Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 61

Morgunblaðið - 26.09.1998, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 61 é MINNINGAR FRÉTTIR + Jón Eiríksson var fæddur á Fossi á Síðu 6. október 1907. Hann lést á hjúkrunar- og- dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 20. september. For- eldrar hans voru Eiríkur Steingríms- son og Guðleif Helgadóttir. Jón kvæntist Ejólu Aradóttur frá Borg á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu vorið 1941. Þau eignuðust fimm syni. Þeir eru: 1) Kjartan, f. 18.12. 1940, maki Lovísa Ey- mundsdóttir, f. 15.12. 1944. Þau eiga fjögur börn, Eymund, Fjólu Ingu, Jón og Helga Grétar. Maki Fjólu Ingu er Sigurður Ágústs- son og eiga þau þrjá syni, Agúst Helga, Kjartan og Heimi. 2) Sig- urður, f. 3.12. 1943. 3) Eiríkur, f. 12.8. 1946. Maki Birna Aðal- Nú er afi okkar á Fossi dáinn. Hálfum mánuði áður en hann hefði orðið 91 árs. Elsku afi, nú hugsum við öll um þá daga sem við áttum í sveitinni með þér, ömmu og Sigga. Minningar um þig gangandi um hlaðið á Fossi með stafinn þinn að fylgjast með því að allt gengi sinn vanagang, því þó að það væri ekki lengur í þínum verkahring þá varst þú alltaf Jón bóndi á Fossi. Þú vildir fylgjast vel með þínu fólki og ef eitt okkar átti leið fram- hjá Fossi spurðir þú ávallt frétta af hinum í fjölskyldunni. Þegar Jón bróðir fæddist eignaðist þú alnafna og hann var greinilega sérstakur í þínum augum, alltaf spurðir þú um nafna, hvað hann væri að gera og hvernig honum gengi í fótboltan- um. Síðustu árin eftir að þú fórst á dvalarheimilið á Klaustri, var tóm- legt að koma að Fossi. Þá heyrðist ekki í útvarpinu þínu inni í her- bergi og þú varst ekki til staðar til að bjóða upp á kandís eða annað gotterí. + Einar Jóhann Alexanders- son fæddist á Dynjanda í Jökulfjörðum 14. janúar 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 2. júlí. Ég vil minnast frænda míns og vinar Einars Alexanderssonar, sem lést 25. júní sl. Ég gat því mið- ur ekki verið við útför hans, sem fór fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík 2. júlí sl. Hann fæddist í Neðri-Bænum á Dynjanda í Jökulfjörðum og var fjórði í röð níu barna hjónanna Al- exanders Einarssonar og Jónu S. Bjamadóttur. Auk þeirra systkina voru frændsystkini hans átta að tölu á sama bænum, svo það var engin lognmolla þar í uppvextinum. I Fremri-Bænum var einnig bammargt, þar vora þau níu og í þeim hópi var Bentey Hallgríms- dóttir, sem síðar varð eiginkona Einars. Einar vai' vammlaus maður til orðs og æðis, prúðmenni og lét lít- ið yfir sér. Hann stundaði sjó á unga aldri, en lærði síðar trésmíði, sem hann stundaði ævina út. Hann var afar vandvirkur og samvisku- samur í störfum sínum og eftir- sóttur í vinnu. Víða liggja handar- verk hans, ekki síst hjá ættingjun- um. Við Einar gengum saman í barnaskóla hjá síra Jónmundi Hall- steinsdóttir, f. 13.8. 1949. Þau eiga fimm börn, Aðalstein, Evu Ósk, Herdísi Fjólu, Jón og Hrafn. Sam- býliskona Aðalsteins er Guðbjörg Garð- arsdóttir. Sambýlis- maður Evu Óskar er Friðrik Þór Ing- valdsson og eiga þau einn son, Ármann Örn. Herdís Fjóla á eina dóttur, Bimu Lunu. 4) Ari, f. 3.1. 1948, maki Ólafía Ingibjörg Gísladótt- ir, f. 29.8. 1948. Börn þeirra eru Jón Ósmann, Helga Dís og Ósk- ar. Sambýlismaður Helgu Dísar er Jan Christian Haugland. 5) Ómar, f. 19.8. 1953, maki Ingi- björg Þormar, f. 21.7. 1950. Börn þeirra era Jóhann, Atli, Halla og Snorri. títför Jóns fer fram frá Prest- bakkakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Við þekktum þig ekki þegar þú varst ungur, kæri afi, en höfum heyrt margar sögur af því hve dug- legur og sterkur þú varst. Við bár- um virðingu fyi-ir þér og voram hreykin af því að Jón sterki var afi okkar. Nú hugsum við til þess að bömin okkar fá einungis að sjá myndir af þér og heyra sögurnar en við efumst ekki um að þau verði jafn stolt af þér og við erum. Við vitum að þú fylgist enn með okkur, líkt og þú gerðir alltaf. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yíir allt. Hniginersólísjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt (Jóhann Jónsson.) Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði. Aðalsteinn, Eva Ósk, Herdís Fjóla, Jón og Hrafn. dórssyni vestur í Grunnavík og má segja að vinátta okkar hafi ekki rofnað síðan þótt vík væri oft milli vina. En við áttum þess kost að vinna saman að hugleiknu verkefni á seinni áram, okkur báðum til ánægju. Mér er hryggð í huga við fráfall hans, en hann slasaðist við vinnu sína og lést nokkra síðar. Þau eignuðust þrjú efnisbörn og Einar gekk tveim bömum Bettýjar í föðurstað, en hún missti fyrri mann sinn frá ungum börnunum. Þau sakna öll vinar í stað og ekki síst afabörnin hans. Ég vil kveðja hann með gömlu versi, sem Jóhanna Einarsdóttir frá Horni, langamma okkar beggja, kenndi barnabömum sín- um á Dynjanda og hefur gengið til niðja hennar. Jesú mér ljúfur lýsi leið þú mig Jesú kær. Jesú mér veginn vísi vertumér Jesúnær. Hafðu mig Jesú hýri handanna á milli þín. Jesú mér stjómi og stýri. Stoð Jesúvertumín. Innilegar samúðarkveðjur til ljölskyldu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Steinunn M. Guðmundsdóttir. Fyrirlestur í málstofu í hjúkrunar- fræði RÚNAR Vilhjálmsson prófessor flytur fyrirlesturinn Notkun form- legrar og óformlegrar þjónustu vegna krónískra veikinda í Málstofu í hjúkrunarfræði mánudaginn 28. september kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. I fréttatilkynningu segir: „Al- gengt er að einstaklingar sem eiga við heilsuvandamál að stríða leiti ein- göngu aðstoðar óformlegra hjálparaðila, s.s. maka, ættingja og vina. Þeh- sem leita til heil- brigðisþjónustunnar hafa yfirleitt leitað til eða ráðfært sig við óform- lega aðila áður. Aðhaldsaðgerðir síð- ustu ára innan formlega (opinbera) þjónustugeirans hafa að ýmsu leyti aukið álag á hinu óformlega hjálpar- kerfi einstaklinganna og beint at- hygli manna á ný að tengslum form- legrar og óformlegrar þjónustu. Rannsókn þessi er langtíma (pan- el) athugun á tengslum krónískra veikinda og notkun óformlegri og formlegri þjónustu og byggir á heil- brigðiskönnun meðal tilviljunarúr- taks 20-70 ára íbúa á Stór-Reykja- víkursvæðinu (N=705). Kynnt eru 8 ólík líkön um tengsl krónískra veik- inda og formlegrar og óformlegrar þjónustu og lagt mat á þau með hjálp aðhvarfsgreiningar á rannsóknar- gögnum. Fræðileg og hagnýt þýðing niðurstaðnanna er að lokum rædd.“ Málstofan er öllum opin. Ráðstefna um fersk- leikamat físks RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 29. september undir yfirskriftinni „Að- ferðii- til að meta ferskleika fisks.“ Ráðstefnan er sú fyrsta af nokkrum slíkum sem Rf mun standa fyrir und- ir merki FLAIR FLOW, en það er sérstakt átaksverkefni á vegum Evr- ópusambandsins til að vekja athygli á og miðla upplýsingum um rannsóknir sem tengjast matvæla- iðnaði, segir í fréttatilkynningu. Á ráðsteíhunni mun Guðrún Ólafs- dóttir, matvælafræðingur á Rf, flytja erindi um mat á ferskleika fisks, og Emilía Martinsdþttir, efnaverk- fræðingui’ á Rf, og Ólafur Magnússon, fulltrúi Tæknivals, munu kynna verk- efnið „Tölvuvætt skynmat í fiski“. Þá mun Andrew Pepper fi-á Tesco Stores Ltd. í Bretlandi flytja erindi um mat á ferskleika fisks, með neytendur í huga. Loks mun Hjördís Sigurðar- dótth', gæðastjóri Bakka hf. í Bolung- arvík, fjalla um þörfina á gæðamæl- ingum í fiskvinnslu á Islandi. Ráðstefnan hefst kl. 8.15 og stend- ur til kl. 12.15. Aðgangur er ókeypis og er fólk í matvælaiðnaði sérstak- lega hvatt til að mæta. Opinn fræðslufundur um miðlægan gagnagrunn ÍSLENSK erfðagreining býður til opins borgarafundar í Háskólabíói í dag, laugardaginn 26. september, kl. 14, um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. Framsögumenn verða þeir Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, Hákon Guðbjarts- son, framkvæmdastjóri upplýs- ingatæknideildai- og Jóhann Hjart- arson, lögfræðingur Islenskrai' erfðagreiningar. Ávörp flytja þau Vilborg Traustadóttir, formaður Félags MS-sjúklinga á íslandi, Ein- ar Már Guðmundsson, rithöfundur og Ólafur Ólafsson, landlæknir. Fundarstjóri verður Einar Stefáns- son, prófessor við læknadeild Háskólans. Að loknum erindum munu fulltrúar Islenskrar erfða- greiningar svara spurningum gesta. Fundurinn í Háskólabíói er liður í fræðsluátaki íslenskrar erfðagrein- ingar um landið í þeim tilgangi að kynna hugmyndina um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. í síð- ustu viku voru Húsvíkingar og Sauðki-ækingar sóttir heim og í þess- ari viku Vestmannaeyjar, Keflavík og Selfoss. Á laugardaginn kl. 14 er svo komið að höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn hefst kl. 14. Hann er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Næstu fræðslufundir Islenskrar erfðagreiningar verða sunnudaginn 27. septemnber á Höfn í Hornafirði og sama dag á Egilsstöðum. Síðar verða boðaðir fundir á Akureyri, Isafirði og í Borgamesi VIÐAR Halldórsson frá átakinu íþróttir - afl gegn fikniefnum, afhendir Gísla Árna Egg- ertssyni þakkarskjal. Iþróttir - afl gegn fíkniefnum ÁTAK íþróttahreyfingarinnar í for- vörnum sem nefnist fþróttir - afl gegn fíkniefnum var kynnt laugar- daginn 5. september í miðborg Reykjavíkur og á Laugardalsvelli. Átakið er samstarfsverkefni fþrótta- og Ólympfusambands ís- lands og Ungmennafélags Islands en í stefnuyfirlýsingu þeirra kemur skýrt fram að neysla tóbaks, áfeng- is eða annarra fíkniefna eigi aldrei samleið með iðkun íþrótta. „f byijun október næstkomandi stendur átakið fyrir hringferð kringum landið þar sem komið verður við í grunnskólum, íþrótta- húsum og á sundstöðum. Allir nem- endur í 8. bekk fá gefins bol átaks- ins og innrammað plakat verður af- hent á áðurnefnda staði. Einnig hefur átakið gert nokkrar kyiming- armyndir með íslenskum af- reksíþróttamönnum þar sem lögð er áhersla á þá sem góðar fyrir- myndir. Fræðslurit fyrir foreldra, þjálfara og stjórnendur íþróttafélaga er væntanlegt en þar verður fjallað um áhrif áfengis og tóbaks á líkamann og árangur í íþróttum. Kynningarfundir verða svo haldnir í kjölfar útgáfú ritsins víða um land,“ segir m.a. í fréttatil- kynningu. Afmælisþing Byggðasafns Skagfírðinga AFMÆLISÞINGS Byggðasafnsins Skgafirðinga verður sett í dag, laug- ardag kl. 9. Þingið er haldið í tilefni 50 ára stofnafmælis safnsins og verður haldið í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðarkróki, í fyrirlestrasal Bóknámshússins. Laurence Johnson, stjómarfor- maður The New Iceland Heritage Museum í Gimli og Tammy Axels- son, forstöðumaður safnsins, skrifa undir yfh’lýsingu um samstarf við Byggðasafn Skagfirðinga og Vetsur- farasetrið á Hofsósi og eru með inn- legg á þinginu, sem væntanlegir samstarfsaðilar vestan hafs. Ásdís Guðmundsdóttir, formaður Menningar-, íþrótta- og æskulýðs- nefndar setur þingið kl. 9; Þór Magnússon þjóðminjavörður flytur erindi er nefnist: Saga safnsins. Safn meðal safna. Sigríður Sigui’ðardóttfr safnstjóri, ræðir um starfsemi safns- JÓN EIRÍKSSON EINAR JÓHANN ALEXANDERSSON ins - framtíðaráform. Hjörleifur Stefánsson minjastjóri kallar erindi sitt: Minjavernd. Fornleifar og friðlýst hús; Hjalti Pálsson skjala- vörður ræðir um byggðasöga - minjavernd; Laurence Johnson stjórnarformaður New Iceland Heritage Museum, fyiTverandi for- maður Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, og Tammy Axelsson forstöðumaður The New Iceland Heritage Museum, ræða starfsemi og framtíðaráform The New Iceland Heritage Museum í Gimli; Valgeh' Þorvaldsson framkvæmdastjóri ræð- ir samstarf Byggðasafns Skag- firðinga, The New Iceland Heritage Museum í Gimli og Vesturfaraset- ursins á Hofsósi. Kl. 14.30 lýkur sr. Gísli Gunnarsson forseti sveitar- stjómar þinginu. „Baltneski full- trúinn“ í bíósal MÍR BALTNESKI fulltrúinn nefnist kvik- myndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag kl. 15. Þessi rússneska mynd var gerð 1937 undir leikstjóm Alexanders Sarkis og Jósifs Heifitz. I aðalhlut- verkinu er Nikolaj Tsérkasov, sá frægi leikarij sem m.a. lék Alexander Névskí og Ivan grimma í frægum kvikmyndum Eisnteins. í myndinni er sagt frá öldnum og virtum vís- indamanni, Polesajev prófessor, sem gekk til liðs við byltingarmenn 1917 og lýsti fullum stuðningi við ráð verkamanna og bænda er til þeirra var stofnað. Fyrirmynd þessarar persónu mun hafa verið kunnur rússneskur vísindamaður, Klimenti Timirjasev að nafni. Aðgangur að kvikmyndasýningunni er ókeypis og öllum heimil. Boðunarkirkj an hefur starfsenli sína NÝR kristinn söfnuður var stofnað- ur sl. vor og er hann sjálfstætt og óháð samfélag einstaklinga, er vilja stuðla að boðun fagnaðarerindisins um Jesú Krist í samræmi við til- skipun hans til lærisveina sinna. Söfnuðurinn vill leggja sérstaka áherslu á að auðvelda fólki að kynnast vel boð- skap Biblíunnar. Prestur og for- stöðumaður Boðunarkirkjunnar er Steinþór Þórðarson. Trúarjátning safnaðarins er þessi: „Við trúum á kærleiksríkan, al- máttugan Guð sem skapaði heiminn og mannkynið. Við trúum á Jesú Krist, son Guðs, sem dó til þess að friðþægja fyrir syndir mannanna. Við trúum á Heilagan anda og meðtökum leiðsögn hans til iðrunar og réttlætis. Við meðtökum alla Biblíuna sem heilagt, innblásið Orð Guðs og grundvöll trúar og lífernis. Við meðtökum boðorðin tíu sem eilíf- ar meginreglur Guðs, sem öllum ber að hafa í heiðri. Við trúum því að Drottinn Jesús Kristur dæmi lifend- ur og dauða og komi aftur að vitja síns fólks. Við trúum á upprisu dauðra og eilíft líf.“ Prestur safnaðarins og for- stöðumaður hans er Steinþór Þórð- ai’son, sem hefur starfað sem prest- ur og kristniboði á íslandi, Nígeríu og Zimbabwe um árabil. Margir hafa kynnst Steinþóri í gegnum Biblíunámskeiðin sem hann hefur staðið fyrir í Reykjavík og nágrenni undanfarin ár. Formaðui- safnaðar- stjómar er Ragnheiður Ólafsdóttir Laufdal. Verið er að standsetja safnaðar- heimili og samkomusal í nýju húsnæði í Smárahlíð í Kópavogi sem verður tekið í notkun í nóvember. Fram að þeim tíma mun Boðunar- kirkjan halda Biblíunámskeið á Hótel íslandi, Áimúla 9, sem verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 20 og hefst 5. október. Leiðbeinandi verður Steinþór Þórðarson. Þátttaka.— er opin öllum og er ókeypis. Steinþór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.