Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.09.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ I DAG LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 65. Fórnum ekki lífí fyrir hraðann Frá Sigurði Helgasyni: ALVARLEGAR athugasemdir eru gerðar við málflutning starfsmanna Umferðarráðs í bréfi til Morgun- blaðsins 17. september síðastliðinn. Þar fullyrðir Guðvarður Jónsson að um síðustu verslunarmannahelgi hafi starfsmenn Umferðarráðs hvatt til hraðaksturs í umferðinni í útsendingum Utvarps Umferðar- ráðs. I áranna rás höfum við sem önnumst upplýsingamiðlun fyrir Umferðarráð verið sökuð um flest annað en að hvetja til hraðaksturs. Við, eins og flestir íslendingar, vit- um hvaða hættur fylgja honum. í bréfi sínu fullyrðir Guðvarður að Umferðarráð hafí hvatt öku- menn til að fylgja 110 til 120 km hraða. Ekki vitum við hvar hann hefur heyrt slíkar ábendingar, því aldrei hafa þær komið frá okkur. Meginboðskapur okkar varðandi ökuhraða er, að allir eigi að virða reglur um hámarkshraða og að miða ávallt hraða við aðstæður. Við höfum líka stundum sagt að þeir ökumenn sem aki lengst frá meðal- hraða, sérstaklega þeir sem aka mun hraðar en lög leyfa og einnig þeir sem aka mun hægar en megin- umferðarstraumurinn er, séu hættulegastir í umferðinni. Hins vegar teljum við að þeir sem kjósa að aka hægar hafi til þess fullan rétt, en hvetjum þá hins vegar til að sýna öðrum ökumönnum tillitssemi með því að hleypa öðrum fram úr hvar sem aðstæður eru fyrir hendi. Með því móti minnkar hætta á hættulegum framúrakstri, sem er sérstaklega viðsjárverður um mikl- ar umferðarhelgar, eins og verslun- armannahelgar. Það var samdóma álit lögi-eglumanna um síðustu verslunarmannahelgi að hraði hafi verið minni en oftast áður, með einni undantekningu þó, en það var ökuhraði sumra þeirra sem leið áttu um Holtavörðuheiði. A það Hótel Búðir Snæ- fellsnesi Frá Andrési Erlingssyni: Svar frá Umferðarráði minntumst við ítrekað í Útvarpi Umferðarráðs. Að saka starfsmenn Umferðr- ráðs um að hvetja til hraðaksturs er mjög alvarlegur misskilningur og mistúlkun á skilaboðum þeirra. Þeir vita flestum betur hverjar af- leiðingar hraðakstur hefur í fór með sér og munu aldrei hvetja til hans eða verja hann. Markmið Um- ferðarráðs er að auka öryggi í um- ferðinni og að því er unnið af heil- um hug. Aivarleg umferðarslys á undanförnum mánuðum eru okkur mikið áhyggjuefni og hafa meðal annars leitt til þess að vegfarend- Frá Þorgerði M. Kristiansen: VIÐ hjónin fórum með Heimsferð- um til Barcelona og Benidorm 12/8/1998 til þess að halda upp á 40 ára afmæli. Fjögurra tíma seinkun varð á flugi frá Keflavík - matur fluttur frá Spáni var fram borinn í flugvél- inni. Stærstur hluti farþeganna sem fóru úr vélinni í Barcelona varð fyi'ir matareitrun sem eyði- lagði dvöl okkar í borginni - far- þegamir með fluginu til Barcelona þennan dag dreifðust á nokkur hót- el þar í borg. Komið var á hótel í Barcelona um þrjúleytið um nóttina en strax daginn eftir fóru einkenni matareitranar að koma í ljós og ágerðust síðan næsta dag. Farþeg- ar urðu misveikir eins og títt er um matareitrun, en hluti farþeganna var veikur allan tímann í Barcelona (einnar viku dvöl) og sumir voru ennþá veikir er komið vai’ heim. Við höfum farið fram á að Heims- ferðir bæti okkur að nokkra leyti fjárhagslegt tjón og taki ábyrgð á matareitraninni, sem með engu móti verður rakin til annars en matarins sem borinn var fyrir okk- ur í flugvélinni. Spánskt flugfélag „Futura" er með leiguflug fyrir Heimsferðir. um hafa verið send skilaboð um að draga úr hraða og minnka þar með líkur á að fólk láti lífið á vegum landsins. Guðvarði, sem greinilega er liðs- maður aukins öi-yggis í umferðinni, þökkum við hins vegar fyrir að vekja máls á því að margir virða ekki reglur um hámarkshraða. Hann er, þrátt fyrir að hafa mis- skilið starfsmenn Umferðarráðs heiftarlega um verslunarmanna- helgina, miklu meiri samherji okk- ar heldur en fram kemur í skrifum í Morgunblaðinu í dag. Honum og öllum talsmönnum hóflegs öku- hraða sendum við baráttukveðjur. Föram mað lögum! Heimsferðir vilja fírra sig allri ábyi’gð svo við óskum eftir því að þeir farþegar sem fóru með „Futura" á vegum Heimsferða þennan dag og urðu fyrir matar- eitrun hafí samband við okkur, svo unnt verði að að athuga réttarstöðu ferðalanganna sem heildar, þar sem ekki er hlustað á kvartanir ein- staklinga. Við viljum biðja þá far- þega sem við málið kannast að hafa samband við okkur - vinsamlegast sendið okkur bréfkorn með ykkar lýsingu á veikindum í ferðinni, ásamt nafni og símanúmeri svo við getum haft samband við ykkur um lögfræðilegt framhald málsins. Hálfur sigur væri unninn þótt ekki kæmu til neinar bætur ef okkur tekst að vara þá Islendinga við, sem hyggja á ferðalög á vegum Heimsferða. Við getum allavega minnkað líkurnar á að fleiri íslend- ingar þurfi að upplifa okkar hörm- ungarreynslu. Ekki neyta matarins sem fram- reiddur er í flugvélum Futura-flug- félagsins. Þið sem erað á leiðinni til útlanda með Heimsferðum og lesið þetta bréf - takið með ykkur nesti!! ÞORGERÐUR M. KRISTIANSEN, Hringbraut 91,107 Reykjavík. SIGURÐUR HELGASON, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs. Matareitrun Spánarfara DÖMU-, BARNA- OG HERRAFATNAÐUR r GERIÐ FRABÆR KAUP OPIÐ: FÖSTUD. 12-18 LAUGARD. 10-18 SUN.- MIÐ. 12-18 Á HORNI SKEIFUNNAR OG GRENSÁSVEGAR ÞAR SEM BÓNUSRADÍÓ VAR ÁÐUR vönd.við vara g-óð vörumerki D-dagur Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfírði Aðalfundir sjálfstœðisfélaganna verða haldnir laugardaginn 3. október nk. á þeim stöðum og tímum sem hér segir: STEFNIR Veitingahúsið Gafl-Inn v/Reykjanesbraut (uppi) kl. 16.45 Framboðum til formanns og stjórnar þarf að skila skriflega í Sjálfstœðishúsið, Strandgötu 29, fyrir kl. 18.00, 1. október 1998. FRAM Veitingahúsið Gafl-Inn v/Reykjanesbraut (uppi) kl. 16.00 VORBOÐI Sjáifstæðishúsið kl. 16.00 ÞÓR Sjálfstæðishúsið kl. 17.30 Á dagskrá fundanna verða venjuleg aðalfundarstörf. HAUSTFAGNAÐUR verður haldinn í Hraunholti, Dalshrauni 15, laugardagskvöldið 3. október. Við mætum um hálníuleytið og skemmtum okkur fram eftir kvöldi. Ókeypis aðgangur, Diskótekið Dísa og engin þörf á flokksskírteinum! ÞESSA dagana er ég að vinna að handriti um sögu Hótel Búða á Snæfellsnesi en á síðasta ári var haldið upp á 50 ára afmæli hótel- reksturs á staðnum. Úr ýmsum heimildum hefur verið úr að moða s.s. blaðagreinum, bókum, viðtölum við fyrrverandi hótelhaldara, starfsmenn, gesti, ábúendur í ná- grenni Búða og margt fleira. Þá hafa einnig nýlega orðið aðgengi- legar fundargerðarbækur Félags Snæfellinga og Hnappdæla en fé- lagið á heiðurinn að því að hafin var hótelrekstur á Búðum árið 1947. Þar er um auðugan garð að gresja því allar ákvarðanir varð- andi reksturinn var borinn upp á stjórnarfundum. Því er hægt er að rekja sig áfram í sögu hótelsins allt fram til ársins 1955 er hlutafélagið Búðir hf. var stofnað og eignaðist hótelið. En á þessum 50 árum hafa mörg hundrað gesta komið og gist á hót- elinu. Því er tilgangur þessa bréfs að biðla til lesenda Morgunblaðsins og biðja þá um að setjast niður og rifja upp á blað skemmtilegar minningar, sögur eða uppákomur sem þeir hafa upplifað eða haft kynni af frá Búðum því oft vilja slíkir hlutir gleymast þegar frá líð- ur. Það gefur lífinu gildi að geta deilt slíkum hlutum með öðrum og því vona ég að sem flestir sjái sér fært um að geta sent mér línu ásamt nafni og heimilisfangi. Vin- samlegast sendið bréfin í pósthólf merkt: Búðir - 1588 121 Reykjavík. Með fyrirfram þakklæti og von um sem flest bréf. ANDRÉS ERLINGSSON, sagnfræðingur. Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður Innifaiið í verði bílsins ✓ 2.01 4 strokka 16 ventla téttmálmsvél ✓ Loftpúðar fyrir ökumann og farþega •/ Rafdrifnar rúöur og speglar / ABS bremsukerfi / Veghæð: 20,5 cm / Fjórhjóladrif / Samlæsingar / Ryðvörn og skráning / Útvarp og kassettutæki / Hjólhaf: 2.62 m / Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000,- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bítasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 E) HONDA Síml: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.