linna. Of
langt mál er að telja upp þar sem
Gunnar fór af eldmóð að kynna ís-
lenska hestinn.
En Gunnar kom víða við. Faðir
minn og hann skipulögðu margar
ferðir á hestum um ísland meðal
annars með erienda ferðamála-
frömuði, blaðamenn, ljósmyndara
og ferðamenn.
Þar einnig varst þú líka oft með í
för og þið fórað á kostum í að lýsa
landi og þjóð. Ég, unglingurinn og
hestaskellan, fékk að vera með. Óg-
leymanleg er ferðin um Skagafjörð
og í merkigil, með Úrsulu, Vigni og
Páli Sigurðssyni og ég aðeins 14
ára. Man ég er við hittum Sigga í
Krossanesi að flytja mjólkina, og
við öll ríðandi niður á bakkana. Þú
dreifst náttúrulega Sigga með.
Hann spennti vagnhestinn frá og
reið berbakt með okkur allan dag-
inn, en mjólkin beið í vagninum.
Svona varst þú, engum líkur.
En elsku Gunnar, nú þegar þú
ert allur, hrannast upp minninagar.
Hve þið Svava vorað mér góð er þið
buðuð mér gjarnan að vera hjá
ykkur á Hvanneyri eftir móður-
missi minn. Þá kynntist ég því hvað
þú varst einnig mikill listamaður,
málaðir í frístundum. Myndin sem
þú málaðir og gafst mér, Veraldar-
auður hefur alltaf fylgt mér, þang-
að til þú fékkst hana að láni fyrir
nokkrum árum.
Oft á seinni áram diskúteraðum
við hvað er veraldarauður, er þú
komst í heimsókn eða við hittumst
en komumst aldrei að niðurstöðu.
Margar ánægjustundir áttum við,
er þú komst í heimsókn í Geldinga-
holt til okkar hjóna. Hvað þið Sig-
fús gátuð setið og rifjað upp minn-
ingar frá skólanum á Hvanneyri, þú
kennarinn, hann nemandinn, þá var
oft hlegið mikið.
Samverastundir voru alltof fáar
á síðustu áram, er heilsan tók að
bila hjá þér og þú keyrðir ekki
lengur, og við alltaf á þönum þegar
komið er í kaupstað.
Já, við hjónin eigum þér margt
að þakka, góð kynni af mörgum
frumkvöðlum ræktenda og seljenda
íslenska hestsins á erlendri grund
er þú komst með í Geldingaholt og
kynntir þeim hestinn af eldmóð.
Læt ég hér staðar numið, of
margs er að minnast. Við hjónin
sendum börnum þínum og fjöl-
skyldum þeirra og öllum ástvinum,
hugheilar samúðarkveðjur. Hvfl þú
í friði.
Rosemarie og Sigfús.
+
Ástkær eiginmaður, faðir, afi og bróðir,
HERMANN LÁRUSSON,
Þórhólsgötu 1,
Neskaupstað,
verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju
fimmtudaginn 1. október kl. 14.00.
Anna Bergsdóttir,
Sverrir Hermannsson, Halldóra Lilja Helgadóttir,
Maríus Hermann Sverrisson,
Hjalti Þór Sverrisson,
systkini og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ J. SCHEVING
frá Vatnsskarðshólum,
Álfheimum 3,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 28.
septemberkl. 13.30.
Sigrún Scheving, Sigurgrímur Jónsson,
Guðný Ósk Scheving, Vidar Aas,
Þórunn Scheving
og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna
andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HANSÍNU JÓNSDÓTTUR,
Lyngholti 20,
Akureyri.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Kristnesspítala og starfsfólki hjúkrunarheimilis-
ins Hlíðar, C-gangi, fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Aðalsteinn Ólafsson,
Sigfús Aðalsteinsson, Ragnheiður Baldursdóttir,
Guðmundur I. Gestsson, Júlíana Tryggvadóttir,
Hekla Gestsdóttir, Hörður Júlíusson,
Halldór Gestsson,
Sigurður Gestsson, Ingibjörg Jósefsdóttir,
Björn Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Við þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu
sem sýnt hafa okkur hlýhug og samúð við frá-
fall og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
GUÐRÚNAR HJÖRDÍSAR
ÞÓRÐARDÓTTUR,
Arnarsmára 2,
Kópavogi.
Vilhjálmur Ólafsson,
Birna Þóra Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Ólafur Svavar Vilhjálmsson, Sigrún Steingrímsdóttir,
Þórður Örn Vilhjálmsson, Jóhanna Ólafsdóttir,
Sigurlaug Vilhjálmsdóttir, Ágúst Einarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát
og útför systur minnar, fósturmóður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELÍSABETAR JÓNU SIGURÐARDÓTTUR
frá Viðey,
Dalbraut 27,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dalbraut 27.
Guðný Sigurðardóttir,
Inga Sigurlaug Þorsteinsdóttir,
Marteinn Hreinsson, Ásgerður Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.